Þjóðviljinn - 13.12.1980, Side 13
Svartur sjór
Einhver athyglis-
verðasta hljómsveitin
sem fram kom á því
merka ári 1977 er
AAanchester hljómsveitin
XTC.
Arið 1977 er að marga dómi
álika merkilegt i tónlistinni og
árin 1967 og 1968. Þá komu út
margar bestu hljómplötur
hippamenningarinnar, plötur
eins og L.A. Woman með Doors,
Surealistic Pillow með Jeffer-
son Airplaine og The Notorious
Byrd Brothers með Byrds.
Fyrsta breiðskifa XTC White
Musickom út 1977 og vakti strax
verðskuldaða athygli, einkum
voru það tónlistargagnrýnendur
sem hófu hana til skýjanna. Það
var ekki fyrr en með annarri
breiðskifu XTC Go 2 sem þeir
hættu að vera „menpingarfyrir-
bæri” tónlistargagnrýnenda og
almenningurtók þáuppáarmasina.
A siðasta ári sendu þeir svo
frá sér sina þriðju breiðskifu
sem festi- þá kyrfilega i sessi
sem eina athyglisverðustu ný-
bylgjuhljómsveitina.
Black Sea kom svo út i haust
og verður ekki annað sagt en
þeir standi fyllilega við þær
vonir sem við þá voru bundnar i
upphafi.
Tónlist þeirra hefur tekið
vissum breytingum undanfarin
tvö ár; þessar breytingar miða
að þvi að gera tónlistina
aðgengilegri fyrir stærri
áheyrendahóp. A þessari plötu
má greinilega heyra áhrif frá
tónlistarmönnum á borö við
Elvis Costello og hljómsveitum
eins og Jethro Tull.
Tónlist XTC er ákaflega sér-
stök, grunntónninn i tónlistar-
flutningi þeirra er mjög i likingu
við það sem Talking Heads eru
að gera og það sem Da vid Bowie
gerði i samvinnu við Brian Eno.
Þeir eru ekki alveg eins „raf-
magnaðir” og Talking Heads og
ialla staði mun aðgengilegri við
fyrstu kynni. Það sem einkennir
tónlist XTC öðru fremur er
einfaldleikinn. Það er ekkert
flókið við tónlistarsköpun
þeirra, engir óþarfa strengir
eða raddir.
Eins og áður á Antiy Partr-
idge allt efnið á plötunni, en
hann hefur verið foringi hljóm-
sveitarinnar frá þvi að hún var
stofnuð. Tónlistarflutningur er
til fyrirmyndar, þeir mynda
saman góða heild þar sem
heildin er höfð i fyrirrúmi.
Upptökustjórn er i höndum
Steve Lillywhite en hann er
meðal bestu upptökustjóra á
Bretlandi i dag. Hann annaðist
einnig upptökustjórn á þriðju
breiðskifu XTC. Hér á landi er
hann öllu þekktari fyrir sam-
starf sitt við Peter Gabriel, á
seinustu plötu Gabriels sem út
kom i sumar.
Hér er á ferðinni mjög góð
hljómplata fyrir alla þá sem
vilja kynna sér „ranghverfu”
pönksins og alla þá sem hafa
gaman af framsækinni tónlist.
Helgin 13. — 14. desember 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 13
BARÓNSSTÍG 11B — REYKJAVÍK —
Ein af mörgum frábærum myndum
úr nýútkominni bók um listamanninn
Halldór Pétursson
Helgi Hjörvar
rithöfundur.
Þagað
Þeyr. Þagað i hel
(Jtgefandi. S.G. hljómplötur
Upptökustjóri:
Sigurðar Arnason
Upptökur fóru fram
i Tóntækni, timabiliö
mai til nóvember
með löngu sumarfrii þó.
Nú í vikunni kom út
fyrsta breiðskífa hljóm-
sveitarinnar Þeys, og
verður ekki annað sagt en
að þeim takist mjög vel
upp. Hljómsveitina skipa
þau: Elín Reynisdóttir:
söngur, AAagnús Guð-
mundsson: söngur, hljóm-
borð og gítar, Jóhannes
Helgason: gítar, Hilmar
örn Agnarsson: bassi og
Sigtryggur Baldursson:
trommur.
í hel
með umgjörð sem er jafn
ferköntuð og hugsunin.
Einnig er lýsing hans á
timburmönnum „skemmtileg”-:
A gólfinu i gegnumtrekk
ég vakna
með gardinur uppi mér
og sundurklofinn haus.
ó, hvilik kvöl er að lifna
aftur við,
kaldur, hálffaömandi áður
óþekkt lið...
Gærkvöldið, það fyrsta sem
ég sakna.
Ég siðan finn, — því er verr
ein framtönnin er laus...
Allur tónlistarflutningur er
hinn ágætastí, en ber þess þó
nokkuð greinileg merki að tón-
listarmennirnir eru ungir að ár-
um og i mikilli mótun. Flutningur
er ekki gallalaus, enda varla
Hljómsveitin Þeyr hefur skapað eina eftirminnilegustu hljómplötu
þessa árs.
Tónlistarlega séð er Þeyr,
ásamt Utangarðsmönnum og
Fræbbblunum, mjög gott dæmi
um þá strauma, sem nú eru
ferskastir i islensku tónlistarlifi.
Þær hljómsveitir og straumar
sem virðast hafa hvað mest áhrif
á Þey eru hljómsveitir i likingu
við Passions og það sem kalla
mætti „framúrstefnu nýbylgju”.
AÞagaðihel eru 8 lög. Hilmar
örn Hilmarsson á 5 texta, Guðni
Rúnar Agnarsson á einn, Skuggi á
einn, og svo er einn eftir Jóhann
Sigurjónsson i þýðingu Skugga.
Textar plötunnar eru nokkuð
fyrir ofan „standard” islenskrar
textagerðar um þessar mundir.
Textar Hilmars, sem með réttu
má kalla fyrsta varamann hljóm-
sveitarinnar, eru þokkalegir. Sér-
staklega er"55 góöur, en þar ræöst
hann á fatatiskuna og tilgerö
samfélagsins:
Aðrir hafa þann hátt á
að hafa fengið allt
á hreint með þvi að æfa upp
efasvip og kalt
augnaráð sem girt er af
ástæða til aö krefjast þess i frum-
raun hljómsveitarinnar. Þvi
verður ekki neitað, að hér er á.
ferðinni bráðefnileg hljómsveit,
sem að öllum likindum á eftir að
láta mikið að sér kveða á kom-
andi árum.
Af einstökum hljómsveitar-
meðlimum ris söngur Magnúsar
nokkuð upp úr; hann syngur af
mikilli tilfinningu. Þessi mikla
tilfinning, samfara óvenjulegri
raddbeitingu, gerir það að
verkum að söngur hans verður
mjög sérstakur. Elin skilar sinu
hlutverki með prýði, en fær ekki
að njóta sin sem skyldi. Bassa-
leikur Hilmars er fjörugur, en
örlitið sveiflukenndur. Það sama
má segja um þá Jóhann og
Sigtrygg; þeir eiga báðir mjög
góða spretti, en detta nokkuð
niður þess á milli.
Engu að siður mega allir vel við
una. Hljómsveitin Þeyr hefur
skapað eina eftirminnilegustu
hljómplötu þessa árs, og islensk
tónlist getur skartað einni skraut-
fjöðrinni i viðbót.
í hakanum
Nokkrir af strákunum i Mezzoforte ásamt Kalla Sighvats.
Mezzoforte: i Hakanum
Útgefandi: Steinar h/f
Upptökustjóri:
Geoff Calver
Hljóðritun fór fram
i Hljóðrita frá
miðjum ágúst og
fram i miðjan október
Hljómsveitin AAezzo-
forte er skipuð fimm
ungum tónlistarmönnum,
sem skipað hafa sér á
bekk með færustu tón-
listarmönnum okkar, þótt
aldur þeirra sé ekki ýkja
hár.
Hljómsveitina skipa þeir:
Friðrik Karlsson — gitar, f
Eyþór Gunnarsson — hljóm- I
borð, Björn Thorarensen — I
hljómborð, Jóhann Asmundsson |
— bassi, Gunnlaugur Briem —
slagverk.
Fyrsta breiðskifa þeirra, sem
út kom á siðasta ári hét einfald
lega Mezzoforte og sýndi að
góður efniviður var á ferðinni.
Þessi plata sannar svo ekki
verður um villst að þeir standa
fyllilega við þær vonir sem við
þá voru bundnar i upphafi.
A þessari hljómplötu eru 8 lög(
öll eftir þá félaga. Bróður-
partinn eiga þó þeir Friðrik og
Eyþór.
Tónlistin sem Mezzoforte
fremur, gengur undir nöfnum
eins og „fusion”, bræðsla og
jassrokk.
Það hefur gjarnan viljað loða
við þessa tónlistarstefnu að
vera sálarlaus; þá á ég við að
litil sem engin tilfinning liggi
að baki tónlistarflutningnum.
Menn eru aðeins að flytja
pottþétta, velæfða frasa þar
sem tæknin situr i fyrirrúmi
sbr. Al de Miola.
Mezzoforte-menn mega þó
eiga það, að þeim tekst mjög vel
að gæða tónlist sina lifi. Sér-
staklega eru Glettur, Miðnætur-
hraðlestin og Niðurlagið góð
hvað þetta varðar. Mér segir
svo hugur um að Glettur eigi
eftir að heyrast oft i gufu-
radióinu okkar.
Eins og fram hefur komið, eru
meðlimir Mezzoforte góðir tón-
listarmenn. Gitarleikur Frið-
riks sker sig þó nokkuð úr;
Friðrik sannar það, svo ekki
verður um villst, að hann er
einn af okkar bestu gitarieikur-
um. Aðrir skila sinu hlutverki
með prýði, nema hvað trommu-
leikur Gunnlaugs er dálitið
stirður á köflum.
A þessari plötu njóta þeir
aðstoðar ýmissa þekktra lista-
manna. Kristinn Svavarsson og
Ron Asprey sjá um saxafónleik
á plötunni. Shady Owens og
Ellen Kristjánsdóttir sá um
röddun. Einnig koma Bobby
Harrison og Louis Jardin við
sögu.
Þrátt fyrir að mikil jassvakn
ing hafi átt sér stað undanfarið,
er útgáfa jassplötu mun meira
spursmál en útgáfa annarra
hljómplatna. Það væri þvi
óskandi að salan á þessari
hljómplötu Mezzoforte gengi
það vel, að allir mættu vel við
una. Annars er hætt við að ein
aðal skrautfjöður islensks
tónlistarlifs eigi erfitt lif i vænd-
um.