Þjóðviljinn - 29.01.1981, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 29.01.1981, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 29. janúar 1981 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9 ildartunguhvers vekur margar spurningar Hvað kostar það að nýta jarðhitann og eiga skattgreiðendur bæði að greiða þær framkvæmdir svo og þá verðhækkun á eigninni sem framkvæmdirnar leiða af sér? Eignarnámsbætur fyrir Deildartunguhver sem þessi mynd er af voru ákveðnar 532 miljónir gamalla krúna. söluverði lóða á höfuðborgar- svæðinu og að umrætt land var talið hentugt til byggingar þótt engin áform væru uppi um ákveðna notkun á landinu og það óskipulagt að mestu leyti. Fordæmið dýrt spaug „Fjárhæðir þær sem i þessu mati fólust skiptu ekki miklu máli fyrir Hitaveitu Reykjavikur”, segir Jón G. Tómasson i fram- haldi af þessu, ,,en munu á hinn bóginn skipta verulegu máli þegar Vegagerð rikisins ræðst i gerð Reykjanesbrautar og raunar einnig ef til þess kemur að Kópa- vogskaupstaður vill fala landið til skipulags og byggingar”. „Fyrir niðurstöður sem þessar þarf að girða”, segir hann enn- fremur. „Þær þjóna að visu hags- munum tiltölulega fárra landeig- enda en eru andstæðar hagsmun- um alls þorra manna og þá fyrst og fremst þeirra sem verða að borga, þ.e. skattgreiðendanna. Engin rök verða heldur séð fyrir þvi að tilgangurinn með setningu stjórnarskrárákvæðisins eða orðalag þess eigi að leiða til að slik sjónarmið ráði niðurstöðu matsgerða.” Þá rekur Jón dæmi þess að land, sem borgaryfirvöld hafa sýnt áhuga fyrir, hafi verið boðið fyrir 50—100 falt fasteignamats- verð landsins, sem þó á að vera miðað við núverandi notkun og liklegt söluverð. Viðræður hafa þvi legið niðri, segir Jón, með þeim afleiðingum að eigandinn situr uppi með land sem hann gæti vel hugsað sér að selja og hefur takmörkuð afnot af en við skipulagsvinnu á höfuðborgar- svæðinu er ekki tekið mið af mögulegri nýtingu landsins til byggingar og hefur það óhjá- kvæmilega áhrif á þróun byggðar á höfuðborgarsvæðinu, jafnvel um áratuga skeið . Dýrasta eyðijörð í heimi Ogáfram: „Allirþekkja eflaust dæmið um kaup Kópavogskaup- staðar á Fifuhvammslandi sem nefnd hefur verið dýrasta eyði- jörð i heimi. Hvert var verðmæti landsins i höndum eigandans, án þess að hann gæti reiknað með að samborgarar hans legðu fram fjármagn til að gera það sölu- hæft? Hver var eftirspurnin á svokölluðum „frjálsum markaði”? Landið var auglýst til sölu en ekkert tilboð barst”. „Og hér er komið að kjarna málsins. Hvert er verðmæti lands eða tilgreindra landréttinda sem nauðsynlegt er að nýta til al- mennra þarfa og við hvaða verð- mætissjónarmið á að miða? Hver er eðlileg og sanngjörn túlkun á orðunum „fullt verð”? Eignin, landið eða jarðvarminn er fyrir hendi en hvað er það sem hefur gert eignina verðmæta eða aukið verðgildi hennar?” Hvað kostar að gera land byggingarhæft? „Til að gera sér grein fyrir þessu er nauðsynlegt m.a. að kanna hvað það kostar að skipu- leggja eða gera land byggingar- hæft eða hvert er kostnaðarverð á hitaveitu”, segir Jón G. Tómas- son. „Akvörðun um að taka land- svæði til breyttrar notkunar, skipulags og byggingarfram- kvæmda er i höndum skipulags- yfirvalda, fyrst og fremst við- komandi sveitarstjórnar. Ein- staklingur sem á landareign getur ekki upp á sitt einsdæmi ákveðið að nú skuli landið skipu- lagt og selt það siöan sem bygg- ingarlóðir. Með öðrum orðum: landiðerekki söluvara sem bygg- ingarlóðir i hendi eigandans. Til þess þarf atbeina sveitar- stjórnarinnar, enda hvilir sú skylda á sveitarfélaginu að sjá ibúum sinum fyrir nauðsynlegri þjónustu, t.d. vegagerð og hol- ræsalögn.vatnsveitu og rafmagni, svo ekki sé minnst á aðra þjón- ustu sem talin er nauðsynleg i samfélagi nútimans, s.s. skóla, dagvistun og heilsugæslu.” Bendir Jón á að athugun Borgarskipulags Reykjavikur hafi leitt i ljós að kostnaður borgarinnar við að gera land byggingarhæft sé að meöaltali tæplega 200 miljónir g. króna pr. hektara. Er þá ekki reiknað með stofnkostnaði i gerð veitumann- virkja, kostnaði við skipulags- vinnu né heldur öðrum stofn- kostnaði vegna margvislegrar þjónustustarfsemi. Þessir pen- ingar eru ekki allir sóttir i sam- eiginlegan sjóð borgarbúa, enda greiða lóðarhafar úr eigin vasa t.d. gatnagerðargjöld og fleira en þær greiðslur nema þó ekki nema hluta af þeirri heildarfjárhæð sem kostar að gera hverja lóð byggingarhæfa, þegar allt er talið. „Þessar fjárhæðir, þennan kostnað verður að hafa i huga þegar meta á hvers virði land- svæði er sem breyta á i bygg- ingarland”, segir Jón G. Tómas- son. „Og hætt er við að i höndum einstakra eigenda yrði landið oft litils virði ef þeir þyrftu að kosta öllu til að gera það byggingarhæft og þjónustuhæft fyrir væntanlega kaupendur en gætu ekki ætlað samborgurum sinum það hlut- verk”. „Jarðhitinn er þó oft enn skýr- ara dæmi um eignarréttindi, sem eru eiganda þeirra til litilla eöa jafnvel engra nota eða hagsbóta, nema til komi sérstakar aðgerðir á vegum samfélagsins”. Hitaréttindi þau sem Reykjavik keypti i Mosfellssveit hafa verið gerð nýtanleg með miklum jarð- borunum og með virkjun borhola. Til þess að heita vatnið kæmi að notum, hafa verið reistar dælu- stöðvar, lagðar leiðslur og gerð önnur mannvirki. Hagnýting þessa orkugjafa i svo stórum stil hefði ekki verið möguleg án stór- felldra framkvæmda. Heildarfjárfestingarkostnaður Hitaveitu Reykjavikur vegna öfl- unar, flutnings og dreifingar á heitu vatni nemur nú i g.kr. um 103 miljörðum. Þar af nemur kostnaður við hitaréttindi um 1,3 miljörðum g.kr. eða um 1,3%. Eru þá allar fjárhæðir reiknaðar til núverandi verðlags. Þetta eru athyglisverðar tölur þegar þær eru bornar saman við fjárhæöir sem um hefur verið rætt i samningum um afnot Hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar af Deildartunguhver. Lokatilboö veitunnar til eiganda hversins miðað viö 20 ára sölusamning svaraði til 4% af heildarkostnaði veitunnar. Lokatilboð eiganda var hins vegar metið á tæplega 13% af reiknuðum heildarfjár- magnskostnaði eða tifalt hlutfall miðað við kostnað Hitaveitu Reykjavikur. A að bæta tjón eða óvissa hagnaðarvon? Siðan vikur Jón G. Tómasson að þvi hvernig reikna eigi eigend- um hversins „fullt verð” vegna Framhald á bls. 13 115 ■ 110 105 100 95 90 85 80 ■ 75 70 65 60 "■■"I IV 1973 Þróun kaupmáttar iii 1974 III 1975 II 1976 Þróun kaupmáttar á fyrri hluta rlkisstjórnarára Geirs Hallgrimssonar —ekh hneykslaðist i forystugrein 13. jan. s.l. á, að kaupmáttarskerðing BHM skyldi að verulegu leyti, þó ekki til fulls, afnumin i samningum 1977. greiðslur. En þá er eins og eitt- hvað óhreint hafi komið fram I dagsljósið. Það hefur verið i leikreglunum, að kaupgreiðslur skuli vera duldar að hluta, til þess að auðveldara sé að sætta hið raunverulega láglaunafæolk við sinn hlut. Bráðabirgðalög Viðbrögðin viö þessu broti á leikreglum i feluleik stjórnmála- mannanna voru mjög hörð. Rætt var um aö hnekkja úrskuröi Kjaradóms meö lögum. Grunur leikur þó á, að tillagan hafi fyrst og fremst verið áróðursbragö, til- raun til að bjarga andlitinu. Það á að sannfæra hinar vinnandi stétt- ir um, að hagsmuna þeirra sé vel gætt, svo að óhætt sé að kjósa rétt næst lika. Mér þykir samt leitt aö jafn góður drengur og Ragnar Arnalds skyldi veröa til þess að bera slika tillögu fram. Reyndar er nú tilefni til laga- setningar til breytingar á kjara- samningum. Af þvi, sem komið hefur fram i fréttum, má ráða, að bráöabirgöalögin frá 31. des. s.l. feli ekki i sér alménna skerðingu kaupmáttar frá þvi sem var fyrir kjarasamningana á s.l. ári. BHM- félagar verða þó fyrir 1.42% skerðingu 1. mars þrátt fyrir Kjaradóm. Þegar þannig er um hnútana búiö, er engin sanngirni I, að BSRB-félagar einir verði fyrir umtalsverðri kjaraskerð- ingu vegna aðgeröar, sem hefur þann tilgang einan að eyða verð- bólguáhrifum kauphækkunar, sem aðrir launþegar fengu i sinn hlut. Nú er gott tækifæri fyrir st jórn- völd til að sýna, að riftun kjara- samninga með lögum þarf ekki endilega að vera til kauplækkun- ar. Áttundi áratugurinn Hugtakabrengl ýmiss konar er uppistaða þeirrar málsmeðferð- ar, sem deilt er á i þessari grein, og svo er um ýmsa aöra opinbera umræðu. Þaövarþvi mjög i sama stil, að áttunda áratugs aldarinn- ar var minnst i upphafi áttugasta árs hennar. Forsætisráðherra fylgdi þó nýverið gömlum siö og taldi sig ekki sjötugan fyrr en i lok sjötugasta aldursárs sins. Reyndar var ekki nema eðlilegt, að islenskir fjölmiðlar tækju þátt i að minnast þess áratugs, sem að erlendum hætti mætti nefna sjötiutalið, en fellur alls ekki saman við áttunda áratug aldar- innar. Það er i rauninni ekki held- ur neitt athugavert við það, þótt menn í fljótfærni rugluöust i rim- inu, hefðu þeir aðeins látið sér segjast við ábendingu. Hins vegar versnaði i'þvi, þegar farið var að rökstyöja vitleysuna og m.a. talað um árið núll. Það ár, sem helst mætti nefna núll, stóð frá júli árið 1. f.Kr. til júni áriö 1 e.Kr., þ.e. hluta úr tveimur al- mannaksárum. Þessi umræða var táknræn, þvi að hún leiddi i ljós tilhneigingu manna til að halda áfram rök- stuðningi við rangan málstaö löngu eftir að hið rétta hefur verið leitt i ljós. Það er þvi kanski ekki nema von aö það gangi fram af Ragnari Arnalds, ef þaö skyldi eiga fyrir Alþingi að liggja áð viðurkenna launakerfið eins og það er i raun og veru. Það gæti jafnvel hugsast, að Alþingi tæki frumkvæðið að þvi að gera þetta kerfi einfaldara og réttldtara. Þá og þá fyrst væri kominn grund- völlur að umræöu um jafnlauna- stefnu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.