Þjóðviljinn - 10.01.1981, Síða 5

Þjóðviljinn - 10.01.1981, Síða 5
Helgin 10. — 11. janúar 1981. ÞJOÐVILJINN — SIPA 5 benti á aö hversu mikinn forgang slikar aögerðir fengju yröu allir aö venja sig viö þá tilhugsun aö ávallt yröu f hverju þjóöfélagi stærri eöa minni hópar fatlaös fólks. Hiö almenna viöhorf þyrfti aö veröa aö i allri áætlanagerö fælist viröing og skilningur á hagsmunum þessara minnihluta- hópa, ekki aöeins af mannúðar- ástæöum, heldur einnig vegna þess að afnám „sálrænna þröskulda” og annarrar félags- legrar örorku væri fjárfesting sem gæfi i arö starfsgetu fatlaöra og verulegan sparnaö i opinber- um útgjöldum sökum árangurs- rikrar endurhæfingar. Sliku viðhorfi þyrfti að útrýma, þvi siónarmiöi sem alltof lengi heföi veriö rikjandi aö vandamál fatl- aöra snúist eingöngu um framfærslu og tengsl þeirra viö félagsmálastofnanir. Upplýsing og samstaða En Kallehauge dómari lagði einnig rika áherslu á þaö hversu áriöandi væri að upplýsa almenn- ing um hinar óliku tegundir fötl- unar, og auka þekkingu og skiln- ing á þvi hvaö þaö heföi i för meö sér aö vera fatlaöur. Aöeins á þennan hátt væri hægt aö greina vandamáliö og skapa þann skiln- ing sem er forsenda fyrir þvi aö fötluöum sé veitt viötaka i eöli- legum samskiptum viöaöra. „Þjóöin I heild veröur aö veita fötluðum viðtöku, annars verður ekki til sönn samstööukennd með fötluðum samborgurum. Án slikrar samstöðu verður sérhver fatlaður maður að heyja sins bar- áttu einn. Hann verður að sann- færa nágranna sinn, atvinnurek- andat félaga sina og alla þá sem hann þarf að skipta við,um að taka megi hann trúanlegan. Með betri og meiri upplýsingu ættum við að létta þessari byrði af fötl- uðum. Ef sönnunarbyrðin hvilir af fullum þunga á fötluðum manni i hvert sinn, á hverjum degi og við allar kringumstæður, þá munu aðeins þeir bjartsýn- ustu, þeir sterkustu og andlega harðgerustu ná þvi að aðlagast þjóðfélaginu.” En eins og margir ræöumenn tóku undir meö Kallehauge og Kanza þá er ekki hægt aö una við „árangur” af þessu tagi. Um- hverfiö og aðstæöurnar ákvaröa örorkuna. Þessvegna snýst málið ekki fyrst og fremst um fötlunina heldur aölögun þjóðfélagsins aö þörfum fatlaöra. A slikri aölögun eiga þeir kröfu, allan rétt og hún er i ofanálag skynsamleg fjár- festing. Ég hef hér aö ofan gert mér far um aö rekja nokkur stef og viö- horf úr umræðum um alþjóöaár fatlaöra á vettvangi allsherjar- þings Sameinuðu þjóöanna i staö þess aö lýsa óskalistum um úr- bætur á einstökum sviðum. Ég get þó ekki stillt mig um aö minna i lokin á útdrátt sem Sjálfsbjörg hefur gert úr Aætlun sænska Al- þýðusambandsins um bætta stefnu i málefnum fatlaðra. Þar eru gerðar kröfur á hendur at- vinnurekendum, rikisstjórn og löggjafarþingi, verkalýöshreyf- ingu ogsamtökumfatlaöra. Þar eru tillögur um fyrirkomulag vinnumiölana, aðlögunarhópa i fyrirtækjum, ráöningaröryggi, hjálpartæki, aöstoöarmenn á vinnustaö, verndaöa vinnu,endur- hæfingu, fötlun og verkalýðsstarf og fjölmargt annaö. Þar er á ferð- inni gott fordæmi fyrir íslensku verkalýössamtökin um þaö hvernig þau geta komiö til liös viö samtök fatlaöra, enda stendur þeim þaö nærri, þvi slysatiöni i atvinnulifinu er hér há og fötlun um lengri eöa skemmri tima af völdum vinnuslysa og vinnusjúk- dóma algeng. Á siöasta ASI þingi var ákveöiö aö koma á fót sam- starfsnefnd meö fulltrúum fatlaöra og vakin athygli á þvi aö launakjör og réttindamál fatlaöra væru aö stórum hluta tengd verkalýöshreyfingunni og mál- efni þeirra þvi hluti af baráttu- málum hennar. Og ASI þing beindi þvi til verkalýösfélaga innan vébanda heildarsamtak- anna aö tekiö veröi meira tillit til málefna fatlaöra i starfsemi þeirra en gert hefur veriö hingaö til. Vonandi á þessi samþykkt eftir aö marka sin spor, eins og fleira sem i vændum er I náinni framtiö. ekh Skattlagning eignarnámsbóta: Hagnaði má dreifa á fimm ár Borgar það sig að láta taka land og önnur gæði eignarnámi, frem- ur en að selja opinberum aðilum eignina á sama verði? Svo virðist vera, ef litið er til skattlagningar á eignarnámsbótum annars veg- ar og söluhagnaði hins vegar. Skattlagning eignarnámsbóta er svipuð og skattlagning sölu- hagnaðar vegna fasteigna, en þó mildari að þvi leyti aö eignar- námsþoli getur dreift hagnaöin- um á fimm ár á óuppfæröu veröi, en skattur af söluhagnaöi fast- eignar greiðist venjulega á einu ári. Ef honum er dreift á lengri tima hækkar upphæðin i takt við verðlagsþróun. Þaö viröist þvi borga sig fyrir eigendur verðmæta eins og Deildartunguhvers aö láta taka hann eignarnámi fremur en að selja hann ef litiö er til skattsins og miöaö viö venjulega islenska veröbólguþróun. Eins og skýrt var frá i Þjóövilj- anum i gær hafa eignarnámsbæt- ur fyrir hverinn verið ákvaröaöar 532 miljónir gkróna,og skiptist sú fjárhæðisjöjafna hluta (milli sex barna Jóns og Sigurbjargar i Deildartungu og sjöundi hlutinn skiptist milli tveggja barna- barna þeirra). Koma þvi um 76 miljónir króna i hvers hlut (38 til hvorS batnaibarns),og dreifist sá hagnaöur i óbreyttri krónutölu á fimm ár. Fasteignamat hversins er aö- eins 158 þúsundir g.króna og hef- ur erfðafjárskattur væntanlega veriö greiddur af þeirri upphæö, svo og fasteignaskattar öll undanfarin ár. Gunnlaugur Claessen hrl.Ylög- maður rikissjóös 1 málinu.sagði i gær, aö bæturnar væru verulega hærri en hann hefði átt von á. Fjármálaráöuneytið hefur niöur- stöðu matsnefndarinnar nú til at- hugunar,og veröur það ekki fyrr en i næstu viku aö ákvöröun verö- ur tekin um hvort henni verður skotið til dómstóla. —AI Launamálaráö BHM Vinnustöðvun - ef samþykkt verður í ríkisstjórninni að ógilda úrskurð kjaradóms 1 yfirlýsingu frá launamálaráði BHM kemur fram aö það telur kjaradóm hafa sýnt ihaldssemi og aöeins dæmt BHM hluta af þeim hækkunum sem urðu á al- mennum vinnumarkaöi. Þvi er mótmælt aö BHM félagar séu há- launamenn og sagt aö meöallaun þeirra séu nú um 7.300 nýkr. á mánuði. Siðan segir i yfirlýsingu launa- málaráðs BHM: „Sem dæmi um hækkanir hópa á almennum markaöi, sem hafa svipuð eöa hærri laun en háskóla- menntaðir rikisstarfsmenn má nefna aö yfirmenn á farskipum fengu 11% hækkun (laun þeirra eru nú allt að 20 þús. á mán.), verkstjórar 20% hækkun, blaöa- menn 9-15% hækkun, verkfræð- ingar á almennum markaöi 9%, prentarar, bókbindarar og mjólk- urfræðingar 11% og trésmiðir, múrarar, málarar og veggfóðrar- ar 16%, hækkun ákvæðisvinnu- taxta var 8-9% og þannig mætti lengi telja. Enginn hefur þó talið ástæöu til að hneykslast á þessum samningum, en þegar háskóla- menntaöir rikisstarfsmenn fá 6% hækkun ætlar allt um koll að keyra. Þá vill launamálaráö leiörétta þann misskilning sem komið hefur fram, bæöi i dagblööum, út- varpi og sjónvarpi að samiö hafi verið viö BHM eftir samninga BSRB. Þetta er alrangt þvi þessi 6% launahækkun var ákveðin með úrskurðum Kjaradóms frá 9. nóv. (0,7%) og 31. desember (5,3%). Sérstaklega vekur þaö furðu aö fjármálaráðherra skyldi segja i útvarpi og sjónvarpi að samið hefði verið við BHM og ætti hann þó aö vita betur. I sama viö- tali sagði fjármálaráðherra einnig að efri hluti launastiga BSRB hefði litla eöa enga hækkun fengið. Þetta er einnig rangt þvi að efsti launaflokkur BSRB fær á samningstimabilinu 7,3% hækkun. Þá er þaö að skilja á ráö- herra að Kjaradómur eigi að fylgja stefnu rikisstjórnarinnar i launamálum, sú skoðun kom einnig fram i forystugrein Dag- blaösins 8. jan. s.l. Þetta er einnig rangt. Kjaradómur á aö vera hlutlaus úrskurðaraðili i kjara- deilum rikisins og rikisstarfs- manna. Rikisstarfsmenn innan BHM hafa hingaö til oröiö aö sætta sig viö úrskuröi Kjaradóms hversu óhagstæðir sem þeir hafa verið. A sama hátt telur launamálaráð aö rikiö verði aö sætta sig við úr- skuröi dómsins þó þeir séu ekki alltaf i samræmi viö þeirra óskir. Veröi samþykkt i rikisstjórn- inni aö ógilda úrskurð Kjaradóms um laun BHM mun launamálaráö BHM þegar boöa til fundar i Kjararáði rikisstarfsmanna og verður þar lögð fram tillaga um aö allir rikisstarfsmenn i BHM leggi þegar niöur vinnu.” SH w Borgarspítalinn I' Lausar stöður Hjúkrunarframkvæmdastjóri Staða hjúkrunarframkvæmdastjóra við Borgarspitalann er laus til umsóknar. Umsóknir er greini menntun og fyrri störf skulu berast stjórn sjúkrastofnana Reykjavikurborgar fyrir 1. febr. n.k. Upplýsingar um stöðuna veitir hjúkrunar- forstjóri i sima 81200 — 202. Hjúkrunarfræðingar Lausar eru til umsóknar stöður hjúkr- unarfræðinga við ýmsar deildir spitalans. Sjúkraliðar Lausar eru til umsóknar stöður sjúkraliða við ýmsar deildir spitalans. Upplýsingar um stöðurnar eru veittar á skrifstofu hjúkrunarforstjóra i sima 81200. Reykjavik, 11. janúar 1981. Reykjavikurdeild H.F.Í. Um leið og við óskum félagsmönnum gleðilegs árs, boðum við aðalfund Reykja- vikurdeildar H.F.í. að Átthagasal Hótels Sögu þriðjudaginn 27. jan. n.k. kl. 20.30. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórn Reykjavikurdeildar H.F.í. Sölumaður Innflutningsdeild Sambandsins óskar eftir sölumanni til sölu á matvörum. Umsóknir sendist til starfsmannastjóra fyrir 20. þ.m. SAMBAND ISL.SAMVINNUFEIAGA STARFSMANNAHALD óuu OfSLASON & CO. U MBOÐSSALA HEILDSALA . allt á sínum stað“ ihnHHOH skjalaskáp ÍVuihhoh skjalaskápurinn er 1.97 cm á hæð 107 cm á breidd og 42 cm í dýpt Hurðirnar ganga inni skápinn til beggja hliða Geymslupokarnir nanga i þar til gerðum römmum og hafa merkimiða til þess að..allt sé á sínum stað Draga má út vinnuborð Getur einkaritari auðveldlega athug- að i ró og næði þau skjöl sem forstjórinn óskar eftir að fá Einnig auðveldar þetta vinnu við inn- og úttekt á alls konar skjölum fyrir þá sem vilja hafa ..allt á sinum stað'. Ef einhver sérstök vörzluvandamál þarf að leysa biðjum við viðkom- andi góðfúslega að hafa samband við okkur sem allra fyrst og mun- um við fúslega sýna fram á hvernig ÍHhhhoh skjalaskápur hef ur „allt á sínum stað“. Umboðsaftilar:_______________________________ ÓLAfUK OKSIASOM 4 CO. SUNDABORG 22 - 104 REYKJAVlK - SÍMI 84800 - TELEX 2026

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.