Þjóðviljinn - 24.12.1980, Page 11

Þjóðviljinn - 24.12.1980, Page 11
10 StÐA — ÞJÓÐVILJINN: Miðvikudagur 24. desember 1980 Miðvikudagur 24. desember 1980 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11 Skortur • vöntun • þrengsli • aðstöðuleysi Helgi H. Jónsson fréttamaður sýnir okkur „bókasafn" fréttastofunnar sem er að finna I einskonar skáp eða smágeymslu. -,,Sjóðir útvarpsins brenna upp á verðbólgu- bálinu og ekkert er að gert. Við væntum þess að ráða- menn sjái sóma sinn í því að þegar verði hafist handa um byggingu út- varpshúss og einnig að bætt verði úr húsnæðis- málum stof nunarinnar þangað til nýtt útvarpshús rís." Þetta sagði Klemens Jónsson formaður Starfs- mannafélags útvarpsins á fundi með blaðamönnum um daginn. ,,Vegna fjár- skorts og aðstöðuleysis hlýtur dagskráin að fara síversnandi með hverju ári," sagði Klemens. ,,Á næsta ári verða fjárfram- lög til dagskrárgerðar sjónvarpsins 30—33% lægri en á þessu ári og f járveit- ing til dagskrárgerðar í út- varpi minnkar um 14—15%." Mikill rekstrarhalli Rekstur Rikisútvarpsins hefur verið mjög erfiður undanfarið. Mikill rekstrarhalli varð á siðast- liðnu ári og við lok nóvember i ár nemur halli sjónvarps um 650 milj. kr. af tæplega 3.3 miljarða veltu. Alian þennan halla má rekja til fjárfestingarfram- kvæmda, sem nær allar voru ákveðnar árið 1979. Tekjur sjón- varps af afnotagjöldum hafa numið um 77%, en af auglýsing- um 23%. Hallarekstur hljóðvarps á sið- asta ári var 86 milj. kr. og var orðinn 154.6 milj. i nóvemberlok s.l. af 2.247 miljón kr. umsetn- ingu. Auglýsingar gefa 48.4% af heildartekjum hljóðvarps og af- skriftir á þessuu timabili eru 247.3 milj. Rekstrarafkomu hljóðvarps má þvi lika lýsa þannig, að rekst- ur skili um 93 milj. kr upp i af- skriftir á 11 fyrstu mánuðum þessa árs. r.ióiiusio er svo þröngt, að varla er hægt að munda myndavél þar með góðu móti. Starfsstúlkurnar verða aðhafa sérstaka lagni tilaðbera ef allt á aö ganga snuröulaust. Stiklað á stóru 1 þrengingum afmælis- barnsins Skrifstofan er líka kaffistofa Auglýsingadeild Utvarpsins starfar i tveimur herbergjum. Þar starfa 6 manns og eru að jafnaði 4 á vakt. Þá starfa 4 inn- heimtumenn hjá auglýsingadeild og sökum rUmleysis verður að af- greiða þá i skrifstofu auglýsinga- stjóra, sem jafnframt er notuð sem kaffistofa starfsfólks. Þá er rými fyrir viðskiptamenn af mjög skornum skammti. Sökum mannfæðar er vinnu- álag mjög mikið á auglýsinga- deild, sérstaklega fyrir jól, en einnig er það mikiö á ýmsum öðr- um árstimum. Auglýsingadeild fer með það vandasama hlutverk að gæta málfars og innihalds auglýsinga. Ekkert bókasafn Bókasafn hefur Utvarpið ekk- ert. Mikið er til af bókum, en vegna rúmleysis er þeim pakkað niður i kassa jafnóðum og þær berast stofnuninni og sendar burt i geymslu. Þegar bóka er þörf, sem algengt er vegna dagskrár- gerðar og frétta, verður að senda eftir þeím i leigubil á seinustu stundu. ?imm í glerbúrinu Dagskrárdeild býr við þrengsli ns og aörar deildir. Dagskrár- jóri, aðstoðardagskrárstjóri, ílltrUi barnaefnis og fastráðinn jgskrárgerðarmaður hafa eigin :rifstofur, en dagskrárfulltrUar eru tveir i herbergi, og hafa enga aðstöðu til einkaviðræðna við fólk, en þeir annast efnisleit og niðurröðun dagskrárefnis. Fjórir starfsmenn i einu herbergi annast daglega skýrslugerð, reikna Ut laun þeirra sem fram koma i dag- skrá, og sjá um Utgáfu dagskrár. Tveir dagskrárgerðarmenn haf- ast við i litlu glerbUri, auk þriggja aðstoðarmanna og er þar varla rUm fyrir tvo. 1 þessu glerbUri, sem er varla nema fimm fer- metrar er unnið vikulega efni sem tekur 5 klukkustundir og 30 minUtur. Lausráðið dagskrárfólk hefur enga aðstöðu til neinnar vinnu. Það getur tyllt sér á örfáa stóla á göngum og einn simi er á gangi, sem það getur notaö, en hvergieraðfinna afdrep,hvað þá ritvéltilafnota. Ekkert fundaher- bergi eða viöræðuherbergi er fyr- ir dagskrárdeild og engin leið aö láta menn gera tilraunaþætti, til aðprófa hæfni þeirra. Engin mót- taka er fyrir lesara eða aðra flytjendur, sem dagskrárdeild kallar til. Þeir veröa að biða á göngum. Hallarekstur sjónvarps s.l. ár 650 miljónir, hljóðvarps 86 miljónir t þessu 5 fermetra glerbúri á 5. hæð hafa 5 starfsmenn þáttanna „Morgunpósts” og ,,A vettvangi” að- setur. —Ljósmyndir: —gel— Hafa ekki eigið skrifborð A fréttastofu starfa 15 manns. Þar eru 12 skrifborð og kemur fyrir að tiu kUluritvélar eru i notk un i senn. Fréttastjóri hefur eigin skrifstofu, en 2 fréttamenn hafa ekki eigin skrifborð og verða þvi að sitja við annarra manna borð. þegar þeir eru að störfum. 1 tveimur kompum eru Utvarp, telex, fjarritar og geymslur og litil kaffistofa inn af stofunni. Engin skilrUm eru i fréttastofunni sjálfri. Mikil umferð fólks er um fréttastofuna, bæði sendla með margvisleg erindi og viðmælenda i fréttum og hvergi er afdrep til að eiga einkaviðræður við menn. Hver sem er gengur beint inn i miðja fréttastofuna, hvaða erinda sem hann gengur. Fréttamenn geta hvergi setið einir við vinnu eða lestur og verða að semja hvaða efni sem er i þeim hávaða og erli, sem á fréttastofunni er. Rými fyrir uppsláttarbækur er mjög takmarkað og engin aðstoð við skjalavörslu og bókavörslu. Enginn plötuvörður A tónlistardeild starfa 17 manns, þegar fullráðið er i störf. Þrengsli eru þar mikil, svo að þegar plötugeymsluskápum er rennt fram á gólf, til að ná i plöt- ur, stöðvast umferð um vinnu- stofuna. Spjaldskrá er orðin full, þrjár manneskjur hafa ekki við að skrá plötur og nýjar plötur safnast i læsta skápa, þar sem ill- mögulegt er að hafa gagn af þeim. Plötuspilarar starfsfólks eru svo lélegir að erfitt er að meta hvort plötur eru flutningshæfar. Hljómplötuvörður hefur aldrei veriðráðinn og þviskortirmjög á eftirlit með hljómplötum og hvar þær eru niður komnar. Umferð um tónlistardeild er mikil, ekki sist af þáttagerðarfólki, sem starfsfólk verður að veita aðstoð. Vinnufriður er enginn, þar sem skilrUm vantar i vinnustofu. Að- staða aðkomufólks til að hlusta á tónlist er i litilli loftlausri kompu, sem einnig er notuð til kaffigerð- ar og samskonar aðstaða er fyrir starfsfólk til að hlusta á segul- bönd. Allar hillur löngu fullar Leiklistardeild hefur tvö her- bergi til umráða. Annað herberg- ið er jafnframt notað fyrir sam- lestur á leikritum og oft kemur fyrir að 6—8 leikarar séu þar við æfingar samtimis. Kössum með leikritahandritum er staflað upp meðfram veggjum þvi allar hillur eru löngu yfirfullar. 45—50 leikrit berast á mánuði hverjum til yfir- lestrar frá Utlöndum, en alls eru flutt um 80 leikrit á ári hverju i hljóðvarpinu. Ingveldur Thorsteinsson stendur hér við skjalasafn auglýsingadeildar á ganginum við auglýsingastofu útvarpsins. litlu skrifstofuherbergi fyrir for- stöðumann deildarinnar, en auk þess þremur litlum herbergjum, til viðgerða og viðhalds, fyrir geymslur á tækjum og varahlut- um. Eina afdrep tæknimanna er herbergi þula, fyrir framan þularstofu. 6 upptökuherbergi eru i hUsinu, mismunandi stór. t öll- um tilvikum eru stjórnklefar mjög litlir. Það er sérlega baga- legt, þar sem vinnsla samsettra þátta hefur aukist mjög og stjórnendur þeirra eru i stjórn- klefa, frekar en i upptökuher- bergi, en i gerð klefanna er ekki gertráð fyrir þessu. Tækjabúnað- ur Utvarps er að mestu 21 árs gamall, en endingartimi slikra tækja er talinn vera 10 ár. Hægt er að imynda sér hvað margir hlustendur nota nU 20 ára gamalt Utvarpstæki. 1 einum stjórnklefa er 7 ára gamalt hljóðborð, sem er litið og ófullkomið, en með þvi er þó mögulegt að senda Ut flóknari þætti en almennt er, svo sem Morgunpóst, A vettvangi, Viku- lokin og fleiri. NUverandi tækni- búnaður veldur þvi að þrátt fyrir Utsendingar i stereo, verður mik- ill hluti af dagskrárefni Utvarps- ins áfram i mono, svo sem flestir tónlistarþættir, leikrit og annað efni, sem ekki er Utvarpað beint. Leikarar hafa engan samastað meðan þeir biöa eftir upptöku á atriðum sinum og verða þá að hirast á göngunum þar sem að- eins eru 4—5 stólar. Mikið af dagskránni áfram í mono 1 tæknideild vinna 16 tækni- menn. Deildin hefur yfir að ráða Vonandi verður ekki hægt að prenta greinina óbreytta á hundrað ára afmælinu Sögulegt efni liggur undir skemmdum Þannig mætti lengi þylja þrengsla- og þrengingasögu hins fimmtuga Utvarps. Þulir hafa t.d áratugum saman starfað i þröngri þularstofu. Loftræsting hefur verið mjög slæm þar og loft þungt. Segulbandasafn er i öðru húsi i nágrenninu, en einnig á Ut- varpið mikið safn af efni á göml- um plötum og stálþráðum i geymslu við Suðurlandsbraut. Útvarpið hefur tekið upp marg- vislegt efni, sem á eftir að hafa ómetanlegt sögulegt gildi, en sumt af þvi liggur undir skemmd- um. Eldhús er örlitið og aðbúnað- ur þar slikur, að kæliskápar standa Uti á gangi. NU er mál að harmatölum linni. Eigi skal gráta Björn bónda held- ur safna liði, eins og þar stendur. Vonandi verður ekki hægt að prenta þessa grein aftur óbreytta i 100 ára afmæli RikisUtvarpsins árið 2030. Húsvörður útvarpsins situr hér I glerbúri slnu á gangi inni a augiýsingadeiid. t þessu 3ja til 4ra fermetra húsrými geymir hann birgðir af skrifstofutækjum, ritföngum og pappir, sem þörf er fyrir dag frá degi.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.