Þjóðviljinn - 19.01.1982, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 19.01.1982, Blaðsíða 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 19. janúar 1982 KÆRLEIKSHEIMILIÐ „Mamma, þaö er flækja í nælunni þinni". vidtalið Rætt við Ac. Sudiiptananda Act., kennara hjá Þjóð- málahreyfingunni: „Jafnvægi á milli einstak- lings- hyggju og samhyggju er svarið” Einhverjir kannast liklega viö þessar glaöbeittu konur en þær eru lulltrúar kvenþjóöarinnar I blaöaljósmyndarastéttinni. Þaö er Emilia á Morgunblaöinu sem situr vinstra megin og Ella á Tlman- um til hægri. Koliegi þeirra á Þjóöviljanum, Einar Karlsson tók þessa mynd, og svo er bara aö vona aö þeim stöllum finnist myndin góö af sér. „Ég á heima i Evrópu. Ég feröast um og hef engan fastan samastaö. Ég er hins vegar fæddur i Bretlandi”, sagði Ac. Sudiiptananda Avt., kennari og fyrirlesari frá PROUT hreyf- ingunni, sem er þjóöfélagsleg hreyfing og byggir á andlegri og þjóöfélagslegri heimspeki Pr. Sarkar. Sarkar þessi var stofn- andi Ananda Marga, en munur- inn á þessum tveimur hreyfing- um er að PROUT-hreyfingin er þjóöfélagslegri og byggir á jafn- vægi á milli einstaklingshyggju og samhyggju, efnishyggju og andlegheitum. ,,Viö fengum hann hingaö til lands til aö halda hér námskeið og fyrirlestra, en við höfum reynt aö fá til okkar kennara allt frá þvi aö við stofnuðum Þjóömálahreyfinguna hér á ís- landi 1978”, sagði Guttormur Sigurðsson, sem kom með Sudi- iptananda í heimsókn hingað á ritstjórnina til okkar. Við spurðum kennarann hvort hann héldi að hann gæti kennt tslendingum eitthvað og þá helst hvað. „Ég vona aö ég geti haft ein- hver áhrif á fólkið. Það verður svo aö leysa sin mál sjálft, en ég sái etv. frækorni. t þessari hreyfingu okkar reynum við að benda fólki á að þaö er nauðsyn- legt að persónulegur þroski ein- staklinganna fylgi þjóöfélags- framþróuninni. Kenningar okk- ar eru bæði stjórnmálalegar og efnahagslegar og viö viljum dreifa efnahagslegu valdi þann- ig aö þaö sé hvorki á fárra hönd- um, né á valdi rikisins. Viö vilj- um samvinnuform sem hentar vinnandi fólki.” „Nú segist þú feröast mikiö um Evrópu. Hvaö með efna- hagserfiöleikana þar? — Hefur þú nokkra lausn á þeim?” „Það eru miklir efnahagsörð- ugleikar i Evrópu og viðar i heiminum. Þaö þarf þjóðfélags- legar breytingar til að ráða bót á þeim. Það er ekki þar með sagt að kommúnismi sé rétta svarið, þótt kapitalisminn riði til falls. Þaö þarf nýja hreyf- ingu, — ný svör.” „Nú var innhverf ihugun mjög i tisku fyrir nokkrum ár- um. Hefur áhuginn dalaö hjá al- menningi?” „Það held ég ekki. En hreyf- ing okkar er ekki innhverf i þeim skilningi, heldur mun þjóðfélagslegri en t.d. Ananda Marga. Við vinnum um allan heim og höfuðstöðvar samtaka okkar eru i Kaupmannahöfn. Við reynum aö fjalla um þau mál sem efst eru á baugi og t.d. mun ég fjalla hér um ástandið i Póllandi, friðarhreyfinguna og vigbúnaðarkapphlaupið. Við reynum að skoða þjóöfélags- ástandið á hverjum tima og skilgreina þaö.” „Ert þú á launum fyrir þessa vinnu?” „Nei, þetta er sjálfboðavinna, en okkur er séð fyrir viður- væri.” „Að lokum. Þú segist vera breskur aö uppruna. Hvers- vegna klæöist þú þcssum föt- um?”— spyrjum viö að lokum og bendum á vefjarhött og skó- siðan kyrtil Sudiiptananda. „Allir kennarar hreyfingar- innar eru svona klæddir”, svar- ar hann, og viö kveðjum þá fé- laga með þessum orðum. Þeir sem áhuga hafa á að hitta þá er bent á miðstöð Þjóðmálahreyf- ingarinnar i Miðstræti 16, simi 23588. í kvöld mun Sudiiptan- anda halda fyrirlestur I Félags- stofnun stúdenta og hefst hann kl. 8.30. — Þs Að falla í kramið Fclagsskapur sem nefnir sig HillCivic Association eöa Borg- arafclagiö i Upphæöum og er samkunda þckktra og rikra íbúa Philadelphiu i Bandaríkjunum hcfur bcöiö alríkisdómara aö stööva áætlun um byggingu smáibúöarhúsa á vissum staö i SJÁUMST MEÐ ENDURSKINI yUMFERÐAR RÁÐ ALLT í GAMNI ---------------- fyrir börn og fullorðna: | borginni á þeim forsendum, aö hinir fátæku geti ekki búiö á mcöal hinna riku. „Það veröur sifellt erfiðara fyrir þá sem hafa úr litlu að spila aö búa innan um þá sem meira mega sin”, sagöi lög- fræðingur samtakanna, Olan B. Lowery, lagaprófessor við Temple University. ,,Þeir geta ekki eytt sumar- leyfum sinum á sömu stööum. Þeirgeta ekki ekiö I sams konar bifreiðum og gengið I sams kon- ar fötum. Þeir eiga ekki völ á samskonar húsgögnum. Munurinn i jólagjöfum og öðr- um gjöfum verður ávallt tilfinn- anlegur við öll hátiðleg tæki- færi”, sagði prófessor Lowery. „1 reynderþað þannig, að þar sem náttúrulegtvalhefur fengið að ráða i öllum f rjálsum þjóðfé- lögum, þar hafa hinir velstæðu ávallt búið aðskildir frá hinum snauðari”,sagði prófessor Low- ery að lokum. Ur fréttabréfi Alþjóöasam bands neytendafélaga ídesem bers.l. Nýr spila- pakkiá markaðinn Viltu læra aö búa til vind- myllurellu, svifskutlu eöa spila á „krotspil”? Ef svo er ættir þú aö fá þér spilapakkanndrjúga. „Allt i gamni”. t honum er ým- isiegt til dundurs, getraun, spil, brandarar auk þess sem aö framan er getið. Þennan pakka bjuggu þeir til feögarnir Tómas Jónsson og Jón Tómasson. Píramidaprik Það er Jón, sem átti hug- myndina aö spilinu sjálfu „Krotspilinu”. Hann bjó til mjög snjallt spil fyrir 2 árum, en það var mikið bákn og i staö- inn var þessi pakki búinn til. „Gálgagetraun” er lika I pakk- anum en þessu spili kynntist Tómas þegar hann var við nám i Bretlandi. Þeir feðgar hafa hugsað sér að halda áfram að gefa út spil og þrautir, enda trúlega góður markaður fyrir slikt, ekki sist á sumrin þegar menn eiga gjarnan auða stund til aö spila. Spilapakkinn fæst i bóka- verslunum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.