Þjóðviljinn - 19.01.1982, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 19.01.1982, Blaðsíða 3
Atvinnuráðstefna á Húsavík Þriðjudagur 19. janúar 1982 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 3 Ráðstefna og þorra- blót um sömu helgi Rætt við Sigurð Rúnar Ragnarsson form. kjördæmisráðs Nú gefst fólki í kjör- dæminu kostur á aö kynna sér atvinnumál á breiðum grundvelli/ bæði aðafla sér f róðleiks og miðla af eigin# sagði Sigurður Rúnar Ragnarsson formaður kjördæmisráðs Alþýðu- bandalagsins i Norður- landskjördæmi eystra, þegar Þjv. sló á þráðinn til hans í tilefni af atvinnu- málaráðstefnu sem þeir Allaballar á Norðurlandi standa fyrir á Húsavík um næstu helgi. — Ráðstefnan veröur haldin á Húsavik 23. og 24. janúar, en þannig stendur á að Alþýðu- bandalagsfélagið á Húsavik stendur fyrir miklu þorrablóti á laugardagskvöldið 23. janúar. ViðVonumst til aöráðstefnugestir taki sér málhvild og gleöjist meö félögum sinum um kvöldið en hefji siðan upp raustina strax á morgni sunnudags. —■ Ráðstefnan hefst með fram- söguerindum fróðra manna: Kjartans Ólafssonar, Þrastar Ólafssonar, Péturs Eysteins- sonar og Helga Guömundssonar. Siðan verður ráðstefnunni skipt upp i starfshópa. Ætlunin er að stjórn kjördæmisráösins gefi út bækling meðþvi sem fram kemur á ráðstefnunni, en það er nú undir fjárhag komið. — Ráðstefnan er ætluð fyrst og fremst til upplýsinga enda þarf að taka stórar ákvarðanir um stór- iðju og önnur atvinnumál innan skamms. Það er þvi mikilvægt að fólk afli sér itarlegrar vitneskju áður en til ákvarðana kemur. Við vonumst til aö sem flestir komi og vonumst til að veðurguðirnir verði okkur hliöhollir, sagði Siguröur Rúnar að lokum. —ög. :':ií Athyglisverð ráðstefna hófst i Reykjavik i gær og gæti hún orðið upphaf að nánari fiskveiðisamstarfi þjóðanna sem land eiga að Norð- ur-Atlantshafi. A ráðstefnunni eru fulltrúar frá Bandarikjunum, Efnahagsbandalagi Evrópu, Danmörku fyrir hönd Færeyja, tslandi, Kanada, Noregi og Sviþjóð. Ráðstefna í Reykjavík Millirík j asamningur um verndun laxins? 1 gærmorgun hófst i Reykjavik alþjóðaráðstefna um verndun laxastofna á Norður-Atlantshafi og er stefnt að þvi að ganga frá millirikjasamningi um þessi efni. Ráðstefnan er haldin að frum- kvæði islands og til hennar boðið fulltrúum frá Bandarikjunum, Efnahagsbandalaginu, Dan- mörku fyrir hönd Færeyja, íslandi, Kanada, Noregi og Svi- þjóö. Ólafur Jóhannesson utanrikis- ráöherra setti ráðstefnuna og var Guðmundur Eiriksson kjörinn forseti ráðstefnunnar. Varafor- setar voru kjörnir Janus Paludan sendiherra Danmerkur i Reykja- vik og Larry Snead formaöur bandarisku sendinefndarinnar. 1 islensku nefndinni eru Guömundur Eiriksson þjóö- réttarfræöingur, Þór Guöjónsson veiðimálastjóri, Haukur Ólafsson fulltrúi i viðskiptaráðuneytinu og Þorsteinn Þorsteinsson bóndi á Skálpastööum. —ekh 17,9% rúmlega 23%. Aðrar tegundir hækka um 15.8%. 1 yfirefndinni eiga sæti: ólafur Daviösson, forstjóri Þjóöhags- stofnunar, sem er oddamaður nefndarinnar, Ingólfur Ingólfsson og Kristján Ragnarsson, fulltrúar seljenda og Eyjólfur tsfeld Eyjólfsson og Friörik Pálsson, fulltrúar kaupenda. Yfirnefndin mun siöar ákveða fiskverð frá 1. mars til 31. mai. Nýtt fiskverð Meðaltalshækkun A fundi yfirnefndar Verðlagsráðs sjávarút- vegsins sl. laugardag varð samkomulag allra aðila í nefndinni um nýtt fiskverð sem gildir frá 1. janúar til 28. febrúar. Verðákvörðunin felur i sér að meðaltali 17.9% hækkun á fisk- verði. Gert er ráð fyrir að oliu- gjald á árinu 1982 verði 7%. I þessari meðalhækkun er meö- talin sérstök hækkun á fiskveröi. Gert er ráð fyrir að oliugjald á ár- inu 1982 verði 7%. I þessari meðalhækkun er með- talin sérstök hækkun á óslægðum þorski og ýsu. Þannig er hækkun á slægðum þorski 16.4% en ó- slægðum 23.3%. Slægð ýsa hækkar um 9.3% en óslægð um Bæjarstjórnarkosningarnar á Akureyri: Forval hjá Alþýðubandalaginu mgh ræðir við Pál Hlöðvesson, formann uppstillingarnefndar Páll Hlöðvesson, formaður upp- stillingarnefndar AB á Akureyri. Alþýöubandalagið á Akureyri ákvað á aðalfundi sinum i fyrra vor, aö viöhafa forval til skipunar á framboðslista félagsins við bæjarstjórnarkosningar þær, sem fram eiga að fara 23. mai i vor. Sérstakri nefnd var falið að annast framkvæmd forvalsins og ganga að þvi búnu frá framboðs- listanum. Formaöur þessarar uppstiilingarnefndar er Páll Hlöövesson og til þess að fræða lesendur um forval þeirra Akureyringa snéri Þjóðviljinn sér til hans. — Forvalið hefur verið ákveðið i tveimur umferöum, eins og regl- ur mæla fyrir um, sagði Páll. Fyrri umferðin veröur dagana 30. og 31. janúar, báða dagana kl. 2-6. Verður kosið i Lárusarhúsi, Eiðs- vallagötu 18. Auk þess er heimilt aö kjósa bréflega og verður þá aö hafa samband við einhvern upp- stillingarnefndarmanna. A kjör- stað liggja frammi forvalsregl- urnar ásamt félagatali Alþýðu- bandalagsins. En auk félaga er i fyrri umferðinni heimilt að til- nefna hvern þann, sem kjörgeng- ur er til bæjarstjórnar, þótt hann sé ekki skráður félagi i flokknum. — Hverjir mega svo taka þátt i forvalinu? — Allir félagsmenn Alþýðu- bandalagsins, sem hafa greitt ár- gjáld sitt, mega kjósa. Auk þess þeir, sem ganga i flokkinn i siöasta lagi á forvalsdag og greiða þá a.m.k. hálft árgjald, þar sem starfsárið er þá um það bil hálfnað. Það er sjálfsagt, að allir stuöningsmenn fiokksins, sem af einhverjum ástæðum hafa ekki látiö verða af þvi að ganga i hann, geri það nú og nýti sér þar með tækifærið til að hafa áhrif á upp- stillingu til bæjarstjórnarkosn- inganna i vor. — Hvenær verður svo siöari umferðin? — Hún er ákveðin hálfum mán- uði siðar, það er 13. og 14. febrú- ar. Uppstillingarnefnd þarf nokkurn tima til þess aö vinna úr gögnum fyrri umferðarinnar, fá samþykki viðkomandi manna til áframhaldandi þátttöku og kynna félagsmönnum niöurstöðurnar i bréfi, svo þessvegna getur ekki liðiö styttra á milli. Það er að sjálfsögðu ekki of seint til að taka þátt i siöari um- ferðinni, að ganga i félagið þá. En stjórn félagsins verður viðlátin i Lárusarhúsi alla kjördagana til aö samþykkja þar inntökubeiön- ir, samkvæmt félagslögum. Auk þess er svo hægt að hafa samband við einstaka stjórnarmenn vilji menn ganga i félagiö, eða að æskja inngöngu bréflega. Ég vil svo að lokum, sagði Páll Hlöðvesson, hvetja alla flokks- menn til þátttöku i forvalinu og itreka hvatningu mina til óflokks- bundinna stuðningsmanna að ganga i félagið. Hér i lokin skal þess og getið að i uppstillingarnefnd sitja: Páll Hlöövesson, Brynjar Ingi Skaptason, Gisli Ólafsson, Hilmir Helgason og Katfin Jónsdóttir. Til einhverra þeirra ber þeim að snúa sér, sem óska eftir að fá að kjósa bréflega, eftir akstri á for- valsdag eða vilja fá frekari upp- lýsingar. Simar á forvalsdag eru 8-18-75 og 2-58-75. mhg.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.