Þjóðviljinn - 19.01.1982, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 19.01.1982, Blaðsíða 6
6 StÐA — ÞJÓDVILJINN Þriðjudagur 19. janúar 1982 Fjárhagsáætlun Reykjavíkur: Við beitum ekki blekkingum eins og íhaldið gerði /,Þegar viö gerum f jár- hagsáætlun ætlum viö að sýna Reykvíkingum hvernig hægt er að koma þessu saman, en ekki blekkja þá með þvi að Ijúga til að ekki þurfi að taka lán", sagði Sigurjón Pétursson m.a. við af- greiðslu fjárhagsáætlun- ar þessa árs i borgar- stjórn. Sjálfstæðisf lokk- urinn hefur hamrað á því að borgin sé nú rekin á lánum en í umræðunum kom fram að áætlanir eru uppi um að taka 40 miljón króna lán á þessu ári en jafnframt borga eldri lán að upphæö 25 miljónir. útistandandi lán borgar- innar aukast því ekki á árinu. t umræðunum var mikið fjall- að um ræðu Daviðs Oddssonar frá þvi i desember i ljósi þeirra óraunhæfu tillagna sem Sjálf- stæðismenn fluttu. Sigúrjón Pétursson sagði m.a.: Of lítið eða of mikiðtil BÚR? „Við fyrri umræðu hafði Davið Oddsson miklar áhyggjur og þungar af Bæjarútgerð Heykjavikur og það hef ég raun- ar lika. Hann sagði að um grófa fölsun væri aö ræða i fjárhags- áætluninni að gera bara ráð fyr- ir 13.5 miljónum króna til BÚR. Fyrirtækið þyrfti miklu meira, hallinn væri ekki undir 15 miijónum. „Það vantar 1.5 miljón krónur til að mæta hall- anum frá i fyrra” sagði Davið Oddsson og hélt áfram: „Nú dettur mér ekki i hug að jafnvel Sigurjón Pétursson treysti sér til aö spara á hallanum frá i fyrra, þótt hann sýndi mikil til- sagði Sigurjón Pétursson þrif i sparnaði.” Nei, Sigurjón Pétursson treystir sér ekki til þess, en það gerir Davið Odds- son nú tæpum mánuði siðar. Þvi ein af tiltölulega fátæklegum til- lögum Sjálfstæðisflokksins nú er að skera framlag til BOR úr lðmiljónum i 13. Davið Oddsson hefur greinilega gleymt að lesa ræðuna sina frá siðasta fundi og veit þvi ekki hvaða skoðun hann hafði þá og hvaða skoðun hann hefur nú.” Skipulagsmálin ekki dýrari nú „Borgarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins hafa klifað á þvi að það sé gifurleg eyðsla og sóun i sambandi við Borgarskipulag Reykjavikur. Þar hafi aldrei verið eytt öðrum eins fjármun- um eins og i tið núverandi meirihluta. 1 samræmi við þetta er ein af tillögum þeirra nú að skera framlag til Borgarskipu- lagins niður um helming. Borgarbókhaldið hefur tekið Davið Oddsson um miðjan desember: Of lítið til BÚR! — Um miðjan janúar: Of mikið til BÚR! saman hvaða fjármunum hefur verið varið til skipulagsmála hjá Reykjavikurborg frá 1973 til 1980 og framreiknað það til verðlags i nóvember 1981 eftir visitölu vöru og þjónustu. f ljós kemur að i þessu er nokkur tröppugangur. Arið 1974 og áriö 1975 eru langhæstu árin i kostn- aði við skipulagsmál i Reykja- vik. Arið 1977 og 1978 eru með þeim lægri árum i þessu sam- bandi en árið 1979 er langhæsta árið. Ef við horfum á þessar töl- ur og miðum við árið 1980 ann- ars vegar og hins vegar við árin 1975 og 1974 þá eyðum við 1980 um 693 miljónum gamalla króna. Arið 1975 kostuðu skipu- lagsmálin 720 gamlar miljónir á sama verðlagi og 1974 799 gaml- ar miljónir. Af þessu sést að ekki er hægt að fullyrða eða byggja slika fullyrðingu á nokkrum stað- reyndum, að skipulagsmál hafi verið miklu dýrari i tið núver- andi meirihluta en hjá Sjálf- stæðisflokknum, nema þá borg- arfulltrúar treysti ekki borgar- bókhaldinu sem ég leyfi mér að gera.” Tvöfalt byggt af verkamannabústöðum „Hér hefur Magnús L. Sveins- son lýst áhyggjum yfir þvi að verkamannabústaðabyggingar væru að dragast saman i tið nú- verandi meirihluta og meira að segja „verulega mikið”. Hvað gerði Sjálfstæðisflokkurinn i þessum efnum þegar hann gat gert eitthvað? Arið 1978 var varið 2 miljónum 140 þúsundum króna en i ár, 1982, er áætlað að verja 10 miljónum 360 þús- undum. Þetta er rétt tæpiega fimmfaitog gæti nú bent til þess að þarna væri um raunveruleg- an samdrátt að ræða þvi verð- lag hefur hækkað fimmfalt. En töluvert hefur gerst i millitið- inni. Lögum um verkamanna- bústaði hefur verið breytt þann- ig, að nú leggur sveitarfélagið fram 10% af kostnaði við bygg- ingu ibúðanna en árið 1978 lagði sveitarfélagið til um 23%. Það vill segja að með sama framlagi frá Reykjavikurborg fæst helm- ingi meira af framkvæmdum enda kemur þá fjármagn á móti annars staðar frá. Samkvæmt þessu frumvarpi hafa verkamannabústaðirnir tvöfalt meira fé til bygginga en þeir höföu 1978 þegar Sjálf- stæðisflokkurinn réði og byggi þeir jafn hagkvæmt þá og nú fást helmingi fleiriibúðir á þessu ári.” Lántökur og launahækkanir „Sjálfstæðisflokkurinn segist hafa þungar áhyggjur af lántök- um Reykjavikurborgar. En hvernig var þetta 1978 þegar Sjálfstæðisflokkurinn var að gera sina fjárhagsáætln meðan þeir voru ábyrgir og þurftu að standa reikningsskil gerða sinna? Þá var áætlað til launa- hækkana og óinnheimtra gjalda sem svarar tæplega 4% af tekj- um ársins 1978, eða 5 miijónum 815 þúsundum króna. Nú ætlum við i sömu hluti 8.9% af tekjum borgarinnar eða 85.5 miijónum króna og þá gagnrýnir Davið Oddsson það að þessar tölur séu of lágar, þó Sjálfstæðisflokkur- inn teldi að sjálfsögðu enga þörf á að áætla til launahækkana 1978. Ef við leyfðum okkur að falsa fjárhagsáætlun Reykjavikur- borgar nú með sama hætti og þeir 1978, ef viö tækjum 3.93% af tekjum og legðum i þessa liði þá þyrftum við rúmar 37 miljónir króna. Við þyrftum sem sé ekki að sýna neitt lán i sambandi við fjárhagsáætlunina, þarna fengj- um við á pappirnum jafnvirði áætlaðrar lántöku! Síðustu áætlun Sálfstæðisflokk- ins var að skera niður við trog á miðju ári 1978, sagði Sigurjón m.a. Endasleppáætlun frá '78 Munurinn er bara sá að þegar við gerum áætlun við að sýna Reykvikingum hvernig hægt er að koma þessu saman en ekki að blekkja þá með þvi að •ljúga þvi til að ekki þurfi að taka lán. Enda varð raunin sú eins og allir vita að þegar úttekt var gerð á fjárhagsstöðu borgarinn- ar á miöju ári 1978 varð að skera niður allar framkvæmdir og samt sem áður safnaði borgin skuldum, Við höfum ekki áhuga á þvi að blekkja á þennan hátt.” I lok ræðu sinnar sagði Sigur- jón: „Ég verð að segja að skelfing finnst mér Sjálfstæðismönnum hafa hrakað i yfirsýn um borg- armál á þessum fjórum árum frá 1978. Og ég vona að örlög þeirra verði þau að halda áfram að hafa góðar hugmyndir en þurfi aldrei að standa andspæn- is þvi aftur að þurfa að fara að stjórna og éta ofan i sig öll þau mörgu og stóru orð sem hér hafa fallið. Og ég skal stuðla að þvi fyrir mitt leyti að þeir þurfi aldrei að gera það.” —AI Minning Bergur Hallgrímsson 1 dag fer fram bálför Bergs Hallgrimssonar, Arnarbæli, Blesugróf i Reykjavik. Bergur lést snemma i þessum mánuði, nýorðinn 79 ára, en hann var fæddur 17. nóvember 1902. Bergur Hallgrimsson fæddist i Svinaskógi á Fellsströnd, yngstur þriggja sona þeirra Hallgrims Jónssonar og Oktaviu Stefáns- dóttur. Oktavia lést 10. ágúst 1903, þegar Bergur var aðeins niu mánaða gamall og bræður hans, Jón Friðgeir og Markús aðeins fárra ára. Þegar Oktavia dó var maður hennar, Haligrimur, að- eins tuttugu og fjögurra ára — ekkill með þrjú börn. Tveir eldri drengirnir, Jón Friðgeir og Markús fóru til foreldra Hall- grims i sömu sveit, en þar var lyrir sonur Hallgrims sem hann átti fyrir hjónaband með Harald- sinu Haraldsdóttur, Sveinn Hall- grimsson. Höfðu þau Jón og Mar- grét i Túngarði þá i fóstri þrjá sonarsyni sina. En yngsti dreng- urinn i Svinaskógi, Bergur, átti lengi vel óvissan samastað i sveitinni, þar til ólafur Magnús- son i Arnarbæli og kona hans Sigurborg tóku Berg i fóstur. Minntist Bergur uppvaxtarár- anna i Arnarbæli með mikilli hlýju og jafnan var hugur hans mjög vestra á Fellsströndinni þó hann færi viða og kæmi oft ekki vestur árum saman. Bergur var i Arnarbæli hjá fósturforeldrum sinum þar tii er hann fermdist að hann fór i Stykkishólm og stund- aði upp frá þvi alla almenna vinnu til sjós og lands. Hann var hagur maður og hamhleypa til verka, hár maður vexti á sinni tið, sterkur og fimur. Bergur var siðan i Stykkishólmi i nokkur ár, siðan á ísafirði og loks i Reykja- vik. Hér starfaði hann sem bil- stjóri fyrst, siðan að bilavið- gerðum; fyrst á verkstæði ann- arra, en síöustu árin á verkstæði i Arnarbæli og Blesugróf. Bergur var þekktur meðal bilaviðgerðar- manna, hann kenndi mörgum þeirra bilfvélavirkja sem nú eru á miðjum aldri og eldri. Bergur var flokksmaður i Kommúnistaflokknum og Sósial- istaflokknum, var aldrei flokks- maður i Alþýðubandalaginu, en stuðningsmaður þess hin siðari ár. Bergur hafði mjög róttækar skoðanir á þjóðfélagsmálum, þjóðfélagssýn hans var skörp og afdráttarlaus. Skoðanir sinar setti hann hiklaust fram þegar það átti viö og hann var ekkert fyrir það að hlifa mönnum við að segja þeim til syndanna. Engu aö siður átti Bergur marga vini og hann var óvenjulega tryggur vina sinna. Ég kynntist Bergi fyrst fyrir 10 árum eða svo. Hann gerði við druslurnar fyrir mig og var undrafljótur að heyra gang- truflun i bil, enda þótt hann heyrði annars ekki vel seinni árin. Hann sagði mér margt frá fyrri störfum sinum og skoðun- um, sjóferðum héðan frá íslandi og erlendis. Hann var hæglátur frásagnarmaður og ekki mikið fyrir það að segja frá sjálfum sér' hafði raunar ákafa skömm á monti og karlagrobbi. Engu að siður tókst stundum að fá Berg til þess að segja frá atburðum fyrr á öldinni, úr lifsbaráttunni eða stéttabaráttunni, og það voru ógleymanlegar stundir. Hann og Leiðrétting á fyrirsögn og myndartexta 1 frásögn siðasta tölublaðs Þjóðviljans af Listasafni Háskóla íslands urðu þær villur, að i fyrir- sögn stóð: „Listasafn Háskólans sýnir: Verk er gefin hafa verið á 1. ári safnsins”, og i texta með mynd af sýningum nýrra lista- verka safnsins stóð: „Listasafni Anddyri Háskóia tslands, þar sem málverkin eru til sýnis. Háskóla Islands hafa verið gefin 23 verk eftir 17 listamenn á fyrsta starfsári og eru þau til sýnis i anddýri Háskólans.” Sé fréttinsjálf hinsvegar lesin, kemur það berlega i ljós, að safn- ið hefur keypt listaverk fyrir kr. 173.025.00, þ.e. 17.3 miljónir gam- alla króna, sem nemur kaupum alls safnaukans á árinu, að tveim myndum undanskildum, er það hlaut að gjöf. Eru það málverk eftir Gisla Jónsson frá Búr- fellskoti og málverk eftir Þorvald Skúlason. Leiðréttist þessi mistök blaðs- ins hér með. faðir minn voru náskyldir. En þeir voru einnig vinir og félagar og vinátta Bergs og föður mins hefur að undanförnu flust til móðurminnar og systkina. Oftast er ættarmót svonefnt með skyld- fólki, en þeir Bergur og faðir minn, voru miklu likari en gengur og gerist, jafnvel meðal systkina. Bergur lætur eftir sig konu, Fanneyju Ingjaldsdóttur. Hjá henni er samúð okkar vina þeirra i dag. Bergur var vissulega kom- inn á þann aldur að menn mega búast við öllu; engu að siður er skilnaðurinn sár eftir áratuga samvistir. Reynist vinir Bergs Fanneyju eins og Bergur reyndist þeim oft verður hún studd til þess að mæta'nýjum verkefnum og vandamálum. Bergur Hallgrimsson var vin- fastur, ákveðinn i skoðunum, dulur og hann bar ekki vandamál sin á torg. Það er gott að hafa kynnst Bergi Hallgrimssyni. Svavar Gestsson

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.