Þjóðviljinn - 03.01.1981, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 03.01.1981, Blaðsíða 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 3.-4. janúar 1981 NOBVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýds- hreyfingar og þjóöfrelsis Ctgefandi: O gáfufélag Þjööviljans. Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann. Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan óV'fsson. Auglýsingastjóri: Þorgeir Ólafsson. Umsjónarmaöur sunnudagsblaös: Guöjón Friörikssoi’. Afgreiöslustjóri: Valþór Hlööversson. Blaöamenn: Alfheiöur Ingadóttir, Einar Orn Stefánsson, Ingi- björg Haraldsdóttir, Kristin Astgeirsdóttir, Magnús H. Gislason, Sigurdór Sigurdórsson. tþróttafréttamaöur: Ingólfur Hannesson. Útlit og hönnun: Guöjón Sveinbjörnsson, Sævar Guðbjörnsson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Elisson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Ellas Mar. Safnvöröur: Eyjólfur Arnason. Auglýsingar: Svanhildur Bjarnadóttir. Skrifstofa: Guörún Guövarðardóttir, Jóhannes Haröarson. Afgreiösla: Kristin Pétursdóttir, Bára Halldórsdóttir, Bára Sigurðardóttir. Sbnavarsla: Ólöf Halldórsdóttir, Sigriöur Kristjánsdóttir. Bílstjóri: Sigrún Báröardóttir. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Siöumúla 6, Reykjavfk, sfmi 8 13 33. Prentun: Blaöaprent hf. Trygging kaupmáttar % Á gamlársdag tókst samkomulag í ríkisstjórninni um nýjar efnahagsráðstafanir, sem koma til fram- kvæmda nú um áramótin að verulegu leyti, en sum atriði þeirra þó ekki fyrr en nokkru síðar. • Höf uðtilgangur þessara efnahagsráðstafana er þrí- þættur. • í fyrsta lagi, að tryggja minnkandi verðbólgu á næsta ári í stað þeirrar 70% óðaverðbólgu, sem við blasti, ef ekki hefði verið gripið í taumana. • í öðru lagi, að tryggja kaupmátt almennra launa þannig að meðalkaupmáttur ráðstöf unartekna almenn- ings verði ekki lægri á árinu 1981 en verið hefði án efna- hagsaðgerða. • í þriðja lagi að efla atvinnulíf ið og tryggja öllum landsmönnum næga atvinnu. • Lítum nokkru nánar á málin, kjaramálin sérstak- lega. Það atriði sem langmestu máli skiptir varðandi kjaramálin í hinu nýja samkomulagi um ef nahagsmál er afnám skerðingarákvæða Ólafslaga við útreikning verð- bóta á laun. • Þessi kaupskerðingarákvæði Ólafslaga höfðu verið í gildi hátt á annað ár f rá því að lögin voru sett. Nú er hins vegar ákveðið að greiða verðbætur á laun óskertar í samræmi við hækkun framfærsluvísitölu. Ef þessi regla sem nú er tekin upp hefði gilt við útreikning verðbóta á laun allan gildistíma Ólafslaga, þá hefðu almenn laun nú um áramótin verið 16,6% hærri heldur en þau voru i reynd. Þetta er staðfest af Þjóðhagsstofnun, og það eru skerðingarákvæði ólafslaga, sem hafa valdið þvi að þessi 16,6% hef ur vantað upp á kaupið miðað við greiðslu verðbóta samkvæmt framfærsluvísitölu. • Við skulum rekja hér hver þessi skerðingarákvæði hafa verið og þátt helstu ákvæðanna í kaupskerðingunni. Vegna tengingar við vísitölu viðskiptakjara vantaði 6,4% íkaupið, vegna búvöruf rádráttarins vantaði 5,4% (engin hækkun verðbóta út á búvöruhækkun vegna breytinga á launalið bóndans), aðrir skerðingarliðir áfengi, tóbak og olía,gera svo samtals 4,8%. • Það er þessi áður lögbundna og sjálfvirka kaupskerðing sem á árinu 1981 hefði haldið áfram að salla niður kaupmáttinn að óbreyttu, sem nú hef ur orðið samkomulag um aðafnema. Það er mikill pólitískur sig- ur fyrir verkalýðssamtökin og fyrir allt launafólk í land- inu. • Auðvitað hlaut þessi sigur að kosta eitthvað í samn- ingum flokkanna, og það sem hann kostaði er að á móti fullum verðbótum á laun samkvæmt framfærsluvísitölu á þessu ári 1981, þá verða sjö vísitölustig dregin frá i eitt skipti, þ.e. við útreikning verðbóta á laun fyrir 1. mars n.k. • Þegar á það er litið að í samkomulagi rikisstjórnar- innar er gert ráð fyrir skattalækkun hjá lágtekjufólki og fólki með miðlungstekjur, sem svari 1,5% í launum, — og þegar ennfremur er haft í huga að minnkandi verð- bólga þýðir minni kjararýrnun frá upphafi til loka sér- hvers verðbótatímabils, —þá er það ekkert vafamál, að sé litið á árið 1981 í heild, þá kemur a.m.k. ekki lakari kaupmáttur ráðstöfunartekna almenns launafólks út úr efnahagsaðgerðum ríkisstjórnarinnar, heldur en verið hefði að öllu óbreyttu. • Fyrir verkalýðshreyfinguna er hér a.m.k. um slétt skipti að ræða og jafnvel rúmlega það. • Rétt er hins vegar að taka f ram, að gert er ráð f yrir að þeir sem hafa meira en tvöföld lágmarkslaun verka- fólks í kaup fyrir dagvinnu, það er yfir 725 þús. kr. á mánuði losni ekki undan skerðingarákvæðum Ólafs- laganna, og er þetta í samræmi við launajöfnunarstefnu rikisstjörnarinnar. • Efnahagsáætlun ríkisstjórnarinnar er við það mið- uð að koma verðbólgunni a.m.k. niður f yrir 50% á því ári sem nú er hafið. Án aðgerða hefði verðbólgan orðið meiri en nokkru sinni fyrr og komist í um 70% að mati f róðustu manna. Hér er til mikils að vinna. Meðal þeirra ráðstafana sem ætlaðar eru til að draga úr verðbólgunni má nefnai • Gengi krónunnar verður haldið stöðugu næstu mán- uði, en útflutningsatvinnuvegunum tryggð afkomuskil- yrði með millifærslu i stað gengissigs. • Allar verðhækkanir eru bannaðar til 1. maí nema með sérstöku leyfi ríkisstjórnarinnar. Vextir verða lækkaðir, en verðtrygging sparifjár tryggð gegn 6 mánaða bindingu. — k. # úr almanakínu Jól á tslandi eru ekki kristin hátlö — þau eru fyrst og fremst mesta markaöshátiö ársins. Og i ööru lagi kærkomin hvildar- og sólrisuhátfö. Kristnin er aöeins ytra form alls tilstandsins, um- búöir um jólasteikina, nýja lita- sjónvarpið og marglit ljós. Hér má reyndar minna á aö jól voru haldin hátíöleg löngu áöur en kristni barst til norr- aenna þjóöa og oröiö iól á ekkert skylt viö fæöingu Jesúsar Jósefssonar. 1 heiöni voru menn aö fagna hækkandi sól á þessum árstima. Og ef grannt er skoöaö er býsna margt i jólasiöum Þetta mi 17 eru makindalegir góðborgarar okkarættaö úr grárri forneskju. Má þar nefna jólasveinana þrettán, einn fyrir hvern dag jóla, jólaköttinn, Grýlu og Leppalúöa og ýmislegt i þeim dúr. Þetta hyski á ekki hiö minnsta skylt viö kristinn siö. Ekki er ég hér aö gera litiö úr þeim sem halda jólin heilög meö trúartilbeiöslu. Þeir eru bara svo fáir og fer sennilega fækk- andi. Margt fólk fer samt i kirkju um hátiöarnar, þvi finnst þaö kannski notalegt og þaö er vant þvi. Eins og fyrr sagði er kirkjusókn i hugum flestra form, gömul hefö, ihaldssemi. Sjálfum finnst mér gott aö heyra jólaguöspjallið. Það til- heyrir þessari hátiö, er fagur texti eins og margt i Bibiiunni. Hún er með ágætustu bók- menntaverkum sem þýdd hafa veriö á islenska tungu, marg- slungin og f jölbreytt. En Biblian vekur ekki trú mina — þar sem höfundum hennar tekst best upp er hún i mesta lagi til siðferði- iegrar eftirbreytni. Þeirsem hæstgala um kristin jól, kaupmenn og þeirra nótar, eru i raun og veru i sömu spor- um og þeir sem Jesús Mariuson rak út úr Musterinu foröum daga. Samt er ég ekkert aö am- ast við verslun, prangi og prett- um á þessari hátiö. Þaö til- heyrir ærlegum markaöshátiö- um. Og þetta er kannski okkar eina stóra markaöshátiö. Hitt er hræsni að kenna hana viö fæö- ingarhátið frelsarans. Islendingum er nauösyn á þvi að halda jól hátiöleg helst i marga daga, 13 daga. Hér á noröurhjara veraldar er myrkriö svo svart á þessum árstima aö við veröum aö fagna sólu, dýrka hana. Viö veröum að létta okkur upp, reyna að reka burtu þungar hugsanir, skemmta okkur, kveikja mörg ljós, gjalda gjöf viö gjöf og fara vin heim að sækja. Ljós, dýrar veigar og drykkir er okkur nauðsyn á jólum, lækninga- meöal. Hitt skiptir minna máli hvort viö erum kristinnar trúar, Búddatrúar, Múhameöstrúar eöa trúum bara á stokka og steina eöa ekki neinu. Reyndar held ég að efasemdarmenn i trúarefnum séu kannski þegar á botninn er hvolft sönnustu trú- mennirnir. Þeir hafa þó lagt á sig að hugleiða trúna og komast að niöurstööu. Flestir hinna i kirkjuræknu hafa aldrei hugleitt trú, þeir „trúa” bara á Krist af þvi aö mamma og pabbi gerðu þaö, þeim finnst þægilegast aö láta allt danka i sinu fari — hugsunarlaust. Aðrir eru að sjálfsögöu meðvitaðir um póli- tiskt hlutverk kirkjunnar — ópi- um fólksins. Þeir fara i kirkju öörum til eftirbreytni. Ég legg stundum eyru við orð- um presta i útvarpinu á sunnu- dagsmorgnum. Flestir hafa ekkert að segja okkur. Þetta eru makindalegir góðborgarar — rétt eins og viö hinir. Ég hef frétt að 12 prestar hafi verið beðnir aö flytja mál flótta- manns úr Frakklandi á útifundi á Lækjartorgi um daginn. Eng- inn þeirra haföi tima. Sennilega heföi fariö eins fyrir þeim ef þeir hefðu lifaö fyrir tæpum tveim þúsundum ára. Sjájfur hef ég gaman af þvi aö skoöa Bibliuna eins og annan góöan texta. LjóBalióöin eru t.d. dýrlegur bersögliskveöskapur, einstakiega fagur i islensku þýöingunni. Aldrei hef ég heyrt fariö með þennan Bibliutexta i kirkju. Og reyndar ekki heldur orð prédikarans sem hlýtur aö hafa veriö hinn argasti efahyggju- maöur eins og margir trúmenn. „Aumasti hégómi, segir prédikarinn, allt er hégómi!” 1 Bibliunni er nefnilega að finna jafnt trúleysi sem trú, einnig grimmd og græögi jafnt sem kærleika og auðmýkt. Þar að auki er hún svo tviræð aö hver getur lagt út af henni á sinn hátt. Þess vegna eru upp sprottnir þúsund kristnir trú- flokkar sem deila hver á annan fyrir trúvillu. Til gamans ætla ég aö ljúka þessu marklitla hjali minu meö tilvitnun i prédikarann og mættu þeir sem hafa lifaö i vel- lystingum praktuglega nú um þessi jól og kýlt vömbina hug- leiöa þessi orð hans — ekki þó til aö eyðileggja fyrir sér gleðina og gróöann heldur einungis til skemmtunar: „Og allt það sem augu min girntust, þaö lét ég eftir þeim, ég neitaöi ekki hjarta minu um nokkra gleöi, þvi að hjarta mitt hafði ánægju af allri fyrirhöfn minni, og þetta var hlutdeild min af allri fyrirhöfn minni. En er ég leit á öll verk min, þau er hendur minar höföu unniö, og á þá fyrirhöfn er ég haföi haft fyr- ir að gjöra þau, þá sá ég, að allt var hégómi og eftirsókn eftir vindi, og aö enginn ávinningur er til undir sólinni”. (Predikar- inn 2.10) „Já, fögur ertu, vina min já, fögur ertu, augu þin eru dúfuaugu út um skýluraufina. Hár þitt er eins og geitahjörö, sem rennur niöur Gileaöfjall Tennur þinar eru eins og hópur af nýklipptum ám, sem koma af sundi, sem allar eru tvilembdar og engin lamblaus meöal þeirra. Varir þinar eru eins og skarlatsband og munnur þinn yndislegur”. Guðjón Friðriksson i skrifar

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.