Þjóðviljinn - 23.12.1980, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 23.12.1980, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 23. desember 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 15 Hringið í sima 81333 kl. 9-5 alta virka daga, eða skrifið Þjóðviljanum tfra esendum Hin sanna iólagleði Að kvöldi hins 15. des., þegar niu dagar voru til jóia, fór fram einn þátturinn enn i helgileik Friðjóns Þórðarsonar. Þá lætur hann útvarpið flytja frétt um það, að hann hafi af alkunnri göfugmennsku sinni ákveðið að fresta brottvisun Patricks Gervasoni um óákveöinn tima. Þekktirdu þau? Hjartaknosari þegar á fyrsta ári: John Travolta. Foreldrar- nir byrjuðu aö æfa hann i dansi strax og hann gat gengið og 23ja ára sló hann f gegn i myndinni „Saturday Night Fever”. Atrúnaöargoö Diskó-æskunnar. Höfðingsskapur ráðherrans kom berlega fram i þvi, að lög- maður flóttamannsins hafði, að sögn, aðeins farið fram á 14 daga frest. Bjartsýnismenn fóru jafnvel að halda, að ráðherrann hefði litiö á dagatalið og ákveðið að vera nú einu sinni mannlegur svona i tilefni fæðingar frelsar- ans og afturkalla með tið og tima embættisafglöp sin í þessu máli. Vitanlega þegar fylgis- menn hans hefðu sefast af mesta blóðþorstanum. En valt er að trúa á gæsku manna. Þeir, sem voru nógu saklausir til að trúa á mennsku ráðuneytismasklnanna fengu fljótt að sjá hver sannleikurinn var. Strax sama kvöld er haft eftir einum æðsta yfirmanni dómsmála i tslandi, Baldri Möller, að Gervasoni verði rek- inn úr landi ,,i þessari viku eða næstu”. Geislabaugurinn entist ekki nema i þrjár klst, tæpar þó, áður en glitti i úlfseyrun aftur. Ekki er að efa það að þungum steini hefur verið velt af þeim, sem hafa undirbúið jólin með þvi, að heimta saklausan mann i fangelsi, og varla mundi heldur saka þótt niðingsverkið drægist, þar til jólahelgin er gengin i garð, svo gleði þess fólks verði fullkomin. Ærlegu fólki bregður hins- vegar illa við þessa framkomu embættisnautanna þótt það hafi aldrei átt von á góðu úr þessari átt. Það mundi sannast sagna, að sjaldan hafi hræsni, yfir- drepsskapur, lögleysur, mann- úðarskortur og fordómar átt glæsilegri fulltrúa á jaröriki en þá, sem réttlætinu eiga að ráða á þessu veslings landi og furðu- legt að slikir menn skuli geta breytt of stórum hluta þjóðar- innar i blóðþyrst villidýr með undra litilli fyrirhöfn. Nú skilst það, hvernig ómerkilegir lýðskrumarar gátu espað heilar þjóðir upp i skipu- lagðar ofsóknir gegn minni- hlutahópum og hvernig sams- konar fólk og nú fagnar fæðingu Krists á jólum krossfesti hann á páskum. Skömm þeirra mun lengi uppi. Kannski er þó ekki öll von úti? Ef til vill blundar enn einhver samviska i ofsækjendum Gervasonis? Óskandi væri að þeir létu hana ráða, til tilbreyt- ingar, i stað lagakróka sinna og misskilins stolts. A þann einn hátt leysist þetta mál svo öllum verði til sóma, og einkum þeim, sem þora að viðurkenna mistök sin. Fari hinsvegar svo sem nú horfir, geta tslendingar sleppt þvi i ár að bjóða hver öðrum Gleöileg jól. 15. des. 1980. lljörtur Hjartarson, Selfossi. Barnahornid Grímur og sál- fræð- ingurinn Framhaldssaga — 6 „Hvers vegna ættu menn að trúa þeim?" ansaði Hinrik fyrirlit- lega, en Davið mátti ekki vera að því að svara, því að hann var að róta í vös- um sínum eftir síðasta molanum. ,,Hver á að festa upp auglýsingar og hvar á að festa upp aug- lýsingar? Ég held þú sért eitthvað bilaður. Fyrst berðu alskonar glæpi upp á fólk, og síðan talarðu um að setja upp auglýs- ingar, sem enginn mundi leyfa okkur að festa upp, hvað þá að menn tryðu því sem á þeim stæði...." ,,Hættu þessu bulli, þú ærir mann!" öskraði Grímur. „Heldurðu að mann langi til að hlusta á þennan vaðal í þér, það sem eftir er ævinnar. Ég gæti t.d. vel hugsað mér að hlusta á fuglasöng og jafnvel tónlist —eða á einhverja aðra, svona til tilbreytingar, en þú getur aldrei sam..." Þegar hér var komið sögu, réðst Hensi á félaga sínn og strákarnir veltust um á gólfinu innan um brennikubbana. Róstur og slagsmál voru fastir liðir á fundum Otlag- anna, og Davíð fylgdist ánægður með gangi máls- ins úr sæti sínu og f leygði í þá kvistum annað veif ið með hvatningarorðum. En Hanna horfði á áflogaseggina með skelf- ingu og hrópaði: „Góði Hensi meiddu hann ekki — farðu varlega, Hensi minn!" Um síðir stóðu hetj- urnar á fætur, dustuðu af sér rykið, tókust í hendur og gengu til sætis á eldi- viðarbingnum. „Má ég fá orðið?" spurði Grímur. „Auðvitað máttu það", f lýtti Hanna sér að segja, „Hensi lofar að grípa ekki fram í. Er það ekki, Hensi minn?" Hann var enn móður eftir bardagann og skirpti út úr sér kuski, áður en hann umlaði eitt- hvað til samþykkis. „Þið munið eftir Vinnusýningunni í næstu viku", byrjaði Grímur. Strákarnir stundu. Það var venjan, að for- eldrarnir teymdu þá á slíkar afhafnir strokna og þvegna í spariföt- unum. „Takið þið nú vel eftir, ég fékk nefnilega hug- mynd". Áhugi þeirra á hug- myndum Gríms virtist aldrei dofna þrátt fyrir beiska og misjafna reynslu af þeim. Veður var gott á sýn- ingardaginn. Helga, móðir Gríms og Auður, systir hans, hjálpuðu allan morguninn við að undirbúa sýninguna. Búið var að reisa stórt tjald og smærri sölutjöld á gras- framh. Bárður örn Gunnarsson á Hvanneyri sendi Barnahorninu þessa myndasögu um jólasveininn. Syrpa af jólalögum Mcöal þess efnis, sem Ctvarpið flytur okkur á Þor- láksdagskvöld, kl. 19.50, er syrpa af þekktum jólalögum f útsetningu Arna Björnssonar, tónskálds. Nefnist hún „Heil- ög jól”. Þaö er Sinfónfuhljóm- sveittslands, sem flytur lögin, undir stjórn Páls P. Pálsson- ar, eins af færustu „fjöllista- mönnum’ ”okkar á tónsviöinu. Arni tónskáld Björnsson er Norður-Þingeyingur að ætt og uppruna, fæddur að Lóni I Kelduhverfi árið 1905. ARNI HÓF NAM VIÐ Tónlistarskól- ann þegar við stofnun hans 1930. Nam þar hjá dr. Páli Is- *Útvarp kl. 19.50 ólfssyni, dr. Victor Urbantcich og Frans Mixa, og lauk prófi frá Tónlistarskólanum I pianóleik og contra punkti. Arni Björnsson var um eitt skeið áberandi maður í tön- listarlifinu okkar en varö fyrir slæmu áfalli og hefur ekki notiö sfn sem skyldi siöan. „Sá er löngum endir á tslendingasögum”. Og þó er Arni ekki allur, sem betur fer. ,,Velferðarráð sjómanna” I þættinum, „Sjávarútvegur og siglingar” greinir Guö- mundur Hallvarösson frá ný- stofnuöu „Velferðarráöi sjó- manna”. Aö ráöinu standa samtök sjómanna, ýmsir þeir aöilar, sem hafa meö aö gera útgerö skipa auk þjóökirkj- unnar. Ráðið hefur nú fest sér húsnæði þar sem eru m.a. skrifstofa og setustofa fyrir sjómenn. Er það I stll viö sjó- mannastofur þær, sem víöa *Útvarp kl.ll.OO^ eru reknar á Noröurlöndum en þó ekki gisting. Hinsvegar geta sjómenn, erlendir jafnt sem innlendir, hitst þarna, skrafaö saman, lesið blöð og fengið upplýsingar um eitt og annað, sem þá vanhagar um að vita. Hlustiö á Guömund Hallvarösson. Jóla- minningar Stefáns frá Hvítadal Sinfónluhljómsveit tslands. Stefán Sigurösson frá Hvitadal var á sinni tiö eitt af ástsælustu skáldum okkar islcndinga. Og þó aö hartnær 50 ár séu nú iiöin frá láti hans skipar hann enn sinn skálda- sess i hugum miöaldra fólks og eldra. Vonandi þekkir æskan einnig ljóö Stefáns, a.m.k. er þaö vist, aö henni mundi enginn sálarháski af þvi stafa, aö kynnast þeim. Fyrsta ljóöabók Stefáns frá Hvitadal, Söngvar föru- mannsins, kom út 1918. Siöan Óður einyrkjans 1921, þá Heilög kirkja 1921, Helsingjar 1927, og loks Anno Domini 1930, árið 1933, eöa sama áriö og Stefán andaðist. Stefán frá Hvítadal nam prentiðn, dvaldist svo i Noregi frá 1912—1915, bjó vestur i Dölum, lengst af i Bessatungu i Saurbæ, frá 1919 til dauðadags. Atti löngum við Stefán frá Hvitadal. MBí Útvarp Ifp? kl. 11.15 i heilsubrest og erfiöan efnahag að striða en lét „ekki baslið smækka sig”. í þættinum: „Man ég það, sem löngu leið” munu þær Ragnheiður Viggósdóttir (sem sér um þáttinn) og Birna Sig- urbjörnsdóttir, lesa upp jóla- minningar eftir Stefán frá Hvitadal, i bundnu og óbundnu máli.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.