Þjóðviljinn - 10.01.1981, Síða 6

Þjóðviljinn - 10.01.1981, Síða 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 10. — 11. janúar 1981. UOOVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýds- hreyfingar og þjóðf relsis Útgefandi: Ú gáfufélag ÞjóBviljans. Framkvæmdastjóri: EiBur Bergmann. Ritstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan O'c'fsson. Auglýsingastjóri: Þorgeir Ólafsson. UmsjónarmaBur sunnudagsblaBs: GuBjón FriBrikssoe. AfgreiBslustjóri: Valþór HlöBversson. BlaBamenn: AlfheiBur Ingadóttir, Einar Orn Stefánsson, Ingi- björg Haraldsdóttir, Kristin Astgeirsdóttir, Magnús H. Gislason, Sigurdór Sigurdórsson. lþróttafréttamaBur: Ingólfur Hannesson. Útlit og hönnun: GuBjón Sveinbjörnsson, Sævar GuBbjörnsson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Elisson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar. SafnvörBur: Eyjólfur Arnason. Auglýsingar: Svanhildur Bjarnadóttir. Skrifstofa: GuBrún GuBvarBardóttir, Jóhannes HarBarson. AfgreiBsla: Kristin Pétursdóttir, Bára Halldórsdóttir, Bára Siguröardóttir. Simavarsla: Olöf Halldórsdóttir, SigriBur Kristjánsdóttir. Bflstjóri: Sigrún Báröardóttir. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Útkeyrsla, afgreiBsla og auglýsingar: SIBumúla 6, Reykjavik, slmi 8 13 33. Prentun: BlaBaprent hf. Látum verkin tala # Engum hefur dottið í hug, að þær ráðstafanir, sem ríkisstjórnin hefur nú boðið dugi einar sér til þess að leysa öll efnahagsvandamál í okkar þjóðarbúskap, og reyndar ættu menn að hafa í huga að aldrei getur orðið um ,,endanlega lausn" að ræða í þeim efnum. # Jafnan er viðærinn vanda að glíma í sérhverju þjóð- félagi, og tekur einn við þá annan þverr. Hitt er Ijóst að það er út af fyrir sig góður áfanga- sigur ef á þessu ári tekst að þoka verðbólgunni niður f yr- ir 50% í stað þess að missa hana upp í 70%, og þó alveg sérstaklega, ef þetta tekst án þess að skerða kaupmátt ráðstöf unartekna almennings og með því að halda f ullri atvinnu. # Að þessu stefnir ríkisstjórnin svo sem kunnugt er og að dómi flestra efnahagssérfræðinga á þetta að geta tekist verði vel á málum haldið, og ef ekki steðja að meiriháttar ytri áföll. # Auðvitað er þó sjálfsagt fyrir verkalýðsfélögin og Alþýðusambandið að vera á varðbergi og taka fyrst og f remst mark á verkum stjórnvalda en ekki orðum. Eng-, in stjórnmálasamtök og enginn ráðherrahópur er svo f ullkominn, að verkalýðssamtökin geti lagt allt sitt ráð í þeirra hendur. Þess vegna verða verkalýðssamtökin hvar sem er og hvenær sem er að leggja sitt sjálfstæða mat á gerðir ríkisstjórna og spyrja ekki um hverjir skipi eina rikisstjórn heldur hitt hver séu verk hennar. # í ályktun miðstjórnar Alþýðusambandsins frá því í fyrradag, kemur fram að hún hefur allan fyrirvara á gagnvart ráðstöfunum ríkisstjórnarinnar svo sem sjálf- sagt er. í ályktuninni segir orðrétt: # ,,Alþýðusambandið hefur á allan fyrirvara um þessar ráðstafanir stjórnvalda og áskilur sér fyllsta rétt til nauðsynlegra aðgerða til þess að tryggja umsaminn kaupmátt. Samtökin ítreka að jafn mikilvægt og það er að draga úr verðbólgunni, er nauðsynlegt að sjá svo um að atvinnuöryggi og kaupmætti fólks með meðaltekjur og lægri verði ekki fórnað. Miðstjórn A.S.I. leggur á það höf uðáherslu að staðið verði við þá yf irlýsingu að kaup- máttur haldist óskertur og er I jóst að til þess að ná þeim árangri sem að er stef nt verður f leira að koma til en þær ákvarðanir varðandi launa- og gengismál, sem þegar hafa verið teknar. Verðlagi verður að halda í skef jum." # Takist ríkisstjórninni að þoka verðbólgunni niður á við án þess að skerða kaupmátt almennra launa, þá hef- ur af rek verið unnið. En til þess að þetta megi takast þá þarf bæði hinar ströngustu verðlagshömlur og aðrar ráð- stafanir til að kveða niður orsakir verðbólguskrúf unnar. # Það væri óhóf lega bjartsýni að gera ráð fyrir því að verðbólgan komist niður í 40% á árinu 1981 út á þær ráð- stafanir einar, sem nú hafa verið boðaðar, — hitt á að vera sæmilega raunsætt að með þeim komist hún niður fyrir 50%. # Auðvitað ber ríkisstjórninni að leita leiða í samvinnu við verkalýðshreyf inguna til að koma verðbólgunni enn neðar strax á þessu ári, svo að 40% markinu verði náð, en þær leiðir mega hvorki fela í sér hættu á atvinnuleysi né skertan kaupmátt hjá almennu launafólki. # Talsmenn Framsóknarflokksins segjast vilja koma verðbólgunni lengra niður á þessu ári. Þar reynir ekki síst á þann ráðherra sem fer með verðlagsmál, en sá er Tómas Árnason. Samkvæmt bráðabirgða’lögum ríkis- stjórnarinnar eru allar verðhækkanir bannaðar á næstu mánuðum, nema með sérstöku samþykki hennar. Hér þurfa menn að standa fastir fyrir. # Þegar núverandi ríkisstjórn tók við fyrir tæpu ári hafði framfærslukostnaður hækkað um 61.4% næstu 12 mánuði á undan. # Mikill árangur væri það, ef verðbólgan yrði komin niður í 40% strax um næstu áramót. Höfuðatriðið er þó að skref in sem stigin eru séu örugg. Og geti þróunin orð- ið 7 prósentustig í rétta átt á ári kjörtímabilið út án kaup- skerðingar hjá almenningi þá er það betra heldur en 10 stig á ári sem kynnu að kosta umtalsverða kaupskerð- ingu. —k. * úr aimanakínu Við sómakærir smá- borgarar höfum af því guðrækilegar áhyggjur, aðtrúrækni og kirkjusókn fari mjög þverrandi með þjóðinni. Herma sagnir að prestar og aðrir slíkir andans lærimeistarar og sniliingar messi yf ir tóm- um bekkjum í glæstum guðshúsum til sjávar og sveita. Þetta böl hefur þótt þyngra en tárum taki. Til dæmis var frá þvi greint I blaöi um daginn, aö eitt sinn þegar messaö var i þvi plássi Súöavik siödegis á sunnudegi, hafi ein sála komiö i kirkju aö hlýöa á snjalla prédikun prests- ins og fagran söng kirkjukórs- ins. Þaö var fimm ára hnáta, dóttir söngkonu i þeim fyrr- nefnda kór. Aörir innbyggjarar voru heima aö horfa á Húsiö á sléttunni. Nú hef ég hins vegar af hyggjuviti minu komist aö þeirri niöurstööu, að vandlega Skólaspekin nýja ihuguðu máli, aö skaðinn sé heldur betur bættur. Viö höfum nefnilega oröiö okkur úti um ný trúarbrögð i stað gömlu lúterskunnar. Trúarþörf mannskepnunnar sýnist vera býsna þrálát og nú höfum við sumsé tekið nýja trú, þegjandi og hljóðalaust, eigin- lega óafvitandi likt og á Þing- völlum árið þúsund. Þetta er trúin á sérfræöina og presta hennar, sérfræðingana. Hefi ég leyft mér allra náöarsamlegast að nefna þessi nútima trúar- brögð skólaspekina nýju. • Hofgoöar þessarar tækni- aldartrúar eru fræbúðingar, faghræringar og aörir hálf- skólagengnir menn. (Varast ber að rugla þeim saman við búfræðinga, hagfræðinga og háskólagengna menn). Einlægt föllum við i draum- kennt sælumók þegar viö sjáum blessaöa sérfræöingana okkar á skjánum að segja okkur skil á réttu og röngu. Rikisstjórnin og stjórnmálamennirnir hafa lika sina sérfræöinga og segja hvað sé til ráða — og sérfræöingarnir hafa sina sérfræöinga. Það eru átóritet eða átrúnaðargoð, oft i útlöndum, og hafa ritað heims- fræga doðranta. Já, vist eru nýju trúarbrögöin okkar göfug og það er haugalygi aö þau eigi nokkuð skylt við töfrabrögð. Nei, hér eru ekki brögð i tafli lagsi, — þetta eru aftur á móti réttnefnd fang- brögð við tilveruna, djúpsæ könnun og afhjúpun á innstu rökum i lifsins lönguvitleysu, hvorki meira né minna. En til að heiöraöir lesendur megi nú kynnast andstæöri skoöun á málinu, skal hér vitnað i ritsmiö eftir ónefndan þöngulhaus og afturhaldsmann (reyndar kar- lægan hundahreinsunarmann og ættfræöing suöur meö sjó), sem sýnir glögglega að ávallt sæta ný trúarbrögö andbyr þeirra sem ekki dansa diskó i takt viö timana: „Ekki má hundur reka við án þess að búin sé til ný og flókin fræðigrein þar um, og byggist upp á undarlegri hundalógik sem allir venjulegir menn sofna útfrá þegar i staö og hrjóta hátt beri svo viö að einsog þrir fjórir skólaspekingar taki saman tal i sjón- eöa útvarpi um fræði sin stórmerk. Auðþekktir eru skólaspek- ingarnir á málfarinu — sem nefnt hefur veriö stofnanamál. Má þá einu gilda hvort verið er að tala eða skrifa um orku fall- vatna, sálfræöikukl i skólum ell- egar opinbera stefnu i fjöl- skyldumálum, — venjulegt fólk skilur ekki bofs. Þjóðin situr gapandi af undrun yfir fjölmiöl- inum góöa á meöan „hin þjóðin”, hálfskólagengnir sér- fræöingar, heldur timunum saman áfram spaklegri umræðu sinni um tjáskipti og væntingar á ársgrundvelli. Og vill þá margt koma inn i myndina, segja þeir. Stundum læöist jafnvel aö manni sá ljóti grunur aö fræ- búðingarnir sjálfir sjái vart handa sinna skil i þeirri gerningaþoku flatneskju og flumbrugangs sem þeir vaða i. Vita þeir reyndar nokkuð sjálfir hvað þeir eru að segja og meina? spyr maður sjálfan sig og jafnvel aöra. Hvaö skyldi koma upp úr dúrnum ef vitr- ingarnir yrðu krafðir sagna um- búöalaust að viölögðu hjóli og steglu? Kæmu þeir þá frá sér óbrenglaðri setningu eöa kysu þeir heldur að ganga i dauöann? Einar Örn Stefánsson skrifar Guðlaugur Arason segir i „Pelastikk” frá 16 ára hálftrölli i Grimsey, sem barði þær tenn- ur sem eftir voru úr langömmu sinni þegar hún ætlaði meö góðu að fá hann útúrdrukkinn heim af sildarballi. Skipti engum togum að drengurinn hljóp fyrir björg er hann hafði þetta afrekað, en kom niður ómeiddur i fjöru fyrir kraftaverk. Hvað heföi gerst ef langamman hefði verið fjarri vettvangi, vistuð á langdvalar- heimilisstofnun öldrunar- og hrörnunarsjúklinga i Kolbeins- ey og sérfróðir starfsmenn sál- fræðideildar skóla á Norður- landi nyrðra veriö sendir i staðinn að lempa piltinn? Heföi þá orðið kraftaverk i Grims- ey?”. Svo mörg voru þau orö sunnan með sjó. Langþreyttum lesend- um skal hlift við frekari kapp- ræðum, en meiri orðaskipti um nýju trúna og viðtöku hennar af lýði verður eflaust að finna i næstu tölublööum Ljósberans, Dýraverndarans og Kirkjurits- ins. Nokkur Sérrit sálsjúkra geðlækna verða einnig helguð þessu málefni. Má lika geta þess i framhjáhlaupi, að á næst- unni hefja nokkrir áhugamenn um framgang islenskrar og alþjóölegrar sérfræði útgáfu timaritsins Illvirkjans. Ég vona svo aö landslýð auönist að lifa af skammdegið rétt einu sinni og menn öölist eilifa trú á nýkrónuna og ný- spekina. Verið sæl á sinni!

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.