Þjóðviljinn - 24.12.1980, Side 15
Miðvikudagur 24. desember 1980 ÞJÖDVILJINN — SIÐA 15
Jóladagur
Tmkikur á aðfangadag
Kl. 22,20:
Úr hattabúö í leikhús
Útvarpið fer að vanda i
hátfðarklæðin þegar jólin ganga
i garð og öllum auglýsinga- og
kveðjulestrinum lýkur.
A aðfangadag verður mikið
um tónlist, einkum þá sem and-
leg telst. Af tónleikum má nefna
að kl. 11.25 verður flutt Guðs-
barnaljóð, tónlist eftir Atla
Heimi Sveinsson við ljóð
Jóhannesar úr Kötlum. Kamm-
ersveit undir stjórn Ragnars
Björnssonar leikur, en Vilborg
Dagbjartsdóttir og Atli Heimir
lesa textann. Eins og allir
aðdáendur Jóhannesar vita þá
orti hann talsvert af barnaljóð-
um og jólin voru honum einkar
hugleikin eins og kvæði hans
sanna. Þessi flutningur er eins
konar forleikur að jólunum, en á
eftir leikur Sinfóniuhljómsveit
Islands jólalög i Utsetningu Jóns
bórarinssonar.
Klukkan 19.00 að lokinni jóla-
messunni verða jólatónleikar
Sinfóniuhljómsveitarinnar sem
leikur blokkflautukonsert i
F-dúr eftir Georg Philip Tele-
mann, einleikari er Camilla
Söderberg. Þá er sellókonsert i
e-molf eftir Antonio Vivaldi,
einleikari Pétur Þorvaldsson og
loks er Sembalkonsert i d-moll
eftir Bach, einleikari er Helga
Ingólfsdóttir. —ki
Aróra Halldórsdóttir leikkona
er ein af okkar elstu og reynd-
ustu leikkonum. Hún gerði
garðinn einkum frægan sem
gaman- og reviuleikkona á ár-
um áður.
Við fáum að sjá hana leika i
Paradisarheimt nú um jólin, en
i útvarpinu ræðir Asdis Skúla-
dóttir við hana að kvöldi jóla-
dags. Það er ekki að efa að
Aróra hefur frá mörgu að segja
af löngum leikferli og kynnum
viö helstu stjörnur islenskrar
leiklistar. Þátturinn hefst kl.
22.20 og nefnist: Cr hattabúð i
leikhúsið.
—ká
Sunnudagur 28. desember
ÚTVARP UM JÓLIN
Kl. 19,25:
Pavarotti á
Listaháúð
Að kvöldi jóladags gefst tón-
listarunnendum tækifæri til aö
rifja upp kynni sin við italska
tenórsöngvarann Luciano
Pavarotti sem heimsótti okkur
á listahátiö sl. vor. Otvarpiö
flytur hluta af tónleikum hans,
en eins og þeir minnast sem á
hann hlýddu ætlaði allt um kolla
aö keyra af fagnaðarlátum,
enda enginn venjulegur hetju-
tenór á ferðinni. Sem sagt, tæki-
færitilaö loka augunum, slappa
af og hlýða á Pavarotti syngja.
—ká
Luciano Pavarotti
Bach
Jólaleikrit
útvarpsins:
Rögnvaldsson,, Kristin Bjarna-
dóttir og Sigmundur örn
Arngrímsson. Flutningur leiks-
ins tekur 100 minutur. Tækni-
maður: Friðrik Stefánsson.
Leikurinn segirfrá fólki, sem
flest á það sammerkt að vera að
flýja eitthvað. En það notar-
ólikar aðferöir við aö breiða yfir
raunveruleikann. Signý, Eirfk-
ur og Halldór, sem fór i sigling-
ar og flakk 19 ára gamall, eru
buröarásar verksins. Þó má
segja, að það sé innri barátta
Signýjar, konu Eiriks, sem leik-
urinn fjallar um. Maður hennar
fyrirlitur hversdagslega vinnu.
Halldór er skáldið, sem sér hlut-
ina i viðara samhengi, og Signý
sveiflast á milli þeirra.
tsiðasta þættinum 28. desember kemur Gunnar Kvaran i heimsókn
og verða leikin jóialög á pianóog selló. — Við sýnum þar, aö hægt er
að nota hljóðfærin á ýmsa vegu og öðruvísi en venjulega, sagði
Karólina Þjóðviljanum, t.d. beita boganum á allt annan hátt og
spila á strengina inni i pianóinu.
Atli Helmir
Kl. 10,25:
Út og suður með Birni
Þorsteins-
syni
A sunnudagsmorgnum er i Ut-
varpinu þáttur er nefnist út og
suður. Friðrik Páil Jónsson
fréttamaður fær ýmsa menn til
að koma og segja frá ferðalög-
um sem þeir hafa fariiV ýmist
nýlegaeða fyrir nokkrum árum.
Sunnudaginn 28. des kemur
prófessor Björn Þorsteinsson ^
sagnfræðingur i heimsókn og
segir frá ferð er hann fór um
Rinarslóðir i október 1958. Þá
var hann að leita heimilda um
Marcellus Skálholtsbiskup, sem
flæktist í erindum páfans hingað
uppog varð biskuphér. Björn er
manna fróðastur og hressastur
sögumaður og ekki að efa að
margt hefur vakið athygli hans
þar syðra. Er öllum hér með
ráðlagt aö rifa sig upp fyrir kl.
10.25 og skrúfa frá radíóinu. Björn Þorsteinsson
Abrakadabra
Sjóleiðin
til Bagdad
Annan jóladag, 26. desember
kl. 20.15 verður flutt leikritið
„Sjóleiðin til Bagdad” eftir Jök-
ul Jakobsson. Leikstjóri er
Sveinn Einarsson og fiytur hann
jafnframt formála að leiknum.
Með helstu hlutverk fara
Jóhanna Noröfjörð, Hjalti Jökull Jakobsson
Vivaldi
Aðfangadagur
Annar jóladagur
Jólí
koti
Böðvar Guðmundsson verður
með þátt á annan daga jóla kl.
14.00 sem hann kallar ,,Jól i
Koti”. Þar verður rætt við rit-
höfundana Tryggva Emilsson
og Vilborgu Dagbjartsdóttur, en
Silja Aðalsteinsdóttir og Þor-
leifur Ilauksson lesa upp úr
ýmsum verkum, auk þess sem
Siguröur A. Magnússon les úr
eigin verkum.
t bók Tryggva Emilssonar
Baráttunni um brauðið er káfli
sem fjallar um jólin eins og þau
gerðust á heimili hjónanna sem
seinna urðu tengdaforeldrar
hans. Þar segir hann nákvæm-
lega frá þvi hvað haft var til
matar, kökunum sem bakaðar
voru og hvernig hátiðinni var
háttað þar á heimilinu. Þessi
frásögn Tryggva á eflaust eftir
að verða merkileg heimild um
lifið i sveitum ny ðra, eins og þau
voru haldin, þegar efnin voru af
skornum skammti en allir
reyndu aðgera sem mestan mat
úr þvi sem til var.
Þá er einnig kafli «i‘- bók
Sigurðar A. Magnússonar(Undir
kalstjörnu, um jólin, sem «egir
okkur hvað minningarnar geta
oröið sárar þegar barn horfir
upp á hörmungar fátæktar og
drykkjuskapar.
Böðvar tinir til eitt og annað
sem tengist jólunum eins og þau
voru áður en auglýsingar og
kaupæði tóku völdin.
—ká
Tryggvi Emilsson og Silja Aðalsteinsdóttir
Vilborg Dagbjartsdóttir
Böðvar Guðmundsson