Þjóðviljinn - 23.12.1980, Blaðsíða 8
8 SIÐA — ÞJ6ÐVILJINN í Þriðjudagur 23. desember 1980
Þriðjudagur 23. desember 1980 WÓÐVILJINN — SIÐA 9
Eysteinn
Þorvaldsson
og Dagný
Kristjánsdóttir
bókmenntrir
Á ljóðvegum
Sigurður Pálsson:
Ljóð vega menn
Mál og menning 1980
Ljóð vógu salt en vega nii menn. Ljóð-
vegamenn eru i ljóðför um ljóðvegina. í
nýrri ljóðabók sinni heldur Sigurður Páls-
son áfram að brýna tungumálið og smiða
sér ný vopna til ljóðviga. í fyrri bók sinni
(Ljóð vega salt, 1975) forðast hann gamal-
dags likingamál: það gerir hann ekki siður
nú og fer oft ótroðnar slóðir i máli og ljóð-
myndum.
kasta teningum
Upp kemur sjöundi flöturinn
með ljóðtölunni leyndu
og ég bendi með sjötta fingri
I fimmtu höfuðáttina
Einbeitta svalandi siþráða
Ijóðveginn
Einu og sjaldséðu
höfuðáttina.
(A hringvegi ijóðsins V)
1 upphafi bókar er boðið i ferð út á hring-
veg ljóðsins og þetta verður tólf ljóða ferða-
lag. Það er freistandi að þiggja boðið.
Burt héöan já burtu langt
frá nötrandi einsemd nístingskuldans
á berangri höfuðborgarleiksviðsins
þessu splundraða smáborgaraviti
Leiðin liggur siðan til landsins byggða en
ekki til viöerna óbyggðanna þar sem hefði
mátt vænta að mótvægi hinnar fúiu borgar
fyndist helst. Þessi hringvegur virðist enda
I hnút á noröausturhorni landsins. Þetta
reynist vera endurminningaferð um liðna
tima og æskuslóðir skáldsins, og má það
einu gilda. í þessum bálki um hringveg
Ijóðsins nýtur hin fjölmikla, glaðbeitta
myndsköpun sin einna best. Enn er t.d.
hægt að lýsa sólaruppkomunni á ferskan
hátt i ljóði:
1 morgunskimunni varla ratljóst
en landnámið er hafið
sú gamia kattfrisk enn að klifra
Enn á ný á loft gamla grjónan
hnötturinn væni
logagyllta fluga á kúplinum
- (II)
Hlutar bókarinnar eru ljóð úr tveimur
leikverkum höfundar, þ.á m. liprir söng-
textar Ur Hlaupvidd sex. Þá er flokkur ljóða
sem nefnist „Nocturnes handa sólkerfinu”.
Þetta eru margbreytilegar rökkuræfingar,
sumar gáskafullar og dálitið út i bláinn,
enda tileinkaðar himintunglunum. Hér er
gnægð af fjörlegum leikjum og fléttum
máls og orðtaka. t næturljóði handa Mars
er t.d. þetta:
Ryðgaður i framan i rauðlýsinu móður
rauður og hás eins og sveittur tryllitæknir
i iskrandi blikkdós
Framljósum beint út i rauðan buskann
Afturljósum rauðum frammi dauöann
Þessari ljóöabók er sem sagt skipt i af-
markaðar heildir eða bálka eins og fyrri
ljóðabók Sigurðar. Ljóðin innan hverrar
heildar tengjast nánar vegna þess aö þau
hafa óræöan titil eða aðeins númer og eru
þannig sneydd þeirri skirskotun merkingar
sem oft felst i nafni ljóös. Einn bálkurinn
heitir „Það eitt til sex”. Þetta eru eiginlega
6 gátur: hvertljóð hefst á oröinu „það” og
sagnorði á eftir. Það mætti þess vegna
Það er mikil persónuleg
reynsla að verða lifshættulega
veikur. Og sjaldan finna menn
jafn sárlega fyrir vanmætti sin-
um og varnarleysi eins og þegar
þeir eru veikir, slasaðir eða
kvaldir og trúa þvi að þeir séu að
deyja. Þá þýðir nú litið að beita
fyrir sig sjarmanum eða dugnað-
inum og bjarga málinu*, þá þýðir
ekkert annað en að tala við laátni.
Og þá byrjar nú ballið!
I bók sinni Lækamafiunnilýsir
Auður Haralds veikindum sfnum
ogbaráttu við læknastéttina. Hún
fær gallsteina, flettir upp i
Britannicu og les sér þar til um
sjúkdóminn — en það heföi hún
betur látið ógert, eða að minnsta
kostiheföi hún ekki átt að vera aö
flika þvi neitt — viö lækna. Hún
gerir það nú samt og þvi fram-
lengir hún kvalir sfnar um marg-
var vikur, verður fyrir þúsund
auömýkingum og á börn hennar,
Sigurður Pálsson
spyrja i gátustil: Hvað er það sem bifast,
heldur sinu striki, skrensar og spólar,
blandast ekki, rifnar ekki, batnar ekki?
Ráðningu hverrar gátu verður lesandinn að
finna i viðkomandi ljóði, hún felst ekki i titli
þess.
Siðasti hluti bókarinnar heitir „Gamla
Hofsgatan eða Sú gamla frá Hofi”. Mætti
ætla að skáldið hafi flutt úr Rue Mattre Al-
bert (sjá Ljóð vega salt) i Rue Vieille-du-
Temple. Forðum daga voru ort sveitasælu-
ljóð (idyllur). Sigurður Pálsson yrkir eins
konarborgarsæluljóðum götur Parisar. Og
það er nú einhver munur á borginni þeirri
eða islenska höfuðborgarófétinu sem hann
útmálar i upphafi og endi ljóöhringferöar-
innar. Manni finnst strax notalegt og þekki-
legtiÞeirri gömlufrá Hofi innan um kaffi-
húsafólk, bakara, einfætlinga, fyllibyttur,
börn að leik, götuleikara og barkonur. Hér
er ekkert smáborgarviti, undirferli og
lygar eða neysluskylda sem stefnt var frá
út á hringveg ljóðsins.
Af framansögðu má vera ljóst aö þetta er
fjölskrúöugt safn ljóða. Og það er vonandi
hrósyrði að segja að þetta sé skemmtileg
bók. Hóglát kimni og innsæi I margbreyti-
legar mannlegar aðstæður mæta okkur i
þessum Ijóðum, búin lifleguog oft frumlegu
ljóðmáli. Jafnframt flytja þessi ljóð ein-
arðar skoðanir og viðhorf til mikiivægra
mála. Með þessum ljóðum hefur Sigurður
Pálsson staðfest þau góðu fyrirheit sem
fyrsta bók hans gaf. Eyþ.
Af gaUsteinum
vini og vandamenn leggst óverð-
skuldað álag.
Nú er skemmst frá þvi að segja
að Auður lýsir læknunum og sam-
skiptum sinum við þá oft á drep-
andiháðskanog fyndinn hátt. Hjá
henni kemur lika skýrt fram hvi-
likur endemis hroki og mann-
fyrirlitning vill blómstra i þessari
starfsstétt umfram aðrar stéttir i
þjóðfélaginu. Læknirinn er valds-
maður, a.m,k. gagnvart
sjúklingnum. Hann hefur þekk-
inguna, hann hefur ráð sjúklings-
ins I hendi sér og hann getur látið
svo litið að lækna sjúklinginn —
eða hreinlega Iátið það vera.
Þetta vald stigur býsna mörgum
læknum til höfuðs — þvi miður
fyrirokkur hin. Það eru nefnilega
engir smáhagsmunir I húfi fyrir
sjúklingsgreyið þar sem er hans
arma lif og heilsa — og ekkert
minna.
Flestir hafa, þvi miður,
Kaffiangan og kjölvatnsfnykur
Birgir Svan:
Ljóð úr lifsbaráttunni
Letur, 1980
Þetta er allmikill ljóðabálkur, sem hefst
á þvi að stráklingur er á sveimi I örfirisey
að kvöldlagi. Hann biður þess að bátarnir
komi að, faðir hans er sjómaður.
bátarnir berja inn
týnast inn
og það er fjörfiskur
f auga vitans á sundinu
Seinna erbrugöiö uppmynd af samfélagi
sjómanna um borð:
útúr fúlum hafnarkjaftinum
skriður skuggi bátsins
kaffiángan og kjölvatnsfnykur
blandast hvað öðru I lúkarnum
heit malar kabyssan
værðarlegur köttur
Ljóðunum I heild er markaö ákveðiö,
kunnuglegt svið i Reykjavik og timinn, hiö
ytra og innra, er nokkuð ljós lika. Yfir ljóð-
unum er blær endurminninga, frásagnar af
lifsreynslu hversdagsins. Sjónarhornið er
oftast hjá stráknum unga en oft lfka hjá
honum fullorðnum þegar hann er orðinn
frásagnarmaður, skáld. Dæmin sanna aö
flestum virðist fyrirmunað aö rifja upp
bernskuminningar án þess aö gerast
rómantiskir og angurværir. Birgir Svan
fellur ekki i þá freistni. Lýsing hans á
hugarheimi barnsins er hóflega hugljúf og
útmálun hans á umhverfinu, lifandi og
dauðu, er öll með raunsæislegum,
myndrænum tökum og ekkert dregið
undan.
Vettvangur þessara ljóöa er vestast i
vesturbænum, sjávarsiðan og höfnin, nokk-
urn veginn frá Selsvör og austur á Sprengi-
sand. Og liklega á strákurinn heima ekki
fjarri Selbúðunum. A þessum slóöum vals-
ar strákurinn og kynnir okkur fyrirburöi og
kennileiti en umfram allt þó fólk, lifandi
fólk, stritandi fólk, þetta ólgandi mannlif
lifsbaráttunnar sem oft er grómtekið og
miskunnarlaust. Eftirminnilegust er
fjölskylda drengsins, hugsanir hans sjálfs
og áhugamál, svo og hryssingsleg sam-
skipti foreldranna. Þessar mannlifsmyndir
llfgast mjög við það að fólkið talar, hvert
með sinu nefi. Móðirin byrjar eina rimm-
una við eiginmanninn:
hún: þaðernúsök sér með krakkagreyiö
en mér kemur ekki á óvart
þo'tt þiö hafið ekki matarlyst
þessir greifar sem étiðhrygg og læri
Ialla mata
ætli maður fariekki nærri um það
þd auövitað finnistykkur alveg
sjálfsagt
að senda krakkagreyin neðan af bryggju
rogandi með heilu ýsukippurnar
það er séð fyrir þvi að það vanti
ekki trosiö
i kjaftinn á okkur
svo er bara farið útá s jó án þess að
skilja eftir svo mikið sem krónu
Barnið situr undir dembunni við mat-
borðið og veit hvað á eftir muni fylgja.
Hugarviðbrögöum drengsins er lýst i' næsta
ljóði áöur en orrahriö hjónanna heldur
áfram:
ef teppiöi stofunniværi töfrateppi
mundidrengurinn fljúga því yfir esjuna
engantækihann með sér
nema kisu
Svo halda foreldrarnir áfram skömmun-
um með beinum tilsvörum eins og I leikriti,
en hugsanir og sálarlif drengsins endur-
speglast i ljóöum inn á milli skothriðanna.
Þessu er haglega stillt saman.
Nágrannamir verða lika ljóslifandi af þvf
að viö sjáum þá bæöi og heyrum. Lára ól
sjö börn á jafnmörgum árum. Maður
hennar er drykkfelldur járnsmiður og þau
búa i „húsnæði hins opinbera”. Þegar hún
ræðir um hann, nefnir hún hann aldrei
annað en „þetta helviti”.
svo leyfir þetta helviti sér
að koma heim I leigubil
rétt einsog greifi
vitandi að ekki er til króna
fyrir mathanda börnunum
rauðþrútin höndin skelfur
er konan tekur tobakskorn
af túngubroddinumog blæs
útúr sér beiskum reyknum
hvað ætli yrði sagt um okkur
Ytri timinn i þessum ljóðum er liklega
fyrir 15 árum eða rúmlega þaö. Um það
fáum við gleggst vitni af hártisku ungling-
anna, en I hárlubbastyrjöld fullorðna fólks-
ins týnir einn unglingur lifi i þessum bálki.
ölvaður nöldurseggur sem þusar i rak-
arann, er uppblásinn af vandlætingu yfir
spillingu ungdómsins sem heimtar „bein-
harða peninga fyrir bitlaplötum”. Margt
fleira fólk er á ferli og mörg ljóð sýna
hugarheim stráksins og hugðarefni hans.
Þaö vekur eftirtekt mina að Birgir Svan
er ekki eins djarfur i málnotkun i þessari
bók og áður. E.t.v. veldur efnið og hugblær
endurminninga nokkru um það. En i fyrri
bókum hefur hann beitt slángi, orðaleikj-
um og frumlegum samsetningum og fáum
tekist betur aö gera slikan efnivið gjald-
gengan i ljóðagerö. Sköpun myndmáls,
jafnt beinna mynda og likingamáls, tekst
hér viða vel eins og oft áður i ljóðum Birgis
Svans. Ég nefni sem dæmi ljóð um löndun á
fiski aö kvöldlagi, þar sem svipmót mynda
og val oröa hæfir inntakinu vel:
himinkviðinn
úr gapandi sárinu svifa soltnir máfar
og skeggjaðir menn i olíustökkum
flana um sviðiðá klofháum stígvélum
meðdauðlegar setningar á vörum
blakkir kyrja ryðsöngva
spil annast undirleik
Svipað má segja um samræmi i inntaki
ogsniði mynda I ljóði sem lýsir hugarheimi
drengsins:
i bröggum og timburhjöllum
sofa bronsdrengir
silfurdrengir
og gulldrengir
I þeirra augum
eru allir leikir
úrslitaleikir
þá dreymir hjólhestaspyrnur
samskeytin inn
og sýngjandi netamöskva
skínandi bikara
þeir lifa
á hrósi þjálfarans
Þetta ljóö er sá þáttur i syrpunni sem
verður milli styrjalda hversdagsins.aö næt-
urlagi þegar hvilst er. I myndunum er
kyrrð og draumur og dálitil kaldhæðni sem
skáldið beitir viða kænlega.
Að öllu samanlögðuer þetta forvitnilegur
og vél saminn ljóðaflokkur. Þetta er vissu-
lega óvenjulegt verk. Heimur þess eftir-
minnilegur. Það er ekki hægt að varast að
leiða hugann að Þorpi Jóns úr Vör eftir
þennan lestur. Og þá má öllum vera ljóst að
timarnir breytast og ljóðin meö. Birgir
Svan stendur vel fyrir sinu sjávarplássi
ekki siður en Jón úr Vör fýrir sinu þorpi.
— EyÞ.
einhvern tima upplifað ómjúkar
móttökur, fýlu, hroka, merkileg-
heit og dónaskap hjá einhverjum
læknum, einhvern tima á ævi
sinni. Og satt er það að samheldn-
in innan stéttarinnar er meö
ósköpum — einkum þegar kemur
aðmistökum þessa fólks og hand-
vömm — enda hagsmunir við-
skiptavinanna miklir eins og áður
er sagt. En þó að mér sé öldungis
ósárt um að barið sé hraustlega á
sjálfumglöðum og hrokafullum
læknum, sem telja það fyrir neð-
an viröingu sina að tala viö sjúk-
liuga eins og viti borið fólk, þá
blöskra mér alhæfingarnar og
ýkjurnar i' bók Auðar. Læknamir
sem skipt er við i bókinni eru til-
finningalaus, grimmdarleg, hé-
gómagjöm, óalandi og óferjandi
illmenni — upp til hópa. Minna
má þaö nú ekki kosta.
Gallsteinarnir
Mikið var undirrituð fróðari um
gallsteina eftir lestur Lækna-
mafiunnaren hún var fyrir hann.
Samt er hún ekki betri eða hjarta-
hlýrri manneskja en það að gall-
steinar, veikindi og þjáningar að-
alpersónu héldu illa áhuga undir-
ritaðrari sex klukkutima, en bók-
in, Læknamafian, er 179 bls. að
lengd og það tekur nokkurn tima
að lesa hana.
Ef skáldsagnahöfundar vilja i
alvöru tengja reynslusina og við-
fangsefni við reynslu lesandans,
segja honum eitthvað sem gæti
snert hann lika, komið honum við
o.s.frv. — þá verður eitthvað
meira að koma til en það sem er á
boðstólum I þessari bók.
Hvunndagshetjan eftir sama
höfund var full af einstaklings-
hyggju eins og þessi bók — en sá
er munurinn að hér er hringurinn
þrengdur mjög mikið. Hvunn-
dagshtejan var saga af kvenhetj-
unni Auði Haralds, sigrum henn-
ar og ósigrum, og það má segja
að fleira og færra i þeirri bók hafi
höfðað til reynslu annarra
kvenna, beint eða óbeint. Lækna-
mafian er hins vegar saga af
sjúklingnum (og hetjunni) Auði
Haralds, nánar tiltekið gall-
steina-sjúklingnum (og hetjunni)
Auði, og frækinni baráttu hennar
við andstæðinga sina sem lyktar
með fögrum sigri hetjunnar —
eins og raunar fyrri bókin lika.
Nú — ef þessi bók hefði átt að
verða áhugaverö þá heföi höfund-
ur átt að tengja reynslu sina við
reynslu annarra sjúklinga, þján-
ingabræðra og -systra. Það er
svolitiö reynt I bókinni, en ekki
mjög mikið. Hinir sjúklingarnir
verða fullkomnar aukapersónur i
augum lesandans, yfirskyggðar
af aðalpersónunni og æfinlegaséð-
ar með hennar aueum — og þeim
ekki alltaf vinsamlegum.
Mig langar til að minna á það
hvernig Dea Trier Mörch fjallaði
um hliðstætt efni i bókinni
Vetrarbörn.sem er hópsaga, full
af samkennd og persónulegri og
pólitiskri greiningu á þvi sem hún
tekur til umræöu.
Sömuleiðis finnst mér að
höfundurinn hefði þurft aö vinna
ómælda undirbúningsvinnu ef
ætlunin hefði verið að koma
„alvöru-höggi” á læknamafiuna
og heilbrigðiskerfið — en þar er
áreiðanlega margt söguefnið ef
einhver vildi fara i saumana á
þeim málum á Islandi.
Ég er ekki að tiunda þetta hér
til að benda á þaö að Lækna-
mafianheföi getað orðið öðru visi
bók en hún er — ef hún hefði verið
skrifuð öðru visi. Ég er aðeins að
benda á það að bókin er hreinlega
ekki nógu vel unnin. Eins og hún
er þá ber efni hennar hana ekki
uppi, það vantar allt sem við á að
éta, og það kemur raunar til
manns i þvi aö lopinn er teygður
og teygður og teygður og teygður
Ýkjustill
Ýkjustill Auðar Haralds getur
orðið alveg ofsalega skemmtileg-
ur þegar henni tekst best upp. Þá
eru líkingar hennar og lýsingar
svo dillandi fyndnar og frumlegar
að maður grætur af hlátri og veg-
samar slikt hugarflug og slika
endalausa frjósemi i meðferð
máls og mynda. En i Lækna-
mafiunni verður ýkjustill Auðar
hins vegar svo þreytandi á köfl-
um að maður bókstaflega stynur
undan honum. Tökum kunnuglegt
dæmi: „Þessi upplifgandi lik-
fylgd skarar sig (svo!) við fóta-
gaflinn og djákninn frá myrká
yddir sig (svo!) inn með stokki”
(113). Fleiri svona dæmi mætti
taka. 1 öllum þessum endalausa,
langsótta og þvingaða likinga-
flaumi drukknar gjarna sú fyndni
sem Auður á til þegar sá gállinn
er á henni.
Og það sem verra er — i vaðlin-
um drukkna lika oft raunveruleg
merking þess sem höfundurinn
vill skila til okkar.
Þegar ég las bókina fannst
mér stundum rofa til, eitthvað
kom til m in i gegnum allar þessar
lýsingar á ofboðslegum kvölum,
æðisgengnum þjáningum,
botnlausri niðurlægingu, hams-
lausri vonskulæknanna o.s.frv. —
sem fék k m ig til að hugsa hissa og
samöðarfull: Aumingja stelpan
— hvaö hún hefur þjáðst! Svona
geturýkjustillinn jafnað alltút og
gert allt marklaust — þegar verst
tekst til.
Að lokum — Læknamafianer að
minu mati óunnin og hroðvirknis-
legbók sem er ekki samboöinhöf-
undi sinum, sem hefur bæði hæfi-
leika og metnað til að gera betur.
Læknamafian hittir ekki beint i
mark — eins og segir i auglýsing-
unum — bókin hefði batnað mjög
ef drjúgur slatti af málalenging-
um i ýkjustil, setningar, blaðsið-
ur, kaflar hefðu verið strikaöir út
úr handriti. Og ég spyr — hvers
vegna i'ósköpunum leggja forlög-
in ekki til slika yfirferð og gagn-
rýniá jafn áberandi gölluðu verki
— og það áður en kemur til
umfjöllunar á borð viö þessa.
Dagný
ádagskrá
Það hefur löngum veriö talið aðal
góðra listaverka að sjá hlutina og segja
á nýjan hátt, brjótast úr viðjum
vanans. Þvi við ætlumst til þess að
listamenn rýni djúpt i heim okkar . . .
Kallfæri í bókmenntum
Gaman var að lesa orðaskipti
þeirra Guðbergs Bergssonar og
Ama Bergmann i helgarþjóö-
viljanum 22«—23. nóv. sl. Upphafið
var ritdómur um nýjustu sögu
Guðbergs, helgina áður. Þar lýsti
hann áhyggjum sinum af þvi, að
hið mikla frelsi sem m.a. Guð-
bergur taki sér, komi honum úr
kallfæri við fjöldann, alltof fáir
hafi getu eða forvitni tilað fylgja
slikri framúrstefnu eftir. Viku
siðar útskýrir hann þetta nánar,
hann óttast að bókmenntir hætti
að verða þjóðinni mikilvægar ef
svo farifram sem nú horfi, að les-
endahópurinn gliðni I sundur. Og
AB ber fyrir okkur helstu goð-
sögu menningarihaldsins: „Við
teljum okkur hafa sæmilega rök-
studdan grun um að fyrir
skömmu hafi fslenskir lesendur
verið furðu samstæð heild.”
Úr bókmenntasögu
Oft fylgir þessari goðsögu upp-
talning á öllu þvi sem islenskir
lesendur eigi sameiginlegt, og er
þá gjarnan byrjað á Fjölnis-
mönnum, þótt ÁB geri það nú
ekki. En einmitt á þeim springur
goðsagan. Fæstir Islendingar
vildu sjá eða heyra Jónas Hall-
grimsson, þegarverk hans komu
fram. Sjaldan hafa skáld verið
eins gersamlega úr kallfæri við
þjóð sina, hún hafnaði með fyrir-
litningu þessari útlendu framúr-
stefnu, rómantikinni, með hennar
framandi bragarháttum, hug-
myndum og málfari. Enda hafði
þjóðin i nærfellt sjö aldir verið
næsta samfelldur lesendahópur
um rimur. En 20árum eftir dauða
Jónasar var þessi rómantik á
allra vörum. Hvort finnst okkur
betri bókmenntir nú? Aþekkt
dæmi, mun nærtækara, eru atóm-
skáldin. Sjaldan hafa viðbrögð
lesenda, upp til hópa orðið nei-
kvæðari við nýrri skáldskapar-
stefnu. En siðan hefur aðgangur
hennar að lesendum áreiðanlega
greiðst mikið, og flest ný skáld
fylgt hefð hennar. Hinsvegar
verður það varla fært á reikning
þessara skálda, að hér skuli hafa
orðið sama þróun og annars-
staðar, að ljóð hafa þokað fyrir
skáldsögum.
AB óttast að ef framúrstefnu-
skáld fjarlægist lesendur of
mikið, gliðni þeir i tvo hópa.
Sárafáir lesi framúrstefnu-
skáldin, en fjöldinn rusl. „Þá
verður ekki lengur til hámenn-
ingarverkamaður einsog Tryggvi
Emilsson né heldur alþýðu-
höfundur einsog Þórbergur
Þórðarson.”
Bæði dæmin sýnast mér af-
sanna kenningu AB. Þvi þaö
hljóta allir að sjá sem lesiö hafa
bækur Tryggva, hve gegnsýrðar
þær eru af skáldsögum Halldórs
Laxness frá 4. áratuginum, bæði i
þjóðlifsmynd og málfari. Og þær
sögur voru þó örugglega ekki
samdar fyrir rikjandi smekk sins
tima. Er ekki sanni næst að Hall-
dór hafi alveg gengið framaf
honum? Eða þá Bréf til Láru,
1924. Var það I kallfæri við það
sem fólk hafði vanist I bók-
menntum? Ég veit ekkert rit
eldra i' námunda við það. Mig
minnir að Stefán Einarsson kalli
það byltingu i bókmenntasögu
sinni, loksins hefði talmál verið
fest á bók. Höfðaði Þórbergur til
almennings svo snemma? Svari
þau sem til þekkja. Ég hefi það
eftir Axel i Klausturhólum að
bækur hans hafi nær ekkert selst
fyrren i seinni heimssytjöld.
Af dæmunum dreg ég að
framúrstefnan seytli til fjöldans,
og að hana þurfi til að upp risi
hámenningarverkamenn.
Alþýðubókmenntir
Skáld mega ekki binda sig við
þær lestrarvenjur alþýðunnar
sem rikja hverju sinni. Þvi i auð-
valdsþjóðfélagi er hún upp til
hópa mótuð af borgaralegum við-
horfum einsog aðrir þegnar þess.
Stalinistar neituðu þessu. A
sinn hátt héldu þeir lika fram
þessari borgaralegu goðsögu, að
góðar bókmenntir hljóti að ná
beint tíl alþýðunnar. Þeir rök-
studdu hana með einhverskonar
verkalýðsdulhyggju. A 20. öld,
undir drottnun auðvaldsins, átti
verkalýður (einkum i stóriðju) að
hafa heilbrigð, eðlileg og sósialisk
viðhorf til allra hluta. Af þessu
risu öreigavisindi (liffræði
Lysenkos, m.a., öreigabók-
menntir.o.fl.). Raunar töldu þeir
lika þurfa leiðsögn flokksins.
Þetta er nk. vélræn efnis-
hyggja. Fyrst verkalýðsstéttin
myndi gera sósialiska byltingu,
hlaut hún að hafa réttar hug-
myndir, almennt talaö. Marx-
istar telja hinsvegar að hún öðlist
réttar hugmyndir i byltingar-
baráttunni. Þvi börðust leiðtogar
rússnesku byltingarinnar á móti
þessari goðsögu, og vildu að
verkalýðurinn tileinkaöi sér
gagnrýnið hið besta i rikjandi,
borgaralegri menningu. Það er
byltingarstefna I menningar-
málum. Þetta sýnist mér Ami
lika boða i lok greinar sinnar. En
1928—9 varð verkalýösdul-
hyggjan ofaná hjá kommúnist-
um, og hefur lengstum riðið hjá
þeim húsum siðan, með hörmu-
iegustu afleiðingum. Svo tiltölu-
lega vægt dæmi sé tekið, fékk
Bertolt Brecht miklar ákúrur
fyrir óalþýðlega framúrstefnu.
Hann svaraði þvi til, að það væri
alls ekki alþýðunni i hag að lög-
helga lestrarvenjur hennar.
„Tilaö fá bókmenntir fyrir
alþýðuna þarf hreint ekki að gera
þá kröfu að verkið verði umsvifa-
laust skiljanlegt öllum sem á það
rekast. Alþýðan getur tileinkað
sér verk með ýmsum hætti, t.d. i
gegnum fámenna hópa sem skilja
skjótt og breiða siðan út skiln-
inginn, Að skrifa fyrir litla hópa
þarí alls ekki að sýna íyrir-
litningu á alþýðunni. Það fer eftir
þvi hvort þessir hópar fyrir sitt
leyti þjóna hagsmunum alþýö-
unnar, eða vinna gegn þeim
(einkanlega i sérhagsmuna-
skyni)”. 1 framhaldi segir Brecht
ýmsar sögur af þvi hve opið
verkafólk hafi verið fyrir form-
nýjungum, en lokað fyrir þvi að
hann hefði eitthvað vegna hefðar-
innar. Aðalatriði var fólkinu að
verkið væri satt i inntaki, tilfinn-
ingum og framsetningu (B.
Brecht: Alþýðleiki og raunsæi,
grein frá 1938).
Listsköpun
Þaö hefur löngum veriö talið
aðal góðra listaverka að sjá
hlutina og segja á nýjan hátt,
brjótast útUr viðjum vanans. Þvi
við ætlumst til þess að listamenn
rýni djúpt i heim okkar, finni
sjálfir meginatriöi hans og setji
fram þannig að nái til lesenda —
ekkibara tilskynsemi þeirra, það
yrði ritgerð, meira eða minna
dulbúin — heldur þannig, að þeim
veröi þetta skynjun, reynsla. Þar
sem nú veröldin er ákaflega
margslungin og breytíleg, leiðir
af þessu, að mjög oft hljóta
skáldin að vikja útaf förnum vegi,
„fara nýjar leiðir”. Enda er
alkunna að þegar listamanni
tekst vel upp, er naumast hægt að
segja að hann velji sér efni, hvað
þá afstöðu tíl þess eða stll, og
þarafleiðandi ekki heldur les-
endahóp. Allur persðnuleikinn er
virkur i sköpuninni, dulvitund i
rikum mæli. Þótt almenningur
þurfi oft langan tima tilað með-
taka mikla nýlundu, þá gerir
hann það að lokum, þegar lista-
verkin opna honum innsýn i eigin
heim. Það sýna m.a. dæmin hér
aðframan. Svo, þegar litið er um
öxl, vill þetta allt renna saman,
fólki sýnist að góð skáld hafi
ævinlega kunnað að höfða til
aiþýðunnar. AB hefur áhyggjur
af nýlegri stéttaskiptingu i
bókmenntunum. En hún hefur
lengi verið við lýði. Það er ósköp
eðlileg afleiðing þess að þjóð-
félagið er stéttskipt, auðvitað
hafa menn mismunandi aðgang
að list og mismunandi áhuga,
eftir skólagöngu, m .a. Við getum
bætt úr þvi með þvi að útrýma
stéttaskiptingu, með byltingu, en
við útrýmum henni aldrei með
töfrum, einsog að særa skáldin
tilað skrifa nú svoað alþýðan
fylgist með. Og sist held ég að við
þurfum að kviða þvi að „mið-
sæknin” (konformisminn) verði
ekki nógu sterk. Ætli markaðs-
lögmálin sjái ekki um það, og gott
betur. Það er sjálfur vaxtar-
broddur listarinnar sem rýfur
heildarmyndina hverju sinni. Þvi
er amk. mjög villandi, ef ekki
beinlinis rangt að segja:
„menninger ekki sterk nema hún
nálgist það að vera sameign
þjóðar, samnefnari, viðmiðun.”
Hitt væri sanni nær að m en ning sé
sterkust þegar hún er fjölbreyti-
legust, andstæð öfl berjast i
henni, þvi þá leggja menn sig alla
fram i þjónustu málstaðar sins,
skoða málin I grunn. Og þá verður
sú menning best sem
almenningur á aðgang að þvi
sinni. En það er vitaskuld megin-
atriðið, einsog ég held lika að
Arni meini með siðast tilfærðri
klausu.
Inntak goðsögunnar
Þessi kenning, um að
tslendingar hafi verið samstæður
lesendahópur fram á siðustu ár,
er jafn útbreidd og hún er röng.
Þvi gegnir blekkingin greinilega
þjóðfélagslegu hlutverki, er goð-
saga. Og það er alveg augljóst
hvert þetta hlutverk er. Það er að
breiða yfir stéttaandstæður þjóð-
félagsins, skapa mönnum þá
fölsku vitund að þjóðin sé ein
heild, stór fjölskylda, allirá sama
báti, hvað sem þjóðfélagsstöðu
liður, og þaráofan nokkurs konar
andlegur aðall mannkynsins.
Smáa, en samstæöa hábók-
menntaþjóðin i' norðrinu er sko
engir öreigar. Aðeins eitt geti
stefnt þessari dýrð I voða, þ.e. að
skáldin séu ekki nægiiega ihalds-
söm! Þessi goðsagá er þvi eitt af
þeim öflum sem viðheldur auð-
valdskerfinu á Islandi.
Mér er auðvitað fjarri skapi að
gera Arna Bergmann ábyrgan
fyrir henni. Þetta er ein þeirra
lyga sem allsstaðar smjúga inn,
taka á sig ötal gervi, verða hvar-
vetna fyrir. Þvi verður að gripa
hvert tækifæri tilaö afhjúpa þær.
Lyon, 30. nóv. 1980.
örn Ólafsson