Þjóðviljinn - 23.12.1980, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 23.12.1980, Blaðsíða 16
MOÐVIUINN ÞriAjudagur 23. desember 1980 AAalstmi ÞjóAviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudaga. Utan þess tima er hægt aA ná i blaAamenn og aöra starfsmenn blaösins i þéssum simum: Rltstjórn 81382, 81482 og 81527, umbrot 8i285, ljósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 er hægt aA ná i af- greiAslu blaAsins I sima 81663. BlaAaprent hefur sima 81348 og eru blaAamenn þar á vakt öll kvöld. Aðalsími Kvöldsími 81333 81348 Helgarsími afgreiðslu 81663 Hátíðarsamkoma útvarpsins: Grænt ljós á byggingu útvarpshúss T . Á hátíöarfundi ríkisút- varpsins í Þjóðleikhúsinu á laugardag færði Ingvar Gíslason menntamálaráð- herra því langþráð lausnarorð er hann með bréfi gaf grænt ijós á að stofnunin mætti nýta eigin sjóð til að hef ja byggingu útvarpshúss en teikningar af því hafa nú verið sam- þykktar. Töluvert fé er þegar komið í sjóð þennan en samstarfsnefnd um opinberar byggingar hefur hingað til komið í veg fyrir að hafin væri bygging hússins. Þá bar það til tiAinda á fundin- um aö Leikarafélagið tilkynnti stofnun sjóðs sem ber nafn bor- steins ö. Stephensens en nefnt var á samkomunni að hann væri kannski eini útvarpsleikarinn sem Islendingar hafa átt. Stofnfé sjóðsins er 1 miljón króna og einnig er honum séð fyrir tekjum. A samkomunni var upplestur, söngur og hljóðfæraleikur og meðal gesta voru forseti Islands, Vigdis Finnbogadóttir, og danski útvarpsstjórinn, Lauritz Binslöv. . —GFi Andrés Björnsson útvarpsstjóri meðtekur lausnaroröiö langþráöa úr hendi Ingvars Gislasonar menntamálaráöherra Hrauneyj arf oss- virkjun: Tílboð í und irstöður fyrir háspennulínur A föstudag voru opnuö tilboö i byggingu undirstaöa fyrir áfanga 4 og 5 i 220 kV háspennulínu Landsvirkjunar frá Hrauneyjar- fossi aö spennistööinni á Brenni- mel i Hvalfiröi. Lægsta tilboð i áfanga 4 kom frá Hlaðbæ h.f. og Viði Guð- mundssyni og hljóðaði upp á 337 milj. kr. (kostnaðaráætlun Landsvirkjunar 362 milj. kr.) og i áfanga 5 frá Vörðufelli h.f. en það hljóöaði upp á 417 milj. kr. (kostnaöaráætlun Landsvirkj- unar 446 milj. kr.) önnur tilboð i áfanga 4 (undir- stöður fyrir 96 stálmöstur) voru þessi: Istak 356 milj. kr., Rækt- unarsamband Flóa og Skeiða h.f. og Vörðufell h.f. 363 milj. kr., Aöalbraut h.f. 372 milj. kr. og Dalverk h.f. o.fl. 485 milj. kr. önnur tilboð i áfanga 5 (undir- stöður fyrir 81 stálmastur) voru þessi: Hlaðbær h.f. og Viðir Guð- mundsson 424 milj. kr., Istak h.f. 439 milj. kr. og Aðalbraut h.f. 445 milj. kr. —Gfr Innanlandsflugið: Fjöldi fólks bíður fars til Vestfjarða Hægt var að fljúga til annarra landshluta í gær Eftir hretið sem skall yfir sl. sunnudag og setti allt innanlands- flug og raunar flug til útlanda lika úr skoröum greiddist nokkuö úr i gær. Hægt var að fljúga til allra landshluta nema Vestfjarða i gærdag og sagði Pétur Maack hjá innanlandsafgreiðslu F1 i gær- kvöldi aö á þriðja hundrað far- þega biöu i Reykjavik eftir að komast til Isafjarðar og um eitt- hundrað manns til Patreks- fjarðar. 1 gær var hægt að flytja alla farþega sem biðu fars til annarra staða, en vörur var ekki hægt að flytja. Ef veöur batnar á Vestfjörðum og flugfært verður, mun flug þangað hafa allan forgang i dag, að sögn Péturs. —S.dór Happdrætti Þjóðviljans: Viimings- númer birt á morgun Vinningsnúmer i Happdrætti Þjóöviljans veröa birt i blaöinu á morgun, aöfangadag jóla. Birt- ingu hefur veriö frestaö um einn dag vegna þess aö enn vantar uppgjör frá nokkrum innheimtu- mönnum. GJALDMIÐILSBREYTINGIN HUNDRAÐFALDAR VERÐMÆTI SMÁMYNTARINNAR. Með henni fær sparibaukurinn sitt fulla uppeldisgildi á ný. ÚTVEGSBANKIÍSLANDS : • lík : l- TRÖLLI OG TRÍNA eru án efa einhverjir vinsælustu sparibaukarnir á íslandi pg „Jóakim frændi" er trúlega þekktasti peningahirðir í heiminum. Þessa frægu sparibauka er einungis aö fá í Útvegsbankanum. Þú færð ókeypis sparibauk, TRÖLLA, TRÍNU eða „JÓAKIM FRÆNDA" í hvaða afgreiðslu Útvegsbankans sem er, um leið og þú stofnar þar sparisjóðsreikning í nafni barnsins og greióif kr. 10.000 (nýkr. 100.—) inn á reikninginn. Sparibaukur er því sérlega tilvalin jólagjöf nú, nokkrum dögum fyrir breytinguna. Nll FÆR HANN TROLLINYJA KRONU NÚ ERU AD KONIA JÓL

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.