Þjóðviljinn - 19.01.1982, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 19.01.1982, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 19. janúar 1982 DJOfMUINN Málgagn sósíalisma, verkalýds- hreyfingar og þjódfrelsis Útgefandi: Otgáíufélag Þjóftviljans. F'ramkvæmdastjóri: Eiður Bergmann. Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ölafsson. Fréttastjóri: Álfheiöur Ingadóttir. Umsjónarmaður sunnudagsblaðs: Guöjón Friðriksson. Auglýsingastjóri: Svanhildur Bjarnadóttir. Afgreiöslustjóri: Valþór Hiööversson. Blaðamnn: Auður Styrkársdóttir, Magnús H. Gislason, öskar Guömundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Sveinn Kristinsson. iþrótta- og.skákfréttamaður: Helgi Ólafsson. Otlit og hönnun: Andrea Jónsdóttir Guðjón Sveinbjörnsson. Ljósmyndir:Einar Karlsson, Gunnar Elisson. Ilandrita- og prófarkalestur: Elias Mar, Trausti Einarsson. Auglýsingar: Hiidur Kagnars, Sigriður Hanna Sigurbjörns- dóttir. Skrifstofa: Guörún Guovaröardóttir, Jóhannes Harðarson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristin Pétursdóttir. Simavarsla: Ólöf Halldórsdóttir, Sigriður Kristjánsdóttir. Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir. Bílstjóri: Sigrún Bárðardóttir. Innheimtumenn:Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigurmunds- son. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jóns- dóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Sfðumúla 6, Reykjavik, simi 81333 Prentun: Blaöaprent hf. Flotinn úr höfn • Liklega fagna þvi flestir nema stjórnarand- stöðuflokkarnir að flotinn heldur nú úr höfn til veiða og atvinnulif tekur aftur að glæðast um alla landsbyggðina. Vonandi dregst heldur ekki úr hömlu að stóru togararnir láti úr höfn. Ákvörðun fiskverðs hefur oft dregist langt fram i janúar og stundum fram i febrúar, en það sem gerði átökin nú óvenjuleg var að samhliða voru i gangi verk- fall og verkbann vegna kjaradeilu sjómanna og útgerðarmanna. Sjómannasamtökin hafa átt við' skipulagsvanda að striða og samtakaleysi hefur oft háð sjómannastéttinni i kjarabaráttu. Að þessu sinni tókst sjómönnum i meginatriðum að halda samstöðu sinni og hafa eflt sina stéttarlegu stöðu fyrir vikið. • Fyrir rikisstjórninni vakti að halda gengis- fellingarþörf og verðbólguáhrifum fiskverðsá- kvörðunar i lágmarki, en bandalag sjómanna og útgerðarmanna á siðustu dögum fiskverðsþrefs- ins mun kaila á nokkurra prósenta gengissig um- fram þá lausn sem sjávarútvegsráðherra lagði til. Allir aðilar að fiskverðsákvörðuninni féllu þó frá ýtrustu kröfum og segja má að lausnin sé viðunandi borið saman við þann kostnað sem á- framhaldandi átök hefðu haft i för með sér. • Félagsleg atriði i þeim samningum sem sjó- menn náðu við útgerðarmenn eru mikilvæg og svo virðist sem þeir hafi talið sig þurfa að ieggja útgerðinni lið þar i móti. En óneitanlega vakna margar spurningar i kjölfarið. Það hefur t.d. verið vakin á þvi athygli að enda þótt útgerðar- menn beri sig illa, jafnvel eftir þá fiskverðshækk- un, sem þegar hefur verið ákveðin, þá liggja fyrir beiðnir um kaup á fjölda nýrra fiskiskipa. Og þrátt fyrir bókhaldslegan taprekstur flest undan- farin ár er hin gifurlega uppbygging flotans stað- reynd sem kemur illa heim og saman við taptöl- urnar i bókhaldinu. • Önnur staðreynd sem vakin var athygli á i umræðum sjómanna á Sigtúnsfundinum er einnig umhugsunarverð. Þar kom fram að þorri fyrir- tækja i sjávarútvegi stundar samhliða útgerð og fiskvinnslu. Flestir togaranna eru i eigu fisk- vinnslufyrirtækja og svo er einnig um fjölda báta. Það er þvi verið að færa úr einum vasanum i annan þegar deilt er um hvort fiskverðið eigi að taka mið af vinnslunni eða veiðunum. • í þeim miklu umræðum sem átt hafa sér stað siðustu vikur um stöðu fiskvinnslu, útgerðar og kjör sjómanna er það áberandi að nær eingöngu hefur verið fjallað um heild og meðaltöl. Að baki slikra útreikninga er raunveruleikinn falinn. Þörfin á endurskipulagningu, hagræðingu, fækk- un rekstrareininga o.s.frv. er ekki tiunduð né fyrirtæki sundurgreind i vonlausan taprekstur og lifvænleg framtiðarfyrirtæki. Allar ákvarðanir miðast við meðalmennsku sem varla er til nema á pappir. • Þjóðin hefur verið rækilega minnt á þýðingu sjávarútvegsins á siðustu vikum og þess fólks sem innan hans starfar. Hjól verðbólgunnar snú- ast ekki sist i kringum hann og þau verða ekki stöðvuð á honum einum. En engum blandast vist hugur um að sé honum ekki stýrt markvissar en gert er verður litt ráðið við islensk efnahagsmál. —ekh Jólahlé ASÍ Framsóknarmenn vilja nú taka hita og rafmagn út úr visitölu og auka enn á skeröingarákvæöi Ólafslaga vegna viðskiptakjara. Þeim gengur það til að viija hamla gegn verðbólgu. Ekki skal efast um einlægni þeirra Framsóknarmanna i þessari viðleytni en skynsemina verður stórlega að draga i efa. Eins og menr, muna voru. gerðir skynaisamningar milli ASt og VSÍ i haust. Samningamenn lögðu á það áherslu að i raun væri um að ræða frestun á kjarsamn- ingum og átökum frá hausti til vors. Það má i rauninni lita á þá niðurstöðu sem ákvörðun um aö fara i smá jólahlé. Framsóknar bœtur Svo ætla Framsóknar- menn að fara að spilla þessu jólahléi sem stjórnmála- menn voru ákaflega ánægðir með i haust, með tillögu- flutningi um bótalausa verð- bótaskerðingu. Það kallar maöur að magna á sig drauginn.. Það veröur ekkert elsku mamma ef ASI á að fara ð semja i vor með Framáóknarverðbætur á herðunum. Opið hús hjá SHA Samtök herstöðvaand- stæðinga hafa opið hús að Skólavörðustig 1 á frá kl. 20 á miövikudaginn. Er hér tekið upp að nýju samkomuhald á ' miðvikudögum eins og fyrir jól og veröur þaö svo á út- mánuðum. Pétur Reimars- son formaður miðnefndar SHA, verður gestur kvölds- ins i opnu húsi á miðvikudag- inn, en oftast hafa fræði- eða listamenn verið i hópi gesta. Opnu húsin á miðvikudögum hjá SHA að Skólavörðustig 1 eru kjörið tækifæri fyrir her- stöðvaandstæðinga að bera reglulega saman bækur sinar og komast inn i starfið. Föstudaginn i þessari viku mun Richard Valtingojer svo opna sýningu á verkum sinum á Skólavörðustignum og stendur hún i mánuð klippt Hitturöu hann kl. 04 er hann eins áfengi i blóðinu. Fylgjum sólargangi Þeir sem eru morgunsvæfir og þungir upp i skammdeginu eiga auðvelt með að trúa þvi að „eðlilegt svefn og vökuástand likamans tengist sólargangi, nótt og degi, og að röskun svefns og vöku frá þvi sem eðlilegt er valdi vanliðan og truflun á eðli- legu likamsástandi.” I nýút- komnu hefti af Lögreglumann- inum er þvi haldið fram og stutt rannsóknarniðurstöðum að vaktavinna sé andstæð mann- legu eðli. Þar kemur m.a. fram að vaktavinnumenn sofa að jafnaði skemur og ver en aðrir dauðleg- ir, og eiga tiðum erfitt með að sofna, einkum er þeir taka að eldast. Stýrikerfi likamans virðast mörg hver tengjast sólargangi, segir Jóhannes Jónasson i grein sinni um heilsuspillandi áhrif vakta- vinnu, og litt eða ekki sé unnt að blekkja likamann til að aðhæfa sig svefn- og vökutimum sem ganga þvert á skipan dags og nætur. Meltingartruflanir hrjá vaktavinnumenn umfram aðra, og er þar ekki aðeins um að raeða óþægindi af völdum kaffi- þambs, heldur gengur sveifla vaktamanna þvert á aðrar sveiflur i' lifinu, t.d. bæði félags- venjur og matarvenjur. 0,5 prómille „Vandamál vaktavinnu- mannsins eiga sér tviþætta or- sök. Annarsvegar er vinnutimi hans og hvild i ósamræmi við gang hins daglega lifs. Hann verður á þann veg illa gjald- gengur i mannlegu samfélagi. Hins vegar gengur vinnudagur hans oft þvert á hina eðlilegu sólarhringssveiflur Iikams- starfseminnar og ástand likam- ans. Honum er ætlað að starfa með fullum afköstum á þeim tima þegar liffærunum er ætlað að vera i hvildarstöðu, en hvil- ast þegar likamsstarfsemin er að komast i fullan gang. Hæfni manna til verka, við- bragðsflýtir, árvekni og einbeit- ing hefur margsinnis verið rannsökuð. Hefur m.a. komið fram að sljóvgun og viðbragðs- seinkun er um fjögurleytið að nóttu orðin ámóta og hjá manni með 0.5 prómille af áfengi i blóðinu.” Vaktavinna venst ekki t greininni er og gerð grein fyrir helstu niðurstöðum er- lendra kannana á áhrifum vaktavinnu á heilsufar starfs- manna i ólfkum greinum. Helstu niðurstöðurnar eru þess- ar: 1. Líkamleg, sálræn og fclags- og hann væri með 0.5 prómille af leg vandamál manna aukast er þeir taka að vinna vaktavinnu. 2. Er menn hætta vaktavinnu dregur að jafnaði úr likamleg- um, sálrænum og félagslegum vandkvæðum þeirra. 3. Þessi vandkvæði stafa af næturvöktum, eins og Ijóst er af samanburði við starfsmenn sem ganga eingöngu morgun-, dag« og kvöldvaktir. 4. Vakta vinnumenn eiga erfiðara með svefn og meltingu en almennt gerist. — Vakta- vinnumenn eru óánægðari með vinnutima sinn og áhrif hans á einkalifið en almennt gerist og gengur meðal starfsmanna i öðrum greinum. 5. Vaktavinna gerir starfs- mönnum auðveldara að sinna ýmsum erindum i einkalifi, svo sem innkaupaferðum, íþrótta- iðkunum o.s.frv. 6. Fyrrnefnd vandkvæði vegna vaktavinnu aukast eftir þvisem menn stunda hana leng- ur. Menn venjast ekki vakta- vinnu. 7. Rannsóknir sýna að jafnaði ekki meiri fjarvistir vakta- vinnumanna en annarra. Er menn eldast reynast þó fjarvist- ir meiri meðal vaktavinnu- manna en annarra. Versnar meö aldrinum Svefninn er mikilvægur i þessu öllu og hjá vaktavinnu- mönnum er hann ekki aðeins skemmri heldur órórri en að jafnaðihjá öðrum. Ljóst er talið að þegar menn hafa náð uþb 45 ára aldri megi þeir búast við að likami þeirra sé hættur að hafa undan við að jafna sig eftir van- liðan og svefnleysi vegna vakta- vinnu. t greininni kemur fram að all- ir sem rannsakað hafi vakta- vinnu séu sammála um að eftir næturvaktir verði starfsmenn að fá langa og góða hvild til að draga úr áhrifum svefntaps, óeðlilegs vökutima og annarra óþæginda. Og þvi lengri þeim mun eldri sem starfsmaður er. Eðlilegt sé að vaktavinnumenn hagi kröfum sinum um starfs- kjör i samræmi við þetta eink- um er varði hvildartima, fri- daga, eftirlaunaaldur og leiðir til að hætta vaktavinnu. Þegar spurt er hvaða vakta- kerfi séu best virðist það vera niðurstaðan að skynsamlegast sé að vera sem fæstar nætur- vaktir i einu, svo að óþægindin safnist ekki upp í likama og sál. Þó er sú undantekning á að þeir sem ná að snúa sólarhringnum alveg við og stunda. eingöngu næturvaktir virðast ná að snúa dagsveiflu likamsstarfsseminn- ar við og losna þvi við mikið af þeirri vanliðan og röskun sem fylgir breytilegri vaktavinnu. En eins og Jóhannes Jónasson bendir á eiga allar þessar niður- stöður hér að framan við um vaktavinnu hjá fólki sem hefur sáralitla eða enga aukavinnu. Hjá okkur eru eins og allir vita vinnutimiekki eins og hjá fólki. — ekh oa skorið

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.