Þjóðviljinn - 03.01.1981, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 03.01.1981, Blaðsíða 9
Helgin 3.-4. janúar 1981. ÞJÓÐVILJINN — SIDA 9 Áramótaræöa Vigdísar Finnbogadóttur, forseta íslands Islendingar. Gleöilegt ár 1981. Megi það færa okkur þá gæfu og far- sæld, sem við leitum öll. Velég þviaðhér má skýr orðskilja, skili þjóðir minn Ijósan vilja, tal óbreytilegt veitt af viija. Vil ég að kvæðið heiti Lilja. Þannig kvað Eysteinn munkur Ásgrimsson á 14. öld. Hann kvað það ljóð, sem allir vildu kveðið hafa, og skildi að vandi er að orða svo hugsun að hún komist til skila. Orð geta verið innantóm, en oft eru þau hlaöin merkingu, og þá eru þau verðmæti, vandmeðfarið að visu. Þau geta verið sannleiksperlur, en einnig sindr- andi hjóm, misnotað i þeim tilgangi að sljóvga dóm- greindina. Orð eru til alls fyrst, stendur einhvers staðar. Það er Veiztu að vonin er til hún vex inni i dimmu gili, og eigirðu leið þar um þá leitaðu i urðinni leitaðu á sillunum og sjáðu hvar þau sitja litil og veikbyggð vetrarblómin litil og veikbyggð eins og vonin. Meðan ung skáld yrkja slik ljóð með þessari þjóð þarf hún ekki aö örvænta um sinn hag, og það eru þessi orð, sem ég vil gera að einkunnarorðum okkar um þessi áramót: Veistu að vonin er til.... Þegar litið er um öxl virðist svo sem verstu ár is- lenskrar þjóðar hafi verið þegar hún lét vonleysi ná tökum á sér. Við búum i landi, sem einatt hefur verið okkur erfitt. Það er oft ekki á færi okkar að afstýra margskonar vanda, sem að okkur steðjar. En við get- um brugðist við vandanum. Okkur er gefið vit. Okkur er gefinn styrkur. Hagsýni er okkur i blóð borin. Allt þetta og miklu fleira býr i okkur, aðeins ef við viljum nýta það, en látum vonleysishjal og úrtölur ekki villa um fyrir okkur Glamur og skarkala bar hér áður á góma og mis- notkun orða i áróðursskyni. Við skulum ekki láta telja okkur trú um það að islenskt þjóðfélag sé á vonarvöl. Dægurþras og karp um keisarans skegg breyta ekki þeirri staðreynd, að þrátt fyrir úrlausnarefni daglegs lifs, erum við ekki að syngja okkar siðustu vers. Sann- anir þessá blasa hvarvetna við. Landið okkar og það afl, sem i okkur sjálfum býr, veitir okkur svo rikulegt Veistu aö vonin er til... ekki nema hálfur sannleikur, þvi séu orðin einhvers virði kemur hugsunin á undan. En i þjóðfélagi nútim- ans, þar sem glamur, skarkali og orðaflaumur sýnast oft verða hljóðri yfirvegun sterkari, er okkur hollt að hugleiöa pistil, sem fyrir allmörgum árum fannst i kirkju i Baltimore i Bandarikjunum, og ber yfirskrift- ina Desiderata, sem útleggst Leiðarljós: „Gakktu með stillingu i skarkala heimsins og mundu þann frið sem i þögninni býr. Láttu þér eftir megni lynda við alla menn án þess þó að lúta þeim. Mæltu þinnsannleika skýrt en af hógværð, ljáðu öðrum eyra, jafnvel heimskum mönnum og fáfróðum, einnig þeir hafa sina sögu að segja. Forðastu háværa menn og ágenga. Þeir eru sálarangur. Farir þú i mannjöfnuð geturðu orðið bitur og hégómlegur, þvi ávallt verða á vegi þinum þeir, sem bæði eru meiri menn og minni en þú sjálfur. Njóttu bæði afreka þinna og ráðagerða. Varðveittu áhuga á starfi þinu, hversu fábrotið sem þér virðist það vera, það er sönn eign i timans rás. Hafðu varann á i viðskiptum þvi að veröldin er full af prettum. Láttu það samt ekki verða til þess að þú kannist ekki við dyggðina er hún verður á vegi þinum, margir eiga sér háleita hugsjón og hvarvetna eru hetjur á ferð. Vertu þér sjálfum trúr. Umfram allt, gerðu þér ekki upp elskusemi. Gerðu ekki litið úr kær- leikanum. Hann stenst og er lifseigur eins og gróður jarðar, þráttfyrir þurrka og hallæri. Taktu reynslu ár- anna með glööu geði og sjáðu ekki eftir æskunni. Efldu innri styrk svo áföll verði þér ekki um megn, en láttu hugarfóstur ekki draga úr þér þrótt. Oft er óttinn sprottinnaflúaogeinmannakennd. Þegar hollri sjálfs- ögun sleppir, þá skaltu hlifa sjálfum þér. Þú ert barn þessa heims, ekki siður en himintunglin og allt sem lifsanda dregur, og réttborinn ertu til þessarar arf- leifðar. Og hvort sem þú skilur það eða ekki þá stendur alheimurinn þér svo opinn sem skildi. Þvi skaltu lifa sáttur við guð, hver sem þér f innst hann vera, og sáttur við sjálfan þig i erli og amstri daganna. Þvi þrátt fyrir brostnar vonir, strit og undirferli er heimurinn undur- samlegur. Hafðu gát. Leitaðu gæfunnar”. Og auðvitað er það vonin, sem er leiðarljósið. Það leiðarljós, sem getið er i upphafi. viðurværi, að áþreifanleg velmegun er hér miklu meiri en viðast gerist, og svo mikil að barlómur hlýtur að vera fyrir neðan okkar virðingu. En velmegun, talin i krónum og aurum, er annað en velmegun andans. Það sæmir okkur að vera bjartsýn og trúa á okkur sjálf. Það er velmegun andans, og til að öðlast þá vel- megun þurfum viö þessa von, sem svo fallega hefur veriðort um. Megi það verða kjörorð okkar íslendinga um þessi áramót, að vonin sem stundum er veikbyggð eins og vetrarblóm, dafni og verði að sóleyjum sumarsins 1981, — vonin um batnandi tið og góöæri til sjós og lands og i hugum okkar mannanna. Með sam- stöðu og sjálfstæðishugsjón, tillitssemi og skilningi, hófsemi, sannleiksást og ræktun iýðræðisins mun okkur vel vegna. Þá munum við kunna fótum okkar forráð, og þá eigum viö verðmæti að gefa, ekki aðeins okkur sjálium heldur einnig öðrum þjóðum. Gleðilegt ár og megi allt gott sem hugsað er i heimin- um og nefnt sinum réttu nöfnum, friður, visindi og manngæska fylgja okkur á árinu sem fer i hönd og alla tima. III Bandalag kvenna, Rvík.; Afla fjár til kaupa á taugagreini Bandalag kvenna i Reykjavik hefur skipað sérstaka fjáröflun- arnefnd vegna Ars fatlaðra, en Bandalagið hefur i tilefni ársins ákveðið. að stefna að þvi að gefa Endurhæfingardeild Borgar- spitalans svokallaðan tauga- greini. Hann auðveldar mat á möguleikum þeirra sjúklinga, til endurhæfingar, sem hlotið hafa örkuml m.a. vegna slysa, og er þessi gjöf valin i samráði við As- geir B. Ellertsson, forráðamann deildarinnar. 1 Bandalagi kvenna i Reykjavik er nú 31 félag með um 14 þúsund félaga og standa þau öll saman að þessu átaki, en áætlað er að tækið muni kosta 30—40 miljónir króna fyrir utan tolla og aðflutnings- gjöld. Fjáröflunarnefndina skipa eftirtaldir: Björg Einarsdóttir, formaður, simi 14156, Sólveig A. Pétursdóttir, s. 35846, Ingibjörg Magnúsdóttir, s. 66212, Guðlaug Wium, s. 71727, Þórunn Valdi- marsdóttir, s. 26930, og Ragna Bergmann varamaður s. 26930. Stór gjof til SVFÍ Landsbankinn færði félaginu 7 milj. kr. til minningar um Magnús Sigurðsson fyrrum bankastjóra Bankaráð og stjórnendur Landsbanka Islands færðu Slysavarnafélagi Islands 7 miljónir króna að gjöf sl. Magnús Sigurösson fyrrum bankastjóri Landsbanka tslands þriðjudag, til minningar um Magnús Sigurðsson fyrrum bankastjóra bank- ans en 1980 voru liðin 100 ár frá fæðingu hans. Magnús Sigurðsson var einn af Gunnar Friðriksson, formaður SVFt.tekur viö gjöfinni úr hendi Arna Vilhjálmssonar, formanns bankaráðs Landsbankans (th).(ljósm. — eik—) stofnendum SVFl og átti sæti i stjórn félagsins i 12 ár, frá 1928 til 1940. Magnús var alla tið mikill áhugamaður um slysavarnir hér á landi, einkum lét hann sér annt um slysavarnir á sjó. Sú kvöð fylgir gjöf Landsbank- ans, að henni sé variö til eflingar slysavörnum á sjó. Arni Vil- hjálmsson formaður bankaráðs Landsbankans afhenti gjöfina en Gunnar Friðriksson formaður SVFI tók við henni og þakkaði fyrir hönd félagsins. —S.dór

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.