Þjóðviljinn - 10.01.1981, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 10.01.1981, Blaðsíða 12
12 SIÐA — ÞJÓtiVlLjlNN Helgin 1». — li. janúár Í981.' íslenskir verkamenn í ■ Erla og Arsæll, ásamt börnum sínum Sigurbjörgu og Magnúsi fyrir utan ibúðablokkina þar sem þau búa. Eldri sonurinn var ekki heima. Hann var á Iþróttaæfingu. , ,Dagvinnukaup verkamanns nægir fjölskyldunni ekki” Hvað kemur til að árlega flyst af landi brott nokkur hópur is- lendinga til langdvala erlendis? Eru menn að leita Gósenlandsins eða er um ævintýraþrá að ræða eða eru ástæðurnar e.t.v. allt aðrar? Sjálfsagt eru svörin við þessum spurningum jafnmörg og það fólk sem um ræðir en oftast muntaliðaðmenn flýi land vegna lélegra launa og erfiðleika við að koma sér upp hinu nauðsynlega þakiyfir höfuðiö. Það er kunnara en frá þurfi að segja að islensk húsnæðispólitik er launamönnum mikill Þrándur i Götu og hefur kostað margan manninn heils- |una, gott ef ekkisjálfa liftóruna. Ábyrgir pólitikusar halda þvi framaðþaðséieðli Islendinga að vilja búá i eigin húsnæði og hvergi annars staðar. Meðan svo er liggur i augum uppi að erfitt verði um vik aö taka upp aðra stefnu i húsnæðismálum. Hvað sem liður öllum vanga- veltum um ástæöurnar fyrir fólksflóttahinum nýja sl. 10-15 ár, má gera þvi skóna aö menn vænti sérléttari lifsbaráttu og betra lifs i landinu nýja. Það geröu menn fyrir 100 árum þegar drauma- landið var Amerika, og það gera menn áreiðanlega lika nú. Sviþjóð er þaö Norðurlanda þar sem kapitalisk velmegun hefur oröið hvað mest og þangað hafa margir tslendingar flust búferl- um á umliðnum árum til að vinna þar verkamannastörf. Hvernig skyldi þeim vegna? Hafa draumarnir um auðveldara lif ræst, eða er sænska velferðin e.t.v. eitthvað görótt? Hér er ekki ætlunin að svara þessum spurningum á visinda- legan hátt, heldur heyra hvað is- lensk hjón i Gautaborg segja um málið. Þau heita Erla Laxdal Gisladóttir og Ársæll Arsælsson og vinna bæði verkamannavinnu. Einnig aflaði ég mér upplýs- inga um félagslega þjónustu og aðstæður islenskra barna og ung- linga i borginni hjá Elinu Arna- dóttur móðurmálskennara og Gunnari Klængi Gunnarssyni félagsráðgjafa. Hann lærði félagsráðgjöf i jGautaborg og hefur starfað þar i tvöárað námi loknu en Elin lærði þar sérkennslu og er þetta þriðji veturinn sem hún kennir islensk- um börnum móðurmálið. Húsnæöisleysi, atvinnuleysi, jarðskjálftar Aö sögn Gunnars hefur mjög fjölgað þeim íslendingum sem leita til félagsmálastofnananna um fyrirgreiðslu. Stundum er um timabundna erfiðleika að ræða, menn hafa e.t.v. ofmetið félags- lega þjónustu i borginni, dregist hefur að verða sér úti um atvinnu o.fl. þviumlikt. Svo eru það hinir sem hvorki tekst að bjarga sér hér né heima á Islandi og þá fer að syrtai álínn. Einnig er nokkuð um erfið barnaverndarmál svo og er hér nokkur hópur eiturlyfja- neytenda á framfæri. Gunnar: „Islendingar i Gauta- borg sem leita aðstoðar Félags- málastofnunar gefa upp þrenns konar ástæður fyrir þvi að þeir fóru frá tslandi. 1 fyrsta lagi er þaö húsnæðisleysi, i öðru lagi at- vinnuleysi og i þriðja lagi óttast menn jaröskjálfta! Vitaskuld er þessi siðasttalda ástæða bara lé- leg afsökunog til þess gerð að fela raunverulegu vandamálin. Oft er um að ræða áfengisvandamál, stundum hangir hjónabandið á bláþræði og hjónin gera sér vonir um að umhverfisbreyting hafi góð áhrif. Þvi er samt miklu fremur öfugt farið. Sambandið, sem orðið er veiklað, þolir ekki nýja erfiðleika og álag . Ég er þó á þeirri skoðun að engin ein af fyrrgreindum ástæðum sé nægjanleg til að fólk flytjist úr landi. Aðalástæðan held ég sé sú að menn gera þvi skóna að afkomumöguleikarnir séu betri hér en heima. Vonbrigðin veröa þvimikil þegar kemur i ljós að einnig hér verður mikið fyrir lifinu að hafa. Nema menn séu hátekjumenn. Vissulega er verkamannakaup hér mun hærra en heima og félagsleg þjónusta meiri. En þess ber að gæta að dýrtiðin er mikil. Kaupið eitt segir þvi ekki alla sögu. Svo er þess lika að gæta að á sam- dráttartimum minnkar öll félags- leg þjónusta og versnar. Það er einmitt að gerast nú i Sviþjóð. Gullöldin hér er aðeins blekking.” Ekkert lúxuslíf — Hvað gerir islendingur I Svi- þjóð sem ekki fær vinnu þegar þangað er komið? Gunnar: ,,Ef hann ætlar lifi að halda á hann engra kosta völ ann- arra en fara á opinbert framfæri og það lifir enginn lúxuslifi af þvi sem þá er skammtað. Fjárþörfin er reiknuð út eftir vissum reglum og þær eru strangar og það þýðir ekki að fara yfir þau mörk sem þar eru sett. Algengast er að ein- hleypum manni sé ætlað komast af með 1000 s.kr. á mánuði. Þessi upphæð á að nægja fyrir mat, hreinlætisvörum o.þ.h.Að auki er greidd húsaleiga og viss önnur föst gjöld. Þessar reglur eru til- töiulega strangar fyrir fullorðið fólk en það er tekið vægara á mál- um sé um börn að ræða. Þau verða þó alltaf að fá sinn mat. Satt að segja er það svo að samkvæmt lögum og reglum eru það mjög fáir sem eiga rétt á framfærslustyrk og menn veröa að gera mjög nákvæmlega grein fyrir ástæðum sinum og kjörum þegar sótt er um hann. Hann liggur ekkert á lausu. Og um at- vinnuleysisbætur er ekki að ræða fyrr en menn hafa áunnið sér réttindi með þvi að vera ákveðinn tima i verkalýðsfélagi og greitt þangaðgjöld.” Að læra sitt eigið mál Og Eiin segir þetta: ,,Ég verð þess mjög vör i minu starfi hversu algengt það er að fólk geri sér rangar hugmyndir um lifið hérna. Og það sem verra er, margir eru ákaflega iila I stakk búnir að takast á við erfiðleikana sem þeir mæta og vitaskuld er þaö alvarlegast þegar börn eru með i dæminu. Satt að segja

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.