Þjóðviljinn - 17.12.1980, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 17.12.1980, Blaðsíða 5
■ jSU’iíIOcGL 71 TcVu'tTf.'t'iVl'i Mibvikudagur 17. desember 1980' **.«>,• 1 ,'Cíí? 'r ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 Smánarlisti Amnesty International Mannréttindi eru brotin í 110 löndum Þvl fer fjarri að ársskýrsla Amnesty lnternational sé velkomin lesning allsstaðar. Þessi teikning úr spænska blaðinu El Pais minnir á það, að spænska stjórnin hefur kosið að þegja sem fastast um skýrsiu sem samtökin sendu frá sér um misþyrmingar I spænskum fangelsum. Verdlaunabók fyrir börn Um þessar mundir kemur út hjá Námsgagnastofnun bókin Undir Regnboganum eftir Gunn- hildi Hrólfsdóttur. t tile'.ii alþjóðaárs barnsins 1979 ef.idi Rikisútgáfa námsbóka til samkeppni um bækur handa börnum á skólaskyldualdri. 28 handrit bárust til sam- keppninnar og varð dómnefnd sammála um að veita Gunnhildi Hrólfsdóttur viðurkenningu fycir handrit sitt. Þetta er fyrsta bók höfundar, sem er húsmóðir i Mosfellssveit. „Sagan fjallar um Döggu, 11 ára telpu sem á heima i þorpi norðanlands. Henni virðast öll sund lokuð, þegar móðir hennar slasast og Dagga verður að fara til ættingja sinna i Reykjavik. Ekki liður þó á löngu þar til hún er orðin þátttakandi i lifi hinnar glaðværu fjölskyldu i Brekku, hinu nýja heimili sinu, þar sem hver dagur er ævintýri likastur.” Á siöastliönu ári hafa yf- irvöld/ stjórnarhersveitir og vopnaðar sveitir aðrar í meira en þrjátíu löndum myrt fólk og tekið af lífi. Framin eru brot gegn mannréttindum i stærri eða smærri stíl í 110 lönd- unv og þrátt fyrir baráttu mannréttindasamtaka eru engar sérstak$r horfur á þvi að ástandið batni á næstunni. Þetta kemur fram af árs- skýrslu Amnesty International, aljóðlegra samtaka til aðstoðar samviskuföngum, sem láta ótal stærri og smærri mál til sin taka og hafa nú siðast verið á dagskrá á tslandi i sambandi við Gerva- sonimálið. Skýrslan greinir ýtarlega frá af- skiptum Amnesty International af málum einstakra pólitiskra fanga, baráttu gegn pyntingum og dauðarefsingum og þátttöku samtakanna i mótun alþjóölegra réttarreglna um verndun mannréttinda. Þá geymir skýrslan yfirlit um ásigkomulag mannréttindamála i hverju landi. Nítján lönd í Evrópu Þetta er stærsta skýrsla sem Amnesty hefur sent frá sér til þessa. Nitján lönd i Evrópu eru á þeirri smánarskrá: sum fyrir pólitiskar fangelsanir, önnur fyr- ir pyntingar i fangelsum eða illa meðferð fanga eða fyrir þær sak- ir, að meö löggjöf þeirra eru takmarkaðir möguleikar á fram- kvæmd þeirra mannréttinda sem sett eru á blað i mannréttindayf- irlýsingu Sameinuðu þjóðanna. 011 riki Austur-Evrópu eru á þessari skrá. Einnig eru Grikkiand, Spánn, Italia, Portugal, Irland, Bretland, Frakkland og Vestur-Þýskaland með i ársskýrslunni fyrir ýmsar sakir — en öll Noröurlöndin sleppa. Flest riki Rómönsku Ameriku, Afriku og Asiu eru á þessari skrá Amnesty International. Morð Vitanlega er ástandið mjög misjafnt i þeim yfirgnæfandi meirihluta rikja jarðar sem Amnesty setur á smánarskrá. En flestir sem málum kynnast munu reiðubúnir til að taka undir það sjónarmið, að best sé að hlifa engum — m.a. til að tryggja það að samtökin verði ekki sökuð um hlutdrægni. Meðal þeirra afbrota sem talin eru alvarlegust i skýrslunni eru morð á bændum og búaliði i E1 Salvador og Guatemala, morð á fólki úr trúarlegum eða þjóöerna- minnihlutum i Iran, trak og Eþiópiu, sem og manndráp i Afganistan á Filippseyjum og i Chile. Tvö lönd Einna mest rúm i skýrslunni fá tvö lönd: Argentina og Sovétrikin. Amnesty Internation- al hefur um fjögurra ára skeið unnið rækilega að þvi aö skjal- festa hina skipulögöu kúgun gegn st jórna ra ndstæöingum i Argentinu, þar sem mikill fjöldi fólks hefur „horfiö” á undanförn- um árum, og margir hafa lent i leynilegum fangelsum og py ntingarstöðvum. Að þvi er Sovétrlkin varðar er gefið nákvæmt yfirlit yfir meðferð stjórnvalda á hverjum þeim sem til andófs ris. Þar er rætt um misnotkun geðsjúkra- húsa, vinnubúðakerfiö og fleira. Athygli vekur hve mikilli hörku ýmsir hópar trúaðra manna hafa verið beittir ásamt með svo- nefndum gagnrýnendum kerfis- ins. Fantaskapur lögreglu Fatnaskapur lögreglu er mikið efni i skýrslu þessari. Ýmisleg dæmi eru rakin frá Bandarikjun- um um slikan fantaskap sem komið hefur niöur á minnihluta- hópum. Þá er fjallað um einangr- unarfangelsi i Vestur- Þýskalandi, dómstóla sem starfa i trássi við lögin á Norður-lrlandi og margt fleira. Sterk sa mtök Það má ráða af skýrslunni að Amnesty International eru öflug samtök sem njóta alþjóölegrar viöurkenningar. I þeim eru meira en 200 þúsundir meðlima i 134 löndum. Starfsemin fer vaxandi. A timanum 1. mai 1979 til aprilmánaöar á þessu ári, sem skýrslan nær yfir, hefur Amnesty International sent 45 sendinefndir og rannsóknarnefndir til 33 landa. Amnesty eru einu samtökin i heiminum sem reyna kerfisbund- ið aö skrásetja brot á mannrétt- indum um heim allan i þvi augna- miði að þvinga yfirvöld til að láta fanga lausa, hætta við aftökur og pyntingar, breyta lögum. Arangur er að sjálfsögðu misjafn, en þó hefur samtökunum furöu viða tekist að verða ofsóttu og hrjáöu fólki aö liði. áb endursagði. Útsölustaðir fyrir flstrad viðtæki Bifreiðar & Landbúnaðarvélar h.f. Suðurlandsbraut 14. Sími 38600. AKRANES Versl. örin BÍLDUDALUR Versl. Jóns S. Bjarnasonar BORÐEYRI Kaufélag Hrútfirðinga BORGARNES Verslunin Stjarnan BLÖNDUÓS Kaupfélag Húnvetninga BREIÐDALSVIK Kaupfélag Stöðfirðinga BÚÐARDALUR Kaupfélag Hvammsfjarðar DALVtK Kaupfélag Eyfirðinga DJÚPIVOGUR Kaupfélag Berufjarðar EGILSSTADIR Versl. Gunnars Gunnarssonar GRINDAVIK Kaupfélag Suðurnesja HAFNARFJÖRÐUR Radióröst Rafkaup, Reykjavikurv. 66 HÓLMAVIK Kaupfélag Steingrimsfjarðar HVOLSVÖLLUR Kaupfélag Rangæinga HÚSAVtK Bókaversl. Þórarins Stefánssonar HÖFN — HORNAFIRÐI Versl. Sigurður Sigfússonar HVAMMSTANGI Kaupfélag Vestur-Húnvetninga HAGANESVIK Samvinnufélag FljóVamanna KEFLAVIK Kaupfélag Suðurnesja Radiónaust, Hafnargötu 25 Radióvinnustofan, Hafnargötu 50 Stapafell KRÓKSFJARÐARNES Kaupfélag Króksfjarðar NESKAUPSTAÐUR Kaupfélagið Fram REYKJAVIK Domus, Laugavegi 91 F. Björnsson, Bergþórugötu 2 Fönix, Hátúni 6A Radióhúsið, Hverfisgötu 37 Radióvirkinn, Týsgötu 1 Sjónvarpsmiðstöðin, Siðumúla 2 Tiðni, h.f., Einholti 2 Georg Amundason, Suðurlandsbraut 6 Rafiðjan, Kirkjustræti 8B Tónborg, Hamraborg 7, Kóp. SAUÐARKRÓKUR Kaupfélag Skagfirðinga SIGLUFJÖRÐUR Verslun Gests Fanndal STYKKISHÓLMUR Kaupfélag Stykkishólms SKRIÐULAND Kaupfélag Saurbæinga SÚGANDAFJÖRÐUR Kaupfélag Súgfirðinga, Suðureyri STÖÐVARFJÖRÐUR Kaupfélag Stöðfirðinga VOPNAF J ÖRÐUR Versl. Ólafs Antonssonar KIRKJUBÆJARKLAUSTUR Kaupfél. Skaftfellinga VARMAHLtÐ Kaupfélag Skagfirðinga Tilvaldar jólagjaf ir VEGA 402 Litið en hljómgott tæki i leðurtösku. Lang- og miðbylgja. Vtrð kr. 29.030,- ASTRAD Vef 206 SELENA 210/2 MB Afar næmt viðtæki. 10 transistorar, 2 dióður. Mið-, lang- og bátabylgja + 5 stuttbylgjur. Verð kr. 46.910.- Langdrægt viðtæki i teak-kassa. 17 transistorar, 11 dióður. Lang-, mið- og FM-bylgjur, 5 stuttbylgjur. lnnbyggður spennubreytir fyrir 220 V. Veri kr. 70.684.-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.