Þjóðviljinn - 23.12.1980, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 23.12.1980, Blaðsíða 4
4 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 23. desember 1980 MOBVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýds- hreyfingar og þjóöfrelsis Otgefandi: Otgdfufélag ÞjóBviljans. Fra mkvemdastjóri: EiBur Bergmann. Ritstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ö'ifsson. Auglýsingastjóri: Þorgeir Ólafsson. Umsjónarmaöur sunnudagsblaös: Guöjón Friörikssoit. Afgreiöslustjóri: Valþór Hlööversson. Blaöamenn: Alfheiöur Ingadóttir, Einar Orn Stefánsson, Ingi- björg Haraldsdóttir, Kristin Astgeirsdóttir, Magnús H. Gislason, Sigurdór Sigurdórsson. tþróttafréttamaöur: Ingólfur Hannesson. Otlit og hönnun: Guöjón Sveinbjörnsson, Sævar Guöbjörnsson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Elisson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Ellas Mar. Safnvöröur: Eyjólfur Amason. ------------------------------ Auglýsingar: Svanhildur Bjarnadóttir. Skrifstofa: Guörún Guövaröardóttir, Jóhannes Haröarson. Afgreiösla: Kristin Pétursdóttir, Bára Siguröardóttir. Sfmavarsla: ölöf Halidórsdóttir, Sigriöur Kristjánsdóttir. Bilstjóri: Sigrún Báröardóttir. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halia Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Otkeyrsla, afgreiösla og augiýsingar: Siöumúla 6, Reykjavik, simi 8 13 33. Prentun: Blaöaprent hf. Nánasarskapur hinn mesti • Á síðasta ári voru (slendingar með sjöundu hæstu þjóðartekjur á mann í öllum heiminum. Við erum því rík þjóð í samfélagi þjóðanna. Ekki baga okkur útgjöld til hermála sem eru þungur baggi á mörgum rikum þjóð- um. Samt sem áður erum við ekki taiin aflögufær af Alþingi íslendinga. • Á nýsamþykktum f járlögum fyrir árið 1981 má segja að rúmlega 900 mil jónum króna sé ráðstafað til þróunar- aðstoðar/ ef allt er tínt til. Þar af er Aðstoð íslands við þróunarlöndin ætlað að standa að sínum verkefnum í f imm Afríkuríkjum fyrir475 miljónir króna. Sú f járveit- ing nægir tæpast til að standa við umsamin verkefni, hvað þá að ráðast í ný. • Frá því að lögin um Aðstoð íslands við þróunarlöndin voru samþykkt hef ur lítt eða ekki miðað að því takmarki laganna að veita 1% þjóðartekna til aðstoðar snauðum þjóðum. íslensk stjórnvöld halda sig við prómillin í þessu efni og síðustu árin hef ur hlutfallið af þjóðartekjum ver- ið 0.05 til 0.06%. • Nú er þróunaraðstoð, skipulag hennar og árangur, ekki einhlítt né einfalt mál. Verulegur hluti hennar á alþjóðavísu er í formi hergagnaviðskipta og að einhverj- um hluta fer hún til þeirra sem síst skyldi og stuðlar ekki að bættum lífskjörum almennings. Sú skoðun heyrist að víða í þróunarríkjum sé stjórnarf ar svo rotið og spillt, að ekkert nema stjórnarfarslega og efnahagslegar umbylt- ingar geti komið viðkomandi þjóðum á framfarabraut. • Samt sem áður er viðurkennt að Norðurlanda- þjóðirnar reka árangursríkustu þróunaraðstoð sem þekkist í heiminum, og kref jast ekki í sama mæli ábata af henni eins og f lest önnur ríki gera. Aðstoð Islands við þróunarlöndin vinnur að þremur norrænum verkef num í Kenya, Tansaníu, og Mosambique og getum við verið fullsæmdir af því Islendingar að vera með í þessum verkum. • Þó eru hin verkefnin tvö, þ.e.a.s. fiskveiðiaðstoð í Kenya og á Grænhöfðaeyjum, á margan hátt enn áhugaverðari. Þar er um að ræða sjálfstæð verkefni þar sem leitað hefur verið eftir því að íslendingar miðluðu af sérþekkingu sinni, tæknikunnáttu og reynslu í fisk- veiðum. Verkefni af þessu tagi kalla á miklu meiri um- svif en Aðstoð íslands við þróunarlöndin veldur að óbreyttum aðstæðum. Margitrekuðum kröfum um endurskoðun laga um „Aðstoðina" og meira fé hefur verið sýnt algjört sinnuleysi um langt skeið. Því er sýnt að stofnunin verður að halda áfram að synja f jölmörg- um beiðnum um aðstoðá sviði fiskveiða frá þjóðlöndum sem við mikinn matvælaskort búa. • I heimi þar sem 10 miljónir manna líða hungurdauða árlega og 200 miljónir barna svelta er það yfirgengilegur nánasarskapur af feitum og söddum íslendingum að neita fátækum þjóðum um það að kenna þeim að veiða fisk. Hafið er það matvælaforðabúr sem eitt getur svar- að þörfum síf jölgandi mannkyns. Islendingar hafa það á sinu valdi, að veiða og ofveiða fisk, meðan aðrar þjóðir kunna varla að dorga. Vel mætti reikna það út að það borgaði sig að senda nokkrar skuttogaraáhafnir til Afrikulanda að kenna mönnum þar að veiða i stað þess að skrapa hér þriðjung úr ári. • islendingar bregðast gjarnan vel við þegar ef nt er til fjársafnana til hjálpar nauðstöddum. I Afríkuhjálp Rauða krossins söfnuðust til að mynda 200 miljónir króna. Skilningur virðist því vera f yrir hendi á því að við í ríkidæmi berum einhverja samábyrgð, eða amk. hrærumst til samúðar þegar borin eru saman okkar kjör og annarra. Ráðamenn hafa hinsvegar lítinn eða engan áhuga á að koma fastri skipan á þróunaraðstoð hins opinbera eða efla hana að gagni. • Lögin um Aðstoð Islands við þróunarlöndin voru sett 1971 eftir að rækileg athygli hafði verið vakin á 1% markmiði Sameinuðu þjóðanna af ýmsum félagasam- tökum, og þá sérílagi æskufólki. Þingmenn voru þá beitt- ir þrýstingi og litu upp frá hreppapólitíkinni. Ljóst er að einhverja slíka vakningu þarf í þjóðfélaginu ef takast á að láta Alþingi sjá sóma sinn i því að veita þá aðstoð sem hungraður heimur kallar á og okkur er innan handar að láta i té. —ekh klrippt ! Ánœgjan og I útvarpið * Þaö er búiö að skrifa reiöinn- I ar býsn um útvarpið fimmtugt I undanfarna daga og þaö hafa I komiö heillaóskir og brýningar ■ I þá veru aö þörf sé á meira I örlæti samfélagsins viö svo I mikilvægt menningarfyrirtæki I og ráöherra hefur lofað að nú * skuli byrjaö á nýju útvarpshúsi. Þær raddir heyrast oft, að I I gamla daga hafi allt verið svo- I miklu betra en núna — oft er þá ‘ um roskið fólk aö ræöa, sem I finnst, eins og eölilegt er, að til- I veran hafi öll veriö miklu * skemmtilegri á þess eigin J forvitnisárum. A dögunum var I svo ungur maöur, Ólafur I Hauksson, á þessum sömu bux- I um þegar hann skrifaöi sina út- * varpshugvekju i Visi, hann seg- ir t.a.m.: „Framan af ævi Rikisút- I varpsins gátu hlustendur veriö ! sæmilega ánægöir. útvarps- I menn endurspegluðu tiöarand- ann og útvarpiö var sá menn- * ingar-og afþreyingarmiöill sem J fullnægöi kröfum flestra”. Þaö er sjálfsagt nokkuö til i þvi, aö allra fyrst var útvarp ' slikt undur og stórmerki að J aðdáun hlustenda var mjög I sterk. En sá Adam mun ekki hafa veriö lengi i Paradis. Svo lengi sem flestir muna hefur það duniö yfir, aö efniö sé ekki I nógu létt, ekki nógu sniöugt, og aö það sé alltof mikiö af and- skotans sinfóniugargi eöa arium J iútvarpinu. Með öörum orðum: I það er nokkuð jafngamalt fyrir- I bæri útvarpinu aö togstreita sé uppi milli þeirra sem telja sig J einskonar hándhafa tiöarand- ans og þeirra sem vinna við út- varp og vilja hafa þaö á bak við eyraö, að þaö sé menningar- tæki. Og gat raunar varla ööru- visi farið. Pistill Olafs Haukssonar var reyndar skrifaöur til aö minna á þaö baráttumál hans aö hér séu margar útvarpsstöðvar og sjón- varpsstöövar, þvi þá veröi ' mannskapurinn svo sæll og 1' glaður. Ekki skal numiö staöar við þá umræöu aö sinni: en manni gæti sýnst að hún verði , úrelt af sjálfu sér fyrr en varöi: fyrir dyrum stendur ný koll- steypa i fjölmiölamálum og er tengd þvi, hve ódýrar mynd- p segulbandsgræjur eru að veröa. Sú bylgja mun vafalaust gjör- breyta stööu allra hljóövarps- og sjónvarpsstööva, hvort sem , þær eru reknar af opinberum ■ aöilum eða auglýsendum tann- krems, kóks og barnapúðurs. j Þeir jjölþjóðlegu Sjálfstœðismenn Höfundur Reykjavikurbréfs I Morgunblaösins á sunnudaginn • var hefur komist að niðurstööu Ium þaö fyrir sina parta hvers vegna iðnaöarráðherra hafi áhuga á aö kanna verö á súráli ■ til ISAL, en súrál þetta hefur þá Ináttúru, eins og segir i Morgun- blaöinu, aö fyrir þaö er ekki greitt i peningum — frekar en ■ t.d. fyrir Drottins náö. Bréfrit- Iari segir aö ástæöan sé sú að „áróöursmiöstöö heims- kommúnismans i Moskvu” hef- ■ ur lagt þaö til viö „fylgjendur Isina i vestrænum löndum” aö tvö mál veröi höfð á oddi, og er annaö „baráttan gegn fjölþjóð- ■ legum fyrirtækjum”, m.ö.o. I alþjóölegum auöhringum. ■ l_ 1 paö er fróölegt, aö ekki skuli neinn lengur mega blaka auga viö helgum kúm alþjóölegra stórfyrirtækja án þess aö vera oröinn erindreki heims- kommúnismans (sem er reynd- ar ekki til sfðan leiöir skildu meö þeim Maó og Krúsjof). Allir vita aö sönnu, aö hér er ekki um annað aö ræða en billegt áróöursbragð heldur hugmyndalauss aktaskrifara — en þaö er samt ástæöa til aö vekja athygli á þvi, hve hjart- fólgið mál oröstir auöhringanna er Sjálfstæöismönnum af sauöa- húsi bréfritara, og kenna þeir þó flokk sinn viö hugsjón þjóðrlkis- ins. En hvaö sem menn annars vilja um alþjóöleg auöfyrirtæki segja, þá er það þó vist, eins og einn fjárheimtustjóri Banda- Eg skamma munkinn Hér i Klippi var á dögunum vikið aö sérstæöri grein eftir Ingimar Erlend Sigurösson, sem heitir „Hægri menn snobba fyrir vinstri mönnum”. Efni hennar var i stuttu máli þaö, aö vinstrimenn réöu hverju sem þeir vildu i uppeldis- mennta- og félagsmálum öörum, einnig fjölmiðlum, meðal annars vegna þess, aö hægri menn væru bölvaðir aumingjar, sem ekki þyröu aö tala viö vinstri- gaurana meö tveim hrútshorn- um. Höfundur fyrrnefnds Reykja- vikurbréfs er afar hrifinn af þessar spaugilegu grein: hann segir aö hún „hitti i mark” að höfundur hennar „hitti naglann á höfuðiö” og „komi aö kjarna málsins”, menn hafa fundiö sér rikjanna hefur aö orði kveöiö, að ekki hefur annaö eins'tilræði viö þjóörikiö veriö upp fundin ogfjölþjóðafyrirtæki aliar götur frá þvi aö páfakirkjan var og hét sem veraldlegt vald. Einn fréttaskýrandi danskur var einmitt að ræða um þaö á dögunum i blaöi sinu, aö þegar nýir stjórnherrar i Washington væru nú að velta þvi fyrir sér hvernig þeir mættu endurreisa veldi Bandarikjanna, þá þyrftu þeir ekki aöeins að huga að Sovétrikjunum, oliurikjunum, bandamönnum i Vestur-Evrópu og svo þriöja heiminum. Hann segir „Einnig hin stóru banda- risku fjölþjóðafyrirtæki hafa haft verulegu hlutverki aö gegna i þvi aö veikja stööu Bandarikjanna á alþjóö- legum vettvangi. Eftir þvi sem stórfyrirtækin hafa oröið alþjóölegri hafa hinar ýmsu rikisstjórnir Bandarikjanna glutrað niöur þvi eftirliti meö þeim, sem bandarisk löggjöf annars gaf færi á — um leiö og hringarnir sjálfir hata getaö grætt bæöi á hækkandi orku- veröi, hækkandi veröi á ýmsum hráefnum sem og þróun nýrrar og framsækinnar tækni”. -•a sálufélaga sem þeir eru i ein- lægni hrifnir af En þar með eru ekki öll kurl komin til grafar. Menn gleymi þvi ekki, aö grein Ingimars Erlendar er ekki sist beint gegn þeim „hægri mönnum” sem „snobbi fyrir vinstri mönnum”. Þetta er ekki frumleg málsmeð- ferð — hún er mjög algeng hjá Indriða G. Þorsteinssyni og öör- um Svarthausum. Hitt vita kannski færri, að þegar þessar skoðanir eru viöraðar, eru Svarthausarnir aö láta i ljós óánægju sina meö Matthias Johannessen ritstjóra Johann Hjálmarsson rithöfund og gagn- rýnanda og ýmsa „hægrimenn” aðra, sem þeim finnst aö hafi svikiö sig bæöi i rithöfunda- pólitik og á öörum vettvangi. Þaö er þessi óánægja sem höf- undur Reykjavikurbréfs vill taka undir, og liggur svo mikið á, aö hann verður jafnvel að hefja undarlega sóðalega rit- smiö Ingimars Erlendar Sigurössonar til skýjanna rétt eins og annaö eins mannvit hafi ekki lengi sést. Eg skamma munkinn en meina sölótta manninn, segja Kinverjar. —áb. skorrið

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.