Þjóðviljinn - 19.01.1982, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 19.01.1982, Blaðsíða 1
PJOÐVIUINN Þriðjudagur 19. janúar 1981—13. tbl. 47. árg. Sænskt tónskáld fékk tónlistarverðlaunin Sænska tónskáldið Ake Hermansson hlaut tónlistarverðlaun Norður- landa að þessu sinni, en þau verða afhent á þingi Norðurlandaráðs i mars. Tónlistarverðlaunin nema 75 þúsund dönskum krónum. Ake Hermansson er atkvæðamikill tónverkahöfundur og hlýtur hann verð- launin fyrir verkið Utopia. Af Islands hálfu voru framlögð fyrir dóm- nefnd tónlistarverðlauna Norðurlanda verk eftir Leif Þórarinsson og Jón Nordal. Nýtt síðdegisbiað; Ný viðhorf °g miklar umræður Mikil fundarhöld eru þessa dagana vegna fyrirhugaðrar stofnunar nýs siðdegisblaðs. Þjóðviljinn náði sambandi við Guðmund Arna Stefánsson, sem nefndur hefur verið sem væntan- legur ritstjóri hins nýja blaðs, þegarhann var að kom a af fundi i gærkvöldi og sagði hann að málið væri nú i biðstöðu. Ný viðhorf væru nú komin upp i málinu með tilkomu nýrra aðila semhafa sýnt blaðaútgáfunni áhuga. Sagði Guðmundur að menn væru all- bjartsýnir og yrði fundur i dag þar sem umræðum yrði haldið áfram. Bjóst hann við að málið skýrðist nú i vikunni og endanleg ákvörðun yrði tekin um útgáfu blaðsins. þs Fiskverð fyrr og nú Samkvæmt lögum á nýtt fisk- verð að liggja fyrir um hver ára- mót, en eins og allir vita dregst það oft fram i janúarmánuð að samkomulag náistum fiskverðið. Menn hafa talað um að dregist hafiúrhömhi aðákveða fiskverð- ið að þessu sinni, en litum þá á dagsetningar nýs fiskverðs um áramöt sl. 10 ár. 1971 — 2. janúar 1972 — 11. janúar 1973— 4. janúar 1974 — 8. janúar 1975 — 20. janúar 1976 — 30. des. 1975 1977 — 31. des. 1976 1978 — 25. janúar 1979 — 2. janúar 1980 — 25. janúar 198117. febrúar 1982 — 16. janúar. —S.dór Mótið í Rio de Janeiro Biðskák hjá Karli 14. umferð i alþjóðaunglinga- mótinu i Hió de Janeiro var tefld i gær. Skák þeirra Karls Þorsteins- sonar og Saeds fór i bið eftir 40 leiki og stóð þá Karl mun betur að vigi. Skákin var tefld áfram i gærkvöldi og haföi Karl þá glatað niður stöðunni þannig aö Saed var talinn hafa nokkra jafnteflis- möguleika. Þeir keppinautar tefldu skákina til enda i gær- kvöldi. Staðan i mótinu er nú sú: Zunica og Delugi eru efstir með 10 vinninga en Saed og Karl meö 9 1/2 vinning og ólokna biðskák þegar siðast fréttist. 15. og sið- asta umferð verður tefld i dag. .Teflir Karl þá við Dercyl. — m 1 fMPJiH 7/ / 1 ffijn jTMji Ýmsir voru að gera klárt i Reykjavikurhöfn igær. Ljósm.: gel. S j ómannasamningarnir: AUstaðar samþykktir nema í Reykjavík og það sem snýr að stóru togurunum í Hafnarfirði Fundir voru haidnir i sjó- mannafélögum landsins um nýju kjarasamningana sl. sunnudag og voru þeir allsstaðar samþykktir nema I Reykjavik, þar- voru þeir felidir i heild og I Hafnarfirði þar sem sjómenn á stóru togurunum felldu það sem að þeim snýr. A Akranesi og Siglufirði var at- kvæðagreiðslu um samningana frestað þar til i gær og voru þeir þá samþykktir á báðum stöð- unum. Á Akranesi voru samningarnir samþykktir með 41 atkvæði gegn 19 en 2 seðlar voru auðir. A Siglu- firði sögðu 19 já, en 22 sátu hjá. 1 Reykjavik voru samningarnir felldir með 26 atkvæðum gegn 14, þ.e. bátakjarasamningarnir en togarasamningarnir með 24 sam- hljóða atkvæðum. Þess má geta að yfir 200 fiskimenn eru i Sjómannafélagi Reykjavikur. Ekki lá ljóst fyrir i gær, hvort Sjömannafélag Reykjavikur og viðsemjendur þess myndu visa deilunni til sáttasemjara eða hvort þessir aðilar tækju upp samninga milliliðalaust. Aðilar ræddu i gær viö rikissáttasemj- ara Guðlaug Þorvaldsson, og sagðist hann eiga von á þvi að i dag yrði ákveðið hvort hann tæki málið að sér. Ef svo yrði myndu Hafnfirðingarnir lika koma inni þær viðræður. —S.dór Verkamannabústööum í Reykjavík úthlutað 8 umsækjendur um hverja íbúd IEftir þvi sem við komumst næst munu umsóknirnar vera alls um 570, sagði Sigurður E. Guðmundsson hjá HúSnæðis- stofnún rikisins, er blaðið innti hann eftir þvi hvað liði uthlutun I á sölu- og endursöluibúðum * verka mannabústaða en I" uinsóknarfrestur rann ht í desember. Þær ibúðir, sem nú verður út- hlutað samkvæmt þessum um- sóknarfresti, eru ibdðir sem koma til úthlutunar fyrstu sex mánuði þessa árs, sagði Sig- urður ennfremur. Hér er um að , ræða 14nýjar ibúðir.að Kamba- seli 52-54, sem Miðafl seldi Verkama nnabústöðum i Reykjavik og verða þær til- búnar i’ febrúar, april og mái. Reynsla okkar er sú að til endursölu komi um 10 ibúðir á mánuði, þannig að ekki er óraunhæft að áætla að á fyrstu sex mánuðum ársins fáum við til úthlutunar 75 ibúöir. Þetta kann þó að vera of há tala. En hvort heldur er réttara er ljóst að þörfin er ákaflega brýn: um hverja ibúð eru 8 umsækjendur hið minnsta. Guðmundur Vigfússon, deildarstjóri hjá Hdsnæðis- stofnun veitti blaðinu þær upp- lýsingar, aðá siðasta ári hafi verið lokið við 59 ibúðir skv. Iög- unum um verkamannabdstaði J frá 1970, og 7 ibúðir skv. lög- I unum frá 1980. 1 byggingu eru | nú 272 ibúðir, þar af 76 i Reyk ja- I vik. Húsnæðisstofnun hefur * heimilað aðundirbúa 323i'bdðir, | þ.e. að gera teikningar og I áætlanir um verkið, og af þeim • eru 176 i Reykjavik. Þá eru einnig i athugun á ýmsum stigum 232 ibúðir um iandið, en þær hafa ekki komið til Hdsnæðisstofnúnar ennþá. Samkvæmt þessum tölum • munu 827 ibúðir verða reistar I samkvæmt lögunum um verka- I mannabústaði frá 1980 viðs | vegar um landið á næstu árum. • Fyrri umferðforvals Alþýðubandalagsins í Reykjavík og Hafnarfirði: Konur sækja á i innan- flokkskosningum Alþýðu- bandalagsins. Um helgina var fyrri umferð, tilnefn- ingarumferð, i forvali Al- þýðubandalags Hafnarfjarð- ar vegna borgar- og bæjar- stjórnarkosninga. Konur voru efstar i fyrri um- ferðinni á báöum stöðunum, og jafnmargir kariar og konur voru i efstu 34 sæt- unum i Reykjavik og efstu 12 i Hafnarfirði. I Hafnarfirði hefur þegar verið gengið frá uppstillingu til seinni um- ferðar. Sjá baksíðu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.