Þjóðviljinn - 03.01.1981, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 03.01.1981, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJ6.ÐVILJINN Helgin 3.-4. janúar 1981 Af áramótahug vekj u „Djöfull er hann Gunnar æðisgenginn svona í steríó", hrópaði einn af gamlárskvölds- gestunum mínum— miðaldra kona, nýfráskil- in — þegar allir voru agndofa að horf a á sjálf- an forsætisráðherrann tíunda nýjustu bjarg- ráðin í eðlilegum litum á sjónvarpsskjánum. „Hann er ekkert í steríó", sagði frændi kon- unnar minnar, sem er svolítið í pólitík, svona á bak við tjöldin, en að öðru leyti heldur dag- f arsprúður maður, nema kannske á stórhátíð- um, en þá á hann það til að neyta af Ismunar sé honum mótmælt. „Hann er víst í steríó" hrópaði sú fráskilda. „Hvað er þaðaftur kallaðá íslensku? Víðsýni, er það ekki? Nei auðvitað heitir það tvísýni, þegar maður sér tvo svona kalla alveg eins, á skjánum í einu. Þú heyrðir hvað þulan sagði: Næstur tekur til máls forsætisráðherra. Otsendingin verður í tvísýni". Nú fóru gamlárskvöldsgestirnir að hugleiða það, undir ræðu forsætisráðherra, hvort hann væri þarna á skjánum í steriö eða mónó, hvort hér væri um að ræða einsýni, tvisýni eða víð- sýni og hvorttöluðu máli hans væri varpað útá öldur Ijósvakans einhlýtt eða tvíhlýtt; í ein- hlýði eða tvíhlýði. Ung og svolítið f jarræn stúlka, sem er stödd hérna heima bara rétt yfir hátíðarnar, til að hitta krakkana, en er annars mest í Kaup- mannahöfn, sagðist halda að þetta væri kallað víðhlýði, eða jafnvel víðihlýði, þannig að þegar Gunnar Thoroddsen hefði farið í sjón- varpið, hefði hann „vappað sér inní Víðihlíði" og þaðan hefði Megas þessa setningu. Eftir nokkurt þóf gátu svo allir orðið sam- mála um það að Gunnar væri þarna á skjánum myndrænt í sterió (tvísýni) — en málrænt í kvadró (ferhlíði). Skeggjaður húmoristi úr norrænudeildinni tók af skarið og sagði: „Betri eru tveir foglar á skjá, en einn í skógi". Svo fóru ailir að hugsa og tala um eitthvað annað, nema náttúrlega ég, sem er alger sjónvarpsvíðihliðir. Ég fékk satt að segja ekki betur séð, en hinn siungi aldursforseti vor væri í sterió og tæki sig prýðilega út, svona tvöfaldur á skjánum. Mér fannst þó kostulegast við þetta allt, að það var ekki nóg með að myndin væri i sterió og hljóðið í kvadró, heldur gat ég ekki betur heyrt, en þarna væri verið að flytja boðskap í októ, sem stundum hefur verið kallað átt- feðmi, en sumir hafa nefnt náðfeðmi. Af því litla, sem ég skildi, varð ég þó fegn- astur því að til stendur rétt einusinni, að lækka skattana á þeim sem engar tekjur hafa^um tvö prósent. Og svo náttúrlega því nýmæli að draga úr verðbólgunni. Þegar svo — í víðihlýði — hinn ástsæli og ágæti landsfaðir vor tilkynnti okkur, já og í eðlilegum litum, að brennivín og tóbak yrði ekki reiknað með í vísitölunni, varð frændi konunnar minnar—þessi dagfarsprúði, nema á stórhátíðum — svo æstur að allir sæmilega rólfærir gestir urðu að leggjast á eitt að lempa hann frammi eldhús. Síðan var sjónvarpsskjánum lokað svo hús- friður héldist á þessum hátíðlegu tímamótum þess sem einsýnt er og tvísýnt. Þegar ég var svo búinn að skjóta rakettunni og kyssa gestina gleðilegt nýár, gengum við heiðurshjónin til hvílu, ákveðin í því að missa ekki af síðasta nýársboðskap biskupsins yfir íslandi, á nýársmorgun. Mér hefur nefnilega lengi fundist séra Sigurbjörn tjá sig — öðrum mönnum betur — í fögru, einföldu og meitluðu máli. Aldrei hef ég heyrt þennan guðsmann tala bull og er hann í því ef ni að verða í hópi f árra útvaldra. Og ekki brást biskupinn á nýársmorgun. Það kæmi mér satt að segja ekki á óvart þótt predikun hans yrði um alla framtíð talin til gersema íslenskrar tungu. Það er nefnilega víst einhvern veginn þannig, að ef samsetningurinn er í lagi, þá hefur steríó, kvadró og guð má vita hvað margar rásir og litir í útsendingunni — ekkert að segja. Sumir eru þeirrar skoðunar að meira þurfi til; nefnilega íslenska flytjendur og höfunda, sem kunna til verks. Þess vegna er það rangt, sem útvarps- ráðsmaðurinn sagði í afmæíisljóðinu fil út- varpsins: öllum fannst að útvarpsráð í útvarpsmálum gerði nó þegar loks var drýgð sú dáð að dreifa efni i sterió. Flosi. Margir voru að velta þvi fyrir sér á af- mælishátið útvarpsins af hverju þekktustu óperusöngvarar lands- ins voru ekki látnir syngja viö þaö tækifæri og þ.á m. sjálfur fram- kvæmdastjóri Utvarpsins, Guö- mundur Jónsson. Astæöan var sú aö Guömundur og flestir hinnar voru f verkfalli þennan dag og eru reyndar enn t verkfalli gagnvart útvarpinu. Framkvæmdastjóri útvarpsins og aörir helstu óperu- söngvarar landsinseru I Leikara- félaginu og félagar þess mega ekki koma frajm i útvarpi meöan á verkfalli stendur. Gárungar eita því núfyrir sér hvaöa stööur nu.ni.Vidi leikhússtjórar Leik- félags Reykjavlkur, þeir Stefán Baldursson og Þorsteinn Gunnarsson muni fá þegar þeir hætta í Iönó. Þaö er nefnilega oröin hefö aö leikhússtjóramir þar fari I feit embætti þegar þeir hætta. Sá fyrsti varö þjóöleikhús- stjóri.annar varö forseti tslands. Nú er komin fram lausn fyrir þd félaga, Stefán og Þorstein. Eftir aö útvarpiö komst 1 stereo veröa þeir auövitaö útvarpsstjórar. Helgarpósturinn á i miklum fjdrhagskröggum um þessar mundir einsog flest önnur blöö. A föstudaginn var haldinn fundur meö öllu starfsfólkinu um hvað sé til ráða. Þykir sumum stjórnendum blaösins sem þaö sé helst til ofmannaö en á ritstjórn þess eru 6 blaöamenn, ljósmynd- ari, útlitsteiknari og prófarkales- ari en að auki er yfirleitt mikið af aökeyptu efni. Heyrst hefur aö ætlunin sé aö segja öllum mann- skapnum uppi og endurráöa aðeins hluta hans á ný. Mikil áfergja var I fólki f gær við aö skoöa nýju myntina og var ekki annaö aöheyra en þaö væri sæmi- lega dnægt meö Utlit hennar. Af seölunum þótti minnst koma til 500 króna seöilsins, einkum bak- hliðarinnar. Þá þykir gæta nokk- urs misræmis I vali á mönnum á seölana, og einkum aö hafa sam- timamenn á tveimur seölanna, þá Guöbrand Þorláksson biskup (1541—1627) á 50 króna seölinum og Arngrfm Jónsson læröa (1568—1648) á 10 króna seölinum. Þá er Arni Magnússon (1663—1730) á 100 króna seölinum ekki heldur fjarri þeim i tíma. Fjóröi maðurinn er Jón Sigurös- son (1811—1879) á 500 króna seðl- inum. Um fátt er nú meira talaö en mál Frakkans Gervasoni manna á meðal og er mikill hiti i fólki og óþvegin orð látin falla. Hefur komiö I ljós aö stutt er i útlend- inga- og kynþáttahatur margs landans. Spurningin hvort Islend- ingar eigi aö taka viö flóttamönn- um frá öörum þjóöum er hins vegar ekki ný af nálinni. I bók Þórs Whitehead, Ofriöur i aösigi, Guömundur Jónsson fram- kvæmdastjóri útvarpsins var i verkfaili á afmælishátiöinni. Ariö 1938 þótti hættuiegt fordæmi aö veita flóttamönnum frá Hitlers-Þýskalandi sem voru af Gyöingaættum landvist á tslandi. Hins vegar var allt I lagi ef þeir voru af ariskum uppruna. sem kom út fyrir skömmu er lýst viöhorfi islenskra stjórnvalda til flóttamanna frá Hitlers-Þýska- landi fyrir striö. Hún var i fáum oröum þessi: Ekkert var þvi til fyrirstööuaö Þjóöverjar af hrein- um kynþætti settust hér að, en Gyöingar fengu ekki inngöngu. í bókinni er m.a. sagt frá vel stæð- um hjónum af Gyöingaættum sem var neitaö um dvalarleyfi hér vegna uppruna sins og einnig frá félagi sem stofnað var i Reykjavik til þess aö taka aö sér 8—10 munaðarlaus Gyöingabörn en var synjað um aö fá þau hingaö — af þvi aö þau voru Gyð- ingar. Stjórnvöld báru þaö fyrir sig aö þau óttuöust holskeflu af Gyðingum hingaö ef fordæmiö væri veitt. Kannast nokkur viö þau rök? Kínverska sendiráöiö gefur út fréttabréf hér á landi. 1 siðasta eintaki er frétt sem hlýtur aö vekja mikla athygli. Hún hljóöar svo: „Gosypol, Getnaöarvöm fyrir karlmenn fundin upp i Kína — sú fyrsta sinnar tegundar i heimin- um — mun brátt veröa almennt á boöstólum, og er þess vænst, aö hún eigi eftir að koma aö miklu liði viö aö draga úr fólksfjölda i Kina”. Og Þorsteinn og Stefán: Útvarpsstjórar f stereo? úr þvi aö minnst er á Kinverska sendiráöið aö V iöimel 29 er r étt aö koma aö sjötugsafmæli Gunnars Thoroddsens sem haldiö var upp áaö heimilihansáViöimél 27. Þar sö&iuöust stuöningsmenn hans fyrir utan meö firverki og gaura- gangi. Þá varö Gunnari aö oröi: „í guöanna bænum sprengiö bara ekki Kihverja. Þeir eru nefnilega hér I næsta húsi”.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.