Þjóðviljinn - 29.01.1981, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 29.01.1981, Blaðsíða 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 29. janúar 1981 Skákþing Reykjavíkur: JÓNL. EFSTUR Þó tefldar hafi verið 6 umferðir á Skákþingi Reykjavikur 1981 hefur mótið orðið að sæta þeim afarkostum að fresta hef- ur orðið fjölda skáka vegna f lensuf araldurs þess/ sem nú geisar um bæinn og lagt hefur heilu fjölskyldurnar i bælið. Er ekki séð fyrir endann á þessum ófögnuði þó mörg- um finnist nóg komið og mál að linni. Greinarhöf- undur er eitt fórnarlamb- anna og hefur það gert stöðu efstu manna í meira lagi óljósa en i augnablik- inu er hún þessi: 1. Jón L. Árnason 4 v. + 1 biösk. 2. Bragi Halldórsson 4 v. 3. Helgi ólafsson 3 1/2 v. + 2frestaðarskákir 4. Þórir ólafsson 3 v. + 1 frestuð skák 5. Dan Hansson 3 v. 6. Karl Þorsteinsson 2 1/2 V. 7. Sævar Bjarnason 2 v. + 2 biöskákir 8. Björgvin Viglundsson 2 v. + 1 biðskák. 9. Hiimar Karlsson 2 v. 10. Ásgeir Þ. Árnason 1 1/2 v. + 1 biðsk. 11. Elvar Guðmundsson 1 v. + 2 biðsk. og 2 frestaðar skákir 12. Benedikt Jónsson 1/2 v. + 1 biösk. og 1 frestuð skák. Einsog sjá má er ekki mikið að marka stöðuna, en ætla má að eitthvað fari að leysast úr hræri- grautnum þegar liða tekur á. Af þeim mönnum sem skipa toppsætin hefur Bragi Hall- dórsson verið sérlega fengsæll enda iðinn við að kreista fram vinning úr töpuðum töflum. Jóni L. Arnasyni hafa verið nokkuð mislagðar hendur og á t.a.m. i vök að verjast i biðskák gegn Sævari Bjarnasyni. í.gærkvöldi var tefld 7. umferð og þá tefldu saman: Asgeir og Bragi, Karl og Björgvin, Hilmar og Dan, Sævar og Benedikt, Helgi og Þórir og Elvar og Jón L. Einhver harðasta og jafnframt skemmtilegasta baráttuskákin i þessu móti er án efa sú á milli greinarhöfundar og Karls Þor- steins, en hann hefur teflt af mik- illi hörku allt mótið og uppskorið minna en til hefur veriö sáð: Hvitt: Karl Þorsteins Svart: Helgi ólafsson Kóngsindversk vörn 1. c4-e5 2. Rc3-Rf6 3. Rf3-d6 4. d4-Rbd7 5. e4-g6 6. Be2-Bg7 7. 0—0-0—0 8. Hel-c6 9. Hbl-exd4 10. Rxd4-He8 11. Bf 1-Rc5 12. f3-d5 14. exd5 (Aðrir möguleikar eru 13. e5- Rd7 14. f4* dxc4 15. Bxc4-Rb6 16. Bfl-f6 o.s.frv. eða 13. cxd5-cxd5 14. e5-Rd7 I5.f4-Rb6 ásamt f7 - f6 við tækifæri. Hvitur velur öruggasta möguleikann.) 13. ...-Hxel 14. Dxel-cxd5 (En ekki 14. -Rxd5 15. cxd5- Bxd4+ 16. Be3-Df6 17. Hdl og svarta staðan er hartnær töpuð.) 15. Be3-dxc4 16. Bxc4-Bd7 17. Dh4 (Betra var 17. Hdl.) 17. ...-a6 18. Hdl-b5 19. Bf 1-Hc8 (En ekki 19. -b4 20. Rc6! o.s.frv.) 20. a3-Dc7 (Nú var hvitur þegar kominn i gifurlegt timahrak. Fram að 40. leik mótast baráttan nokkuð af þeim timaskorti, þ.e. hvitur reyn- ir að sleppa við fallöxina, en svartur pressar á.) 21. Khl-Db7 22. Rc2-Re6 23. Rb4-Bc6 24. Df2-Bf8 25. h3-Be8 26. Rcd5-Rxd5 27. Rxd5-Bg7 28. Dh4!-Kh8 29. b4 (29. Bh6-Bxb2!) 29. ...-h5 30. Be2-Hd8 31. Rf4-Hxdl + 32. Bxdl-Dd7 (Svartur hefur loksins náð frumkvæðinu.) 33. Bc2-Rd4! 34. Bbl 34. ...-Rxf3! 35. gxf3-Ddl + 36. Kg2-Dxbl 37. Dd8-Dc2+ 38. Kg3-Dc6 39. Bd4-Kh7 40. Bxg7-Kxg7 41. h4-Dd7 (?) (Svartur hugðist leika biskupn- um til d7 sem vinnur létt, en fyrir handvömm sem stundum hendir skákmenn var drottningin allt i einu komin á d7-reitinn.) 42. Dxd7-Bxd7 43. Rd3-f6 (?) (43. -Kf6 gefur góða vinnings- möguleika. Eftir textaleikinn er staðan jafntefli.) 44. Rc5-Bc8 45. f4-Kf7 46. Kf3-Kg7 47. Kg3-Kf7 48. Kf3-Ke7 49. Ke3-Kd6 50. Kd4-Bh3 51. Rxa6-Ke6 52. Rc7+-Kf5 53. Ke3! (En ekki 53. Rxb5-Kxf4 og möguleikarnir eru svarts megin.) 53. ...-Bfl 54. Kf2-Bd3 55. Ke3-Bc4 56. Kf3-g5 57. fxg5-fxg5 — Jafntefli. 58. hxg5-Kxg5 59. Kg3-h4 + 60. Kh3-Bfl + 61. Kh2-Kf5 62. Rd5+ Kveðjuathöfn eiginmanns mins og sonar, Jóns Guðbrandssonar Höfða, Vatnsleysuströnd, verður gerð frá Fossvogskapellu þann 31. janúar n.k. kl. 10.30 Jarðarförin fer fram frá Kálfatjarnarkirkju sama dag kl. 14.00. Þeir sem vildu minnast hans láti Krabba- meinsfélagið eða orgelsjóð Kálfatjarnarkirkjii njóta þess. Ásta Þórarinsdóttir Guðbrandur Jónsson börn og barnabörn. Nýtt leik- hús Breiðholtsleikhúsið sýnir PLÚTUS eftir Aristofanes Leikstjóri: Geir Rögnvaldsson Þýðing: Hilmar J. Hauksson Búningar: Hjördis Bergsdóttir Nokkrir ungir fullhugar hafa tekið síg til og stofnab leikhús uppi i Breiðholti og er ekki ástæða til annars en að þakka þeim fyrir það framtak og óska góðs gengis. Það væri vissulega æskilegt að fleiri litil leikhús gætu dafnað hér i borg — það er til dæmis einkennilegt að ekki skuli vera til áhugaleikhús i Reykjavik utan framhaldsskól- anna. Breiðholtsleikhúsið hefur valið sem fyrsta verkefni sitt gamai, ^xkinn Plútus eftir frum- kvöðul slikra leikja i vestrænni menningu, sjálfan Aristofanes. Leikur þessi fjallar um sigiit efni, misskiptingu auðsins og þá stabreynd að hann leitar gjarnan á þá staði þar sem ekki eru fyrir hinir réttlátustu og heiðarlegustu menn. Aristó- fanes skýrir þetta þannig að Seifur hafi i reiðikasti slegið Plútus, guð auðsins, biindu, og þvi sé það að hann rambi i óviti og geti ekki gætt þess að auður- inn lendi þar sem gott fólk er fyrir. Leikritið greinir siðan frá af- leiðingum þess að Plútus fær sjónina aftur og sýnir okkur röð skoplegra atvika sem afhjúpa græðgi, hégómaskap og svik- semi manneskjanna. Allt er þetta vist enn i fullu gildi meðal ...fjörleg og skemmtileg sýning og margir leikenda bregða upp skemmtilegum manngerðarlýsingum... okkar þar sem maðurinn hefur ekki tekið umtalsverðum sið- ferðilegum framförum siðast- liðin 2500 ár. Mér sýnist leikstjórn Geirs Rögnvaldssonar skynsamlega unnin. Hann nýtir leiksvæðiö i Breiðholtsskóla vel og smekk- lega, þannig að leikurinn er ekki staöbundinn heldur færist fram og aftur um þetta tiltöiulega rúma svæði og býður uppá sifellt ný sjónarhorn fyrir áhorf- endur. Hann leggur mikla áherslu á ýktar handahreyf- ingar og er það sjálfsagt skyn- samleg stefna, þó að hitt sé aftur annað mál að fæstir leikaranna ráða yfir þeirri tækni að geta gert slikar hreyf- ingar eðlilegar og óþvingaðar. Vankantar sýningarinnar liggja fyrst og fremst, að ég hygg, i reynsluskorti flestra leikendanna, sem veldur þvi að þá brestur tæknilegt öryggi til að færa til sigurs sýningu sem lögð er upp út frá þeim leikstil sem hér er beitt. Engu að siður er þetta íjörleg og skemmtileg sýning og margir leikenda bregða upp skemmtilegum manngerðarlýs- ingum,t.d. Sigrún Björnsdóttir i hlutverki aldraðrar ástkonu, Kristin S. Kristjánsdóttir sem sidrukkin eiginkona Krem- ylusar og Evert Ingólfsson sem guðinn Plútus. Þrátt fyrir vask- legaframgöngu fannst mér hins vegar skorta á að Eyvindur Erlendsson kæmi aðalpersón- unni, Kremylusi, til skila á full- nægjandi hátt. Umgerð sýningarinnar var þekkileg þegar á heildina er litið, leikrýmið haganlegt og búningar vel unnir. Hins vegar þótti mér siður vel heppnað að láta kórinn koma fram sem samlestur úr hátalara. Það verkaði hjákátlega og hefði átt að sleppa. Um þýðinguna er erfitt að segja margt án þekkingar á frumtexta en hún var viða veru- lega hnyttin, þó að hún hins vegar dytti niður i lágkúru á köflum. Sjálfsagt er að hvetja fólk að sjá þessa sýningu og veita þessu nýja leikhúsi stuðning. Á þetta ekki sist við ibúa Breiðholts, og þykir mér rétt að benda á að sýningin er einkar hentug fyrir eldri börn og unglinga. Sverrir llólmarsson Enn eitt námskeið í stillingu vatnshitakerfa Olíukostnaður eins skóla 50 miljónir Gkr. á sl. ári Einn skóli úti á landi fór á slð- asta ári með um 50 miljónir Gkr. i oliukostnað. En áætlað er af sér- fræðingum, að aðgerðir einsog að auka einangrun skólans og klæða hann utan, auk þess að iagfæra hitakerfið, setja sjálfvirka ofn- loka og stilla kerfið.muni kosta um 50—80 miljónir Gkróna. Að- gerðin mundi þannig vinnast upp á tveim til þrem árum i minni olíukaupum fyrir utan þægindi og velliðan. Til samanburðar má nefna, að allir ibúar Seltjarnarness, sem eru rúmlega 3000 manns, greiddu á árinu 1980 um 125 miljónir Gkróna til upphitunar húsa sinna og allra opinberra bygginga stað- arins. Þetta kom fram á einu nám- skeiðanna i stiilingu vatnshita- kerfa sem Byggingaþjónustan hefur haldið úti á landi að tií- hlutan Iðnaðarráðuneytisins, en alls hafa nú verið haldin sex slik námskeið, þrjú i Reykjavik og þrjú úti á landi, á Akureyri, Egilsstöðum og Isafirði. Þátttaka hefur verið mjög mikil, eða rúm- lega 200 manns, og hefur verið ákveðiðaðhalda að minnsta kosti eitt námskeið enn i Reykjavik dagana 14. og 15. febrúar n.k., sem er laugardagur og sunnu- dagur. Þessi námskeið eru liður i skipulögðum aðgerðum Iðnaðar- ráðuneytisins tii orkusparnaðar. Allir þátttakendur fá fræðslu og þjálfun i stillingu vatnshitakerfa. Þannig verður kostnaðurinn i lág- marki við verkið sjálft, ef að- gerða er þörf, og jafnframt eru fleiri til þess að leiðbeina fólki um, hvað það getur gert sjálft til þess að spara orkunotkun sina og annarra, eins og t.d. i opinberum byggingum o.þ.h.. Þátttakendur i námskeiðunum hafa verið pipulagningamenn, vélgæslumenn, húsverðir og starfsmenn hitaveitna. Leiðbein- endur á námskeiöunum voru Björn Marteinsson, verkfræð- ingur, Þórður Búason, verkfræð- ingur, Gisli Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri, Elvar Bjarnason, pipulagningameistari, og Sig- urður Grétar Guðmundsson, pipulagningameistari. Stjórnandi var Ólafur Jensson, fram- kvæmdastjóri. — vh Upplýsmgar um ísland í Vín Austurrisk-islenska félagið I Vínarborg opnaði nýlega upplýs- ingaherbergi um lsland þar i borg. Við opnunina flutti dr. Björn Sigurbjörnsson erindi um landgræðsluna á Islandi og sýndi myndir. Frú dr. Cornelia Schubrig, ekkja fyrrv. aðalræðismanns ís- lands i Austurriki,gaf allar inn- réttingar i herbergið sem hr. Helmut Neumann veitir afnot af i tónlistarskóla sinum, Franz Schubert Konservatorium. Um 50 manns voru við opnun- ina. Ætlunin er að safna til þess- arar upplýsingamiðstöðvar bók- um og öðrum hlutum frá tslandi, myndum og blöðum. Heimilis- fangið er 1020 Wien, Karmeliter- platz 1/2 og verður opið á fimmtu- dögum kl. 17—19.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.