Þjóðviljinn - 24.12.1980, Side 8

Þjóðviljinn - 24.12.1980, Side 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 24. desémbér 1980 Rætt við ljóðskáldið Sigurð Pálsson ast jafnt og þétt, ljóðabækur lifa af öll jól, þær ásamt barnabók- um seljast allt árið um kring. Ef við snúum okkur aðeins aftur að þér sjálfum, langar mig að spyrja um hvernig þú vinnur sem ljóðskáld', ertu skorpumað- ur, sestu niður og yrkir, eða verða til brot i dagsins önn, sem þú raöar siðan saman eða...? — Þetta er dálitið mis- munandi. Ég er alinn upp i sveit og þótti laginn við að hjálpa kindum við burð. Min sérgrein sem kindaljósmóðir var aftur- fótafæðing sem svo er kölluð. Það er ekki ósvipað með ljóða- gerðina hjá mér, oft eins konar afturfótafæðing á ljóðunum. Stundum hef ég haldið að ég hafi lokið gerð einhvers ljóðaflokks, svona svipað og þegar keramik- gerðarmaðurinn setur hlutinn inni brennsluofninn. En svo allt i einu hef ég sest niður og brotið allt upp og endurskrifað. Þetta er eins og ræktun i erfiðum jarð- vegi. Nú hefur þú dvalið langdvöl- um i Frakklandi og býrð þar raunar enn, setur þessi langa fjarvist þin frá islandi ekki mik- ið mark á Ijóð þin og ljóðagerð? — Sjálfsagt er það. Ég hygg að þaö hafi verkað uppörvandi á mig að dvelja erlendis. Eg bý i umhverfi þar sem fáir vita hvað tsland er, hvað þá að ég sém tslendingureigi mér móðurmál. Menn spyrja: er töluð enska, danska eða franska þar. Al- gengustu viðbrögð hjá almenn- ingi sem maður hittir er eigin- lega að afneita manni. Maður er frá landi sem er tæplega til á kortinu, talandi tungu sem eng- inn kannast við og svo er maður að reyna að búa eitthvað til á þessari undarlegu tungu. Að stunda skriftir i þessu umhverfi er barátta fyrir tilverurétti landsins, móðurmálsins og sjálfs sin, lifsbaráttan. — Ugglaust hefur þetta sett sin mörk á ljóðagerð mina, enda var ég það ungur þegar ég fór utan fyrst. Frakkland hefur án efa mótað mig töluvert. Ég var 19 ára þegar ég fór utan, hafði verið hálfan vetur i barna- skóla, fór siðan i landspróf og lauk menntaskóla. 011 önnur skólaganga min hefur farið fram i Frakklandi, þannig að óhjákvæmilega hefur það sett sitt mark á mig. Að lokum Sigurður, kviðir þú framtið ljóðsins á tslandi? — Nei, ég kviði eiginlega fyrir öllu öðru á fslandi en framtið ljóðsins; öllu öðru. —S.dór Þetta er eins og rœktun i erfiðum jarðvegi í því mikla bókaflóði, sem á skellur, þegar nær dregur jólum, fer ekki mikið fyrir Ijóðabókum. En því meiri athygli vekja þær fáu sem út koma. Nýjasta Ijóðabókin sem út er komin er bók Sigurðar Pálssonar ,,Ljóð vega menn". Sigurður hefur áður sent frá sér bókina ,,Ljóð vega salt". Sigurður var fyrst spurð- ur að því hvort síðari bók- in væri framhald hinnar fyrri, vegna skyldleika nafnanna. þvi sem kallað er núna gjörn- ingar. Arið 1975 var ekki komið islenskt orð yfir þetta, enda litið um hugtakið fjallað, sem ný- listamenn hafa verið að leika sér með að undanförnu. Eins eru nokkrir ljóðaflokkar i nýju bókinni, sem eru af svipuðum toga og þeir i hinni eldri, svo sem eins og 1. kaflinn á Hring- vegi ljóðsins og kaflinn Arstiö- arsólir Mig langar að skjóta hér inn einni spurningu, hefurðu ekkert fengist við hina svo nefndu hefð- bundnu Ijóðagerð? — Nei, þó er það ekki af nein- um fordómum, siður en svo. Ég er ekki af þeirri kynslóð er lenti i þessum harðvitugu deilum um ljóðformin. Ég er af þeirri Ljóðabækur lifa af öll jól — Fyrri bókin kom út 1975 og sú sfðari hefur verið ort á þeim tima sem liðinn er siðan, að mestu en ekki öllu leyti þó. Eitt ljóð er i bókinni frá 1966, en flest eru ort nú á siðustu 2 til 3 árum. En varðandi nafngiftina, þá er þar um að ræða ákveðið sam- ræmi. Þær eru báðar i ákveðn- um ljóðaflokkum, ég hef þann háttinn á að reyna að hugsa þetta i stærri einingum. Siðan á hvert ljóð innan flokksins að standa sjálfstætt. Þannig myndar þetta einingu sem myndar bók. — Siðan reyni ég að hugsa i ennþá stærri einingu, ljóðabókaflokk, sem i eru þrjár bækur um ljóðvegina. Ljóð yega menn hefur þrjár merkingar, þ.e. menn ljóðveganna, ljóð drepa menn og ljóð vigta menn, hvað vega orö mannanna þungt? Næsta bók og sú þriöja i þess- ari þrilógiu á að heita „Ljóð vega gerð” nafnið segir sig sjálft. Þessi leikur með orð og uppbyggingu er alskylt vinnu við ljóð. Tvær bækur tengdar i nafni, eru þær lika tengdar cfnislega? — Að talsverðu leyti. 1 „Ljóð vega menn” eru tveir kaflar sem eru ljóð úr og i kringum tvö leikrit, sem hafa veriðsýnd eftir mig. Annarsvegar „Undir suð- vestur himni” og „Hlaupvidd 6”. I siðarnefnda leikritinu orti ég söngtexta handa nokkrum persónum og þeir eru i bókinni. Þessir ljóðaflokkar eiga sér' að visu ekki hliðstæðu i fyrri bók- inni „Ljóð vega salt”, nema ef vera skyldi i litlum og skrýtnum ljóðaflokki sem fáir áttuðu sig á og kallast „Orstyttur”, sem er ekkert annað en uppskriftir af Ég kvíði fyrir öllu öðru á Islandi en framtíð ijóðsins... kynslóð sem kemur fram, þegar þessar deilur eru að mestu af- staðnar, og frjálst ljóðform þyk- irorðið alveg sjálfsagt. Það hef- ur aldrei valdið mér sálar- kreppu að yrkja ekki rimað, né i stuðlurn og höfuðstöfum. Ég hef aðeins leikið mér að þvi að yrkja rimað, einkum söngtexta, þannig að ég veit hvernig það er að yrkja þannig. Telurðu að hefðbundna formið þrengi að Ijóðskáldum, njörfi þau á einhvern hátt? — Nei, ekki endilega, en það var orðið afar klisjukennt og að þvi leyti orðið skáldum fjötur um fót þegar umbyltingin átti sér stað. Nú er það svo með okk- ur sem dveljum langdvölum erlendis, að við siglum ekki með skipum eins og gömlu mennirn- ir, við fljúgum þess i stað og þá má maður ekki hafa með sér nema 20 kg. af farangri. Og við sem erum ekki það efnaðir að get leikið okkur að þvi að styrkja flugfélög, horfum þvi með söknuði á bókarskápinn okkar þegar haldið er utan-, hvað á maður að taka með sér. Ljóðformið er knappasta form sem til er, og sá texti sem þú getur leitað til aftur og aftur, og maður nær með 20 kg. geysilega mikilli viðáttu. Þess vegna hef ég haft með mér utan ljóðabæk- ur. — Eina litla bók hef ég alltaf haft með mér, hvert sem ég fer, jafnvel i stutt ferðalög, það er bók með úrvali ljóða eftir Jónas Hallgrimsson, sem kom út 1901. Faðir minn gaf mér þessa bók þegar ég var 15 ára. Hún kemst vel 1 vasa og hana er gott að hafa með sér. Annars er ég svo klikkaður að ég hef gaman af að lesa Einar Benediktsson og Grim Thomsen lika. Annars les ég nú ekki mikið af Einari i einu, hann er svo áfengur. Það svifur á mann einhver ljóövima við að lesa hann. Mér er sagt af fróðum mönn- um, Sigurður, að „Svartar fjaðrir” Daviðs Stefánssonar, sé Ilklega sú bók islensk, sem selst hefur i hvað stærstu upp- lagi f gegnum tiðina, marg oft útgefin. Nú aftur á móti eru Ijóðabækur gefnar út i litlu upp- lagi, jafnvel bækur skálda sem eru orðnir þekktir. Hefurðu hugleitt hvernig á þessu stend- ur? — Sala á bók segir ekkert til um lesninguna. Eins er hitt að i þvi mikla jólabókaflóði sem skellur á, ár hvert, fer ekki mik- ið fyrir auglýsingum ljóðabóka. Enda er það svo, að ljóðabækur eru i þeim flokki bóka sem selj- Það hefur aldréi valdið mér sálar- kreppu að yrkja ekki rímað

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.