Þjóðviljinn - 29.01.1981, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 29.01.1981, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 29. janúar 1981 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15 Hringið i sima 81333 kl. 9-5 alla virka daga, eða skrifið Þjóðviljanum tfrá esendum Málflutningur Elínar Hr. ritstjóri! Ég hef skrifað nokkur bréf til Morgunblaðsins Rétt fyrir jólin kom út lítil pen bók, sem ber heitið Læknamafían, eft- ir Auði tHaraldsdóttur. Bókin er full af svívirð- ingum um íslenska læknastétt. Þetta er ódýrt auglýsingaskrum til þess að græða fé á fólki. Ég sé ástæðu til að þakka nokkrum íslenskum læknum. Fyrstumá blaöi vil ég þakka Guösteini Þengilssyni, heimilis- lækni minum i Kópavogi. Okkar samskipti hafa alltaf verið hrein, klár og skýr, þó að lækn- irinn sé i áfengisvarnarráöi rikisins. Mér þykir afskaplega gaman að þvi að fá mér litið staup af góðu vini einstöku sinn- um. Ég er ekki alkóhólisti. Mér þykir gaman aö hafa litið kertaljós og hlusta á lágværan Mozart. Þá vil ég þakka Snorra Páli Snorrasyni, lækni á Landspital- anum. Ég fæ að heimsækja hann stöku sinnum á göngu- deild. Ég vil þakka honum fyrir drenglyndi og hjartahlýju i minn garð. Þá vil ég þakka öðrum lækn- um og hjúkrunarstarfsfólki á Landspitalanum. Þá vil ég þakka Hauki S. Magnússyni heimilislækni og Stefáni Bogasyni heimilislækni i Reykjavik fyrir góðan skilning á högum minum. Stefán læknir var heimilislæknir minn i Reykjavik. um Gervasoni og fleira, en síðasta bréf ið hlaut þá ritskoðun og misþyrm- A einum stað i bók sinni, kall- ar Auður stofugang á spitölum ,,likfylgd að sér”. Ég get sagt henni að allt er þetta fólk að reyna að hjálpa henni, eftir þvi sem vit og þekking nær til. Mér skilst að þessi smá uppskurður hjá henni hafi heppnast vel. Ég vil þakka þeim heiöursmanni Birni önundarsyni tryggingar- læknifyrirgóðan skilning á kvöl minni. Ég vil lika þakka öðrum tryggingarlæknum hjá stofnun- inni. Ég vil lika þakka öörum læknum og hjúkrunarfólki á Landakotsspitala. Guöjón Lárusson er mikil manneskja. Guðjón læknir upphóf sig yfir pólitiskt þras og reyndi að lækna mig. Hann benti mér á Mayo-klinik i Rochester. Ég átti ekki að fá „visum” til Banda- rikjanna. Magnús Kjartansson fyrrverandi ritstjóri minn sýndi mér það drenglyndi að tala við bandariska ambassadorinn. Ég hef aldrei fengið að vita hvað þessum heiðursmönnum fór á millum. An efa hefur þetta sam- tal verið spaugilegt. Ég fékk „visumið” til Bandarikjanna. Þá þakka ég læknum og hjúkrunarliði á Borgarspitalan- um fyrir góöa umönnun. Ég fékk heilablóðfall og lá þrjár vikur meðvitundarlaus á gjör- gæsludeild þar. Ég þakka lika læknum og þjálfurum á Grensásdeild. Ég var lamaður vinstra megin. An efa gleymi ég ýmsum merkismönnum i læknastétt, sem ég vildi þakka fyrir. Guögeir Magnússon, öryrki I Kópavogi. ingu sem ég get ekki sætt mið við. Og þvi leita ég á náðir ykkar, þvi mér blöskraði svo allur mál- flutningur Elinar Pálmadóttur i sjónvarpsþættinum um flótta- fólk og þess vandamál, og hefði ég þó látiö kyrrt liggja ef ég hefði ekki oröið var viö, mér til stórrar undrunar, aö menn tóku mark á þessari vitleysu. Hún heldur þvi fram að Gervasoni — maður sem er alinn upp á hæli fyrir munaðar- lausa i Frakklandi — hafi fengið þá menntun aö hann hefði getað gengið að mér skilst i hvaða opinbert starf sem var, sem sendifulltrúi fyri þjóö sina, liklega hvar sem var i heim- inum, sem þau dæmi áttu að sýna sem hún tiltók, ef hann aðeins hefði viljað sýna svolit- inn samstarfsvilja, en ekki bara viljað steypa Giscard D’Estaing af stóli. i Mikill maður hlýtur Patrick Gervasoni að vera i augum þessarar ágætu konu, og eitt- hvað sýnist henni Giscard vera valtur i sessi, ef einn umkomu- laus munaðarleysingi getur velt öllu hans veldi, meö þvi einu að neita herskyldu og biðja um landvist á tslandi, sem póli- tiskur flóttamaöur. Og við skulum ekki gleyma þvi, að sá mikli stjórnmála- maður Giscard D’Estaing á Friðjóni Þórðarsyni nokkuð upp aö inna. Þvi sennilega hefur hann varið frönsku stjórnina falli! Það er ekki svo litiö! Ég biö eftir þvi að sjá það i Morgunblaðinu að Giscard D’Estaing sendi Friðjóni Þórðar syni þakkarávarp með við- eigandi heiðursmerki. Minna má það ekki vera. Jón Þ. Haraldsson, Torfufelli 33. ÞAKKARORÐ Pjötlu- spilið Barnahornid Notiö hnappa til að spila með og krónu til að kasta. Ef þorskurinn kemur upp færið þið hnappinn um tvo reiti, en ef jötunninn kemur upp færið þið hann aðeins um einn. Fylgið svo örvunum þangað til þið komið í mark. Spaug Skrifstof uþjónn: Hús- bóndinn verður að af- saka, að ég kem of seint. Við hjónin erum búin að eignast tvíbura. Skrifstofustjóri: Jæja, það er gott. En gleymið því nú ekki framvegis, að þér eruð ekki ráðinn hér til þess að eiga tvíbura. Kavíartúpan — Mamma. Veistu hvað er mikið af kaviar i einni túpu? — Nei, það get ég ekki sagt þér drengur minn. _ Ég veit það. Það eru þrir og hálfur metri. Tónlist af ýmsu tagi Tónlistin er veigamikill þáttur útvarpsdagskrárinnar i dag einsog venjulega, og ættu flestir aðgeta heyrt a.m.k. eitt og eitt lag viö sitt hæfi. Kl. 11 verður endurtekið Tónlistarrabb Atla Heimis Sveinssonar frá laugardegin- um, þar sem hann fjallaði um óperur og balletta Tsjækofskis. Hugljúf og rómantisk músik og kemur skapinu i lag, og ekki spilla þægilegar og alþýðlegar skýr- ingar Atla Heimis. Eftir hádegiö koma svo Páll Þor- steinsson og Þorgeir Astvalds- son með fimmtudagssyrpuna, sem eykur afköstin og bætir meltinguna. A siödegistónleikunum fá- um við aö heyra fræga söng- konu, önnu Moffo, syngja Þorsteinn Hannesson stýrir umræðum um leiklist og gagnrýni. Leiklist og gagnrýni Klemens Jónsson leiklistar- stjóri Utvarpsins reyndist heldur bjartsýnn I siðustu viku, þegar hann sagðist von- ast til að leikaradeilan yrði leyst nógu snemma til að hægt yrði að flytja útvarpsleikrit I kvöld. Enn bólar ekkert á fimmtudagsleikritum. 1 kvöld veröur hinsvegar fjallað um leiklist I útvarpinu. Þorsteinn Hannesson stýrir umræðuþætti um leiklist og gagnrýni, og má segja að þar sé hitamál á ferðinni. Þaö var einmitt i Utvarpinu hér um daginn sem Jón Viðar gagn- rýnandi lagði til að Þjóöleik- hUsið yrði lagt niður I núver- Útvarp kl, 20.55 andi mynd, og fékk sú tillaga að vonum heldur óbliðar við- tökur þjóðleikara. Gagnrýn- endur hafa ekki veriö i neinu sérstöku uppáhaldi hjá leik- húsfólki, að manni skilst, og reyndarhafa fleiri en leikarar gagnrýnt leiklistargagnrýn- endurna okkar. Það verður þvi spennandi að fygljast með umræðunum i kvöld, kannski ekkert siður en að hlusta á venjulegt fimmtudagsleiktit. — ih Félags- mál og vinna — t þættinum I kvöld gerum við grein fyrir réttindum fólks til slysabóta frá almanna- tryggingum, — sagði Tryggvi Þór Aðalsteinsson, sem ásamt Kristinu H. Tryggvadóttur sér um þáttinn Félagsmál og vinna. — Kristin ræðir svo við Arn- mund Backman lögfræöing um ný lög um fæöingarorlof. Við tökum upp nýjan lið i þætt- inum og köllum hann Pistil- inn. Þá er ætlunin að fá fólk „utan Ur bæ” til að fjalla um mál sem tengjast aðalviö- fangsefni þáttanna, þ.e. mál- efnum launafólks. Fyrsta pistilinn flytur Sigurveig Sig- urðardóttir hjúkrunarfræö- ingur og fjallar um hlutastörf i heilbrigðisþjónustunni. Það er einmitt sú starfsgrein þar sem hvað mestog lengst hafa veriö Sigurveig Sigurðardóttir hjiikru narfræöingur flytur pistil kvöldsins. Útvarp ^ kl. 22.35 unnin hlutastörf, og hefur það haft ýmis vandkvæði i för meö sér. Að lokum fáum viö svo að heyra f sænska visnasöngva- anum Torstein Bergman, sem væntanlegur er hingað til lands í næsta mánuði á vegum MFA og Norræna hússins, — sagði TryggviÞór. „Bachianas Brasileiras” eftir Villa-Lobos, og Filadelfiu- hljómsveitina flytja sinfóniu eftir Rachmaninoff. I kvöld leikur Philip Jenkins á pianó verk eftir Haydn, Schumann og Ravel. Og svo fáum við að upplifa kvöld- stund með Sveini Einarssyni svona rétt fyrir svefninn. —ih Tsjækofski samdi margar óperur og balletta sem Atli Heimir fjallar um i tónlistar- rabbi i dag.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.