Þjóðviljinn - 24.12.1980, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 24.12.1980, Blaðsíða 20
MOBVIUINN Miðvikudagur 24. desember 1980 Aðalsfmi Þjóöviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudaga. Utan þess tlma er hægt að ná i blaöamenn og aöra starfsmenn hlaðsins i þessum simum : Ritstjórn 81382, 81482 og 81527, umbrot Aðalsími Kvöldsími Helgarsími afgreiðslu 81663 8i285, ljósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 er hægt að ná i af- greiðslu blaðsins i sima 81663. Blaöaprent hefur sima 81348 og 1 eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348 Kaupœði í borginni: Raftækin renna út Jdlin eru mikil söluhátið eins og dæminsanna. 1 gær bárust okkur á Þjdðviljanum fréttir af því að mikil sala væri í rafmagnstækjum og var nefnt sem dæmi að hjá einu fyrirtæki seldust 80 litsjónvarpstæki á einum degi. Þjóðviljinn hringdi i nokkrar raftækja- og hljómtækjaverslanir og spurði um söluna. Ollum bar saman um að hún væri mjög mikil, að öllum likindum nokkuð meiri en undan- farin jól. Það eru allar tegundir rafmagnstækja sem renna út, þvottavélar, eldavélar, ísskápar Stereóviðtœki: Seljast grimmt Eftir að farið var að útvarpa i stereo hefur sala stereoútvarps- tækja tekið talsvert við sér, var samdóma álit þeirra verslunar- eigenda sem Þjdðiljinn ræddi við i gær. Sagöi einn þeirra að allan desembermánuð hefði verið tals- verð eftirspum eftir útvörpum og virðist svo sem hlustendur út- varpsins hafi gripið tækifærið og endurnýjað tæki sin og einnig væru útvarpstæki vinsæl jólagjöf að þessu sinni. — ká. Vegirnir: Þokkaleg fœrð „Það er allt i gangi hjá okkur og viða veriö að vinna aö snjómokstri” var viðkvæðiö hjá starfsmönnum Vegagerðarinnar þegar Þjóðviljinn ræddi við þá f gær. Færðin er allþokkaleg vlöast hvar á landinu, þó höföu litlar fregnir borist af Suðurlandi vegna si'mabilana. Þó var ljóst að fært var til Vikur. Veriö var að moka vegi á Snæfellsnesi, leiðina frá Parteks- firði yfir á Skógarströndina og til Bildudals. Fært var frá Akureyri ti HUsavíkur, verið var að moka veginn til Siglufjaröar svo og Tjömesið. Fært var allt til Vopnafjarðar og á Austfjörðum var einnig sæmileg færð, nema hvað ófært var til Borgarfjarðar eystri. „Við gerum eins og við getum fram að hádegi á aðfangadag” sögöu þeir Vegageröarmenn aö lokum. — ká. og þau önnur sem teljast til heim- ilistækja. Ein afgreiðslustúlkan orðaöi ástandið þannig að svo virtist sem einhver skrekkur væri i fólki, hvort sem ástæðan væri umtal um gengisfellingu eða að fólk væriað eyða „gömlu krónunum,” og væri hrætt við myntbreyting- una. — ká. Margir fjárfestu I heimilistækjum, sjónvarps- og útvarpsviðtækjum fyrir hátlðarnar. Myndina tók — eik— í Sjónvarpsbúðinni I gær. FJOLBREÝTTASTA ÚRVAL ÁLEGGSTEGUNDA A LANDINU 1 • ' ./ íi': V : V *£ •- v; ' / Wtimk Æfa7' - ■ ■ ‘i ^aa wieBu ./ ■ - . •>. iM&j'ls v ' • > • " • ••■■■.■ £ - , Bjórpylsa • Bjórskinka • Búlgörsk spægipylsa • Bringupylsa • Hamborgarpylsa • Hangikjöl Kindakæfa • Lambaspægipylsa • Lambasteik • Lifrakæfa • I.yonpylsa • Madagasgar salami • Malakoff Milanó salami *Mortadella • Paprikupylsa • Raftaskinka • Rúllupylsa • Servelatpylsa • Skinka Spægipylsa • Skinkupylsa • Svínarúllupylsa • Svínasteik • Tepylsa • Tungupylsa • l ungur • Veiðipylsa <& KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS Jólaveðrið: Hvít jól Það er útlit fyrir hvit jól um allt land að þessu sinni. Hjá Veöur- stofunni fengum við þær upplýs- ingar að breytileg átt væri rikj- andi á landinu, éljagangur um nánast allt land, nema á Suð- austurlandi. Allar likur benda til þess að litlar veðurbreytingar verði i dag og á jóladag, þó gæti birt til. Hins vegar er lægö aö nálgast og á þriðja eða fjórða I jólum gæti orðið ieiðindaveður. Hvit jól en von á breytingum þegar á liöur. — ká.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.