Þjóðviljinn - 10.01.1981, Page 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 10. — 11. janúar 1981.
Tilvist
guðs,
vonin
og
viljiip
Böðvar Guðmundsson skrifar
v~ •
#mér
datt það
í hug
Um jól og áramót láta stór-
menni heimsins boö út ganga.
Mikill var hann i ár, jólaboð-
skapurinn páfans, ekki var
minna spunnið i jólaboðskap
Bandarikjaforseta og fram-
kvæmdastjóra Sameinuðu þjóð-
anna. Og ekki þurfum við Is-
lendingar að fyrirverða okkur
sökum þess áramótaboðskapar
sem islenski forsetinn, islenski
biskupinn og islenski forsætis-
ráðherrann fluttu þjóð sinni:
Vonin er til, Hann er, Vilji er allt
sem þarf.
Dýrlega sönnun þess þrieina
sannleika bar fyrir augu og eyru
þeirra sem leið áttu að brennu
við sjávarsiðuna i vesturbæ
Reykjavikur á gamlaárskvöld.
Það var stillt veður og mörg ljós
tendruð et in terra pax homini-
bus bonae voluntatis. Börn og
unglingar höfðu með aðstoð full-
oröinna hlaðið myndarlegan
bálköst og efst á honum höföu
þau búið sér til brúðu úr tuskum
og pappa, ef til vill einhvers-
konar táknmynd gamla ársins
sem senn væri ekki til nema i
minningunni. Þarna voru
margar fjölskyldur saman
komnar úr fallegu einbýlishús-
unum sinum. hlýlega klædd og
kát börn bjástruðu við eldinn og
hugulsamir foreldrar höfðu
fylgt yngri börnunum eða báru
þau á háhesti. í gegnum elds-
bjarmann sá yfir til Bessastaða.
Eldurinn fikraði sig upp eftir
kestinum og logarnir læstu sig i
brúðuna. Sviphreinn ungur
maöur með barn sitt á háhesti
tók að hrópa: „Þar brennur
Gervasoni, þar brennur Gerva-
soni”. Margt fullorðið fólk tók
undir og einstöku barn fylgdi
foreldrum sinum að máli,
gluggar á nærliggjandi húsum
voru opnaðir og höfuð komu i
ljós til að taka undir hrópið sem
nú hafði breyst i: „Brennum
Gervasoni, brennum Gerva-
soni”. Svo hringdu klukkur og
flugeldar leiftruðu, það var
skálað i kampavini, fólk kysstist
og óskaði hvert öðru gæfu og
gengis. Brúðan brann.
Ég veit að Hann er, ég veit að
vonin er til, ég veit að vilji er
allt sem þarf. Miklir eru höfð-
ingjar vorir, Islendingar, mikil
er þeirra von, mikill er þeirra
vilji, mikill er þeirra kærleikur.
Árni bergmann skrifar:
Veikleiki og styrkleiki
Ritstjórnargrein
Hnignun risanna
Arið sem nýliðið er var enn
einn áfangi á hnignunarbraut
þeirra risavelda tveggja sem
mest hafa mótað þróun alþjóða-
mála sfðan heimsstyrjöldinni
lauk. Sovétríkin sukku æ dýpra
ofan í fen ihlutunarstyrjaldar i
Afganistan og uppskáru fyrir
bragðið vaxandi andúð og tor-
tryggni i sinn garð viða um
heim — ekki sist i þriðja heimin-
um. Réttindabarátta verka-
manna íPóllandi.sem vakið hef-
ur upp margar góðar vonir, hef-
ur einnig vakið upp ótta við að
stórveldiö leysi þennan pólitiska
vanda i blökk sinni með her-
valdi. Innanlands hefur haldið
áfram sú kreppa þungrar skrif-
finnsku sem veldur stöðugri
neysluvörukreppu.
Bandarikin höföu með Viet-
namstriðinu tekiö út ýmisleg
þau skakkaföll I almenningsáliti
sem nú riða yfir keppinauta
þeirra i Kreml. Vanmáttur
þeirra kemur áfram i ljós i sam-
bandi við ófriö við Persaflóa,
sem þau hafa ekki möguleika til
að.hafa verulega áhrif á, hve
mjög sehn nágrannastrið þar
koma við hagsmuni þeirra.
Innanlands hafa stöðnun og at-
vinnuleysi haldiö áfram að
setja svip sinn á þjóðlifið; í efna-
hagslegu tilliti reynast Banda-
rikin standa á mun veikari fót-
um enýmsir keppinautar þeirra
og hafa verið á undanhaldi fyrir
þeim á mikilvægum mörkuðum
og I mikilvægum framleiðslu-
greinum.
Vond blanda
Menn gætu ætlaö að þessi
þróun væri um margt jákvæð,
vegna þess að hún þýöir, að það
dregur úr forræöi tveggja risa;
fleiri rfki, stærri og smærri,
fleiri öfl geta látiö að sér kveða,
vissulega er þessi jákvæði þátt-
ur þróunarinnar fyrir hendi. En
á hann skyggir mjög sú stað-
reynd, að hvað sem liður efna-
menn þurfa ekki lengur að sætta
sig við „amriskan frið” eða
„sovéskan friö” sem óum-
flýjanleika, eftir þvi hvar þeir
eru dæmdir til áhrifasvæðis. Og
hagslegum og pólitiskum vand-
kvæðum risanna tveggja, þá er
hernaðarlegur styrkur þeirra
yfirgnæfandi. A sviði vigbúnað-
ar eru allir aörir tiltölulega smá
peð á borði. Og það er einmitt
þessi sérstæða samtvinnun mik-
ils herstyrks og pólitisks eöa
efnahagslegs vanmáttar sem
veldur mörgum þungum
áhyggjum.
Slik blanda er meðal annars
likleg til að freista ráðamanna
til ýmiskonar ævintýra-
mennsku, þar sem einmitt vig-
vélin er helsta trompið. Við höf-
um dæmi af Afganistan. Og við
höfum ákveðna þróun i Banda-
rikjunum, þar sem flestar radd-
ir hafa þagnað, aðrar en þær
sem heimta þéttari eldflauga-
skóg og beina notkun herstyrks
til að ná pólitlskum markmið-
um. Kjör Reagans var staðfest-
ingá þessari þróun, og svo er að
heyra á þeim sem verða helstu
áhrifamenn stjórnar hans um
utanrikismál, að þeir muni
hiklaust beita hervaldi hvenær
sem þróun mála i' einhverju
landi, sem hefur verið á banda-
risku áhrifasvæði einskonar, er
metin til tvisýnu — eins þótt það
kosti stuðning við hina illræmd-
ustu einræðisherra.
Viðbrögð
1 þessari stöðuallri býr einnig
neisti að þvi alheimsbáli sem
allir segjast vilja forðast. Og
það er þó lán I þeirri leiðinda-
þróun sem rakin var, að i Vest-
ur-Evrópu að minnsta kosti,
geri menn sér i vaxandi mæli
grein fyrir þessum háska og
bregðast við honum. Hvort sem
litið er til Bretlands, Noregs,
Hollands, Belgiu — já og fleiri
landa, þá fer i póliti'skri um-
ræðu æ meira fyrir þvi', að rikj-
andi kenningar Natdstjórna um
aukinn eldflaugabúnaö og
kjarnorkubúnað sem vitur-
legasta stefnu, mæta harðri
gagnrýni. Og þessi leit að raun-
verulegum kostum er ekki sist
jákvæð vegna þess, að hún
staðnar ekki i' karpi um höfuð-
sökudólga, i ófrjórri viðleitni til
að skapa samstöðu um að út-
hrópa annan risann.
Þekking
Eins og haft var eftir Olof
Palme, foringja sænskra sósíal-
demókrata,hér i blaðinu i' vik-
unni, þá er þaðeinmitt vaxandi
þekking á kjamorkuvigbúnaði
og mögulegum afleiðingum
hans sem hefur gefið byr nýjum
friðarhreyfingum. í sama
streng tekur m.a. Gunnar
Garbo, fyrrum þingmaður
Vinstrimanna norskra og nú
deildarstjóri i utanrikisráðu-
neytinu norska. Hann segir i ný-
legu viðtali aðhin nýja gagnrýni
á rikjandi viðhorf I varnarmál-
um skapist bæði af þvi, að menn
hafi yfirleitt ekki sömu trú á al-
visku pólitiskra leiðtoga og áð-
ur, og svo hafi á seinni árum
sérfróðir menn um frið og vig-
búnað safnað til þekkingar-
forða, sem menn geta gripið til
þegar nýjar opinberar túlkanir
eru frambornará nauðsyn þess
að halda lengra út i vigbúnaðar-
fenið.
Palme sagði i þvi viðtali sem
til var vitnað, að þekking væri
besta móteitur gegn ótta og von-
leysi. Það er meira en sjálfsagt
að taka undir það. En auk þess
verða menn að hafa til að bera
það sjálfstraust, og það sið-
ferðisþrek sem þarf til að fylgja
eftir þeirri þekkingu sem kveð-
ur röksemdir vigbúnaðaræðis
niður.
—áb.