Þjóðviljinn - 03.01.1981, Blaðsíða 24

Þjóðviljinn - 03.01.1981, Blaðsíða 24
mmu/m Helgin 3.—4. janúar 1981 nafn* 4 Guðrún Helgadóttir Nafn vikunnar er Guörún Helgadóttir alþingismaöur. Hún hefur nú lýst þvi yfir að stjórn Gunnars Thoroddsen sé sér óviðkomandi, vegna þeirrar afgreiöslu sem mál Frakkans Patricks Gerva- soni fékk hér á landi. í september átti að flytja Gervasoni úr landi og var hann kominn út á Kefla- vikurflugvöll áöur en nokkur fékk rönd við reist. Guðrún og ýmsir fleiri gripu til þeirra ráða að ræða við forsætis og dómsmálaráð- herra. Guðrún iýsti þvf yfir að hún styddi ekki lengur stjórnina ef piltinum yrði visað úr landi. Er ekki að efa að viðbrögð Guðrúnar áttu sinn þátt i þvi að Gervasoni fékk nokkurra vikna frest, Þrátt fyrir nýjar upplýs- ingar og yfirlýsingu Amnesty International breytti Friðjón Þórðarson dómsmálaráðherra ekki fyrri ákvörðun sinni og siðast liðinn þriðjudag var Gervasoni sendur beint i fangelsi i Danmörku. Vegna þessara málalykta lýsti Guðrun Helgadóttir þvi yfir að hún tæki ekki þátt i niðurtalningu á mannslifum og að sú rikisstjórn sem nú sæti væri sér óviðkomandi. 1 yfirlýsingu Guörúnar sem birtist i Þjóðviljanum sl. miðvikudag segir hún: „Ég tók við umboði minu sem sósialisti, hernámsand- stæðingur og baráttumaður fyrir mannréttindum, en ekki til að vera fótaþurrka fyrir afturhaldið i landinu. Ég hef aldrei litið á forsætis- ráðherra og félaga hans,né' þingmenn framsóknar- flokksins sem pólitiska samherja, en stóð að samstarfi við þá svo lengi sem það yrði varið. Það get ég ekki lengur”. Guðrún sagði einnig: Vera má að baráttan hafi alla tlð verið vonlaus. Það er ljóst að dómsmálaráðherra hefur einn vald til þess að reka Patrick Gervasoni úrlandi á sama hátt og hann hafði vald til þess að veita Sovétmann- inum Kovalenkolandvist. En sem réttkjörinn alþingis- maður hef ég einnig rétt til að hætta stuðningi við rikis- stjórn sem lætur slikt athæfi viðgangast. Sérhverjum alþingismanni ber að hegða sér samkvæmt samvisku sinni og bestu vitund og þann rétt getur enginn frá mér tekið.” Guðrún sagði i gær i samtali við Þjóðviljann að hún hefði ekki miklu við að bæta, en það hefði verið sér mikill styrkur að heyra frá öllu þvi fólki sem bæri mannréttindi meir fyrir brjósti en það hvort verðbólgan lækkaði á fyrri hluta ársins og hækkaði seinni hlutann eða öfugt. „Ég minni enn á einróma samþykktir landsfundar Alþýðubandalagsins og þings ASI til stuðnings Gervasoni”. — ká Abalsími Þjóðviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudags. Utan þess tima er hægt að ná I blaöamenn og aöra starfsmenn blaösins í þessum slmum: Ritstjórn 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, ljósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 er hægt aö ná i af- greiöslu blaösins I slma 81663. Blaöaprent hefur slma 81348 og eru blaöamenn þar á vakt öll kvöld. Aðalsími 81333 Kvöldsími 81348 Helgarsími afgreiðslu 81663 Miðstjóm ASl ræðir efnahagsaðgerðir í nœstu viku: „Tilraun til þess að kaupa tíma” Hef allan fyrirvara á, segir Ásmundur Stefánsson ,,Það hefur tæplega gefist ráð- rúm til að skoða þau skjöl sem við fulltrúar ASl fengum afhent sið- ari hluta gamlársdags og þaðan af siður aðstaða til þess að ræða þau við mina félaga”, sagði Ás- mundur Stefánsson forseti ASl, i samtali við blaðið I gær. „Það eina sem liggur alveg ljóst fyrir er að ætlunin er að fella niður 7 visitölustig 1. mars. Ekki þarf að rökræða það að með þvi er gengið á samningsákvæði. Ráð- herrar hafa itrekað og það kemur fram i yfirlýsingu stjórnarinnar að sú ráðstöfun eigi ekki að skerða kaupmátt meðallauna og lægri vegna þeirra aðgerða sem gripið er til og ætlað er að vega þar á móti. í þvi sambandi benda þeir á að skerðingarákvæði Ólafslaganna, búvöruliðurinn og sú skerðing sem hlýst af verðhækkunum á áfengi og tóbaki, skuli falla niður. Þessir tveir liðir hefðu væntan- lega leitt til hátt á annað prósents lækkun á visitölu 1. júni og ein- hvers álika 1. september. 1 öðru lagi telja þeir að vegna ráðstafananna i heild dragi veru- lega úr verðbólgu sem aftur þýði að kaupmáttur falli minna á hverju verðbótatimabili. í þriðja lagi boðar rikisstjórnin skattalækkanir til þess að bæta fólki með meðallaun og lægri það sem á vantar að óbreyttur kaup- máttur náist miðað við það sem ella hefði verið. Og rikisstjórnin telur að þar muni hálfu öðru pró- senti. I þvi sambandi sagði fjár- málaráðherra að reyndist það mat ekki rétt verði að endurskoða töluna”. „Af þessu er ljóst”, bætti Ás- mundur Stefánsson við ,,að rikis- stjórnin setur málið þannig fram að um skipti sé að ræða og kaup- máttarskerðing eigi ekki að verða hjá fólki með meðallaun og lægri. Ég hlýt i þessu sambandi að hafa allan fyrirvara á, og þá ekki að- eins varðandi jafnvirðisreikning- inn, heldur aðgerðirnar i heild. Ég hlýt að velta þeirri spurningu fyrir mér hvort sú verðbólgu- hjöðnun sem rikisstjórnin telur sig ná með aðgerðunum sé raun- hæf niðurstaða. Við lestur á yfirlýsingu rikis- stjórnarinnar kemur skýrt fram að allt sem horfir til lengri tíma Ásmundur Stefánsson er mjög almennt orðað og af þvi hlýt ég að draga þá ályktun að að- gerðirnar séu tilraun til þess að kaupa tima til skýrari stefnumót- unar. Eins og ég sagði áðan hefur hvorki gefist tóm til þess að skoða yfirlýsinguna og bráðabirgða- lögin vandlega né ræða þetta við mina félaga innan sambandsins. Ég tel þvi rétt að biða með frekari yfirlýsingar þar til málið verður rætt i miðstjórn, en það verður gert i næstu viku”, sagði As- mundur Stefánsson að lokum. — ekh Verkfall bensín- afgreiöslumanna: DdíT um eitt atriði ekki boöað til sáttafundar fyrr en eftir helgina Engir sáttalundir hafa verið haldnir i deilu bensinafgreiðslu- manna og vinnuveitenda siðan fyrir jól og ekki útlit fyrir að boð- að verði til nýs fundar fyrr en eftir helgi. Verkfall bensfn- afgreiðslumanna heldur þvi áfram enn um sinn. Búið er að ná samkomulagi um öll atriði i samningum bensin- afgreiðslumanna, nema eitt og það er þetta eina atriði sem veldur verkfallinu. Hér er um að ræða samræmingu á kjörum bensinafgreiðslumanna og ann- ars afgreiðslufólks i landinu. Þannig er að i samningum VR frá i haust er ákvæði um að afgreiðslufólk sem tekur laun samkvæmt 9. 11. og 13. launa- flokki, á kost á að komast á námskeið og að þvi loknu flyst það uppi 16. launaflokk. Þennan rétt vilja bensinafgreiðslumenn fá eins og annað afgreiðslufólk, en þvi neita vinnuveitendur alfar- ið og þvi stendur yfir verkfall. I gærmorgun var haldinn trún- aðarmannaráösfundur hjá Dagsbrún og að sögn Halldórs Björnssonar hjá Dagsbrún var þar samþykkt að boða til afgreiðslubanns frá oliufélögun- um til þeirra aðila sem hafa undanfarna daga verið að selja almenningi bensin. Tekur afgreiðslubannið gildi frá og með 10. janúar. Ifalldór sagði ennfremur að þar sem hvorugur aðilinn er til viðtals um að gefa eftir með þetta eina atriði sem um er deilt þýði ekki að boða til nýs sáttafundar, þar yrði ekki um annað að ræða en að báðir aðilar segðu nei við þvi að gefa eftir, um öll önnur atriði samninga hefði þegar náðst samkomulag. — S.dór Mikil örtröðhefur veriö við þá fáu bensintanka, sem selja bensin i verkfallinu. Myndin sú arna var tekin igærmorgun i Siðumúlanum, þar myndaðist þessi biðröð við bensintankinn hjá sendibilastöðinni Þresti. Var um tima nær útilokað að komast að bilastæðum húsanna við Siðumúlann, þar sem bensinþurfandi menn ibiðröðinni gáfu ekkert eftir af ótta við að missa sæti sitt i biðröðinni. (Ljósm. — eik —) Gervasoni látínn laus í Danmörku Patrick Gervasoni var látinn laus i gær eftir að hafa setið i Vesterfangelsinu yfir áramótin. Samkvæmt fréttum frá Kaupmannahöfn fékk hann aðeins takmarkað- ar heimsóknir þangað, en aður hafði verið sagt að menn mættu „sækja hann heim” að vild. Gervasoni var yfirheyrður i gær og sagði danska lögreglan að hann hefði veitt allar þær upplýs- ingar sem beðið hefði verið um og þvi yrði hann nú látinn laus. Lögreglan mun nú semja skýrslu um málið og senda dómsmála- ráðuneytinu sem tekur endanlega ákvörðun. Gervasoni fékk tima- bundin persónuskilriki og má ekki yfirgefa Danmörku. 1 Danmörku er nú unnið að stofnun nýrrar nefndar til stuðn- ings Gervasoni og að sögn heimildarmanna Þjóðviljans hef- ur all nokkuð verið sagt frá Gervasoni-málinu i dönskum fjölmiðlum, þar á meðal rakin rás viðburða hér á íslandi. Ekki er vitað h venær má vænta frétta af niðurstöðum danska dómsmálaráðineytisins, en það fylgdi sögunni að Gervasoni væri bæði þreyttur og niðurdreginn eftir viðburði siðustu daga, og enn má hann biða þess sem verða vill. — ká Patrick Gervasoni

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.