Þjóðviljinn - 29.01.1981, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 29.01.1981, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 29. janúar 1981 KÆRLEIKSHEIMILIÐ Gettu hvö ég heiti! — Sá sem lendir I krydd- sildarveislu hjá Danadrottningu mun áreiðanlega fá i magann við gröf Napóleons. Þessi böm... Tvýeggja áhrif auglýs- inga Fyrir nokkrum árum var ég aðverslai kjörbúð ásamt dóttur und og hef aldrei siðan keypt Lúx-sápu. Hulda Harðardóttir og dóttir, Bjarney Halldórsdóttir. Fallega beðið Gunna kom vælandi inn til mömmu sinnar af þvi aö hún fékk ekki að leika við stóra- bróður. — Ef þú biður hann fallega, er ég viss um, að þú færð að vera með, huggar mamma. Gunna út og rétt á eftir heyr- ist af tröppunum: — Elsku hjartans Siggi. Má ég vera með — annars veröurðu flengdur! Sendið ykkar sögu Hafa börnin ykkar, barna- börnin eða börn kunningjanna ekki sagt eða gert eitthvað fynd- ið og/eða ihugunarvert nýlega? Leyfið fleirum að heyra og sendið söguna til Þjóðviljans, 2. siða. Það má llka hringja til lesendadálksins. Frændur eru frændum verstir er oft sagt. Þetta er lika látið gilda um Norðmenn og Svia sem segja hver af öðrum hæpnar sögur. Meðal annars hafa Sviar búið þá sögu til um oliuauð Norð- manna, að nú séu Norðmenn orðnir svo dreissugir að j)eir láti sig helst dreyma um að fá sér sænskan einkabilstjóra! Sænskt stórblað var að ræða áform um að rugla saman reit- um Svia og Norðmanna á ýms- um sviðum og bjó þá til þennan fána: þar er sá bláguli sænski fáni orðinn merki i horni hins stóra norska krossfána, sem er, eins og menn eiga að vita, viö- snúinn islenskur fáni. Tékkneski tónlistarkennarinn kemur með fjölskyldu sina og hyggst dveljast i tvö ár. Ekki sagðist Agústa vita, hvort maðurinn vissi að hverju hann gengi og ætti lfklega öðru að venjast, hefði kennt bæði i Brno og Prag á orgel og pianó og auk þess verið fulltrúi i menningarmálaráðuneytinu tékkneska um tima. Verst ef hann fer að spyrja hvar tón- listarhöllin sé! Annars væri þessi tónlistar- mannainnflutningur frá Tékkó ekki einsdæmi, annar væri á Reyðarfirði auk þess sem Þingeyingar hafa lengi haft tékkneska tónlistarkennara. Sagði Agústa, að stúlka sem vara fararstjóri hennar i Tékkó- slóvakiuferð i sumar hefði sagt sér, að mjög margir væru i tón- list sem atvinnu þar i landi, og þótt vinnan væri næg væru verkefnin kannski ekki nógu spennandi. Að öðru leyti er helst aö frétta af menningar- og skemmtana- sviðinu, að hér er þorrablóti nýlokið, var haldið i Miklagarði og fór hið besta fram. Hefill fór um sveitina þennan dag, þannig aö allir komust á samkomuna, en annars hefur verið ófært heim á bæina fremst i sveitinni og úti á ströndinni, en það er nú svo vanalegt á vetrum, að ekki telst til tiðinda. Um miðsveitina er hinsvegar alltaf opnað á 2ja- 3ja daga fresti vegna mjólkur- innar. I kjölfar þorrablótsins koma svo allar þessar hefðbundnu skemmtanir, árshátiðar karla- klúbbanna og kvenfélagsins og annað þessháttar. —Jú, þetta er allt kynskipt hér enn, sagði Agústa og hló, og byggist á gamalli hefð með kvenfélagið, nú og liklega nýrri með klúbbana. —vh Nýr sænsk-norskur fáni viðtalið ✓ Rætt við Agústu Þorkelsdóttur um menningarlífið á Vopnafirði „Verst ef hann fer að spyrja hvar tónhstar- höllin sé! ÍSHALLIR Frægar ishallir eru reistar á ári hverju með ær- inni fyrirhöfn I japönsku borginni Sapporo. Eina viku fá þær að standa — þá er hátíðinni lokið. Höllin sem hér sést er nákvæm eftirmynd fyrr- um stjórnarsetursins i Hokkaido. Hennar biðu sömu endalok einsog sést á litlu myndinni. Við eigum von á, að það lifni aldeilis yfir menningarlifinu hér á næstunni, þvi einmitt í dag erum við að fá til okkar hingað I Vopnafjörðinn tónlistarkennara beint frá Tékkóslóvakiu, sagði Agústa Þorkelsdóttir á Refstað, þegar Þjóðviljinn sló á þráðinn til hennar i vikunni. Stofnaður var tónlistarskóli i Vopnafirði fyrir nokkrum árum og kom þá sem skólastjóri i tvö ár Einar Logi Einarsson, en siðan hann fór hefur öll tón- listarkennsla legið niðri þar sem ekki hefur fengist kennari. Töluverð aðsókn var að tón- listarnámi þá og virðist ætla að verða að þessu sinni lika ef marka má af miklum og al- mennum áhuga. Agústa Þorkelsdóttir á Refstað Þá hugsa þeir sér lika gott til glóðarinnar i söngkórnum að fá hingað tónlistarmenntaðan mann, þvi hér er mikill áhugi á söng, en dofnað hefur yfir starf- inu siðan séra Haukur Agústs- son hvarf frá Hofi. Hvítt minrii, sem þá var um 5 ára. Ég var búin að tina i körfuna allt sem ég taldi mig þurfa og rúll- aði þvi með allt að kassaborð- inu. Nú, þar sem ég er að raða vörunum á borðið tek ég upp ma. tvær Lúx-sápur. Þegar dóttir min sér sápurnar spyr hún undrandi: „Mamma, kaupir þú Lúx- sápu?” „Já,” svara ég hissa. Þá litur sú stutta hálf flótta- lega kringum sig en segir siðan ásakandi við mig: „En við erum ekki fegurstu konur heims!!” Ég fór og skipti um sápu^

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.