Þjóðviljinn - 23.12.1980, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 23.12.1980, Blaðsíða 12
12 SIÐA — ÞJÖÐVILJINN Þriðjudagur 23. désembér 1980 FRÁ RAFMAGNSVEITU REYKJAVÍKUR Raf magnsveitunni er það kappsmál, að sem fæstir verði fyrir óþægindum vegna straumleysis nú um jólin sem endranær. Til þess að tryggja öruggt raf- magn um hátíðarnar, vill Rafmagnsveitan benda notendum á eftirfarandi: Reynið að dreifa elduninni, þ.e. jafna henni yf ir daginn eins og kostur er, ■ einkum á aðfangadag og gamlársdag Forðist , ef unnt er, að nota mörg straumfrek tæki samtímis, t.d. raf- magnsofna, hraðsuðukatla, þvottavélar, og uppþvottavélar—eiknanlega meðan á eldun stendur. Farið varlega með öll raftæki til að forð- ast bruna og snertihættu. Illa meðfarnar lausataugar og jólaljósasamstæður eru hættulegar. Útiljósasamstæður þurfa að vera vatns- þéttar og af gerð sem viðurkennd er af Rafmagnseftirliti ríkisins. 3Eigið ávallt til nægar birgðir af vartöpp- um („öryggjum"). Helstu stærðir eru: 10 amper = Ijós 20-25 amper=eldavél 35 amper = aðalvör fyrir íbúð. Ef straumlaust verður , skuluð þér gera eftirtaldar ráðstafanir: Takið straumfrek tæki úr sambandi. Ef straumleysið tekur aðeins til hluta úr íbúð, (t.d. eldavél eða Ijós), getið þér sjálf skipt um vör í töflu íbúðarinnar. 5Ef öll ibúðin er straumlaus, getið þér einnig sjálf skipt um vör fyrir íbúðina í aðaltöflu hússins. BEf um víðtækara straumleysi er að ræða skuluð þér hringja í gæslumann Raf- magnsveitu Reykjavíkur. Bilanatilkynningar í síma 18230 allan sólarhringinn. A aðfangadag og gamlársdag til kl. 19 einnig í símum 86230 og 86222. Vér f lytjum yður bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á komandi ári, með þökk fyrir samstarfið á hinu liðna. f/3 RAFMAGNSVEITA r/é reykjavíkur ’ Geymiö auglýsinguna. Blikkiðjan Asgaröi 7, Garöabæ onnumst þakrennusmiði og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmíöi. Gerum föst verötilboö SIMI 53468 Fjárhagsáœtlun borgarinnar afgreidd 15. janáar: Kostnaðarsprengingin einkennir áætlunina — sagði Egill Skúli Ingibergsson, borgarstjóri Siðari umræða um fjárhags- áætlun iReykjavikurborgar verð- ur væntanlega 15. janúar 1981. Búist er við að allnokkrar breyt- ingar verði gerðar á áætluninni milli umræðna, en við fyrri um- ræðu á fimmtudagskvöld var felld tillaga Sjálfstæðisflokksins um nokkurra miljarða niðurskurð með lækkun á tekjustofnum borgarinnar. Egill Skúli Ingibergsson borg- arstjóri mælti fyrir fjárhags- áætluninni, sem hljóðar uppá 62,5 miljarða króna. Sagði borgar- stjóri að fjárhagsáætlunin væri sama merki brennd og undan- farin ár. Kostnaöarsprengingin héldi áfram og allar tölur úreltust fljótt. Þá minntist hann á fyr- irhugaðar efnahagsráðstafanir og sagði: „Markmið okkar er að halda á fjármunum borgarsjóðs með varúð og festu og i þvi skyni kann að þurfa að taka frumvarp þetta til endurskoðunar þegar fyrirhugaðar aðgerðir rikis- stjórnarinnar sjá dagsins ljós”. Davið Oddsson lagði áherslu á að f járhagsáætlunin væri unnin af embættismönnum eingöngu og alla pólitiska leiðsögn hefði skort. Hann sagði að þó miðað væri við óbreytta tekjustofna frá i fyrra, hefði skattpíning i reynd aukist og studdi hann þá skoöun tveimur dæmum. 1 fyrsta lagöi hefði fast- eignamat hækkað um 60% og vekti furðu þar sem vitað væri aö litil sem engin hreyfing væri á fasteignamarkaðinum og eignir hefðu ekki hækkað samsvarandi i verði. Þessi hækkun á matinu þýddi iþyngingu i skattbyrði. I öðru lagi nefndi Davið að meðaltekjuhækkun milli ára væri áætluð 53%, en þar sem persónu- afslátturinn héldi ekki i við þessa hækkun (hann hækkar aðeins um 45% milli ára) hækkuðu útsvör um 58% milli ára. Þessu ætti borgarstjórn Reykjavikur að taka mið af og lækka álögur sinar. Daviö kynnti siðan tillögu Sjálfstæðisflokksins um lækkun á fasteignaskatta og aðstöðugjalds en hún var felld með 8 atkvæðum gegn 7. — AI. Bruna veröir i Reykjavik herða nú á baráttu sinni fyrir bættum eldvörnum i heima- húsum. Nú fer einmitt i hönd sá timi þegar hættan er mest á þvi að óhöpp verði vegna elds, jafn- vel hræðileg slys. Brunaverðir þekkja manna best hætturnar og hvernig verj- ast má þeim. Besta vörnin viö eldsvoða er að koma i veg fyrir hann. Slökkviliðsmenn hvetja fólk til að vera á varðbergi og kynna sér hvernig best má tryggja sig gegn þvi að óhapp verði. Brjótist út eldur eru það fyrstu andartökin sem skipt geta sköpum, hindrað smáloga i þvi að valda eigna-, jafnvel manntjóni. Brunaverðir þekkja margir þá átakanlegu reynslu að bera andvana fólk út úr reykjar- mekki. Þeir vita lika að reyk- skynjari hefur bjargað mörgu fólki og á eftir að gera það. Reykskynjarinn sendir frá sér sterkan són — aðvörun til heimilisfólksins, um leið og minnsti vottur af reyk finnst i Herferð I húsinu. Hann vakir meðan H fólkið sefur. Aður en allt er ■ komið i óefni er hægt að bregð- * ast við og bjarga lifi og eignum. jj Reykskynjarinn er litið og ódýrt I tæki, en sannarlega jafnvirði ■ þyngdar sinnar i gulli þeim, I sem hann vekur til lifsins. 1 herferð sinni benda bruna- Z verðir á að handslökkvitæki og I asbestteppi hafa margoft ■ sannað gildi sitt. Asbestteppi I eru lögboðin i öllum veitinga- ■ húsum við eldavélar — og þau ■ eru i rauninni bráðnauðsynleg á ® heimilunum. Með þeim má kæfa Z eld á pönnu eða i pottum á svip- I stundu. ■ Duft-handslökkvitæki eru til i L. —......... fyrir eldvörnum i mörgum stærðum — þau henta vel til að slökkva alla elda sem geta komið upp á heimilum, jafnt sem á vinnustöðum. Duft- tæki eru alhliða slökkvitæki og henta jafnvel i bilinn og inn á heimilið. Brunaverðir þekkja manna best hörmungar eldsvoða. Þeir hvetja fólk til að verjast þeim. Einfaldur og ódýr búnaður getur skilið á milli feigs og ófeigs, milli hörmulegs elds- voða og smáóhapps. Þvi hefja þeir herferð i þvi skyni að koma reykskynjara og fleiri eld- varnatækjum inn á hvert heim- ili. Brunaverðir verða á ferðinni i miðbænum með eldvarnatæki fyrir jólin til að kynna þau fólki | og selja. Þá verða þeir með út- ■ sölustaði á reykskynjurum, I asbestteppum og slökkvi- * tækjum i Heimilistækjum hf., ! Rammagerð Sigurjóns i Ar- I múlanum og hjá Jólatréssölu 5 Landgræðslusjóðs. Tryggingarfélög greiða flest i hluta verðsins vegna þess hve ' mikið öryggi er talið i tækjum ! þessum. Afsláttur er veittur á I staðnum og kostar t.d. reyk- ■ skynjari aðeins 14.000.- krónur, I með afslætti. Astbestteppi ■ kostar frá kr. 9.100.- og slökkvi- I tæki alit frá kr. 9.100-. Þegar ' eldur brýst út er það ekki mikið Z fé, en þá verður ekki gripið til I þess sem ekki er til. ■ Brunaverðir kynna og selja eldvarnartæki I miðbænum. Styrkir úr kvikmyndasjóði 50 milj, ísfílm hlaut 15 miljónir Til kvikmyndunar Gisla sögu Súrssonar í gær var tilkynnt hverjir fengju styrki úr kvikmyndasjóði, er aukaúthlutun fór fram nú nýverið. Alls var úthlutað 50 mil- jónum og 500 þúsundum til 9 aðila. Féð sem sjóðurinn hefur til umráöa er söluskattur af sýning- um á islenskum kvikmyndum. Sjóðnum bárust 26 umsóknir og skiptast styrkirnir 9 og lánin tvö þannig: isfilm h/f vegna kvik- myndarinnar útlaginn eftir Gisla sögu Súrssonar Kr. 15.000.000. Kvikmyndafélagið óöinn. Fram- haldsstyrkur vegna kvikmyndar- innar Púnktur, púnktur, komma, strik Kr. 7.000.000. Þráinn Bertelsson o.fl. Styrkur til að gera kvikmynd fyrir börn eftir barnasögum um Jón Odd og Jón Bjarna Kr. 7.000.000. islenskur kvikmyndaiðnaður h/f. Styrkur til undirbúnings kvikmyndar, sem byggð veröur á Gerplu Laxness Kr. 5.000.000. Kvik- myndafélagið Sóley h/f. Styrkur til að gera kvikmyndina Sóley Kr. 5.000.000. Magnús Magnússon. Framhaldsstyrkur til að ljúka heimildarkvikmynd um fuglalif við Mývatn Kr. 3.000.000. Arnarfilm s/f. Styrkur til að gera heimildarkvikmynd um reka. Kr. 2.000.000. örn Harðarson.Styrkur til að gera heimildarkvikmynd um Sveinbjörn Jónsson hugvits- mann Kr. 2.000.000. óskar Þórðarson o.fl.Styrkur til að gera 8mm ieikna kvikmynd Kr. 500.000. Lán.: Helga Egilsson. Lán til að Ijúka gerð teiknimyndar byggðri á þjóðsögunni um Búkollu Kr. 2.000.000. Vilhjálmur Knudsen. Lán vegna gerðar heimildarkvik- myndar um eldgos Kr. 2,000.000. t stjórn Kvikmyndasjóðs eru: Knútur Hailsson formaður, Hin- rik Bjarnason, tilnefndur af félagi kvikmyndageröarmanna og Stefán Júliusson tilnefndur af Fræðslumyndasafni.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.