Þjóðviljinn - 03.01.1981, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 03.01.1981, Blaðsíða 1
SUNNUDAGS BLADIÐ DJOÐVIUINN 24 SÍÐUR Helgin3.—4. janúar 1981 — 12. tbl. — 46. árg. Nýtt og stœrra — selst betur og betur Verð kr. 500 Samkomulag í m /g • • "M S "W rikiss.jóm Miiini verðbolga og um efnahags- • 1 / aðgerðir: tryggmg kaupmattar Á gamlaársdag tókst samkomulag í ríkisstjórn- inni um efnahagsaðgerðir. Þessar efnahagsaðgerðir eiga að tryggja að verð- bólga fari minnkandi á þvi ári sem nú er hafið og verði ekki hærri en á bilinu 40—50%. Án efnahagsað gerða stefndi verðbólgan i um 70% á þessu ári. Meðal aðgerða til að hemja verðbólguna eru þessar: Gengismál V erðlagsmái Gengi krónunnar veröur haldiö stöðugu næstu mánuði og vandi útflutningsatvinnuveganna leystur m.a. meö millifærslu úr gengishagnaðarsjóði Seðlabank- ans i stað gengislækkunar. Allar verðhækkanir eru bann- aðar fram til 1. mai, nema sér- stakt leyfi rikisstjórnarinnar komi til og verða slik leyfi ekki veitt nema talið sé með öllu óhjá- kvæm ilegt. Áramótaræða Vigdisar Finnbogadóttur forseta íslands SÍÐA 9 Persónudýrkun í Sovétríkjunum Árni Bergmann skrifar SÍÐA 7 Áramótaávarp Gunnars Thoroddsen OPNA Svavar Gestsson: Sunnudagsgrein um efnahagsáætlun stjórnarinnar SÍÐA 5 Ríkisstjórnar- samkomulagið í heild OPNA Vaxtamál Istaðþess að hækka vexti veru- lega nú um áramót eins og ákveðið var samkvæmt eldri lög- um, ( —um 10% vaxtahækkun) —- þá er nú ákveðið að vextir skuli lækkaðir, nú þegar á aíurðalán- um og 1. mars n.k., á almennum lánum. Þó skal sparifjáreigend- um gefinn kostur á fullri verð- tryggingu sparifjár gegn 6 mánaða bindingu, en bindi- skyldan hefur áður verið 2 ár. Bannað er að vextir af verð- tryggðum lánum verði hærri en 2%, nema á lánum til skemmri tima en 10 ára mega þeir vera allt að 4%. Skattamál Skattar á lágum tekjum og miðlungstekjum verða lækkaðir sem svarar 1,5% i launum. Launamál Oll skerðingarákvæði Ólafslaga um greiðslur verðbóta á laun verða úr gildi numin hvað varðar árið 1981, en á móti þessum stóra ávinningi falla sjö visitölustig niður við útreikning verðbóta á laun þann 1. mars. Laun sem eru hærri en 725 þús. kr. á mánuði (gamlar krónur) fyrir dagvinnu losna þó ekki að fullu undan skerðingarákvæðum Ólafslaga. Kaupmáttur ráðstöfunartekna al- menns launafólks á árinu 1981 lækkar a.m.k. ekki við þessi skipti. (Sjá nánar hér neðará sið- unni). Mörg fleiri atriði er fjallað um i efnahagsáætlun rikisstjórnar- innar og hafa bráðabirgðalög verið sett um þau mál sem laga- setningu þurfti til svo til fram- kvæmda kæmust nú um áramót- in. Þingflokkar Sjálfstæðisflokks- ins og Alþýðuflokksins hafa borið fram kröfu um að Alþingi verði kallað saman nú þegar, en Gunnar Thoroddsen, forsætisráð- herra kvest munu leggja þá kröfu fyrir fund rikisstjórnarinnar á fimmtudag, og segist sjálfur ekki telja rétt að verða við kröfunni. Hina nyja efnahagsáætlun rikisstjórnarinnar birtum við i heild i opnu — k. Hún Katarína Oladóttir fór í bankann í gær með 86815 gamlar krónur og fékk f yrir þær 868,15 nýjar krónur. Katarína (lengst til hægri) sagðist vera nokkurveginn klár á nýkrónunni. Yngri systur hennar, þær Helena og Margrét, virtu nýju seðlana gaumgæf ilega fyrir sér. Það er líka eins gott að læra vel á nýju krónurnar og bjóða aurana velkomna aftur! (Mynd: —gel). OLAFSLOG AFNUMIN NU Hafa skert kaup um 16.6% á 18 mánuðum Mesta breytingin i kaupgjaldsmálum sam- kvæmt samkomulaginu um efnahagsmál, sem gert var i rikisstjórninni á gamlaársdag er sú, að kaupskerðingarákvæði svokallaðra ólafslaga eru úr gildi numin fyrir árið 1981. 1 staðinn er nú ákveðið að verðbætur á laun skuli greiddar að fullu samkvæmt hækkun fram- færsluvisitölu á árinu 1981, með þeirri undan- tekningu þó að 7 visitölustig verða dregin frá einu sinni þann 1. mars n.k. Samkvæmt upplýsingum Þjóðhagsstofnunar, sem staðfestar eru i töflu sem hér fylgir þá væru almenn laun nú 16,6% hærri ef verðbætur hefðu verið greiddar samkvæmt hækkun framfærslu- visitölu, en ekki samkvæmt skerðingarákvæðum Ólafslaga á þeim tima sem þau lög hafa gilt. Ekki er hægt að segja með vissu, hvað skerö- ingarákvæði ólafslaga hefðu valdið mikilli kauplækkun á árinu 1981 heföu þau ekki verið af- numin nú, en vist er um það að þótt 7 visitölustig verði dregin frá þann 1. mars, þá verður kaup- máttur ráðstöfunartekna ekki lakari hjá öllum almenningi en verið hefði að óbreyttu. A móti visitölustigunum sjö (7%), sem fara út koma þessar ráðstafanir: 1. Skattalækkun sem samsvarar 1,5% i kaupi. 2. Lækkun verðbólgustigs um þriðjung frá þvi sem verið hefði, en það eitt þýðir 2—3% hærri kaup- mátt, vegna þess að menn tapa þá minnu við að biða i þrjá mánuði eftir verðbótum á laun. Afnám skerðingarákvæða Ólafslaga, sem bætir kaupmáttinn um ekki minna en 4—5% á næsta ári (gæti orðið meira, samanber 16,6% skerö- > ingu á 18 mánuðum að undanförnu). h

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.