Þjóðviljinn - 03.01.1981, Blaðsíða 22

Þjóðviljinn - 03.01.1981, Blaðsíða 22
2Í2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 3.-4. janúar 1981 Hjúkrunarfrœðingatal 1 tilefni af 60 ára afmæli Hjúkr- unarféiags tslands var gefiö út Hjúkrunarfræðingatal, sem er viðbót við Hjúkruna rkvennatai, sem gefið var út á 50 ára afmæli félagsins 1969. Hjilkrunarfræðingataliö geymir upplýsingar um 850 hjúkrunarfræðinga, sem braut- skráöst hafa frá hausti 1969 til jafnlengdar 1979. Með útgáfu Hjúkrunarfræðingatals liggur fyrir heimildarskrá um alla hjúkrunarfræðinga Islenska og erlenda, sem fengið hafa hjúkr- unarréttindi hér á landi, það er byggt upp á svipaðan hátt og hefðbundin félags- eöa stéttatöl og greint frá fæðingardegi, for- eldrum, námsferli, starfssögu og fjölskylduaðstæðum hvers hjúkr- unarfræðings. Mynd fylgir hverri frásögn. Hjúkrunarfræðingatalið er til söluí nokkrum bókaverslunum og á skrifstofu Hjúkrunarfélags Is- lands, Þingholtsstærti 30. Vegna fyrirspurna um fyrri bókina, sem nú eruppseld er ákveðið að gera könnun á hve mikill áhugi er á endurprentun og er einnig tekið við pöntunum á henni á skrifstofu félagsins. A.S.Í. Framhald af bls. 16 Skerðing Ólafslaga Skerðingarákvæðin haldast áfram á laun yfir 725 þúsund kr. markinu. Sú skerðing sem verður á verðbótum 1. mars., i hæsta lagi 7%, kemur yfir alla linuna, og veröur bætt með þvi að verðbætur á laun 1. júni, 1. september og 1. desember verða hærri en verið hefði aö óbreyttum lögum, sam- anber áðurgreindar upplýsingar um 1 til 2% ársfjórðungslega skerðingu að óbreyttum Ólafslög- um. Þá gerir rikisstjórnin ráð fyrir að kaupmáttur á hverju verðbótatimabili rýrni minna vegna talsvert minni verðbólgu. Skatta á að lækka sem svarar til 1 1/2% I kaupmætti lægri launa ogmeðallauna. Einnig á að lækka vexti og breyta að nokkru lánum húsbyggjenda ilántil lengri tima. Þau skipti sem hér um ræðir verða að sjálfsögðu ekki metin tii fulls fyrr en eftir nánari útfærslu af hálfu stjórnvalda, en hennar er að vænta á næstu vikum m.a. i boðuðum viðræðum við samtök launafólks og aðra hagsmunaað- ila atvinnulifsins. Frestun Framhald af bls. 5 hefur verið ákveðið að losa þjóðina undan gengiskollsteypu nú um áramótin. Þessi ákvörðun er afgerandi þáttur efnahagsaðgerðanna. Það er athyglisvert að talsmenn at- vinnuveganna virðast gera mikiö úr þessu máli og telja hið versta hneyksli. Glymur þar að sjálfsögðu hæst i Trópíkana- framleiðandanum Davið Schev- ing Thorsteinssyni. Það kemur ekki á óvart, en það er hart þegar forvigismaður islenskrar atvinnugreinar hótar aðgerð- um gegn íslendingum af hálfu EFTA og Efnahagsbandalags- ins i tilefni þessara efnahagsað- gerða. Rugluð stjórnarandstaða Fram hefur komið að tals- menn stjórnarandstöðunnar gagnrýna aðallega formsatriði málsins, en ekki innihald! I raun hafa þeir ekki enn mót- mælt efnisatriðum bráða- birgðalaganna. Hér er um mikilvægt atriði að ræða, enda er ljóst að aðgerðir viðreisnar- flokkanna yrðu af öðrum toga. Það hefur þó komið fram i máli þeirra. Megináhersla Alþýðu- flokksins hefur alltaf verið á það að koma upp visitölukerfi sem hefði sjálfvirka kaupskerðingu i för með sér á þriggja mánaða fresti. Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema algerlega verðbætur á laun. Slikum aðgerðum hefur veriö afstýrt. Nú um mánaðamótin tekur verðgildisbreyting krónunnar gildi. Það veltur þvi á miklu að hagnýta aðstæður til alhliða baráttu gegn verðbólgunni. Það er ábyrgðarleysi að vikjast undan þvi verkefni — ábyrgðar- leysi gagnvart hagsmunum launafólks á tslandi i bráð og lengd. Nú þurfa menn að standa saman og taka á hvar sem er. Mestu skiptir að fylgst verði rækilega meö verðlaginu. Þeir sem daglega eða svo til daglega fara i verslanir þurfa að hafa augun opin og fylgjast rækilega með verðbreytingum og láta yfirvöld vita ef verðlag fer úr skorðum. Verðlagsþátturinn er ein meginforsenda þessara efnahagsaðgerða. Ef hann er tryggður i framkvæmd eins og efni standa til munu aðgerð- irnar takast. Til þess þarf stuðning alls almennings og þátttöku. Blaðberabíó Kvenholli skipstjórinn, bráðskemmtileg gamanmynd með isl. texta. Sýnd i Regnboganum, Sal A, i dag kl. 1. Góða skemmtun! ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið Neskaupstað: Félagsfundur i Egilsbúð i dag Iaugardag kl. 15 og hefst klukkan 16. Hjörleifur Guttormsson iðnaðarráðherra kemur á fundinn. Stjórnin. Alþýðubandalagið i V estmannaey jum OPIÐ HÚS i Alþýðuhúsinu, litla salnum kl. 4—7 siðdegis laugardaginn 3. jan. n.k. Garðar Sigurösson Alþýðubandalag Héraðsmanna Almennur félagsfundur verður haldinn á hrepps- skrifstofu Egilstaðahrepps sunnudaginn 4. janúar kl. 13.30. Umræöur um málgagn Alþýðubandalagsins á Austurlandi. Skýrsla frá orku- og iðnaðarmálanefnd, landbún- aðarmálanefnd og fjölskyldumálanefnd. HjörleifurGuttormsson iðnaðarráðherra kemur á fundinn. Kaffi. StJÓrn,n Hjörleifur ICELÁND Jæja, Frissi, ætlarðu að . leika eða ekki? ICLLAND H&m': Tii hvers væri það nú Karpof minn? — Eg þoli ekki að hlusta á þessa gaura sem ekkert geta og ekkert kunna

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.