Þjóðviljinn - 23.12.1980, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 23.12.1980, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 23. desember 1980 Kærleiksheimilid En ég vil ekki bara rétta þér þær, pabbi. Ég vil klifra upp og hengja þær á sjálfur. Július Hafsteinsson og fjölskylda taka við verðlaununum i TM-hús- gagnaversluninni að Siðumúla 30. Sjö þúsund meö helgarsýningum í tilefni 5 ára afmælis húsgagnaverslunarinnar T.M. húsgögn Siðumúla 30 efndi fyr- irtækið til happdrættis- skoðanakönnunar um helgar sýningar húsgagnaverslana, sem mjög hafa verið til umræðu. TM-húsgögn tók upp á þeirri nýbreytni fyrir fjórum árum að hafa opið um helgar fyrir hús- gagnasýningar. Þetta hefur not- ið mikilla vinsælda og mörg þúsund manns notfært sér þessa þjónustu. Um sjö þúsund viðskiptavinir tóku þátt i skoðanakönnuninni og reyndust allir fylgjandi helgarsýningum húsgagnaverslana. Við útdrátt úr könnunarseðlunum var dreg- inn seðill Júliusar Hafsteinsson, Fifuseli 11, Reykjavik. vidtalid Rætt við Skúla Halldórsson, tónskáld „Sögu- eyjan” heldur í heims- reisu Nýlega er komin út i Finn- landi hljómplata með söng- iögum eftir Skúla Halidórsson, tónskáld. Við hittum Skúla að máli og spurðum hann um til- drög þessa atburðar. — Upphafiö er nú að rekja til þess, sagði Skúli, — að vorið 1979 var ég staddur úti i Noregi á ráðstefnu Noröurlanda-Stefj- anna, en þau halda fund með sér annað hvert ár, og eru þeir á Norðurlöndunum til skiptis. Á ráðstefnunni komst ég i kynni við tónskáld, sem þar var mætt frá finnsku Stef-samtökunum, Raxuna Lathinen. Hann er eitt af fremstu tónskáldum Finna, semur bæði létta tónlist og al- varlega og leikur sjálfur á ein 10 hljóðfæri. Lahtinen samdi á sin- um tima lagið Jenka, sem flogiö hefur um viða veröld og hlaut hann heimsfrægð fyrir. Er búið að gefa það út i 300 mismunandi útsetningum og það er sungið á um 80 tungumálum. Lahtinen hefur leikið með hljómsveitum á öllum Norðurlöndunum i 25 ár. Lengi starfaði hann sem for- stjóri skemmtideildar finnska sjónvarpsins en lét af þvi starfi fyrir tveimur árum og sneri sér þá meira að tónsmiðum. Auk þess rekur hann svo tvö fyrir- tæki sem gefa út hljómplötur, og nótur. — Og þessi fundur ykkar Lahtinen varö kveikjan að út- gáfunni? — Já, þegar viö hittumst þarna úti i Noregi fór hann að tala um að sig langaði til að heyra eitthvað af þvi, sem ég hefi samiö, en ég hafði þá enga hugmynd um að hann fengist við útgáfu á tónverkum. Ég spilaði svo fyrirhann ein 14 lög. — Og hann hefur orðið „skot- inn” i þeim? (Undirritaður getur nú fyrir sitt leyti ekkert undrast það). — Honum fannst þetta dálitið sérstæð músik, áleit að hún ætti erindi við aðrar þjóðir og sagöi, er hann hafði heyrt lögin: „Þessi lög vil ég nú bara endi- lega gefa út og fá réttindi til út- gáfunnar allsstaðar utan ts- lands”. Varö úr, að viö sömdum um það. — Hvert var svo næsta skrefiö? — Svo gerðist nú ekkert meira i bili. Ég fór heim og tók aö vinna að þvi aö breyta minum litlu sönglögum, sem eru meö pianóundirleik. Ég varð að vinna þau öll upp fyrir pianó- sóló. Er þvi var lokið spilaði ég þau inn á steríó hjá Rikisút- varpinu. Siðan sendi ég honum bandið út ásamt ýmsu efni, sem hann þurfti að fá með þvi. Platan kom svo út þann 27. nóv. sl„ með 20 lögum, og nefnist Sögueyjan — hljómar frá ts- landi. Var ég þá staddur ytra ásamt konu minni, Steinunni. Var þá haldiö eitt meiri háttar hóf þar sem mættir voru gagn- rýnendur, listafólk og frétta- menn frá blöðum, útvarpi og sjónvarpi. Alan Boucher þýddi öll ljóðin og gerði það mjög vel, en hugmyndin er að lögin verði svo seinna gefin út i nótnaheft- um og veröa textarnir á þremur tungumálum. — Hefurðu eitthvað frétt af dómum, sem platan hefur feng- ið, og ef svo er ertu þá ánægöur meö þá? — Ég hef dálitið frétt af þeim, já, og mætti nú kallast vanþakk- látur ef ég væri ekki ánægður með þá. Platan virðist þegar hafa vakið mikla athygli i Finn- landi og á dögunum fékk ég heillaóskaskeyti frá útgefand- anum. Mér sýnist að ástæðan fyrir þeirri eftirtekt sem platan hefur vakið sé kannski einkum sú, að i lögunum þykir vera aö finna sérstakan tón, frá- brugðinn þeim, sem þeir eiga að venjast ytra. Lögin eru öðrum þræði i þjóðlagastil og stinga alveg i stúf við þá músik, sem almennt er þekkt þarna. Ég nota allt aðra hljóma en þeir og þvi er liklegt að platan veki at- hygli viðar en i Finnlandi en út- gefandinn hefur sambönd um allan heim og gerir sér m.a. vonir um að selja plötuna mikiö i Rússlandi. Þetta er i fyrsta skipti sem islensk tónlist er gef- in út I Finnlandi og vel gæti þetta framtak Lahtinens orðið til þess að auka og treysta menningartengsl þessara þjóöa, sem raunar eru góð fyrir. — Eru lögin á plötunni frá einhverju sérstöku timabili eöa bæöi eldri og yngri? — Þau eru bæöi gömul og ný. Við getum sagt að þetta sé svona þverskurður af sönglaga- gerö minni i 40 ár. — Nú hafa umbúðir alltaf sitt að segja, Skúli, eins og við vit- um báðir. Þvi dettur mér i hug að spyrja þig hvernig plötuum- slagið litur út? — Ég sendi út ýmsar myndir m.a. af Heklu, Geysi, Strokk þar sem hann var að gjósa o.fl-.Nei, þær vildi Lahtinen ekki en valdi i þess stað á framhlið umslags- ins mynd norðan úr Glerárdal við Akureyri. Og þvi veröur ekki neitað, að sú mynd er mjög falleg, tekin við sólris og linur fjallanna koma mjög skýrt fram. A bakhliðinni er hinsveg- ar mynd af mér og kettinum minum, tekin fyrir tveimur ár- um heima hjá mér af ljósmynd- ara frá Dagens Nyheter. — Og svo að endingu, Skúli, hver hefur umboð fyrir plötuna hér á landi? — Fálkinn hefur það. Það hefur nú dregist að platan kæmi til landsins, vegna banka- mannaverkfallsins, en hún er væntanleg alveg á næstunni. — Þá er víst bara eftir að óska þér til hamingju. — Þakka þér fyrir en það er nú bara eins og hver önnur heppni að detta i svona lukku- pott. — mhg Þekkirdu þau? Sjá nýrri mvnd i Lesendadálki á siðu 15. Mér er sagt að næsta afmælis- dagskrá útvarpsins veröi búin til úr sögum um þá laxa sem útvarpsmenn næstum því veiddu...

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.