Þjóðviljinn - 29.01.1981, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 29.01.1981, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 29. janúar 1981 Ákvördun matsnefndar vegna eignarnáms Di Eignarnám ríkisins á Deildartunguhver vegna þarfa Hitaveitu Borgar- fjarðar'og Akraness var samþykkt á alþingi vorið 1979. Nýlega kvað mats- nefnd eignarnámsbóta upp þann úrskurð að 532 miljónir gamalla króna skuli koma fyrir hverinn og munu það vera hæstu eignarnámsbætur sem dæmdar hafa verið hér á landi. Ákvörðun mats- nefndar hefur vakið margar spurningar og rifjað upp deilur um eignarhald manna á land- inu, gögnum þess og gæð- um. Við hvað á að miða, — hugsanlegan hagnað eignarnema eða raunveru- leg afnot eiganda — þegar eignarnámsbætur ^eru metnar og hvernig ber að túlka það ákvæði stjórnar- skrárinnar að fyrir eignar- nám skuli koma „fullt verð"? Rakin helstu atriði úr fróð- legu erindi Jóns G. Tómassonar um eignar- nám Þörf á að breyta st j órnarskránni? 1 fróölegu erindi, sem Jón G. Tómasson, borgarlögmaöur og formaöur Sambands isl. sveitar- stjórna, flutti á málþingi Lög- fræöingafélags tslands 25. október s.I. og birt er i siöasta tölublaöi Sveitarstjórnarmála, bendir hann á aö þó stjórnar- skráin tryggi eignarnámsþola rétt á bótum sem svara til ,,fulls verðs’’ þá gefi hún engar vlsbend- ingar um með hvaöa hætti slik veröviömiöun skuli fundin. Túlkun matsmanna á þessu ákvæöi hafi oftlega skapaö ójöfnuö og leitt til þess að skatt- borgarinn þurfi ekki aöeins aö borga fyrir framkvæmdir eins og byggingar og virkjanir heidur einnig fyrir þá verðhækkun á eigninni sem framkvæmdirnar leiða af sér. Telur Jón nauösynlegt aö taka af allan vafa i þessum efnum meö lagasetningu eða jafnvel breyta stjórnarskránni þannig aö í staö orðanna „fulltverö” komi ákvæöi sem miöist viö aö sannanlegt tjón eiganda veröi bætt. Eignarnáms- þoli yrði þannig jafn setturogekki heföi komiö til eignarnámsins og um leiö útilokaö aö hann hafi beinlínis fjárhagslegan ávinning af eignarnáminu vegna fram- kvæmda hins opinbera. Þjóöviljinn hefur fengiö heimild til þess aö birta útdrátt úr þessu erindi Jóns og er ýmist hafður sá háttur á aö endursegja hluta þess eöa birta orörétta kafla. Kröfur landeigenda haft á eðlilega uppbyggingu Jón G. Tómasson bendir á að samhliöa þvi að mikið fjármagn sé lagt i opinberar framkvæmdir hafi einstaka landeigendur gert háar kröfur um bætur fyrir verð- mætaaukningu, sem rekja má til þessara sömu framkvæmda. Vandamál sem leitt hafa af of háu landverði hafi bæöi leitt til seink- unar á framkvæmdum svo og til þess að hagstæöasti kosturinn væri ekki alltaf valinn, t.d. að land I einkaeign verður ekki tekið til skipulags og byggingar þótt það liggi betur við öllu þjónustukerfi sveitarfélags en annað landsvæði, sem er i eigu sveitarfélagsins. Agreiningur og óvissa um land- verð virki þannig sem haft á eðli- lega og æskilega uppbyggingu. Hjá sveitarfélögunum gætir oft tregðu til þess að afsala ákvörðun um kaupverð t.d. fyrir bygg- ingarland i hendur dómkvaddra manna vegna óvissu um fjárhæð bótanna og,eftir þvi sem Jón G. Tómasson segir, ekki ástæðu- lauss ótta um aö söluverð bygg- ingarhæfra lóða verði að verulegu leyti lagt til grundvallar matinu. Skurðstæði metið sem byggingarlóðir Meðal þeirra dæma sem Jón tekur þessu til stuðnings er mats- gerð dómkvaddra manna frá i mai 1979 en þeir fengu þaö verk- efni að meta 3800 fermetra skurð- stæði fyrir aðveituæð Hitaveitu Reykjavikur i landi Smára- hvamms i Kópavogi. Skurðstæðið var og er að mestu leyti inni i staðfestri legu væntanlegrar Reykjanesbrautar en að öðru leyti óskipulagt. I þessu tilfelli var skurðstæðið metið sem um fullbúnar byggingarlóðir væri að ræða og vitnar Jón orðrétt i álits- gerð matsmannanna: ,,1 mati þessu ber að miða við það verð sem fengist gæti fyrir alla spild- una ef landið væri selt sem lóðir, þótt þær séu ekki seljanlegar sem slikar i dag”. Siðar i álitsgerðinni segir: ,,Þá ber að hafa i huga við ákvörðun bóta, að mjög mikil eftirspurn er nú eftir lóðum á höfuöborgarsvæðinu og hefur það án efa áhrif til hækkunar. Við rikjandi aðstæður i þjóðfélaginu virðist sem öruggasta fjárfest- ingin.sem um sé að ræða, sé að setja peninga i lóðir. Þarf eigi að orðlengja það að þvi veldur hvað mest ótti manna við vaxandi verðbólgu, þrátt fyrir gefnar yfir- lýsingar stjórnmálamanna!’. 1 matsgerðinni er rakin sala á spildu úr þessu sama Smára- hvammslandi nokkrum árum áður, söluverðið framreiknað með byggingarvisitölu og siöan fjórfaldað með þeim rökstuðningi sem að framan sagði. Niðurstaða matsins var fjórföldun á verð- bættri frjálsri sölu og margfalt hærra en gildandi fasteignamat þá var. Matsgerð þessari var skotiö til yfirmats og þótt yfirmatið lækkaði matsfjárhæð nokkuö kemur berlega fram að yfirmats- menn hafa einnig haft hliðsjón af á dagskrá Það er því kannski ekki nema von að það gangi fram af Ragnari Arnalds ef það skyldi eiga eftir Alþingi að liggja að viðurkenna launakerfið eins og það er í raun og veru Hólmgeir Björnsson: Þá gekk fram af Ragnari A siðastliðnu ári stóðu samn- ingar um kaup og kjör allt árið, Ríkisstjórnin reyndi að marka þá stefnu, að lægstu laun ein hækk- uöu, þvf að aðrar kauphækkanir yröu til þéss eins að auka verð- bólguna. BSRB studdi þessa stefnu og voru laun rikisstarfs- manna ákveðin I þeim anda, hjá BSRB með samningum, en BHM af Kjaradómi. Fengu hinir siðar- töldu enga grunnkaupshækkun, en höföu endurskoöunarrétt að bakhjarli. Þegar leið að lokum samninga- lotunnar kom I ljós, að launa- stefnan haföi samt farið út um þúfur, aimennar kauphækkanir urðu verulegar og hækkun lægstu launa til launajöfnunar var bund- in áframhaldi veröbólgunnar. Þvi meiri veröbólga, þvi meiri launa- jöfnun!!! Að elta skottið á sér Almenn hækkun grunnkaups hlýtur alltaf að leiða til nokkurrar hækkunar d verðlagi, einfaldlega vegna þess, að launþegar sjálfir eru slfellt að greiða fyrir þjón- ustu, sem að mestu leyti er launa- kostnaður. Gildir einu, þótt kaup- hækkunin sé innan þeirra marka, sem atvinnuvegirnir geta vel ris- ið undir. Þvl ætti þaö aö vera augljóst hverjum manni, að 10% kauphækkun getur ekki leitt til sömu hækkunar kaupmáttar launa. Tilþess að ná 2—3% kaup- máttaraukningu, sem vissulega er umtalsverð kjarabót, þarf sennilega 5—10% kauphækkun. Verðbólgukerfið á Islandi minnir mig alltaf á hvolp, sem elt ir skottið á sér. Meginmunurinn er sá, að hvolpurinn hættir þessu, þegar hann fullorðnast. Eigi að hætta þessum leik, má ekki verð- tryggja hækkun launa hverju sinni nema að þvl marki, að sá hluti hennar, sem ætla má aö sé raunhæf kaupmáttaraukning, haldi verðgildi sínu. Þrátt fyrir allt er flestum orðið þetta ljóst. Þvi voru menn almennt viðbúnir einhvers konar skeröingu eftir al- menna hækkun launa fyrr I vetur og viðurkenna flestir nauðsyn hennar. Mótmæli gegn henni til- heyra þó leikreglunum. Kjaradómur Sá hængur er þó á 7% skeröing- unni 1. mars, að hún nær einnig til þeirra, sem enga umtalsverða kauphækkun hafa fengið I sinn hlut. A ég þar fyrst og fremst við ríkisstarfsmenn. BHM gat þó gripið til endurskoðunarréttarins og reyndist hann nokkuð haldgóð- ur að þessu sinni. Dæmdi Kjara- dómur 6% kauphækkun I hlut BHM I staö 12%, sem krafist var. Ekki er ástæða til að efast um, að Kjaradómur hafi samviskusam- lega reynt að meta, að hve miklu leyti hafi verið um almenna kauphækkun að ræöa og að hve miklu leyti um sérstaka hækkun, svo sem hækkun lægstu launa og samræmingu milli stéttarfélaga á röðun Ilaunaflokka. Eflaust hefur og vegið þungt til lækkunar á niöurstööu Kjaradóms, að BSRB varð ekki nema að litlu leyti að- njótandi hinnar almennu kaup- Biækkunar. Af fyrri reynslu má þó ætla, að Kjaradómur hafi fremur vanmetið en ofmetið hina al- mennu kauphækkun. Enn kynni einhver að halda, að rlkisstarfsmenn innan BHM hefðu einhverja sérstöðu sem hálaunamenn, sem heimti sífellt meira í sinn hlut. Meiri hluti þeirra mun þó hafa sambærileg kjör og fjölmennir hópar innan ASl og hefur heldur á þá hallaö I samningum s.l. 10—15 ár. Harla lltiö tillit hefur þvl veriö tekiö til þess I launum, að langskóla- gengnir menn hafa skemmri tima en aðrir til aö afla fjár, til dæmis til heimilisstofnunar og fbúöar- kaupa, aö námsskuldunum ógleymdum. Þetta vita flestir stjórnmálamenn, blaðamenn og forystumenn annarra launþega- samtaka mæta vel. Sumir þeirra telja hins vegar hentugt að tala um þá sem heimtufreka hálauna- menn I áróöri slnum. Sé lygin endurtekin nógu oft... os.frv. 1 forystugrein I Þjóðviljanum hefur ekh m.a. lagst svo lágt að vitna til þess, aö BHM fékk sér- staka hækkun launa 1977 og taldi þaö réttlæta meiri kauphækkun annarra nú. Kauphækkunin 1977 leiörétti þó aðeins að hluta, hvernig níðst hafði veriö á BHM á undan með s.k. láglaunabóta- kerfi. Var það þannig sniðið, að BHM eitt yrði fyrir umtalsverðri skeröingu kaupmáttar launa þessi ár, á meðfylgjandi mynd. Að sjálfsögöu var þetta kerfi rlkissjóöi mjög hagstætt. Málflutningur ekh I þessu máli hefur verið meö þeim hætti að svarthöfðum einum sæmir. Þingmannalaun Ragnari Arnalds ofbauð, aö BHM skyldi fá leiðréttingu mála sinna fyrir Kjaradómi. Þó gekk fyrst fram af honum, þegar kom að kauphækkun þingmanna. Eitt megineinkenni islensks launakerfis er, að dagvinnutlmi er með lögum ákveðinn styttri en svarar til raunverulegs vinnu- tima. Laun fyrir 40 stunda vinnu- viku veröa þar af leiöandi mun lægrien eðlilegt má telja. Til upp- bótar koma svo og svo miklar yfirvinnugreiðslur. Yfirvinnan mun þó tíðum lltt auka viö vinnu- framlag manna'eins og skýrt kom fram f yfirvinnubanninu 1978. Stundum er hún jafnvel alls ekki unnin. Sum vinna er llka þess eðlis, að tlmamælingu verður ekki viö komið. M.a. þess vegna hefur verið brugðið á það ráö aö greiöa ýmsum hátt settum starfs- mönnum rikisins laun fyrir ómælda yfirvinnu, oft 15—20 stundir á mánuði, sem gefur 15—20% kauphækkun. Hitt er svo annaö mál, að undirmenn þeirra sumra hafa ekki heimild til laun- aðrar yfirvinnu. Þeir eru þvl lág- launamenn, hvað svo sem launa- flokkum llður. Það sem gerðist I þingfarar- kaupsnefnd og var staðfest fyrir Kjaradómi er, að þingmenn skuli aölagaöir hinu almenna launa kerfi hvað varðar yfirvinnu-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.