Þjóðviljinn - 23.12.1980, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 23.12.1980, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 23. desember 1980 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7 Jón Thor Haraldsson og Elias Mar skrifa um bókmennlir Sveitaheimili fyrir norðan Steindór Steindórsson frá Hlöðum: Hlaðir i Hörgárdal. Norðlenskt sveitaheimili i byrjun 20. aldar. Bókaforlag Odds Björnssonar. Akureyri, 1980. Fyrir skömmu barst mér i hendur þessi litla og snorta bók, og vil ég geta hennar hér að nokkru, þvi mér finnst hún eiga betra skilið en að gleymast með öllu i jóla-annrikinu. Við fyrstu kynni kemur manni til hugar öndvegisrit sr. Jónasar frá Hrafnagili, íslenzkir þjóð- hættir, þvi að fjallað er um mjög svipað efni. Rit Jónasar er þó á flestan hátt ýtarlegra, enda bæði stærra og ætlað meira hlutverk. Samanburður á þeim er þvi ekki réttmætur nema að takmörkuðu leyti. Rit Steindórs tekur fyrir lýsingu á heimilishaldi, bú- skaparháttum og húsakynnum á alveg sérstökum stað á sérstök- um tima, þ.e. bernskuheimili hans að Hlöðum i Hörgárdal. En þó svo að lýsingar allar og frá- sagan i heild takmarkist við þetta sérstaka heimili, segir sig sjálft að mikið af þessari frásögn á við um fjölda heimila frá þvi á fyrstu áratugum þessarar aldar, og má með nokkrum hætti segja, að bókin greini frá fyrstu „kynslóð- inni”, sem við tekur eftir að hinu ófullgerða ritverki Jónasar lýkur. Þá er ýmislegt „nýtt” að koma til skjalanna hér á landi i daglegu lifi fólks, þó að hægt mjakist; annað er að leggjast af, smám saman: það er aflagt að matastúr öskum, og ekki þykir lengur al- mennt hraustleikamerki að vera lúsugur. En manngerðin, sem upp vex á þessum fyrstu áratug- um aldarinnar, hugsunarháttur- inn, allt er það mikið til óbreytt frá fyrri áratugum og öldum. Þessi bók Steindórs er prýðisgott innlegg i þann fróðleik sem fyrir er um allt það. Fyrir þann sem ekki hefur af eigin raun kynnzt þvi mannlifi og umhverfi sem hér er lýst, er bók þessi mikil náma, og hún á að geta orðið komandi kynslóðum ómetanlegt heimildarrit. 1 þvi sambandi hvarflar að mér, að ekki muniþaðt.d. ónýtt fyrir hina nýtilkomnu stétt kvikmyndagerð- arfólk að geta gripiö til bókar sem þessarar, þegar setja þarf á svið raunsanna mynd af sveitalifi islenzku frá byrjun aldarinnar, en fátt er óviðkunnanlegra en það, að lita á leiksviði eða i kvikmynd- un eitthvað það sem stingur í stúf við sennileika og raunsæi hvað varðar þjóðlifsmynd frá liðnum tlma. Ekki sakar að i ritinu eru greinargóðar teikningar og upp- drættir til að styðjast við, einnig ljósmyndir. t heild er frásagan skýr og skemmtileg, eins og höfundarins er von og visa. Lýsingar einstakra persóna eru fyrir- ferðarlitlar, enda ekki hlutverk bókarinnar að fjalla um þær. En heimilisbragur allur, bústörf, aðbúnaður innan húss og utan, húsakynni, tilbreyting frá dag- legri önn, allt þetta ásamt ýmsu fleiru stendur ljóst fyrir lesand- anum. Það kemur jafnvel fyrir, að glettni höfundarins skin i gegn og fram i pennann læðast óvænt upplýsingar, sem geta vakið skemmtilega furðu við fyrstu sýn, eins og t.d. það, að drykkjuskapur hafi verið þó nokkur i réttum þar nyrðra cftir að aðflutningsbann sterkra vina komst á forðum tið; Steindór Steindórsson. eða frásagan af þvi þegar heim- ilisfólkið þurfti eitt sinn aö gera margar tilraunir til að syngja sálminn á vökunni, vegna þess aö forsöngvarinn „sprakk alltaf af hlátri á sama orðinu” i Passiu- sálmunum... Já, mannlegur breyskleiki hefur löngum verið samur við sig hvað sem öllu kristnihaldi llður. Þessi yfirlætislausa bók er af hálfu höfundar og útgefanda vandlega unnin og vel út gefin á allan hátt. Elias Mar Styrjaldirnar hans Hensa Hendrik Ottósson: Hvita striðið og Vegamót og vopnagnýr. Skuggsjá. Þótt skömm sé frá að segja hafði ég aldrei lesið „Hvita striðið” en að sjálfsögðu hinar tvær bækur Hendriks Ottóssonar, „Vegamót og vopnagnýr” og „Frá Hllðarhúsum til Bjarma- lands”. Aftur á móti hafði ég heyrt Hensa, eins og hann var ætið nefndur, segja frá atburðum Hvita striðsins á fundi hjá Æsku- lýðsfylkingunni gömlu. Hensi var einstakur maður og frásögnin varð mér ógleymanleg. Allar þrjár bækurnar munu nú löngu ófáanlegar og það er mikið þarfa- verkaðgefa þær útá ný. Éghefði aðeins viljað óska þess að þessi útgáfa væri ekki alveg svona staf- karlaleg. Það er mikið um prent- villur, sumar meinlegar, kápan vist að flestra dómi misheppnuð og það vantar jafn sjálfsagðan hlut og nafnaskrá. Þó tekur út yfir smásálarskapinn að ekki skuli einu sinni fylgja mynd af Hensa, hvað þá öðrum sem við sögukoma. Þar við bætist, að ein- takið sem ég fékk i hendur var á köflum mjög illa prentað. Frásagnir Hendriks af Hvita striðinu og vinstri andstööunni i Alþýðuflokknum, erjum kommúnistanna við sosialdemo- kratana eins og hann kýs oft að kalla islenska alþýðuflokksmenn, eru löngu klassiskar orðnar og breytir þá engu að Hendrik er ekkert að draga dul á það hvar i fylking hann stóð. Fæstum mun nú blandast hugur um það, að Ólafur Friðriksson hafi rétt til getiðþegarhannhéltþvi fram, að „drengsmálið”, krafa yfirvalda að senda rússneskan fósturson Ólafs Ur landi sökum augnveiki, hafi verið af pólitiskum toga spunnin og öðruvisi hefði verið á málinu tekið, hefði einhver heldri borgarinn átt i hlut. Andstæðingar Alþýðuflokksins i verkalýðs- og vinstri hreyfingu hafa stundum velt þvi fyrir sér hvort unnt sé að timasetja svik flokksins við hugsjón sósialism- ans. Ég átti fyrir mörgum ár- um, þá blaðamaður á „Þjóðvilj- anum”, viðtal við tvo frumherja Sósialistaflokksins, þá Steindór Guðmundsson og Brynjólf Bjarnason, þetta var i tilefni af einhverju merkisafmæljnu. Þeim bar saman um það, að það væri Hendrik Ottósson, káputeikning eftir Atla Má. ekki unnt að benda á neinn ákveð- inn „punkt” og segja sem svo: Hér var það sem Alþýðuflokkur- inn endanlega sveik. Sjálfur hefi ég siðar meir stundum leikið mér að ákveðinni tilhugsun, nefnilega þeirri að það sé unnt að timasetja svikin og upphaf ógæfunnar. Það er um að ræða alræmda samþykkt Sam- bandsstjómar Alþýðusambands Islands að kvöldi 22. nóvember 1921: „Sambandsstjórn Alþýðusam- bands Islands lýsiryfir þvi aðhún telur brottvisunarmál rússneska drengsins einkamál Ólafs Frið- rikssonar. en eigi flokksmál”. Forystan hafði, eins og Hendrik orðar það, „hopað fyrir ógn- Náttúran og veiði- maðurinn Thomas Frederiksen: Grænlensk dagbókarblöð. Hjálmar Ólafsson islenskaði. Iðunn 1980. A ytra borði er ekki mikil og raunar sáralitil saga i myndum og dagbókarblöðum þessa sjálf- menntaða grænlenzka veiði- manns. Þegar dýpra er skyggnzt skynjar maður fornan æðaslátt iðandi lifs þjóðar sem átti allt sitt undirnáttúrunni og gjöfum henn- ar og bar um leið sanna virðingu fyrir þvi lifi sem hún neyddist til að tortima; það er ekkert af morðæði sportveiðimennskunnar i þessari bók. óðru hverju er sem lesandinn finni örla fyrir sárs- aukateygjum umskiptanna yfir i „siðmenningarþjóðfélag” nútim- ans. Og myndirnar eru gullfalleg- ar margar hverjar, sannkallað augnayndi auk þeirrar innsýnar sem þær veita I grænlenzkt þjóð- lif. Hjálmar Ólafsson hefur þýtt bókina á sérlega vandað mál. J. Th. H. knud Rasmussen, teikning Thomasar Frcderiksen eða Tuma, eins og hann er lika nefndur. unum”, — En beiskjulaus er frá- sögn hans með öllu og það jafnvel i garð manna, sem róttækum les- anda þykir eftirá að ekkert verð- skuldi nema fyrirlitningu fyrir hlutdeildsina Iþessu máliöllu;ég nefhi til Jón Magnússon forsætis- ráðherra og Jón Baldvinsson. FrásögnHensa er annars bráð- skemmtileg, eins og hans var von og visa. Einhverra hluta vegna setur alltaf hlátur að nemendum minum þegar ég segi þeim frá þvi að yfirstéttin islenzka beitti fyrir sig skátumtil þess að njósna um Ólaf Friðriksson i þessum átökum; Hendrik kallar þá „spor- hundana hans Baden-Powells”. Það er lika fróðlegt að sjá að ný- stofnaður Hæstiréttur brást ekki hlutverki sinu og reyndist þægt verkfæri yfirstéttarinnar. Og nú var ef svo mætti segja isinn brot- inn fyrir áframhaldandi svikum Alþýðuflokksins þegar átök stóöu sem hæst. Hendrik bregður upp ógleymanlegri myndaf einusliku atviki. Það er á ferðinni enn ein kauplækkunarherferð útgerðar- auðvaldsins. Togarar liggja bundnir við bryggju, en fyrirtæki „sem kennt var við forstjórann, Magnús Th. S. Blöndal” ætlar að senda tvo togara á sild i banni Sjómannafélagsins með verk- fallsbrjóta i skipshafnar stað. Sjómenn banna að láta vatn i skipin og kemur til átaka, en lög- reglustjóra kemur það snilldar- ráð i hug að semja við höfund „sigurjónskunnar”, Sigurjón A. Ólafsson, formann Sjómanna- félagsins: „Eftir nokkurt hljóðskraf kom Sigurjón aftur og steig nú upp á tunnu og kvaddi sér hljóðs. Varð þá nokkurt hlé á bardaganum. Tilkynnti hann af tunnunni með miklum áherzlum og hreyfingum, að hann hefði leyft að vatni yrði dælt i skipin. i fyrstu skildu menn ekki hvað gerzt hafði. Nokkur hundruð sjó- manna og annars almúga voru á garðinum sem höfðu ákveðið að láta skeika að sköpuðu og ekki hirt um hegningarlög eöa dýf- lissur. Sigurjón endurtók dagskipan sina og var þá ekki um neitt að villast. Forysta alþýöunnar hafði brostiö einmitt þegar sizt skyldi. Samþykktir Sjómannafélagsins að engu hafðar og samið um al- gera uppgjöf. Ekki veit ég hvað Sigurjón hugsaði se'r, sennilega hefir hann ekki hugsað neitt. Að- eins gefist upp”. En það var kannski ekki við öðru að búast á þessum vigstöðv- um og öðrum álika, þvi að eins og Hendrik segir: „Kosningar voru og eru nefnilega sosialdemokrat- anna ær og kýr”, — og látum út- rættum Alþýðuflokk aðsinni. Það skal að siðustu rifjað upp, aö Hendrik Ottósson vann hjá brezka og siðan bandariska her- námsliðinu á striðsárunum. Frá- sögn hans af þeirri spillingu sem hernáminu var og er samfara er holl lesning ýmsum þeim sem af- greiða hernámið nú sem „illa nauðsyn”. Jón Thor Haraldsson Tll yngstu herstöðvaandstæðinganna Sunnudaginn 28. des.ætlum við að halda jólatrésskemmtun i Lindarbæ. Þar verða veitingar og margt skemmti- legt á seyði. Jólasveinar, hrosshausinn og aðrir furðufuglar mæta Miðar eru seldir á skrifstofunni. Samtök herstöðvaandstæðinga, Skólavörðustig la. Simi 17966. Sveinbekkir og svefnsófar til sölu. Hagkvæmt verð. Sendum i póst- kröfu. Upplýsingar á öldugötu 33, simi 19407.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.