Þjóðviljinn - 23.12.1980, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 23.12.1980, Blaðsíða 3
Þriöjudagur 23. desember 1980 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 3 Afríkufulltrúi Rauöa krossins: Beðinn um að koma aftur Pálmi Hlöðversson, sendifull- trúi Rauöa kross tslands I Austur- Afriku, kom til landsins I gær (sunnudag), eftir um þaö bil þriggja mánaöa dvöl I Uganda. Þar haföi Pálmi einkum meö höndum stjórn matvæladreifing- ar i Karamojahéraöi og annaöist þá m.a. skipulagningu á Uthlutun matar i skólum í héraöinu og Fráv.: Jón Asgeirsson, Eggert Asgeirsson, Pálmi Hlööversson. — Mynd: — gel. 45 daga þorskveiöibann í janúar og febrúar ak. Samkvæmt hinni nýju áœtlun um veiðitakmarkanir víðar. Þá haföi Pálmi og umsjón með og geröi áætlanir um smiöi geymslurýmis fyrir matar- sendingar og stjórnaöi flutning- um á mat I héraöinu. Ennfremur skipulagöi hann og annaöist framkvæmdir á sérstökum þætti matvæladreifingarinnar, sem nefnist „Food for Work” eða Mat fyrir vinnu. Hefur Pálmi fengiö einróma lof fyrir störf sin á veg- um Rauöa krossins i Austur- Afrfku. Rauöa krossi Islands hefur nú borist fyrirspurn um þaö frá Al- þjóöa rauöakrossinum I Genf hvort Pálmi sé fáanlegur til hjálparstarfa á ný i byrjun næsta árs. Ennfremur hefur verið spurst fyrir um þaö, hvort mögu- leiki sé á aö fá fleira fólk til hjálparstarfa frá Islandi. Héraöiö þar sem Pálmi Hlöðversson annaðist matvæla- dreifinguna byggja um 87 þús. manns. Hann haföi sér til hjálpar þrjá aðstoðarmenn og bar á þá lof fyrir árverkni og dugnað. — mhg Samkvæmt reglugerö sem ráöuneytiö gaf út 18. desember s.l. eru skuttogurum meö aflvél 900 hestöfl og stærri og togskip- um, sem eru 39 metrar og lengri, bannaðar þorskveiöar i 45 daga samtals á timabilinu janúar-aprfl n.k. og þar af skal hvert skip iáta af þorskveiðum i a.m.k. 20 daga samtals i januar og febrúar. Útgeröaraöilar geta aö ööru I leyti ráöið tilhögun veiöitak- mörkunar, en þó skal hvert skip láta af þorskveiöum eigi skemur en 4 daga i senn. útgeröaraöilar skulu tilkynna meö skeyti til ráöuneytisins hvenær þorsk- bannstimabil hefst og lýkur hverjusinniog skulu tilkynningar sendar ráðuneytinu, eigi siöar en 12klukkustundum eftir aö timabil hófst eða þvi lauk. Þegar skip láta af þorskveiöum gildir sú aðalregla, að hlutur þorsks i heildarafla hverrar veiöiferöar má ekki nema meiru en 15%. Þá er sú undantekning gerö, aö þorskur má nema allt aö 25% af heildarafla einstakra veiöiferöa, þó má dagaf jöldi, sem þær veiöiferöir taka, ekkifara yf- ir 40 daga. Ennfremur skal hér lögö áhersla á, aö þessi regla tek- ur til alls ársins, og veröa ekki veittar frekari tilslakanirfrá 15% reglunni i þeim aögeröum, sem fyrirhugaðar eru á næsta ári. Loðnubátar fá ekkí leyfí tíl þorskveiða — fyrr en útséð er með hvað veiða má mikið magn af loðnu Samkvæmt reglugerö, sem sjávarútvegsráöuneytiö hefur sent frá sér og gefin var út 18. des. sl., veröur þeim loönuveiöiskip- um sem leyfi hafa til loönuveiöa ekki veitt leyfi til neta, botn- og| eöa flotvörpu og lfnuveiöa frá 1. janúar nk. til 10. febrúar nk. eöa þar til annað veröur ákveöiö. Þessi ákvöröun var tekin aö sögnráöuneytisins, vegna þess aö ekki liggur enn fyrir hve mikiö magn leyft veröur aö veiöa af loönu á komandi vertiö. 1 bigerö er loönuleitar- og rannsóknarferð uppúr áramótunum og veröur ekki tekin ákvöröun um hve mikla loönu leyft veröur aö veiöa fyrr en aö henni lokinni. A aðalfundi LIÚ á dögunum var lagt til aö þessum skipum yröi veitt leyfi til þorskveiða á kom- andi vetrarvertiö, sem nú er út- séð meö aö veröur ekki. Þess I staö hefur sjávarútvegsráöuneyt- iö ákveöiö aö taka upp viöræöur viöhagsmunaaöila um vandamál þessara skipa. —S.dór Forvitin rauð: Konur í atvinnu- lífinu Forvitin Rauö, blaö Rauö- sokkahreyfingarinnart er komiö út. Þaö er aö þessu sinni helgað konum I atvinnullfinu. Viötöl eru viö konur sem vinna ýmis störf. Leiöari blaösins litur nú aftur dagsins ljós og er hann helgaöur aöalefninu stööu kvenna i at- vinnulifinu. Þar er minnst á ASI þingiö og þaö sem þar geröist, ný- geröa samninga og félagsmála- pakkann. I lok leiöarans segir: „Almennur doöi einkennir starf i vinstri hreyfingunni, þótt ein- stakir mennhaldi merkinu á lofti. Hiö sama gildir um Rauösokka- hreyfinguna, þaö er eins og lam- andi hönd vonleysis leggist þar yfir?þótt óánægja kvenna sé mik- il og umræöur um jafnrétti mikl- ar, þá vantar innri kraft. Um leiö eru borgaraöflin aö hressast, konur á þeim væng hugsa sér til hreyfings á framabraut. Viö Rauösokkar erum sannfæröir um aö eina leiöin til jafnréttis sé breytingar á þjóöfélagsgeröinni, viö höfum löngum tekiö miö af baráttu meö vopnum stétta- baráttunnar og viö höldum ótrauöaráfram á þeirri braut, þó að á móti blási um hrið.” Rúsínan tek- in úr pylsu- endanum Verölagsstofnunin kæröi um daginn Asgeir Hannes Eirfksson fyrir aösetja gullrúsinu I pylsu og efna til samkeppni um hver fengi hana. Hefur nú Asgeir Hannes hætt viö allt saman og þess í staö mun gullrúsfnan veröa seld á uppboöi i dag, Þorláksmessu, kl. 5 i Austurstræti og annast þeir Páll Hciöar Jónsson og Sigmar B. Hauksson uppboöshaldiö. I fréttatilkynningu frá verö- lagsstofnun er visaö I 33. grein laga um verölag, samkeppnis- hömlur og (réttmæta viöskipta- hætti svohljóöandi: „Ohéimilter i þvi skyni aö örva sölu á vöru, þjónustu eöa ööru þvi, sem i' té er látiö og lög þessi taka til, aö úthluta vinningum með hlutkesti”. KYNNIR TUNGUMÁLA TÖLVUNA CZrSAIŒ. Craig M 100 er fyrsta tölva sinnar tequndar í vasaútgáfu.____________ Hún varfyrst kynnt í Bandaríkjunum árið 1978. Aríðeftir, 1979 seldustyfir 1 milljón eintaka og salan 1980 er áætluð annað eins. Hún er hagstæð sem tungumála ,,uppsláttarrit“ þarsem orðaforði hvers tungumáls er 2400 orð. Hvert tungumál er geymt í sjálfstæðum minnis- kubbi og tölvan hefur 3 tungumál að geyma hverju sinni. Skipting-kubba er mjög einföld. Valmöguleikar í tungumálum eru 20 nú þegar og sífellt bætast fleiri í hópinn. Sá íslenski er í vinnslu, væntan- legur í apríl, maí 1981 og þá verður að sjálfsögðu hægt að þýða af íslensku yfir á skandinavísku málin auk hinna 14 málanna: ensku, spænsku, ítölsku, frönsku, þýsku, japönsku, hollensku, arabísku, rússn- esku, kínversku, portúgölsku, grísku og finnsku. Málakubbarnir eru á hagstæðu verði. Hentug fyrir: Viðskiptalífið, skrifstofuna (t.d. við samningu verslunar- bréfa og við telexog skeyta sendingar),öll erlend samskipti, hjálpartæki fyrir skólafólk-að því ógleymdu að vera góður vasatúlkur ít.d.viðskipta- ferðum og sumarleyfum erlendis. Leitið frekari upplýsinga. Útsölustaðir: Rafrás hf.Fellsmúla 24,sími 82980. Rafiðjan hf.Kirkjustræti8B,sími19294 Þessi talvaer ólíköllum öðrum tölvum því hún skilur ekki tölvumál en hún skilur þig- og þú skilur hana. Hún talar 20 ólík tungumál. Einkaumboð á íslandi- Rafrás hf. Sínii- 82980

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.