Þjóðviljinn - 19.01.1982, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 19. janúar 1982 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5
Þjódviljinn birtir
útdrátt úr yfirlýsingu
Italska
kommúnistaflokksins
frá 30. desember s.l.
vegna setningar
herlaga í Póllandi
Pólskir skriðdrekar á götu i Varsjá. „Vandamál Pólverja eru fólgin í nauðsynlegum breytingum á stjórnarkerfi landsins”.
Friður verður ekki tryggður
með pólitískri kúgun
Valdataka hersins í Pól-
landi hefur orðið vinstri
öflum í Evrópu og annars
staðar hvatning til upp-
gjörs/ þar sem enginn
sósíalískur eða kommún-
ískur f lokkur kemst hjá því
að taka afstöðu með ótví-
ræðum hætti.
Þannig hefur valdaránið
verið fordæmt harðlega
meðal annars af kommún-
istaflokkum Spánár og ita-
líu, á meðan Franski
kommúnistaf lokkurinn
hefur verið tvístígandi i
afstöðu sinni.
Yfirlýsing Italska kommún-
istaflokksins um atburðina i Pól-
landi hefur verið talin marka
tlmamót og tákna endanlegt upp-
gjör flokksins við arfinn frá hinni
kommúnisku heimshreyfingu
eins og hann hefur varðveist I
hinum sovéska kommúnisma. 1
yfirlýsingunni er gert upp við þá
steinrunnu og stöðnuðu fyrir-
mynd, sem leiðtogar Sovétrikj-
anna hafa sett hinum sósialisku
rikjum og hinni sósialisku heims-
hreyfingu.„Það er augljóst að sá
þáttur i þróun sósialismans, sem
hófst með Októberbyltingunni,
hefur glatað drifkrafti sinum á
sama hátt og það timabil er
markaði stofnun og vöxt hinna
sósialisku flokka og stéttarfélaga
I tengslum við Annað Alþjóða-
sambandið glataði lifskrafti
sinum. Heimurinn nú er breyttur,
og það á m.a. rætur að rekja til
þessara atburða. En nú þurfum
við að horfa fram á við, út yfir
þennan gamla sjóndeildarhring
til að mæta þeim miklu vanda-
málum sem heimurinn stendur
frammi fyrir og kapitalisminn er
ekki fær um að leysa...”
Frumkvæði úr vestri
Jafnframt leggja itölsku
kommúnistarnir áherslu á mikil-
vægi nýs frumkvæðis frá sósial-
istum á Vesturlöndum:
„Vöxtur og framgangur sósial-
ismans er á þessu skeiði háðari
lýðræðislegum og sósialiskum
ávinningum I hinum kapitalisku
iðnrikjum i æ ríkari mæli, sér-
staklega i hinni kapitalisku
Vestur Evrópu og jafnframt að
vel takist með þær framfarasinn-
uðu sósialísku tilraunir, sem nú
er verið að gera i hinum ýmsu
löndum þriðja heimsins”.
I ályktuninni er kreppan i Pól-
landi rakin til þess efnahags-
módels, sem sovétmenn hafi
þvingað upp á Pólverja og til hins
ólýðræðislega kerfis, sem það
hafi leitt aí sér i stjórnmálunum.
Segir i ályktuninni að skortur á
lýðræðislegu fulltrúavaldi innan
hins pólitfska kerfis hafi annars
vegar gert flokknum ókleift að
ráðast gegn efnahagsvandanum,
en hins vegar hafi tilkoma hinna
óháðu verkalýðsfélaga verið
nauðsynlegt skref i áttina að lýð-
ræðislegri samstöðu um lausn
vandans. „Vandinn var og er I
raun og veru fólginn i nauðsyn-
legum breytingum á stjórnkerfi
landsins”.
Enrico Berlinguer formaöur
ttalska kommúnistaflokksins.
Abyrgð
Sovétstjórnarinnar
Þá er i ályktuninni rakin
ábyrgð Sovétstjórnarinnar og
Varsjárbandalagsins, sem hafi
ihlutast um málefni Póllands með
ótilhlýðilegum hætti og ráðist
gegn þeim umbótavilja, sem var
fyrir hendi meðal stórs hluta
flokksféiaga, innan Solidarnosc
og hjá kirkjunni. Þessi ihlutun
„hefur torveldað það að hægt
væri að einangra og afhjúpa þau
öfgaöfl, sem jafnframt spruttu
upp innan Samstöðu og kirkj-
unnar, þau öfl sem stefndu að
beinum átökum. Þessi öfl náðu að
koma fram kröfum innan Solidar-
nosc, sem ekki var hægt að koma
til móts við með tilliti til þess
efnahagsástands, sem rikti i
landinu. En menn skulu þó hafa
það hugfast, að þessi öfl, sem
stóðu I vegi fyrir þvi að pólskur
verkalýður axlaði ábyrgð sina
sem hin rikjandi stétt, eru að
hluta til ávöxtur þeirrar þróunar
sem lengi hefur staðið yfir og leitt
af sér ógnvekjandi firringu meöal
verkafólks og sérstaklega ungu
kynslóðarinnar gagnvart stjórn-
málunum.
Siðar i yfirlýsingunni spyrja
höfundar þeirrar spurningar,
hvers vegna allar tilraunir til
endurnýjunar i Austur-Evrópu
hafi runnið út I sandinn. Þeir
segja, að það verði ekki skýrt ein-
ungis með þrýstingi frá utanað-
komandi óvinum. Þeir nefna sem
dæmi, að frumkvæðið að „vorinu
i Tékkóslóvakiu” kom ekki frá
óflokksbundnum þrýstihópum,
heldur frá sjálfri flokksforystunni
i kring um Alexander Dubcek.
„Innrásin i Tékkóslóvakiu 1968,”
segir i yfirlýsingunni, „sýnir að
hin knýjandi þörf á endurnýjum á
stjórnkerfi Austurevrópurikj-
anna er ekki einungis i mótsögn
við hina sovésku fyrirmynd að
sósialismanum, heldur einnig 1
mótsögn við þann skilning á
„hinum sósialiska heimshluta”
sem leggur haft á sjálfstæða
þróun I þeim löndum, sem innan
hans liggja.
Friðsamleg sambúð
Okkur er mjög ljós sú stað-
reynd, að trygging friðsamlegrar
sambúðar og varðstaðan um frið-
inn verður nú á timum að byggj-
ast á þvi að tillit sé tekið til þeirra
tveggja blokka, sem fyrir hendi
eru i Evrópu, og að röskun sem
hótar þessu jafnvægi getur haft
alvarlega striðshættu i för með
sér. En það getur með engu móti
réttlætt að lagðar séu hömlur á þá
þörf fyrir frelsi, sjálfstæði og
endurnýjun hins efnahagslega,
pólitiska og menningarlega lifs,
sem svo viða gerir vart við sig i
heiminum.
Þvert á móti á hin friðsamlega
sambúð að vera hvort tveggja i
senn trygging og skilyrði fyrir þvi
að slik þróun geti átt sér stað i
friði og öryggi.
Þvi má ekki leggja þann skiln-
ing i blokkirnar, — hvort sem er i
austri eða vestri, — að þær séu
óbreytanlegar stærðir eða eins
konar hugmyndafræðilegar her-
búðir, sem stýrt sé eftir lögmáli
valdsins. Þær eru hins vegar tákn
um pólitiskan veruleika, sem ekki
verður breytt nema með þvi að
efla veg hinnar friðsamlegu sam-
búðar. Þvi er það að hin friðsam-
lega sambúð getur ekki einungis
falist i toppviðræðum stjórnmála-
mannanna og diplómatanna,
heldur krefst hún virkrar þátt-
töku almennings og þá fyrst og
fremst sterkrar og öflugrar
friöarhreyfingar.
Frelsi fyrir öryggi?
Þvi afneitum við þeirri rök-
semdafærslu, að nauðsynlegum
breytingum beri að fórna fyrir ör-
yggið, eins og það er skilið og
þvingað upp á aðrar þjóðir af
stórveldunum. Þetta er forsenda
þess, að hægt sé að hefja nýtt
skeið I baráttunni fyrir friði og
sósialisma, þar sem tekist er
á við þær nýju móthverfur, sem
eiga rætur sinar I núverandi
skipan heimsmálanna. Þetta er
jafnframt forsenda þess að hægt
sé ab koma til móts við þær nýju
þarfir, sem fram koma —■ i öllum
þjóðfélagskerfum — með áfram-
haldandi þróun visinda, tækni,
vitundar og menningarlegs sköp-
unarkrafts.
Þegar við hugsum þessi mál
ofan i kjölinn, án þess að horfa á
nokkurn hátt framhjá vanda-
málum Austur-evrópurikjanna,
þá er fjarri þvi að niðurstaðan
verði sú, að framtið sósialismans
sé myrk, eða að vandamál þess-
ara landa séu forboði um endan-
legan ósigur sósialismans.
Landamæri sósialismans falla
ekki saman viö landamæri
Austur-Evrópu. Sósialisminn er
söguleg hreyfing sem er I þróun
um allan heim.
Arfur Október-
byltingarinnar
Hin sósialiska bylting i Rúss-
landi i október 1917 var mesti
byltingarviðburður okkar aldar.
Sá aflgjafi sem hún varð fyrir
baráttu verkalýös og kúgaðra
þjóða verður seint metinn.
ltalski kommúnistaflokkurinn
vanmetur ekki það þýð-
ingarmikla hlutverk, sem Sovét-
rikin leika I heiminum. Þetta
hlutverk er stundum i samræmi
við hagsmuni þeirra landa og
þjóða, sem eiga I baráttu gegn
heimsvaidastefnu og afturhalds-
stjórnum fyrir friði og þjóðlegu
sjálfstæði. Stundum gengur þetta
hlutverk einnig gegn þessum
hagsmunum, þegar ekki er um
beina árás á þá að ræða, eins og
tilfellið er með innrásina i
Afghanistan.
Þeir sem nú vilja halda þvi
fram, að þörfin og nauðsynin á
sósialiskum breytingum séu ekki
lengur fyrir hendi hafa rangt
fyrir sér. Hins vegar er það viss
gamall pólitiskur þankagangur
og viss gömul hugmyndafræðileg
mynstur, sem ekki eiga lengur
við: fyrirframákveðinn skiln-
ingur á sósialismanum, á skipu-
lagningu rikisins og valdsins og á
afstöðunni til samfélagsins.
Sú fyrirmynd, eða það
„módel”, sem Sovétrikin hafa
sett upp, og heimfært siðan upp á
önnur Austur-Evrópuriki, það
verður ekki endurtekið, og það
verður ekki hægt að játast undir
nokkurn eðlismun á sósialisma og
lýðræði, á milli eignarréttar og
eftirlits samfélagsins á fram-
leiðslutækjunum og lýðræðislegs
skipulags hins pólitiska valds.
Jafnframt iiggur ljóst fyrir, að
það er nauðsynlegt að leita út yfir
þá reynslu, sem reynsla sósial-
demókrataflokkanna i Evrópu
hefur veitt. Þær leiðir sem þeir
hafa rutt, og sem hafa leitt til
nokkurs árangurs á hinu félags-
lega sviði i nokkrum löndum,
virðast i dag vera lokaðar af
kreppu rikisvaldsins og neyslu-
þjóðfélagsins og af nýjum form-
um firringar sem bitna á fjöld-
anum i siauknum mæli. Sú
kreppa sem nú rikir I kapitalism-
anum og þær byrðar, sem hún
leggur á aimenning, og sú hætta
sem hún skapar fyrir heimsfriö-
inn krefst þess meira en nokkru
sinni fyrr, að allir kraftar hinnar
evrópsku verkalýðshreyfingar
leitist nú við að finna nýjar leiðir
til sósialismans.
Ný alþjóðahyggja
Italski kommúnistaflokkurinn
itrekar, að hann álitur hugsunina
um einlita kommúniska hreyf-
ingu, sem er aöskilin frá hinni al-
þjóðlegu verkalýðshreyfingu og
þar með frá friðarhreyfingunni
og hinum sósialisku og framfara-
sinnuðu hreyfingum vera úrelta.
Sú alþjóðahyggja sem af þessu
leiðir og PCI fylgir I hugsun og
reynd er I krafti sins sögulega og
menningarlega arfs, og i krafti
sins pólitiska og hugmyndafræði-
lega sjálfstæðis nátengd sér-'
hverri sósialiskri, byltingarsinn-
aðri og framfarasinnaöri hreyf-
ingu i heiminum. Við teljum að
viðhald slikra tengsla sé mikil-
vægt skilyrði þess, að hægt sé
vinna aö friðsamlegri sambúö,
■friði og öryggi á milli þjóöa, þar
sem haldið er á lofti hugmyndinni
um lýöræöi, framfarir og sósial-
isma sem sjálfstæðu vali sér-
hverrar þjóðar...”
Það hefur komiö fram i fréttum
að pólsku herstjórninni mun vart
hafa sárnað önnur gagnrýni
meira, en sú sem kemur fram I
yfirlýsingu Italska kommúnista-
flokksins. Hafa þeir jafnframt
ásakað þá fyrir að vera harðari i
afstöðu sinni en evrópska jafn-
aðarmenn.
Það merkilega við þessa yfir-
lýsingu, sem hér hefur verið
birtur mjög styttur úrdráttur úr,
er hins vegar, að PCI er ekki með
yfirlýsingunni að draga fjöður
yfir eða afneita sinni pólitisku
fortið, uppruna og hefð. Þvert á
móti er hún áfram forsendan
fyrir hinni fræðilegu umfjöllun og
pólitisku afstöðu. Itaiskir
kommúnistar hafa hafið leit að
nýrri einingu evrópskrar verka-
lýðshreyfingar og nýjum formum
sósialismans i samræmi við þau
vandamál sem nú virðast brýn-
ust: striðshættuna og kreppu hins
kapitaliska kerfis.
ólg.