Þjóðviljinn - 03.01.1981, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 03.01.1981, Blaðsíða 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 3.—4. janúar 1981 > Helgin 3.-4. janúar 1981 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 13 EFNAHAGSÁÆTLUN RÍKISSTIÓRNARINNAR: Minni verðbólga — Trygging kaupmáttar Við birtum hér í heild það samkomulag sem gert var í ríkis- stjórninni á gamlársdag um nýjar efnahagsráðstafanir. Þessum ráðstöfunum er fyrst og fremst ætlað að tryggja minnkandi verðbólgu í stað 70% óðaverðbólgu, sem augsýnilega var f ramundan, ef ekki hefði verið gripið tii viðnáms- aðgerða. Hlutverk þessara ráðstafana er jafnframt að tryggja fulla atvinnu og óskertan kaupmátt launa á árinu 1981 f rá því sem orðið hefði án allra efnahagsaðgerða. Oll kaupskerðingarákvæði svo- kallaðra Olafslaga verða óvirk á árinu 1981, og verðbætur á laun greiddar að fullu i samræmi við hækkun framfærsluvísitölu. Ekki er þó gert ráð fyrir hækkun kaup- máttar frá því sem orðið hefði án efnahagsaðgerða á árinu 1981, heldur miðað i þeim efnum við slétt skipti. Þess vegna verða verðhækkanir, sem orðið hafa i nóvember og desember s.l. ekki bættar að fullu í kaupi þann 1. mars n.k. og gert ráð f yrir að þá f alli niður í verðbótum á laun allt að 7 vísitölustig. Með tilliti til þess að afnám kaupskerðingarákvæða ólafslaga dugar ekki að f ullu til að bæta brott- fall 7 vísitölustiga í verðbótum á laun, þá er gert ráð fyrir skatta- lækkun sem svarar 1.5% í launum hjá fólki með lágar tekjur og meðaltekjur, og eru þannig tryggð svo slétt skipti sem verða má. i efnahagsáætlun ríkisstjórn- arinnar er f jallað um f jölmörg önn- ur atriði. Má þar nefna: Stöðvun verðhækkana og stöðugt gengi á næstu mánuðum, útvegun fjarmagns til að tryggja afkomu útf lutningsatvinnuveganna, lækkun vaxta og breytingu á lausaskuldum húsbyggjenda í föst lán. Við birtum hér í heild það samkomulag sem gert var i ríkis- stjórninni á gamlársdag um að- gerðir í efnahagsmálum. Samkomulagið er á þessa leið: Þær aðgeröir i efnahagsmálum, sem rikis- stjórnin hefur undirbúið, mótast af þrem aðalmarkmiðum. i fyrsta lagiað efla atvinnulifið og tryggja öllum landsmönnum næea atvinnu. i öðru lagi að draga svo úr hraða verðbólgunnar, að hún lækki i um 40% á árinu 1981. i þriðja lagi að tryggja kaupmátt launa- fólks. Um leið og gjaldmiðli þjóðarinnar verðurbreytt 1. janúar 1981, þannig að ein ný króna jafngildi 100 gömlum krónum, eru ákveðnar þær efnahagsaðgeröir, er nú skal greina: Verðstöðvun — Stöðugt gengi 1. Gengissigi verður hætt um áramót og gengi krónunnar haldið stöðugu næstu mánuði. 2. Verðstöðvun er ákveðin frá 1. janúar til 1. mai og verða engar hækkanir á vöru eða þjónustu heimilaðar nema meö samþykki verðlagsyfirvalda og mega þau ekki heimila hækkanir á vöru og þjónustu nema þau telji þær óhjákvæmilegar. Slik leyfi skulu háð samþykki rfkisstjórnar- innar. Verðbætur á laun — Slétt skipti 3. Visitala framfærslukostnaðar verði ákveðin 100 1. janúar 1981 á grundvelli sérstakrar könnunar á framfærslukostn- aði. Þrátt fyrir ákvæði 50. og 51. gr. laga nr. 13 1979 skulu greiddar fullar verðbæt- ur á laun 1. mars, 1. júni, 1. september og 1. desember 1981 samkvæmt framfærslu- visitölueins og hún breytist frá 1. janúar 1981. Verðbreytingar á áfengi og tóbaki hafa þó engin áhrif á verðbætur á laun. Verðbætur á laun 1. mars skulu ekki vera meira en 7% lægri en veriö hafði samkvæmt ákvæðum laga nr. 13 frá 1979. Verðbætur á dagvinnulaun, sem eru yfir 725 þúsund krónur á mánuði, skerðast samkvæmt ákvæðum 50. gr. laga nr. 13 frá 1979, og breytist þessi verðmiðunar- tala i samræmi við verðbótavisitölu þess- ara launa. Sú skerðing sem verður á verðbótum 1. mars verður þannig bætt: Verðbætur á laun 1. júni, 1. september og 1. desember verða hærri en ella hefði veriö að óbreytt- um lögum, kaupmáttur á hverju verðbótatimabili rýrnar minna vegna talsvert minni verðbólgu, skattar verða lækkaöir sem svarar til 1 1/2% í kaupmætti lægri launa og meðallauna, og vextir eru lækkaðir og lánum húsbyggjenda er að nokkru breytt i lán til lengri tima. 4. Á næstu mánuðum verða ákveðin tima- sett mörk fyrir hámark verðhækkana i samræmi við hjöðnun verðbólgu. Viðræður um samræmda stefnu 5. Viðræður verði hafnar við samtöl launþega og aöra hagsmunaaðila at- vinnulifsins um framkvæmd samræmdr- ar stefnu i kjaramálum, atvinnumálum og efnahagsmálum til næstu tveggja ára. Full verðtrygging sparifjár gegn 6 mánaða bindingu 6. Strangtog stöðugt eftirlit verður haftmeð þvi, að útlán banka og sparisjóða veröi i samræmi við markmið rikisstjórnarinnar I efnahagsmálum sbr. 28. gr. laga nr. 13 frá 1979. 7. Aðlögunartimi til þess að koma á verð- tryggingu inn- og útlána verður framlengdur til ársloka 1981 Skylt skal þó innlánsstofnunum að hafa á boðstólum verðtryggða sparireikninga, þar sem binditimi verði 6 mánuðir i stað tveggja ára. 8. Útgerð og fiskvinnslu verður gert kleift að breyta skammtimalánum og lausaskuld- um i lengri lán. 9. Vextir af gengistryggðum afuröalánum skulu lækkaðir úr 8,5% i 4%. 10. Stefnt verði að almennri lækkun vaxta 1. mars. Ráðstafanir vegna atvinnuveganna 11. Verðjöfnunarsjóði sjávarútvegsins skal útvegað fjármagn til þess að tryggja eðli- lega afkomu fiskvinnslunnar, ef þörf krefur vegna stöðvunar gengissigs. 12. A hliðstæðan hátt verður útvegað fjármagn til að tryggja afkomu samkeppnisiðnaðar og útflutningsiðnað- ar. Þvi fjármagni verði ráðstafað til fyrirtækja á svipaöan hátt og söluskattur er endurgreiddur, eöa til stuðnings iönaði umfram það, sem þegar er ákveðið, svo sem meö fjárframlögum til hagræðingar- verkefna og eflingar lánasjóða iðnaðar- ins. 13. Hraðað verði samanburði á starfsskil- yrðum höfuðatvinnuveganna og þau samræmd. Tryggt verði að starfsskilyrði iðnaðar verði ekki lakari en annarra at- vinnugreina. Þannig verður hlutdeild iðn- fyrirtækja i rekstrar- og afuröalánum Seðlabankans aukin frá ársbyrjun 1981 til samræmis við hliðstæð lán til annarra at- vinnuvega. Jafnframt veröa endurskoð- aðar reglur varðandi veðhæfni á aðföng- um og framleiðslubirgöum iðnfyrirtækja. Skammtimaskuldir húsbyggjenda i föst lán 14. Vegna ibúðabygginga og kaupa skal stefnt að þvi að breyta skammtimalánum og lausaskuldum i föst lán til lengri tima. Að þessari skuldbreytingu verði unnið á vegum viðskiptaráöuneytisins, Seðla- banka, félagsmálaráöneytisins og Ilúsnæöismálastofnunar rikisins. 15. Rikisstjórninni er heimilt að fresta einstökum opinberum framkvæmdum til þess aö koma i veg fyrir hugsanlega ofþenslu i efnahagslifinu og til þess aö afla fjármagns til að treysta kaupmátt lágtekjufólks. 16. Ströngu aðhaldi verður áfram beitt I fjármálum rikisins. 17. Opinber þjónusta veröur ekki hækkuð fyrr en við visitöluútreikninga i mai—júni. Vaxtahámark á verðtryggð lán 18. Vextir af verðtryggðum lánum til lengri tima en 10 ára verði ekki hærri en 2%, en af lánum til skemmri tima mest 4% umfram verötryggingu. Kaupskerðing Ólafslaga er nú afnumin Verðlagsmál Auk framangreindra aðgerða i efnahags- málum verður á næstu vikum og mánuðum unnið að eftirfarandi aðgerðum: 1. Verðlagsyfirvöld taki upp samvinnu viö samtök neytenda og launafólks og við fjöliniðla um stöðuga kynningu á leyfi- legu og lægsta verði hverrar vöru.l þessu skyni verði veitt nokkurt fé úr rikissjóði. 2. 1 athugun er að beita krónutöluálagningu þar sem kostur er I stað prósentuálagn- ingar. 3. Innkaup opinberra aðila verði endur- skoðuð með hliðsjón af möguleikum til lækkunaráhrifa á almennt innflutnings- verðlag. 4 Samanburðarkönnunum á erlendu verðlagi og efldu verðlagseftirliti verði beitt til að skapa grundvöll fyrir eðlilegri verðmyndun i innflutningsverslun. 5. Rikisstjórnin mun stuðla að innkaupum i stórum stil og stefna að þvi i áföngum að veita greiðslufrest á tollum. Þannig verði einnig dregið úr óhóflegum geymslu- kostnaði innfluttrar vöru og rýrnun umfram það sem erlendis gerist. 6. Vaxtakerfið verði endurskoðað i heild meö einföldun fyrir augum og dregið verði úr þörf fyrir vaxtamismun með hækkun á þjónustugjöldum banka og sparisjóða. Samræmd efnahagsstefna 7. Skipuð verði nefnd til að gera tillögur um almenna meöferö efnahagsmála og með hverjum hættibest megi samræma skipu- lag og markmið efnahagsstefnu til lengri tima. Nefndin kanni stofnun sérstaks efnahagsráðuneytis i þessu skyni. 8. Rækileg úttekt verði gerð á næstu mánuðum, með aðstoð sérfróðra manna, á rekstri umsvifamestu fyrirtækja og stofnana hins opinbera. Stefnt skal að hagræðingu i rekstri, samræmingu fram- kvæmdaáætlana stofnana og fyrirtækja undir stjórn rikisins og aukinni hagkvæmni i innkaupum, mannahaldi og framkvæmdum. 9. Kjarasamningar rikisins, rikisfyrirtækja, rikisstofnana og annarra aðila, sem rikið hefur að meirihluta til undir sinni stjórn, verði samræmdir og þannig spornað gegn iaunaskriði i opinbera geiranum og þvi misræmi, sem af sliku hlýst. 10. Tollheimta af tækjum til atvinnureksturs verði endurskoðuð með það fyrir augum að auka möguleika á framleiðniaukningu i þessum greinum. 11. Orkustefnunefnd geri tillögur um leiöir til aö nýta orkulindir landsins á næstu árum, sérstaklega að þvi er varðar meiriháttar iðnað, sem landsmenn ráða við. 12. Rikisstjórnin beiti sér fyrir aðstoð til fyrirtækja, sem þarfnast sérfræðiað- stoðar við hagræöingu og framleiðni- aukningu. Áætlanagerð Samhliða þessum aögerðum verði mörkuð atvinnustefna, sem tryggi stöðugleika i hag- kerfinu, aukna framleiðni og framleiðslu og hagkvæmni i fjarfestingu. Af hálfu rikisins verði stöðugleika gætt með skipulegri áætlanagerð um opinbera fjárfestingu eftir landshlutum i þeim tilgangi að forða aðkomi til ofþenslu eða atvinnuleys- is og verði þar bæöi tekið mið af áætlunum um fjárfestingu einkaaðila og sveitarfélaga sem og rikisins. Meðal meginþátta slikrar atvinnustefnu verði samræming veiða og vinnslu i sjávar- útvegi, athugun á fjölda fiskvinnslufyrir- tækja i einstökum byggðalögum og samvinna milli þeirra, svo og áætlun um endurnýjun fiskiskiptastólsins. Ennfremur verði gerðar áætlanir um framleiðniaukningu atvinnu- veganna, aukna fjölbreytni i islenskum iðn- aði og um heildarstefnumörkun i landbúnaði og úttekt gerð á möguleikum nýrra búgreina. Skipulagt arðsemismat verði tekiö upp á fjárfestingum opinberra aðila og atvinnu- fyrirtækja og á framkvæmd útlánastefnu i sambandi við fjárfestingaráætlanir. Sjö vísitölustig tekin út — En fullar bætur koma á móti Aramótaávarp Gunnars Thoroddsens, forsætisráöherra flutt i ríkisútvarpi: Vilji er allt sem þarf Góðir Islendingar. Vilji er allt sem þarf. Svo vitur- lega og vasklega mælti Einar skáld Benediktsson endur fyrir löngu. Siðan þetta var ort hafa stór- stigar framfarir orðið á Islandi á flestum sviðum. 1 þessari ævin- týralegu framfarasókn hafa Islendingar reist i verki viljans merki. 011 okkar mál höfum við tekið i eigin hendur endurreist þjóöveldi og endurheimt umrðð allra fiski- miða umhverfis landið. í öllu þessu umróti og gegnum átök við erlend öfl hefur viljinn og hinn viljasterka eining islensku þjóðarinnar verið þaö óstöðvandi afl, sem áfram knúöi og hlaut að sigra, aftur og aftur. Oftog áþreifanlega hefur þjóðin sýnt og sannaö i verki, að viljinn er allt sem þarf. En i einum þætti þjóðmála hefur Islendingum illa gengiö aö sýna þá einingu viljans, sem i öðrum stórmálum hefur borið hana á örmum sér til frækilegra sigra. Jafnvægi, stööugleiki i efnahagsmálum hefur þar orðiö útundan. Hvassir sviptivindar óstöðugleikans, verðbólgunnar, hafa geisaö um grund. Öviðráðanlegar orsakir utan að hafa valdið hér nokkru um, oliu- hækkun, sölutregða, verðlækkun á útfluttum afurðum, en höfuöor- sökin er okkar eigin smið. Kröfu- gerð án heildarsýnar, metingur án tillits til annarra, skilnings- skortur á þjóðarþörf, vöntun á samstilltum þjóðarvilja. Rikisstjórnin vill nú gera til- raun til þess að draga úr verð- þenslunni, veita henni viðnám. Stjómin hefur gert efnahags- áætlun ákveðiö aðgerðir, og heitir á landsmenn til liðsinnis. Þessar aðgerðir mótast af þrem megin- markmiðum, en þau eru: í fyrsta lagi að efla atvinnulff og tryggja öllum landsmönnum næga vinnu. 1 ööru lagi að draga svo Ur hraða verðbólgunnar að hún lækkiium40 prósent á árinu 1981. I þriðja lagi aö tryggja kaupmátt launafólks. Þau timamót verða á morgun, aö gjaldmiðli þjööarinnar veröur breytt þannig að ein ný króna jafngildir 100 gömlum krónum. Um ieið eru gerðar ýmsar efna- hagsráðstafanir. 1 fyrsta lagi: gengissigi verður hætt og gengi krónunnar haldið stöðugu næstu mánuöi. Sú slfellda lækkun krónunnar, sem lengi hefur verið framkvæmd með gengissigi hefur verið nauðvörn vegna atvinnuveganna. En hún hefur um leið ýtt undir verðþensluna og magnað verð- bólguhugarfar. Að undanförnu hefur rikis- stjórnin reynt að bUa þannig um hnúta, að útflutningsatvinnuvegir geti lifað og dafnað viö stööugt gengi. Nú i árslok hefur það gerst I fyrsta sinn um alllangt skeiö aö al’ar greinar fiskvinnslunnar hafa jákvæða afkomu, frysti- iðnaöurinn.sem átt hefur á þessu ári í alvarlegum erfiöleikum, hefur nú, að mati Þjóöhagsstofn- unar, um 3 og hálft prósent i af- gang. En ný ákvörðun fiskverös er framundan. Rikisstjdrnin leggur áherslu á þaö við alla aöila þess máls, að kosta kapps um aö leita lausnar hiöfyrsta I samræmi við þær for- sendur, sem þessar efnahagsað- gerðir byggjast á. Til þess að greiða fyrir úrlausn þessa vandasama máls, hefur rikisstjórnin ákveðið aö útvega Veröjöfnunarsjóði sjávardtvegs- ins fjármagn til að tryggja eðli- lega afkomu fiskvinnslunnar. Á hliðstæðan hátt verður út- vegaö fjármagn til að tryggja af- komu samkeppnis- og út- flutningsiönaöar. Otgerö og fiskvinnslu veröur gert kleift að breyta skammtima- lánum og lausaskuldum i lengri lán og vextir af gengisbundnum afurðalánum atvinnuveganna verða lækkaðir úr 8 og hálfu prósenti i 4 prósent. Þaöer mikilvægt að nýta þessi timamótþegar nýr gjaldmiðill er tekinn i notkun, til þess að trey sta gildi hans, auk trú manna á hinni nýju krónu, örva menn til að- gæslu i fjármálum og hvetja til sparifjármyndunar. En allt þetta miðar um leið aö viönámi gegn verðbólgu. Gunnar Thoroddsen. Einn mikilvægasti þátturinn i þessari viðleitni er einmitt þessi, að gera gengið stöðugt. 1 öðru lagi er ákveöin verð- stöövun frá 1. janúar til 1. maí og verða engar hækkanir á vöru eða þjónustu leyföar nema með sam- þykki Verölagsráðs og mega þau ekki heimila hækkanir nema þaö teljist óhjákvæmilegt. Slik leyfi skulu háð samþykki rikisstjórnarinnar. Visitala fram- færslukostnaðar veröur ákveöin 100 frá 1. janúar á grundvelli sér- stakrar könnunar á fram- færslukostnaði. A næsta ári, þaö er 1. mars, 1. júni, 1. september og 1. desem- ber, verða greiddar fullar verð- bætur samkvæmt framfærslu- visitöiu eins og hún breytist frá 1. janúar 1981. Verðbreytingar á áfengi og tó- baki hafa þó engin áhrif á verð- bætumar. Um verðbætur á laun 1. mars reiknast þvi hækkun framfærslu- visitölu frá 1. janúar, en þó skulu þær ekki vera meiri en sjö prósent lægri en verið hefði, ef reiknað hefði verið einnig með verðbótum vegna verðhækkana i nóvember og desember. Til skýringa þessu vil ég nefna dæmi: Ef veröbætur ætt'u að vera 11 prósent 1. mars eftir eldra kerfi, án efnahagsaðgerða, þá verða þær væntanlega 4 Drósent nú. Sú skerðing sen veröur þannig á verðbótum 1. mars verður bætt upp með ýmsum hætti: verð- bæturá laun 1. júni, 1. september og 1. desember, verða hærri en ella heföi verið að óbreyttum lög- um, kaupmáttur á hverju verð- bótatimabili rýrnar minna vegna minni veröbólgu, skattar verða lækkaðir sem svarar einu og hálfu prósenti i kaupmætti lægri launa og meðallauna. Vextir lækkaðir og lánum húsbyggjenda aö nokkru leyti breytt I lán til lengri tima. Þessi aögerð, sem ég nú lýsti, ásamtöðrum efnahagsaögerðum, veröur til þess aö draga úr hraða verðbólgunnar á næstu mánuöum. Viöræður verða hafnar við samtök launþega og aöra hags- munaaðilja atvinnulifsins um samræmda stefnu i kjaramálum, atvinnumálum og efnahagsmál- um til næstu tveggja ára. Til þess að ná fullri verðtrygg- ingu inn- og útlána nú um áramót, hefðu vextir átt aö hækka nú um 10 af hundraöi. Rikisstjórnin telur alls ekki fært að fallast á hækkun vaxta, svo þung sem vaxtabyrðin nú þegar er orðin á atvinnufyrir- tækjum og einstaklingum. Með bráðabirgöalögum i dag hefur rikisstjórnin lengt þennan að- lögunartima um 1 ár, svo að vextir hækka ekki. En með hliðsjdn af þeim áhrif- um, sem lækkun verðbóta 1. mars mun hafa, er stefnt að almennri lækkun vaxta 1. mars. Til þess að létta undir með hús- byggjendum er tvennt ákveðið nú: Vextir af verðtryggðum lánum tillengri tima en 10 ára verði ekki hærri en 2 prósent en af lánum til skemmri tima mest 4 prósent umfram verðtryggingu. I öðru lagi: vegna húsbygginga og kaupa á ibúöum skal ktefnt aö þvi aö breyta skammtimalánum og lausaskuldum i föst lán til lengri tima. Að þessari skuld- breytingu veröur unniö á vegum viðskiptaráöuneytis, Seölabanka, félagsmálaráðuneytis og Hús- næðisstofnunar rikisins. I þvi skyni að örva sparnað hefur veriö ákveðið að fé á verð- tryggðum sparireikningum verði bundið i sex mánuði i staö tveggja 'ára. Til þess að stuðla aö stöðug- leika og jafnvægi i efnahagslifinu verður áfram beitt ströngu aö- haldi I fjármálum rikisins. Þá verður einnig haft strangt og stöðugt aðhald meö þvi að út- lán banka og sparisjóða veröi I samræmi við markmiö rikis- stjórnarinnar i efnahagsmálum. t þriðja lagi hefur rikisstjórn- inni verið heimilað meö bráða- birgðalögum i' dag að fresta ein- stökum opinberum framkvæmd- um tilþess annars vegar að koma i veg fyrir hugsanlega ofþenslu i efnahagslifinu og hins vegar til að afla fjármagns til að treysta kaupmátt lágtekjufólks. Aukþessara aðgeröa sem égnú hef rakið hefur rikisstjórnin undirbúið og ákveöið marg- háttaðar umbætur i stjórnsýslu, skipulagsmálum og um eflingu atvinnulifs, umbætur sem koma til framkvæmda á næstu vikum og mánuðum. Landsmenn góðir. Það veltur á ykkur öllum, skiln- ingi ykkar á þessum aögerðum, vilja ykkar til þess að draga úr verðbölgunni, hvort þessi tilraun tekst. Ég held aö enn séu I góöu gildi orðin hans Einars Benediktsson- ar, vilji er allt sem þarf. Ég óska landsmönnum gleði- legs nýárs og farsældar á kom- andi ári. Ólafur Ragnar Grímsson: Sjálfvirka skerð- ingarkerfið er nú úr sögunni árið út „Þessar aðgerðir eru byggöar á ýmsum helstu grundvallarviö- horfum Alþýðubandalagsins frá siðustu árum”, sagöi Ólafur Ragnar Grimsson formaöur þing- flokks Alþýðubandalagsins i sam- tali við blaöið i gær. ,,í efnahags- áætlun rfkisins er að finna rúm- lega 30 sérstök aðgerðasvið auk aimennra yfirlýsinga um stefnu- mótun á næstu misserum. Ég vil vekja athygli á 8 atriðum sem öll bera svipmót af meginviöhorfum Alþýðubandalagsins og eru kjarninn i þessari efnahags- áætlun: I fvrsta lagi er stöðvað það gengissig sem átt hefur veiga- mikinn þátt i veröbólguþróun siö- ustu ára. Atvinnurekendavaldið getur ekki lengur gengið að þvi visu að gengisskrúfan rúlli laus. Hún hefur nú verið sett föst viö myntbrey tinguna. I öðru lagiverður framkvæmd hörkuleg verðstöövun næstu fimm mánuði og verður henni framfylgt með nýjum og viðtæk- ari hætti en áður hefur þekkst. t þriðja lagi er tryggð full at- vinna meö margþættum aðgerð- um i þágu atvinnuveganna svo sem i gengismálum, með milli- færslu, vaxtalækkunum, og ráð- stöfunum i lánamálum sérstak- lega gagnvart iðnaði og öðrum út- flutningsgreinum. t fjórða lagi eru vaxtaákvæöi Ólafslaganna tekin úr sambandi á árinu 1981 og almenn vaxta- lækkun boðuð. Jafnframt eru þó teknir upp sérstakir sex mánaða reikningar i bankakerfinu þar sem almenningur getur ávaxtað sparifé sitt á algjörlega verö- tryggðan hátt.Þessir sex mánaöa reikningar eru mikilvæg nýjung i þágu sparifjáreigenda. i fimmta lagier skipt á 7% í verð- bótavisitölu 1. mars og afnámi allra skerðingarákvæða Ólafs- laga á laun undir 725 þúsund kr. i dagvinnutekjur á mánuði. Þessi skerðingarákvæöi Ólafslaga voru sett að kröfu Alþýðuflokksins fyrir tæpum tveimur árum siöan og hafa skert kaup launafólks um rúmlega 1 til 2 1/2 prósent árs- fjórðungslega, eða i hvert sinn sem verðbætur á laun hafa verið greiddar. Þetta sjálfvirka skerð- ingarkerfi kratanna er nú af- numiðhjá öllum þorra launafólks i samræmi við kröfu siðasta Al- þýðusambandsþings. Einnig verða skattar lækkaðir sem nemur 11/2%’ kaupmætti og veitt hagstæöari lán til ibúðabygginga en áður, auk þess sem aðgerö- imar munu draga úr veröbólg- unni og þar með draga úr kaup- máttarrýrnuninni sem ella hefði oröið. Hér eru þvi höfð skipti á 7% veröbótum 1. mars og afnámi skeröingarákvæða Ólafslaga, skattalækkunum og fleiri aö- gerðum sem eiga að viöhalda kaupmættinum hjá þorra launa- fólks. Með þessum aðgcrðum I verðbótamálum og vaxtalækkun- inni er komið I veg fyrir þaö að verstu vitleysurnar sem Alþýöu- flokkurinn knúði fram f hinum svoncfndu Ólafslögum fái að gilda á árinu l98l.Aðkoma þess- um vitleysum út úr heiminum er mikilvægur áfangi. t sjötta lagi verða teknar upp viðræður við samtök launafólks um framkvæmd samræmdrar stefnu i kjaramálum, atvinnu- málum og efnahagsmálum á ár- inu 1981 til 1982 og vænti ég mikils af þeim viðræðum, þvi þær munu gefa samtökum launafólks góöa möguleika til þess að hafa áhrif á hagstjórnina á öllum sviöum hennar, og gera þau þannig að virkum aðila i stjórn landsins. Þessar viðræður munu hefjast þegar á næstu vikum. t sjöunda lagieru margvislegar aðgerðir i verðlagsmálum sem miða að lægra vöruveröi og að þvi að draga úr óeðlilegum gróöa verslunarinnar, og má þar m.a. nefna að krónutöluálagning komi i stað prósentuálagningar, inn- kaupum opinberra aöila verði beitt til þess að lækka almennt innflutningsverðlag og verðlags- eftirlit verði byggt á erlendum samanburðarkönnunum. A áttunda lagi er efnahags- áætlun rikisstjornarinnar byggð á mikilvægum yfirlýsingum i at- vinnumálum sem taka til skipu- lagningar i sjávarútvegi, iönaði og landbúnaði, viðtækrar fjár- festingarstjórnar og uppstokk- unar á framleiðslukerfinu. Al- þýðubandalagiö hefur lagt á það höfuðáherslu á undanfömum ár- um að án slikra aðgerða i fram- leiðslukerfinu og i stjórn fjárfest- ingar náist aldrei verulegur árangur I baráttunni gegn verö- bólgunni. Þessi átta höfuðatriði sem nynda kjarnanm efnahagsáætlun rikisstjórnarinoar sýna að nú hefur hafist mikilvægur áfangi i baráttunni gegn verðbólgunni. Hér er um að ræða viðspyrnu sem fylgja þarf eftir á næstu misser- um meðsamræmdum aðgerðum i atvinnumálum, kjaramálum og á öðrum sviðum efnahagslifsins i kjölfar þeirra viðræðna sem teknar veröa upp viö aðra hags- munaaðila i' atvinnulifinu”, sagði Ólafur Ragnar aö lokum. — ekh Kristján Thorlacius formaður BSRB Riftun samninga ,,Ég legg áherslu á það að ég tel að þama sé gerðum samningum rift og ég tel að það sé mjög al- varlegt fyrir samtök launafólks og raunar áfall, að það skuli vera gert enn einu sinni að rifta nýlega gerðum kjarasamningum”, sagði Kristján Thorlacius formaður BSRB um efnahagsáætlun rikis- stjórnarinnar I gær. „Við, fulltrúar BSRB, vorum kallaðir á fund fulltrúa rikis- stjórnarinnar á gamlársdag og lögðum þar áherslu á mótmæli gegn þessum aöferðum. Annars verða þessi mál rædd á fundi stjórnar BSRB á mánudaginn kemur, og ég vil ógjarrtan ræða málin efnislega fram yfir þann fund”. Aðspurður um það hvort hann teldi efnahagsáætlunina efnislega af sama toga og febrúarlög rikis- stjömar Geirs Hallgrimssonar 1978 sagði Kristján: „Efnislega tel ég þetta ekki vera nákvæmlega eins, en að- gerðirnar að þvi er varðar breyt- ingu á kjarasamningum með lög- um legg ég að jöfnu”. Kristján var einnig að þvi spurður hvort BSRB legði ekkert uppúr þvi'aðfá viðmiðun viö fulla framfærsluvisitölu að nýju, en I útreikningum á kaupskerðingu hefur bandalagið miðaö viö F- visitöluna. „Það er reiknings- dæmi, og af þvi að þú spyrð um þetta má geta þess að einhverjar horfur voru á þvi að viðskipta- kjaraákvæðið færi að mæla launafólkiörlitið i hag 1. mars, en þetta og fleira á ég eftir að kynna mér nánar. Ég vil aðeins ieggja megináherslu á mótmæli BSRB til rikisstjórnarinnar vegna rift- unar á kjarasamningi”. —ekh

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.