Þjóðviljinn - 03.01.1981, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 03.01.1981, Blaðsíða 17
Helgin 3.-4. janúar 1981 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 17 Ættatölubækur Jóns Espólíns Kins og fram hefur áöur komið i Þjóðviljanum er fyrir- tækið Samskipti s.f. i Ármúla 27 að ljósrita fjölmargar gamlar ættatölubækur. Nú er hafin út- gáfa á miklu verki þ.e. ættatölu- bókum Jóns Espólins og verða það samtals 8 bindi og auk þess nafnaskrá i einu bindi. Fyrsta bindið er nú komið út og kostar það 34.600 gkr. en 346 nýkr. Annað bindi á að koma út i april á þessu ári, þriðja i ágúst, fjórða i desember á fimmta i april 1982, sjötta i ágúst 1982, sjöunda i desember 1982, áttunda i april 1983. Nafna- skráin, sem Rósinkranz Ivars- son gerði á sinum tima, kemur hins vegar út núna I janúar. Þess skal getiö að þetta er fyrsta útgáfa þessara ættatölu- bóka en handrit þeirra eru geymd i handritadeild Lands- bókasafnsins. Formála fyrir 1. bindi skrifar Ólafur Þ. Kristjánsson fyrrv. skólastjóri i Hafnarfirði og tökum við okkur Bessaleyfi til að birta hér hluta úr honum: „Jón Espólin sýslumaður höfundur ættbóka þeirra sem hér er hafin útgáfa á, var fæddur á Espihóli i Eyjafirði 22. október 1769 og af þeim bæ dró hann nafn sitt, en hann lést I Skagafirði 1. ágúst 1836. Hann var mikill fræðimaður og sist minni ritsnillingur. Arbækur hanssem Bókmenntafélagiö gaf út á árunum 1821-1855, veittu landsmönnum á siðustu öld ekki einungis ómældan fróðleik um sögu þjóðarinnar, heldur sóttu menn sér einnig þangað kjark og móð i sjálfstæðisbaráttunni og öðru endurreisnarstarfi. l)m ævi Espólins og Arbækur hans er bestan fróðleik að sækja i rit- gerð Arna prófessors Pálssonar framan við hina ljósprentuðu útgáfu Arbókanna. Þar er þó næsta litið sagt frá ættfræði- störfum hans. Snemma mun hugur Espólins hafa hneigst að ættfræði og var það i nánum tengslum við áhuga hans á sögu liðinna tima. Tók hann að safna að sér handritum um þau efni, ættfræöibókum og einstökum ættartölum og afla sér fróðleiks á annan hátt. Kom svo að hann varð einn hinna þriggja ættfræðijöfra sem báru höfuð og herðar yfir alla aðra ættfræöinga á fyrri hluta nit- jándu aldar. — Hinir voru Ólafur Snókdalin (1761-1843) og Steingrimur biskup Jónsson (1769-1845). Ættbók Snókdalins var stofninn að ættatölum Espólins. Aldrei hefur þó veriö rannsakað fræðilega hversu mikið Espólin hefur fengið þaðan og ekki heldur hverja uppskrift Snókda- lins hann hefur notað, en, Snók- dalin skrifaði ættbók sina upp hvað eftir annað og jók hana jafnan eftir getu. Hitt er vitað að um hinar eldri ættir fékk Snókdalin mestan fróðleik úr ættbók þeirri sem kennd er við séra Jón Ólafsson á Lambavatni og skrifuö 1681, en fræðimenn hafa sýnt að kjarninn i henni er ættbók sér Þórðar Jónssonar i Hitardal (um 1609-1670). Má af þessu sjá að kjarninn i ættar- tölum Espólins er gamall og miklu áreiðanlegri en ætla skyldi i fljótu bragði. Hins vegar er jafnan nokkur hætta á mis- lestri og misritun þegar bók er afrituð og siðan afrituð og þannig koll af kolli. Munnlegar heimildir eru og ekki allar jafn traustar. Hins vegar hefur gerð og uppruni ættartöluhandrit- anna gömlu sem til eru aldrei verið visindalega rannsökuö en Einar prófessor Bjarnason hefur bent á að það þurfi þó að gera svo að ættfræöiþekking okkar geti hvilt á visindalegum grunni, en slik rannsókn krefst bæði tima og elju. Ljóst er að Espólin hefur viða leitað fanga til þess að auka ætt- bækur sinar sem mest. Hann stóð i bréfaskriftum við fróða menn um þau efni, auk þess sem hann viðaði að sér rituöum ættartölum eftir mætti. Einnig hefur hann leitað eftir munn- legum upplýsingum hjá mönnum sem hann hitti og að sjálfsögðu notfært sér sjálfs sin þekkingu. Ná ættbækur Espó- lins viða til aldamótanna 1800, en sums staðar fram yfir 1830. Væru ættbækur hans vandlega bornar saman við manntalið frá 1703, eftir þvi sem viö á, myndi áreiðanleiki ættbókanna reynast ótrúlega mikill og átti þó hvorki Espólin né aðrir ættartöluritarar kost á að not- færa sér manntalið.” Mikill áhugi Ættfræðiþættir Sunnudags - blaös Þjóöviljans hafa fallið i góöanjarðveghjá lesendum og veit undirritaður til þess aö margir hafa safnað þáttunum. Til þess að auðvelda siðbúnum söfnurum leikinn veröur hér upptalningá þvi efni sem þegar er komið en ætlunin er að halda áfram ættfræðinni enda af nógu að taka. Eftirleiðis verða þætt- irnir einnig númeraðir. En eftirtaliðefni hefur þegar birst: 1. Ættir og völd (10. dgúst) 2. Briem f kvenlegg (17. ágúst) 3. VeldiThorsaranna (24. ágúst) 4. Thorsteinssonættin (31. ágúst) 5. Ættin Eggerz (7. september) 6. Ilá nefss taðaættin (14. september) 7. Þverárætt (21. september) 8. Enn Hánefsstaðaætt (5. októ- bcr) 9. Ætt Sveins Nielssonar (12, október) 10. Hallvarðssonaætt (19. októ- ber) 11. Ælt Ólafs prests ólafssonar (26. október) 12. Laufásætt (2. nóvember) ættfrædi Ett Jakobs Hálfdanars Miðdalsættií * ættf rædi Ætt Sveins Níe/ssonar ættfraedi 1 Ættír og togaraútge, 19 13. Ættir og togaraútgerö O.nóvember) 14. Veöramótsætt (16. nóvem- ber) 15. Engeyjarætt (23. nóvember) 16. Ætt Sigurhjartar á Urðum (30. nóvember) 17. Ætt Jakobs Hálfdanarsonar (7. desember) 18. Miðdalsætt (21. desember) ® ÚTBOÐf Tilboð óskast i hreinlætis- og ræstingavörur fyrir hinar ýmsu stofnanir Reykjavíkurborg- ar. útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri Frí- kirkjuvegi 3. Tilboðin verða opnuð á sama stað miðviku daginn 28. jan. 1981 kl. 11.00 f.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 — Sími 25800 F ramkvæmdastof nun ríkisins óskar að ráða vélritara, vanan almennum skrifstoíustöríum, nú þegar. Skriflegar umsóknir sendist lánadeild Framkvæmdastofnunar, Rauðarúrstig 31. Trésmíðafélag Reykjavikur Lífeyrissjóður byggingamanna, Samband byggingamanna og Verðskrá húsasmiða ATHUGIÐ Frá og með siðustu áramótum eru af- greiðslur ofangreindra aðila að Suður- landsbraut 30 opnar mánudaga til og með föstudögum kl. 10—12 og kl. 13—17. fF élagsmálastof nun Akureyrar vill kynnast góðu fólki, sem óskar að ger- ast fósturforeldrar. Um er áð ræða bæði skammtimafósturftil nokkurra mánaða og langtimafóstur yngri og eldri barna. Umsóknum með sem nákvæmustum upplýsingum um aðstæður og væntanleg- ar óskir umsækjenda sé skilað sem fyrst til Félagsmálastofnunar Akureyrar, póst- hólf 367, 600 Akureyri. Litið verður á allar upplýsingar sem fram koma i umsóknum sem algjört trúnaðar- mál. -------------%------------------------- Okkur vantar blaðbera strax í þessi hverfi: Hörpugata — Þjórsárgata Flyðrugrandi — Kaplaskjólsvegur Hverfisgata — Lindargata Kópavogur: Kópavogsbraut — Skjólbraut UOWIUINN Siðumúla 6 S. 81333. i p Bróðir minn Ottó Tryggvason Hverfisgötu 55 varö bráðkvaddur 23. desember. Jarðaförin fer fram þriðjudaginn 6. janúar kl. 15 frá Fossvogskirkju. Ellert Tryggvason

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.