Þjóðviljinn - 29.01.1981, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 29.01.1981, Blaðsíða 16
DWÐVIUINN Fimmtudagur 29. janúar 1981 Aðalsimi Þjóðviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudaga. Utan þess tima er hægt að ná i blaðamenn og aðra starfsmenn Aðalsími Kvöldsími Helgarsími blaðsins I þessum simum: Ritstjórn 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, ljósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 og 17-19 er hægt aö 81333 81348 afgreiðslu ná iafgreiðslu blaðsins I sima 81663. Blaöaprent hefur sima 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. 81663 Húsnæðismálastofnun ríkisins 18,8 milj. kr’í.lán- veitingar j Opinn fundur I AB Reykjaness Iðnaðarmál j líbrennl- ! depli Kjördæmisráð Alþýöu- bandalagsins i Reykjanes- kjördæmi heldur opinn fund i • J kvöld kl. 20.30 i Gúttó i I | Hafnarfiröi. Hjörleifur Guttormsson I ^ iönaðarráöherra ræöir á ■ I" fundinum um þróun iönaöar I á næstu árum, málefni ál- I versins i Straumsvik og önn- I ur viðfangsefni rikisstjórn- * ! arinnar. Til afgreiðslu eftir 10. febr. 1. mars og 5. mars Húsnæðismálastjórn sam- þykkti á fundi sínum i gær lánveitingar til hús- byggjenda að upphæð sam- tals 18,8 miljónir nýkróna. Lánveitingar skiptast í þrjá flokka og fara fram með þeim hætti sem að neðan greinir. 1. Miölán (2. hluti), samtals 9.9 miljón kr., skulu veitt til greiðslu eftir 10. febrúar n.k. þeim um- sækjendum, sem fengu frumlán sin greidd 25. júli 1980. 2. Miðlán (2. hluti), samtals 3.9 miljónir kr., skulu veitt til greiðslu eftir 1. mars n.k. þeim umsækjendum, sem fengu frumlán sin greidd 1. september 1980. 3. Lokalán (3. hluti), samtals 5 miljónir kr., skulu veitt til greiðslu eftir 5. mars n.k. þeim umsækjendum, sem fengu frumlán sin greidd 5. mars 1980 og miölán sin greidd 5. spetember 1980. — ekh. Annaðkvöld frumsýnir Herranótt, leikfélag Menntaskólans i Reykjavik. gamanleikinn Ys og þys út af engu eftir William Shakespeare i þýöingu Helga Hálfdanarsonar. Tvö gamanleikrit Shakespeares eru þvi á fjölunum i Reykjavik I einu, þvi á sunnu- dag frumsýndi Leikfélag Reykjavíkur Ótemjuna viö góöar undirtektir. Myndin hér aö ofan er af skólapilti i Ys og þys. — Ljósm. gel. Farmeim gáfu verkfalls- heimíld Farmenn, félagar i Sjómanna- félagi Reykjavikur samþykktu i allsherjaratkvæðagreiðslu verk- fallsheimild til handa stjórn og trúnaðarmannaráði félagsins með 126 atkv. gegn 14. Sem kunnugt er felldu farmenn samn- inga sem stjórn félagsins var búin að gera fyrir þeirra hönd með venjulegum fyrirvara. Stjórn félagsins mun ætla að biða með verkfallsboðun þar til hún hefur heyrt hljóðið i viðsemjendum sjómanna. — S.dór Flóð í í Ámes- sýslu AU mikið flóö var i Hvitá i Arnessýslu i gær og að sögn sjónarvotta var það klakastifla og jakaburður sem olli þessu. Flóðið var þó ekki meira en oft verður i ánni. Mest bar á flóðinu við Brúna- staöi i Hraungerðishreppi, þar flæddi áin yfir láglendi, án þess þó að fara yfir þjóðveginn og var ekki vitað um neinar vega- skemmdir flóðsins vegna. Siðdegis i gær var farið á kólna i veðri eystra og töldu menn að fljótlega myndi flóðið sjatna. — S.dór 38 yerkamönnum sagt upp hjá S.R. Ógeðfellt að þurfa að gripa til uppsagna, segir Kristinn Baldursson Að sögn Kolbeins Friðbjarnar- sonar hjá Verkalýðsfélaginu Vöku á Siglufirði hafa Sildarverk- smiðjur rikisins sagt upp 38 mönn um frá og með 1. febrúar nk. með þriggja mánaða fyrirvara þannig aö þeir munu halda störfum til 1. mai aö öllu óbreyttu. Hér er ein- göngu um að ræða ófaglærða verkamenn sem starfaö hafa hjá S.R. 1 uppsagnarbréfinu kemur þó fram aö Sildarverksmiöjurnar vonast til að geta endurráðið verulegan hluta af þessum mönn- um áður en uppsögnin öðlast gildi. Hér er um alvarlegan hlut aö ræða, þvi að S.R. er eitt af 3—4 fyrirtækjum á Siglufiröi sem eru burðarásar atvinnulifsins. Þaö kom fram hjá Kolbeini aö búist er viö að loðnuveiðar hefjist mun fyrr i sumar en á sl. ári, eða seint i júli eða um svipað leyti og Norömenn hófu veiöar i fyrra. Þá var loðnan 19% feit og góð til vinnslu og veiöa. Við hófum ekki veiöar fyrr en i september i haust og þá var loönan rýrari og verra viö hana að eiga. Uppsagnarf resturinn gamalt baráttumál Kolbeinn gat þess aö það hefði lengi verið mikið baráttumál Vöku og verkamanna á Siglufirði að fá þriggja mánaöa uppsagnar- frest samningsbundinn við S.R. Arið 1979 var tvivegis látiö að þvi liggja viö verkamenn að þeir yrðu látnir hætta án uppsagnarfrests. Þá var visað i lögin um rétt starfsfólks til uppsagnarfrests og greiðslur i veikinda- og slysatil- fellum. 1 þriðju grein þeirra laga er ákvæöi sem VSt og sumir at- vinnurekendur hafa túlkað þannig, að sé um hráefnisskort að ræöa gildi ekki almenn réttindi verkafólks vegna uppsagna. Þannig geti atvinnurekendur sagt: Nú er ekkert hráefni og þið hættið fyrirvaralaust. „Þegar samningar voru lausir fyrir rúmu ári lagði Vaka fram þá kröfu viö Vinnumálanefnd rlkis- ins sem semur fyrir S.R. að hin almennu uppsagnarákvæði lag- anna, þ.e. eins, tveggja og þriggja mánaða uppsagnar. frestur, eftir þvi hvað hver og einn er búinn að vinna lengi hjá fyrirtækinu, yrðu tekin beint inn i samning. Þannig skyldi sagt upp og ööru visi ekki. Við fengum blá- kalt nei við þessu hjá Vinnumála- nefndinni og óskuöum þá eftir þvi við stjórn S.R. að hún gæfi sjálf um þetta yfirlýsingu. Við fengum einnig neitum við þvi. Þá fengum við til liðs við okkur fjármálaráð- herra og sjávarútvegsráðherra. Þeir sneru sér báðir bréflega til stjórnar S.R. og lögöu til að stjórnin gæfi út slika yfirlýsingu. Tóku ekki mark á til- mælum tveggja ráöherra. Þrátt fyrir tillögur tveggja ráö- herra voru þær tvivegis felldar af stjórninni. En loks nú hinn 11. desember sl. fékkst það svo inn i samning, eftir strið i um það bil eitt ár, að starfsmenn S.R. njóti uppsagnarfrests skv. hinum al- mennu ákvæöum laganna um uppsagnarfrest. Þetta samningsákvæði hefði aldrei náðst nema meö dyggri að- stoö fjármálaráðherra. Það að takast skyldi á siöustu stundu að lemja þetta inn i samninginn er ákaflega þýöingarmikiö trygg- ingarákvæði og kemur i veg fyrir Kolbeinn Friðbjarnarson: Lengi veriö baráttumál Vöku að fá þriggja mánaða uppsagnar- frest hjá Sildarverksmiðjunum. að hægt sé að vikja mönnum úr vinnu fyrirvaralaust. Það verður þó að koma fram svo allir njóti sannmælis að þeir starfsmenn sem nú hefur veriö sagt upp eiga ekki allir rétt á 3ja mánaða upp- sagnarfresti, en lengsti frestur hefur verið látinn gilda jafnt yfir alla”. öryggisráðstöfun Við höfðum samband við Krist- in Baldursson hjá Sildarverk- smiðjum rikisins. Hann sagði að þaö væri ógeðfellt að þurfa að gripa til þessara uppsagna. ,,Hér er um að ræða öryggisráðstöfun fyrst og fremst. Á vetrarvertið I fyrra sem stóð frá 12. janúar-10. mars, fengum viö alls 58 þúsund tonn á Siglufirði. en nú aðeins fengiö 98 tonn. A Raufarhöfn i Tókst fyrir atbeina fjármálaráðherra að lemja ákvæði um uppsagnarfrest inn i samninga við S.R., segir Kolbeinn Friðbjarnarson fyrra 24 þúsund tonn,en nú um 6 þúsund tonn það sem af er. A Seyðisfiröi höfum viö fengið 7 þúsund tonn,en fengum 26 þúsund tonn i fyrra. A Reyðarfirði höfum við enn ekkert landað. Kvótinn á vertiðinni nú er aö- eins 95 þúsund tonn, en viö feng- um alls 113 þúsund tonn i fyrrá á þessum fjórum stöðum af 289 þús- und tonnum sem veiddust á vetrarvertiðinni alls”, sagði Kristinn. — Hefur fólki verið sagt upp i verksmiðjunum utan Siglu- fjarðar? ,,A Raufarhöfn og Seyðisfirði hafa menn horfið til annarra starfa eftir að vertið likur og eru þvi ekki fastráðnir allt áriö. Á Reyðarfirði aftur á móti verður væntanlega að segja upp 6—7 fastráðnum mönnum, þótt þaö sé ekki tekið út með sældinni”. Eru horfur á að loðnuveiðin hefjist fyrr i sumar en á sl. ári? ,,Ég tel afar mikiar likur á þvi. Vertiðin hófst of seint i fyrra, við fengum loðnu fyrst þann 8. september. Það er ekkert fráleitt aö hefja veiðar einum og hálfum mánuði fyrr á þessu ári”. Bó

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.