Þjóðviljinn - 23.12.1980, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 23.12.1980, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 23. desember 1980 Ragnar Arnalds, fjármálaráðherra: Fjárlögin 1980 þau raunhæfustu um margra ára skeið í tilefni af lokaaf- greiðslu fjárlaga sl. laugardag náðum við tali af Ragnari Arnalds fjár- málaráðherra og spurðum hann nokkurra spurninga: Við iokaafgreiðslu fjárlaga vakti það athygli hversu greið- lega hún gekk og aðeins tók um þrjá tima að afgreiða um 100 breytingartiilögur sem fyrir lágu. Er þetta til marks um örugga og samstillta forystu stjórnarliða? Ég er auövitað afskaplega" ánægður með hversu góð sam- staða var með stjórnarliðinu um afgreiðslu fjárlaga. Þar brást ekkert, heldur gengu allar áætl- anir stjórnarinnar fram. Um margra ára skeiðhefur ekki verið jafn litil óvissa um úrslit at- kvæðagreiðslu fjárlaganna. Yfir- leitt hafa á undanförnum árum verið ýmis atriði, sem óvissa hefur ríkt um fram á siðustu stundu, en svo var ekki að þessu sinni. Það segir auðvitað sina sögu um samstarfsvilja stjórnar- liösins. Hvaða markmið voru helst ráðandi við gerð þessara fjár- laga? Fjárlögin voru að þessu sinni afgreidd með hæfilegum rekstrar- og greiðsluafgangi, tekjurnar nema um 550 millj- örðum en útgjöldin um 546 milj- örðum. Þetta á að tryggja halla- lausan rikisbúskap á næsta ári, en það var okkar markmið. Við vildum tryggja að það jafnvægi sem náðist i rlkisbúskapnum 1980 haldist. Þegar fjárlög voru afgreidd á sl. vori munu margir minnast margs kyns upphrópana af hálfu Vona að þau nýju séu sömu kostum búin stjórnarandstæðinga um að svo og svo mikil göt væru i fjár- lögunum og þvi fyrirsjáanlegur hallarekstur rikissjóðs. En það hefur nú sannast aö þessi fjárlög voru einhver þau raunhæfustu sem samþykkt hafa veriö um margra ára skeið og ég ætla að vona að þessi nýju fjárlög séu sömu kostum búin. Rikissjóður veltir á þessu ári um einn miljarð króna á hverjum degi og það er ekki hægt að segja nákvæmlega til um það á þessari stundu hvoru megin rikissjóður verður nú i ársiokin. örlitið lakari eða betri innheimta en ráö var fyrir gert hleypur strax á nokkr- um miljörðum til eða frá, en meðan rikissjóðsdæmið er i þaö miklu jafnvægi að skakkar innan við 1/2—1% af rikistekjum, þ.e.a.s. að breytingin nemur ekki meiru en rikistekjum i einn eða tvo daga.má segja aö viðunandi jafnvægi sé fyrir hendi. Iþessusambandi má geta þess, að i tið rikisstjórnar Geirs Hall- grimssonar var safnaö stór- felldum skuldum viö Seðlabank- ann og haili var á rikissjóði sem nam 6% af rikistekjum á ári, en það var svipað og rikissjóður væri nú rekinn með 20% halla. Mun þá rikissjóður grynnka á skuldabyrðinni skv. þessu frum- varpi? Já, rikissjóður greiðir sam- kvæmt þvi hærri fjárhæð i af- borganir lána en nemur nýjum lántökum. Þar á meðal er greiðsla til Seðlabankans sem nemur 10 miljörðum. Hins vegar eru nokkrar rikisstofnanir, sem eru sjálfstæðar og þvi ekki i A- hluta fjárlaga, sem taka mikil lán til fjárfestinga, svo sem Lands- virkjun, sem tekur 46 miljarða króna lán til Hrauneyjafossvirkj- unar. St jórnarandstaðan virtist gagnrýna það fyrst og fremst i þessum fjárlögum að gengið sé út frá þvi að veröbólgan verði 42%. Þeir telja vist að hún verði mun meiri og þvi séu þessi fjárlög óraunhæf. Hvað vilt þú segja um þessa gangrýni? Það er rétt að stjórnarand- stæðingar telja að verðbólgan verði mun meiri en 42% og þvi sé frumvarpið byggt á sandi. Gifurlegar annir voru á Alþingi undir lok siðustu viku. Ekki er hægt að segja annað en mjög greiðlega hafi gengið að afgreiða þau mál sem fyrir lágu og rikis- stjórnin hafði sérstaklega óskað eftir að næðu fram að ganga fyrir frestun sl. laugardag. Fyrir þá sem fylgdust með þingstörfum þessa siðustu daga fyrir jólahlé einkenndust störf þingsins af mikilli festu og samstöðu stjórnarliðsins, en stjórnarand- staðan hafði aö sama skapi litið til mála að leggja. öll þau mál sem voru á óska- Ragnar Arnalds: Lánsfjáráætlun einkennist fyrst og fremst af stór- auknum framlögum til félags- legra húsbygginga. Þsngsjá Um þetta er það að segja að 70—80% af útgjöldum fjárlaga breytast i takt við verðlagiö. I þvi sambandi má nefna laún og útgjöld almannatrygginga. Sama gildir um tekjurnar. Um 80% þeirra eru óbeinir skattar sem hreyfast I takt við peninga- veltuna. Yfirleitt skiptir þvi ekki sköpum hvort verðbólga er aðeins meiri eöa minni, en ráð er fyrir gert. Auðvitað er aldrei hægt að spá nákvæmlega um verðbólgu- þróun langt fram i timann. Stað- reyndin er sú, að það er nýlega komið til að farið sé aö reikna væntanlega verðbólgu inn I fjár- lista rikisstjórnarinnar voru af- greidd nú fyrir jólin. A fimmtu- dag og föstudag voru eftirfarandi frumvörp afgreidd sem lög frá Alþingi: Lög um sparisjóði, lög um skráningu lifeyrisréttinda, lög um nýbyggingargjald, lög um stimpilgjald, lög um heimild til lántöku á árunum 1980 og 1981 og ábyrgðarheimildir, lög um lif- eyrissjóði bænda, lög um verð- jöfnunargjald á raforku, lög um fæðingarorlof, lög um biskups- kosningu, lög um almannatrygg- ingar i tengslum við fæðingaror- lögin. Fyrir fáum árum var ekki einu sinni gerð tilraun til að giska á verðbólguna i fjárlögunum. Þetta er þvi ómerkilegt þras og sannar fremur en nokkuð annað málefnafátækt stjórnarand- stöðunnar. Stjórnarandstaðan gagnrýndi einnig að lánsfjáráætlun væri ekki afgreidd samhliða fjár- lögum. Það er rétt, þeir héldu þessu mjög á lofti. En ég vil benda á að á sl. áratug hefur lánsfjáráætlun aöeins þrisvar sinnum verið af- greidd fyrir jól. Og þvi er við að bæta að nú lá hún frammi, þannig að hægt var að taka fullt tillit til hennar, þótt áætlunin verði endanlega afgreidd eftir áramót. Hver eru helstu einkenni láns- fjáráætlunar að þessu sinni? Fyrst og fremst miklar orku- framkvæmdir og stóraukin fram- lög til félagslegra húsbygginga, ásamt vaxandi lánsfjáröflun til iðnaðar. Það er ein af forsendum lánsfjáráætlunar að nægilegar framkvæmdir séu á vegum opin- berra aðila til að sporna gegn at- vinnuleysi, en þær séu þó i heild- ina tekið innan hæfilegra marka og að heildarfjárfesting i landinu sé um 26% þjóðarframleiðslu. Hvaða liðir eru það á fjárlögum sem fá umtalsverða hækkun framlaga að þessu sinni? Ég vil sérstaklega nefna að þessi fjárlög einkennast af tals- verðri aukningu framlaga til menningarmála, einkum lista. Þá er einnig rétt að vekja athygli á að þeirri sókn i vegaíram- kvæmdum, sem hófst með siðustu vegaáætlun, verður haldið áfram af miklum krafti. lof, lög um söfnunarsjóð lifeyris- réttinda, lög um minnstu mynt- einingu við álagningu og inn- heimtu opinberra gjalda og lög um vörugjald. A föstudag lagði forsætisráð- herra fram tillögu til þingsáiykt- unar i sameinuðu þingi um frestun Alþingis til 26. janúar 1981. Snarpar umræður urðu um tillöguna en hún var að lokum samþykkt og að lokinni af- greiðsiu fjáriaga um hádegisbil á laugardag var þingi frestað og verður kallað saman eigi siðar en 26. janúar nk. Stjórnarliðið samstillt ff ■ FIDELITY FIDELITY STEREO SAMSTÆÐAN Sérstök hljómgæöi, hagstætt verð. Innifaliö í veröum: Útvarp meö L-M S FM bylgjum, plötu- spilari, magnari, segul- band og 2 hátalarar. Gerö MC5 gerö MC 6 meö dolby'kerfi gerö 4-40 gerö 5-50 meö dolby kerfi PANTIÐ MYNDALISTA í SÍMA: 19294 RAFIÐJAN H.F. Kirkjustræti 8 Sími: 19294

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.