Þjóðviljinn - 23.12.1980, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 23.12.1980, Blaðsíða 1
UOÐVIUINN Þriðjudagur 23. desember 1980 — 291. tbl. — 45. árg. Sæmileg færð á þjóðvegum Astandiö verst á N-Austurlandi Að sögn vegaeftirlits Vega- gerbarinnar er færö á vegum Bóksalan í meðallagi: Fjórar bœkur að seljast upp! Margar aðrar á þrotum hjá útgefendum Þaö er h ætt viö aö þeir sem hafa geymt jólabókakaupin þar til í dag gripi f tómt, þvi nokkrar bækur eru alveg uppseldar og aörar á þrotum hjá útgefendum. Bóksalan er þó talin rétt i meöallagi, en i gær var ,,allt vitlaust” aö gera i bókabúöunum og veröur eflaust eins i dag. Indjánábókin „Heygöu mitt hjarta viö undaö hné” • (Mál og menning), Islenska útgáfan af „Forsetakjöri” (Örn og örlygiir), „Landiö þitt” (öö) og unglingabókin „Syndu aö þú sért hetja” (MM) voru uppseldar I flest- um bókabúöum i gær og löngu horfnar hjá Utgef- endum. Von er á endurprent- un af „Heygöu mitt hjarta” og „Landiö þitt” eftir ára- mótin. Hjá Máii og menningu er „tsland I skugga heims- valdastefnunnar”, „Sagan af Ara Fróðasyni og Hug- borgu konu hans” og „Gal- eiðan” á þrotum, en „Pela- stikk” sem hvarf i nokkra daga er komin aftur. örn og örlygur fengu I gær siðustu eintökin af „Valda- tafli”semgefiðvardti mjög stóru upplagi og „Fjalla- kúnstner segir frá”, bókin um Asgeir Sigurvinsson og „Hvað segja bændur nU?” eru á þrotum. Hjá Iðunni eru uppseldar ljóðabók Hannesar Péturs- sonar „Heimkynni við sjó”, barnabókin „Fárviðrið” og „Kitta og Sveinn”. „Kvennakltísettið”, „A ystu nöf’ og Sophia Loren eru á þrotum en nýjar prentanir eru komnar af „Ég lifi” og „Læknamafiunni” sem þurrkuðust Ut um tima. Hjá Almenna btíkafélaginu er „öfriður i' aðsigi” að hverfa og „Grikklandsárið” sem prentuð var i mjög stóru upplagi hjá Helgafelli er á þrotum, en vonast er eftir viðbótarprentun I dag. Hjá Skjaldborg á Akureyri eru „Ýmsar verða ævirnar” og „Sveitaprakkararnir” uppseldar. „Aldnir hafa oröið”, „Kata gerist létta- stelpa” og „Ungs manns gaman” eru á þrotum. Hjá Setbergikláraðist „99 ár” Jóhönnu Egilsdóttur á laugardaginn, en i gær kom ný prentun. Þóttþessi listi segi litið um söluhæstu bækurnar, þvi mjög er misjafnt i hversu mörgum eintökum hver bók er prentuð, gefur hann til kynna hvaöa bækur slegist- verður um I verslunum i dag. —AI Færð var ekki upp á hið besta í bænum í gær — en f ólks- mergð mikil og allt með miklum jólasvip. —(Ljósm. gel.). Útlán Byggðasjóðs verulega skert: Óhj ákvæmileg og rétt stefna Framkvæmdastofnun rikisins hefur tilkynnt að _ lán úr Byggðasjóði verði verulega skert árið 1981. Orsökin er: minni fjárráð ___________________ sjóðsins/ að því er segir i fréttatiikynningu Fram- kvæmdastof nunarinnar. Þar segir að i mörg ár hafi ýmsir lánaflokkar verið i allföst- um skorðum og lánbeiðendur þvi með nokkrum rétti getað talið sig vera i góðri trú um fyrirgreiðslu sjóðsins. Stjórnin mun hér eftir meta mikilvægi hvers máls út af fyrir sig og verða útlánskjör og skilmálar hertir. Ragnar Arnalds fjármálaráð- herra sagði f samtali við Þjóðvilj- ann i gær að hann teldi að þarna væri um óhjákvæmilega og rétta stefnu að ræða. „Byggðasjóður sagði Ragnar • Ríldsstjómln stefnir að því að létta undir með sjóðnum fær um 3,6 miljarða á fjárlögum næsta árs og um 3,1 miljarða lán- tökuheimild og mun hafa um 8 miljarða til ráöstöfunar á næsta ári. Um langt árabil hefur tiðkast að sjóðurinn greiði fast hlutfall i lán til skipasmiöa. Hér á landi eru allmargar skipasmiðastöðvar með skip i smiöum sem geta kostað allt að 5 miljöröum, og ef Byggðasjóður greiðir allt að 10% eins og verið hefur þá verður litið fé afgangs til annarra fram- kvæmda. Það er fyrirsjáanlegt að yfir 3 miljarðar fari til skipa- kaupa eða innlendrar togara- smiði og það setur Byggðasjóð i gifurlegan vanda. Þvi kemur þessi yfirlýsing Framkvæmda- stofnunar mér ekki á óvart. Sjóðstjórnin er með henni að brjótast út úr þeirri sjálfvirkni lánanna sem rikt hefur. Það er svo annað mál að rikisstjórnin stefnir að þvi að létta talsveröum hluta skipalánanna af sjóðnum með sérstakri lánveitingu allt að 1500 miljónum. Þar með ætti vandinn að verða viðráðanlegri”. sagði Ragnar Arnalds. —ká landsins viðast hvar sæmileg, nema hvað illfært var til Siglu- fjarðar úr Fljtítum og sömuleiðis til Ólafsfjarðar og Ólafsfjarðar- múli er ófær. Sömuieiðis er mjög illfært á N-Austurlandi, og alger- lega ófært á milli Kópaskers og Vopnafjarðar. Aftur á móti var fært i gær frá Reykjavlk um Arnes- og Rangár- vallasýslur og þaðan austur á Austfirði. Sömuleiðis var fært um Hvalfjörð, Borgarfjörð og norður til Akureyrar, Húsavikur og um Tjörnes. Einnig um Heydal allt til Patreksfjarðar og Bíldudals. Þá var Breiðadalsheiði fær i gær og i dag á að opna veginn til Suður- eyrar við Súgandafjörð. I gær voru fjallvegir á Aust- fjörðum opnaðir þannig að fært var um Fjarðarheiöi oe Odds- skarð. —S.dór Svartsengið bætir við 6 megavöttum Slfelit vænkast hagur þeirra Suðurnesjamanna I orkumálun- um. Nú hefur Svartsengið fært þeim að höndum 6 megavatta orku til viðbótár þeim tveimur, sem fyrir voru. Talið er að Suðurnesin þurfi til sinna nota um 12 megavött og Keflavikurvöllur annað eins. Eru Suðurnesin þvi komin vel á veg með að vera sjálfum sér nóg um orkuöflun, að Vellinum slepptum. — Það er alveg á hreinu, að viö höfum næga gufu fyrir þessi 8 megavött, sagði Jón Vilhelmsson hjá Hitaveitu Suðurnesja. Svo verður að sjálfsögöu haldið áfram rannsóknum á þvi, hvort þetta svæði þolir meira álag. —mhg Fórst i eldsvoða Aðfaranótt sl. sunnudags fórst erlendur maður 1 eids- voða I Reykjavlk. Mun það hafa verið um kl. 3.30 um nóttina, sem elds varð vart I Gistiheimilinu að Brautar- holti 22. Er slökkviliðið kom á staöinn stóð eldur út um glugga hússins á rishæð. Reykkafarar fundu mann þar i einu risherberginu. Var hann samstundis fluttur á Slysavaröstofuna en lést á leiöinni þangaö. Fljótlega tókst að ráða niðurlögum eldsins. Talið er aö eldunar- tæki hafi orsakað ikveikjuna. —mhg Aðgerðir herstöðvaandstæðinga í dag kl. 5: Blysför í miðborginni Gegn vígbúnaðarkapphlaupinu og gereyðingarhættunni Herstöðvaandstæðingar efna til aðgerðar I miðborg Reykjavlkur I dag, til að minna á að jólin eru friðarhátið. Farin verður blysför frá Hlemmi, niður Laugaveginn að Bernhöftstorfunni en við Gimli verður haldinn stuttur fundur. A lofti verður haldið kröfum um af- vopnun, gegn vigbúnaðarkapp- hlaupinu og gereyðingarhættunni sem nú ógnar öllu mannkyni, i framhaldi af þeim átökum sem átt hafa sér stað að undanförnu og þeirrar þróunar sem vopnafram- leiðsla hefur tekið. Bandarikjamenn hafa lýst þvl yfir að mögulegt sé með þeirri tækni sem þeir ráða nú yfir að heyja takmarkaö kjarnorkustriö og i austrinu er rússneski björn- inn aö keppast við að hafa i fullu tré við kanann. Spyrja má: hvað geta menn annað gert en staðið saman og krafist þess að kapp- hlaupiö verði stöðvað, vopnin sliöruð og að hver þjóö fái að kjósa sér hlut án ihlutunar ann- arra? Herstöðvaandstæðingar vilja vekja athygli á þessum málum er jólin ganga i garð. A Hlemmi verður flutt ávarp, en aðgerðin hefst kl. 5. Við Gimli verður fundur svo sem áður segir, en rétt áöur en þangað kemur mun leikhópur koma til móts við gönguna. Ræðumenn á fundunum verða Arthur Morthens, Haukur Már Haraldsson og Hrafn E. Jónsson. Fundarstjóri verður Böðvar Guð- mundsson. —ká Vinninganúmer í HAPPDRÆTTIÞJÓÐVILJANS birt á morgun

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.