Þjóðviljinn - 19.01.1982, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 19.01.1982, Blaðsíða 11
Þriöjudagur 19. janúar 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIDA 11 íþróttir 0 iþróttir g) íþróttir PALMAR SIGURÐSSON — 27 stig gegn Skallagrimi. Haukar í 100 stigin Haukar unnu Skallagrim með 100 stigum gegn 93 i 1. deild karla i körfuknattleik i Hafnar- firöi á sunnudag. Haukar höfðu undirtökin allan timann og höfðu forystu i hálfleik, 56-44. Dakarsta Webster, 28 Pálmar Sigurðsson 27 og Hálfdán Markússon 14 skoruðu mest fyrir Hauka en Carl Pierson 44, Bragi Jónsson 22 og Guðmundur Guðmundsson 10 fyrir Borgnes- inga. KR-ingurinn fyrrverandi, Birgir Guðbjörnsson, skoraði 100. stig Haukanna undir lok leiksins við gifurlegan fögnuð áhorfenda. Staöan i 1. deild Keflavik 7 7 0 676:518 14 Haukar 8 4 4 681:719 8 Grindavik 7 2 5 590:601 4 Skallagrimur 8 2 6 680:789 4 Stjarnan enn efst Um helgina voru leiknir fjórir leikir i 2. deild karla á Islands- mótinu i handknattleik. Úrslit urðu þessi: Breiöablik-Afturelding 23:23 Haukar-Týr 20:21 Þór Ve.-Fylkir 19:18 Stjarnan-Týr 27-26 Staðan i 2. deild er þannig: Stjarnan 9612 205:187 13 Þór Ve. 9513 182:178 11 tR 7502 132:122 10 Haukar 8413 178:159 9 Týr 9405 203:210 8 Afture. 8233 167:173 7 Breiðab. 7124 127:135 4 Fylkir 9125 176:206 4 Eyjólfur Bragason skoraði 12 mörk fyrir Stjörnuna en knatt- spyrnukappinn Sigurlás Þor- leifsson 12 mörk fyrir Tý. V íkingar unnu UMFL Vikingar unnu öruggan sigur á Laugdælum i 1. deild karla á íslandsmótinu i blaki um helgina. Fyrstu hrinuna unnu Vikingar 15:6, Laugdælir þá næstu 11:15 en Vikingar tvær næstu, 16:14og 15:10 og tryggðu sér þar með sigur, 3:1. Ekki bætti úr skák fyrir Laugdæli að einn besti maður þeirra, frjáls- iþróttamaðurinn kunni Kári Jónsson, slasaðist i leiknum. Staðan i 1. déild: Þróttur 1S Vikingur Laugdælir UMSE 770 21:8 14 862 22:10 12 8 3 5 15:17 6 624 7:15 4 707 6:21 0 Tveir leikir voru i 2. deild. Þróttur 2 vann Samhygö 3:2 og Fram vann HK 3:1 eftir að hafa tapað fyrstu lotunni. Njarðvík malaði Val „Ef viö hefðum haldiö okkar striki eftir aö hafa náö fimm stiga forystu i fyrri hálfleiknum, er ekki gott aö segja hvernig fariö hcföi,” sagði Einar Matthiasson, liösstjóri úrvalsdeildarliös Vals I Fram i undanúrslitum eöa úr- slitum. Valur, Njarvik og Fram eru mjög áþekk og geta unnið hvert annað hvernær sem er þó okkur hafi ekki tekist að sýna þaö i vetur”, sagöi Einar ennfremur. Njarðvík -Valur 108:86 körfuknattleik en Valur tapaði i Njarðvik gegn islandsmeist- urunum 108-86 á föstudag's- kvöldiö. „Við misstum tökin á leiknum, náöum aö klóra aöeins i bakkann i byrjun siöari hálfleiks en siöan var allt búiö. Viö eigum enn fræöilega möguleika á sigri i deitdinni en ég tel ekki raunhæft aö reikna með þvi. Bikr.rinn er þvi okkar takmark og þar fer mikiö eftir drætti. Við getum rciknaö með að mæta Njarvik eða Valur leiddi á tima i fyrri hálf- leik, 27-22, en Njarövik náði að komast yfir fyrir hlé, 45-42. 1. siöari hálfleik tók að draga sundur með liöunum og þegar upp var staöið var stórsigur Njarö- vikinga staðreynd. Danny Shouse skoraði 45 stig fyrir Njarðvik, Gunnar Þorvaröarson 19 og Valur Ingi- marsson 15. Kristján Agústsson 28 og John Ramsey 25 voru stiga- hæstir Valsmanna. —VS DANNY SHOUSE — 89 stig I tveimur leikjum gegn Fram og Val. Heppnir Þróttarar! — leika gegn ítölsku liði í 8-liða úrslitum Evrópu keppni bikarhafa í handhnattleik Þróttarar duttu heldur betur i lukkupottinn i gær þegar dregið var i 8-liða úrslitum Evrópu- keppni bikarhafa i handknattleik. Þróttur mætir italska liöinu Pallamano Taccamagnago, án efa veikasta liðinu sem eftir er i keppninni. Þeir Þróttarar hyggjast ekki brenna sig á þvi sama og FH-ing- ar fyrr i vetur. Þá dróst FH gegn Brixen frá ttaliu, lék báða leikina ytra og var slegið úr keppninni. Þróttarar eru ákveðnir i að leika a.m.k. annan leikinn hér heima en þeir eiga heimaleik á undan. Sá skal fara fram á bilinu 15.—21. mars en sá siðasti ytra 22.-28. mars. 1 8-liða úrslitunum mætast auk þessGiinzburg (V-Þýskalandi) og Elektromos (Ungverjalandi), Barcelona, (Spáni) og Dukla Prag (Tékkósl.), Bern (Sviss) og Empor Rostock (A-Þýskal.). Pallamano er frá Casamagn- ago, útborg Milanó á Norö- ur-ttaliu. Fyrst vann Pallamano tyrkneskt lið létt og siöan austur- rikst lið 26:22 og 25:22. Þróttur á nú alla möguleika á aö komast i undanúrslit keppninnar en eftir FH-ævintýrið er vissara að gera ekki of litið úr itölskum hand- knattleik. —VS Landsliðið í knattspyrnu: Boðið til Arabalanda! — Englendingar koma í júní — Jóhannes ráðinn landsliðsþjálfari Jóhannes Atlason hefur verið ráöinn landsliösþjálfari tslands i knattspyrnu., Endanlega var gengiö frá ráöningunni á laugar- dag og mun Jóhannes cinnig sjá um landsliðiö 21 árs og yngri. islenska landsliðinu i knatt- spyrnu hefur veriö boöiö i keppnisferö til Arabalanda i mars. Þar yrði leikiö gegn Furstadæmunum. Stórkostlegt boö en ljóst er aö ekki verður hægt að fara þangað með okkar sterkasta landsliö. Þá er afráðið að Englendingar komi hingaö til lands og leiki hér iandsleik þann 2. júni, aðeins nokkrum dögum áður en HM-keppnin hefst á Spáni. John- son sá um ÍR KR fór tiltölulega létt meö 1R er fclögin mættust i úrvalsdeildinni i körfuknattleik á sunnudagskvöld. Vesturbæjarliðið vann öruggan sigur, 104-86 eftir að hafa leitt 52-42 i hálfleik. Stcw Johnson átti ekki hvað minnstan þátt i sigrinum, skoraði 45 stig og virtist sama hvaöan kappinn skaut eða hversu margir voru tii varnar hjá 1R, i um 90% tilfella rataöi knötturinn rétta leiö. KR náði fljótlega forystu i leiknum. Um miöjan fyrri hálf- leik var staðan 24-17 og mest munaði 14 stigum i hálfleiknum en IR-ingar löguðu stöðuna aðeins fyrir hlé. 1 siðari hálfleik náði KR mest 20 stiga forystu, 68-48, 1R tók góðan . STEW JOHNSON afgreiddi 1R nánast með ’ annarri hendi, skoraði 45 stig, fiest með lang- skotum. IR-KR 86:104 sprett og minnkaði muninn i 76-67 en sigur KR var aldrei i hættu. Fyrir utan Johnson léku Jón Sig, og hinn 16 ára gamli Birgir Mikaelsson mjög vel. Agúst Lin- dal lék ekki meö KR vegna meiðsla en það kom ekki að sök. 1R liðið var slakt. Kristinn Jörundsson var yfirburðar- maöur, Hjörtur átti ágæta kafla en Stanley átti dapran dag. Tók þó aðeins viö sér undir lokin. Johnson 45, Jón 23, Birgir 16, Kristján Rafns 8, Kristján Odds 6, Páll 4 og Stefán 2 skoruöu fyrir KR en Kristinn 29, Stanley 18, Hjörtur 15, Jón Jör. 13. Benedikt 7, Ragnar og Sigmar 2 hvor fyrir tR. Staðan i úrvalsdeildinni er nú þessi: Njarövik 12 10 2 1030:923 20 Fram 11 9 3 910:832 16 Valur 12 7 5 978:942 14 KR 12 6 6 933:1003 12 tR 12 3 9 923:1026 6 ts 11 1 10 850:958 2 Knattspymu- fréttir... Tveir leikmenn 3. deildarliðs Hauka i knattspyrnu, þeir Svav- ar Svavarsson og Kristján Kristjánsson, hafa sést á æfing- um hjá Breiöabliki að undan- förnu. Aður höföu menn séö þrjá aðra Hauka á æfingu hjá Vikingi, þá Guðmund Hreiðars- son, Björn Svavarsson og Sigurð Aöalsteinsson, sem reyndar lék i Sviþjóð i fyrra. Þeir Hafnfirö- ingar eru greinilega ekki allt of spenntir fyrir 3. deildinni en Haukar léku i 1. deild fyrir þremur árum. • •• Annaö 3. deildarliö hefur hins vegar fengið feitan bita á krók- inn. Grindvikingar hafa ráðið Hörð Hilmarsson, fyrrum landsliðsmann úr Val, sem þjálfara fyrir sumarið. Hörður lék með sænska liöinu AIK sl. sumar. Þá var Þórir Jónsson, FH-ingur og fyrrum Valsari, oröaöur við Grindavik, en óvist er hvort af veröi • •• Arni Stefánsson fyrrum landsliðsmarkvöröur, sem leik- iö hefur i Sviþjóð undanfarin ár, hefurhug á að gerast leikmaður og þjálfari hjá 3. deildarliöi Tindastóls frá Sauðárkróki. • •• Enn um 3. deildina. Einar Arnason hefur verið endurráð- inn þjálfari hjá 3.deildarliði tK úr Kópavogi. Undir stjórn Ein- ars kom tK mjög á óvart sl. sumar i 3. deild og þegar 4. deildin var stofnuð á dögunum kom i ljós að Kópavogsliöiö hafði átt sinn þátt á að skilja Ar- mann og Aftureldingu eftir i 4. 1. deildarliö tsfiröinga á von á töluverðum liðsafla fyrir sum- arið. Pálmi Jónsson úr FH, Bjarni Jóhannsson úr Þrótti N., Amundi Sigmundsson og Einar Jónsson frá Selfossi hafa allir huga á að leika fyrir vestan i sumar og ekki er útilokaö aö fleiri bætist i hópinn. • •• Gunnar Guðmundsson úr Fram verður aö öiium likindum þjálfari hjá 4. deildarliði Aftur- eldingar úr Mosfellssveit. • •• Bjarni Kristjánsson, helsti markaskorari Austra frá Eski- firði undanfarin ár, er á förum til Sandgerðis þar sem hann mun leika með 2. deildarliöi Reynis i sumar. • •• Tómas Lárus Vilbergsson, öfl- ugur bakvörður hjá Þrótti Nes- kaupstað hyggst dveljast á Ak- ureyri i sumar og leika annaö- hvort með Þór eða KA. • •• Gleymum ekki kvenfólkinu. Tvær knattspyrnustúlkur úr FH, systurnar Helga og Asta Bragadætur, hafa tilkynnt fé- lagaskipti yfir i Viking. • •• Skotinn John Main, sem leik- ur með Val næsta sumar, hefur fengiö félagaskipti sin sam- þykkt af enska knattspyrnu- sambandinu og verður hann löglegur með Hliðarendaliðinu 2. april nk. Main kemur frá Sunderland. • •• Þriðja knattspyrnuliðið hefur verið stofnað i Kópavogi. Það nefnist Augnablik (sbr. Breiða- blik) og hyggst leika i 4. deild- inni nýstofnuðu næsta sumar. • •• Haukur Hafsleinsson mun þjálfa 3. deildarlið Viðis frá Garði næsta sumar. Einn Kefl- vikingur, Pálmi Einarsson, hef- ur tilkynnt félagaskipti yfir i Viði, en hins vegar hefur Daniel Einarsson, markakóngur ts- landsmótsins 1981, ákveðið að yfirgefa Viðisliðiö og leika i 1. deild með tBK. 3. deildarlið KS frá Siglufiröi hefur ráðið bresk- an þjálfara fyrir sumarið. Hodgson heitir hann og þjálfaöi lið FH fyrir nokkrum árum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.