Þjóðviljinn - 10.01.1981, Blaðsíða 14
14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 10,-— 11. janúar 198L *
Islenskir verkamenn í Svíþjóð
WMmmMiIm
mM
** M
Þetta er hluti af hverfinu Gárdseten þar sem Erla og Arsæll búa. Þetta er dæmigert sænskt stórborgarúthverfi. Þaö er afmarkaö og Ibúar
eigra að geta fengið alla þjónustu á svæöinu og einnig notiö þar útivistar. Kaunin hefur samt orðiö sú aö þessi úthverfi eru köld og „steril” eins og
byggö af þessu tagi verður. Flestir lita á þau sem áningarstaöi, og reyna aö komast sem fyrst i raöhús. Viöa standa heilu blokkirnar auöar vegna
þess að fólki fækkar i borginni nú á krepputimum þegar samdráttur er i atvinnulífinu.
Framhald af bls. 13.
kostar 25 kr. og yfirleitt hafa
skólaunglingar ekki ráð á að fara
oft í bió.”
— Samkvæmt þessu viröist
gert ráð fyrir þvi i Sviþjóö aö
tveir vinni fyrir fjölskyldu, en
hvað gerist þegar báöir foreldrar
geta ekki unnið úti, t.d. ef tvö tii
þrjú litil börn eru i fjölskyldunni?
Að vera á
sósíalnum
Erla: ,,Þá fer fjölskyldan á
sósialinn. Ég veit til þess aö
mörgum lslendingum sem hingað
koma bregður mjög i brún þegar
raunveruleikinn blasir viö. Þeir
hafa búist við að launin væru
hærri, eða kannski réttara sagt að
ráðstöfunartekjurnar yrðu meiri
en raun ber vitni. Svo þegar allt
er komið i strand og ekkert er til
bjargar nema sósialstyrkur þá
reynist mörgum ákaflega erfitt
að kyngja þeim bita og veigra sér
við þvi í lengstu lög.”
Ársæll: ,,Það er nú allur gang-
ur á þvi. Sumum finnst þaö alveg
sjálfsagt og reyna meira að segja
að fá sem allra mest útúr „kerf-
inu”. Og það er þvi miður svo, að
margir sem flytjast til Sviþjóðar
og hafa lent i erfiðleikum heima
gera það lika þó að flust sé til
annars lands. Þá er bara að fara
á sósialinn eða sjúkraskriía sig.”
Erla: „Ég held að fólk geri sér
ekki almennt grein fyrir þvi hvað
allt er hér óskaplega dýrt. 011
þjónusta t.d. er óheyrilega dýr, en
viða borgar maður eftir tekjum.
Þannig er það t.d. með greiðslu
fyrir dagvistun. Við borgun 700
kr. fyrir strákinn okkar..Meira að
segja sektir eru misháar eftir
tekjum, t.d. stöðumælasektir og
sektir fyrir of hraðan akstur.”
Arsæll: „Það er veruleg hætta
á að fólk sem kemur hingað
slyppt og snautt eigi ekki sjö
dagana sæla i fyrstu. Það kostar
einhver ósköp aö kaupa sér nýja
búslóð og það er hin mesta vit-
leysa að skilja gamla dótið sitt
eftir heima. Menn eiga skilyrðis-
laust að taka sem allra mest með
sér. Flutningurinn kostar ekki
nema brot af þvi sem ný búslóö
kostar. Svo verður einnig að gera
ráð fyrir að þurfa að borga húsa-
leigu þrjá mánuði fyrirfram.”
Saknar afa
og ömmu
— En hvernig líkar ykkur að
búa i Gautaborg?
Erla: „Ég er með heimþrá.
Mig langar heim en það væri ekki
rétt að flytjast heim núna og rifa
börnin upp i annað sinn. Þau
þurfa að ljúka skólagöngu áður en
við hugsum til mikilla breytinga.
Krökkunum likar vel hérna. Sig-
urbjörgu.þeirrielstusemnúer 16
ára, leist i fyrstu ekkert á að
flytjast hingað og kom ekki til
okkar fyrr en i fyrra, var á
heimavistarskóla fyrsta veturinn
okkar hér. En henni fellur vel
hérna og er ánægö með skólann.
Það hefur ýmsa ókosti aöala börn
upp fjarri fjölskyldu og
ættingjum. Kannski sakna ég
hvað mest ömmu og afa. Sérstak-
lega vegna þess litla. Hann fer
áreiðanlega mikils á mis við að
hafa þau ekki.”
Arsæll: „Hérna er mjög erfitt
að koma börnum á barnaheimili.
Biðin er allt upp i tvö ár. En það
er urmull af dagmömmum af öll-
um þjóðernum.”
— Er það rétt að efnahags-
kreppa sér i uppsiglingu?
Ársæll: „Já, það bendir ýmis-
legt til þess. Hér samdráttur
á öllum sviðum. Það er verið að
minnka opinbera þjónustu viða og
atvinnuleysi er þegar talsvert.
Ennþá fá útlendingar þó vinnu en
það byggist á þvi að þeir taka við
öllum verstu verkunum, þeim
sem Sviar sjálfir vilja ekki vinna.
En þetta er lika að breytast. Það
er ekki lengur sóst eftir útlendu
vinnuafli og raunar farið að reyna
að losa sig við eitthvað af „svart-
sköllunum”, þ.e. dökku verka-
fólki.”
Konur
í vondu verkin
— Neyðast þá Sviar til að vinna
þessi erfiðu og verst borguðu
störf sjálfir?
Erla: „Já, ætli það ekki. Eða
réttara sagt sænskar konur.”
Ársæll:,,Ég tek eftir þviað það
er farið i atvinnuauglýsingum að
benda sérstaklega á að konur
geti alveg unnið þau verka-
mannastörf, sem yfirleitt
karlmenn hafa verið I, alls konar
grófari störf. Ætli sé ekki verið að
undirbúa jarðveginn?”
— hs
Heima i stofunni i Muskatsgötu 32. Húsgögnin eru eitthvaö ódýrari i Sviþjóö en á tslandi,en samt ekki
svo ódýr aö venjuleg fjölskylda hafi efni á aö kaupa allt nýtt þegar sest er aö I nýja landinu. Þá er best
aö taka meö sér gamla dótiö aö heiman.
Hvað er
Multiple
Schlerosis?
Undanfariö hefur sjúkdómur
nokkur sem nefnist MS æ oftar
heyrst nefndur og siöan 1968 hefur
hér á landi veriö viö lýöi félag
sem kallast M.S. félag tslands.
Þaö hefur veriö hálfgert huldu-
félag og fæstum er ljóst hvers
konar sjúkdóm er um aö ræöa.
Þeirsem hafa orðiö fyrir barðinu
á þessari veiki stofnuðu félagiö
ásamt styrktarfélögum.
En hvað er M.S.? Það er
skammstöfun fyrir Multiple
Sclerosis. Multiple mætti þýða
með margvisleg eða dreifð,
sclerosis þýðir herðing eða ör-
myndun. Við sjúkdóminn M.S.
verður nokkurs konar bólgu-
myndun á við og dreif i miðtauga-
kerfinu (heila og mænu). Bólgan
gengur til baka en eftir verður
örmyndun eða herðing. Það sem
skemmist eru mergsliður sem
eru utan um taugaþræðina. Við
það verður truflun á leiðni
tauganna. Einkenni fara eftir þvi
hvaða taugar verða fyrir truflun,
en þau geta verið lamanir, skyn-
truflanir, stjóntruflanir o.fl.
Sjúkdómurinn getur lýst sér á
mjög mismunandi vegu og farið
mjög mismunandi illa með fólk,
en hann herjar á fólk á unga aldri,
flest 20—40 ára.
Gangur sjúkdómsins fer eftir
hversu titt sjúklingur fær áföll
vegna „bólgumyndunar”, hversu
miklar eftirstöðvar eru við hvert
„kast” og hvar i miðtaugakerfinu
örmyndanir verða. Hér á landi
hefur sjúkdómurinn meðal al-
mennings verið kalláður „hæg-
fara lömun”, en margir M.S.
sjúklingar fara einmitt hægt
versnandi. Þó er einnig hópur
M.S. sjúklinga, sem hefur
sjúkdóminn i mörg ár án þess að
bæklun valdi umtalsverðri röskun
i lifi þeirra.
Orsök þessa sjúkdóms er ókunn
og engin skýring hefur fundist
enn þrátt fyrir fjöldamargar
kenningar og verulegar
rannsóknir.
M.S.-félagið á íslandi hyggst nú
efla starf sitt og einkum fræðslu
um sjúkdóminn. S.l. sumar var
stofnað samband M.S.-félaga á
Norðurlöndum til þess að efla
gagnkvæma fræðslu og samvinnu
með sameiginlegum námskeiðum
og ferðum M.S.-sjúklinga. A
Norðurlöndum er mun meira
vitaö um sjúkdóminn heldur en
hér, enda eru félögin þar öflugri.
Félagsmenn vænta mikils af
sambandinu við norrænu félögin
og einnig Alþjóðlegt samband
M.S.-félaga. Nú er unnið að þvi að
finna fjáröflunarleiðirog t.d. hafa
verið gefin út minningarspjöld
sem seld verða á ýmsum stöðum.
Vonast er til að fleiri styrktar-
meðlimir veiti félaginu stuðning
við það að athygli er vakin á
félaginu og M.S.
Stjórn félagsins skipa nú:
Margrét Guðnadóttir, formaður,
Gretha Morthens varaformaður,
Maria H. Þorsteinsdóttir ritari,
Karólina Eyþórsdóttir gjaldkeri,
Margrét Kristinsdóttir og Mar-
grét ólafsdóttir, meöstjórnendur.
Sverrir Bergmann er ráðgefandi
læknir félagsins.
Félagið hefur enn ekki bolmagn
til að reka skrifstofu, en fundir
eru haldnir i húsi Sjálfsbjargar,
Hátúni 12, og ef einhvern fýsir aö
fá nánari upplýsingar um félagið
má gjarnan hafa samband við
stjórnarmeðlimi.
Áfram gakk ...
en vinstra megin
á móti akandi umferð
i/:i \í'vv’
þar sem
l gangstétt
vantar.
IFHROAR