Þjóðviljinn - 29.01.1981, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 29.01.1981, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 29. janúar 1981ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 Vinstrimenn í Verkamannaflokknum breska: Sósíaldemókratar Evrópu sviku sósíalismann eins og sunnudagsprédikun sem ekki gildir á virkum dögum. Öðruvisi flokkur segir Tony Benn, fyrrum iðnaðarráðherra og tækniráðherra Hægri sveiflan er tengd þvi að evrópskir sósialdemókratáflokkar sviku sósiálismann.segir Tony Benn, fyrrum ráð- herra i stjórn breska Verkamannaflokksins og einn af foringjum vinstrisinna i flokknum, sem nú hafa þjarmað svo að helstu hægri- sinnum þess flokks að þeir gera sig liklega til að yfirgefa hann. í viðtali þvi sem danska blaðið Information átti við Benn fyrir skemmstu segir hann m.a.t Stóðum okkur illa Við svikum sósialismann fyrir nokkrum árum. Þá var full at- vinna og nokkur velmegun og við fórum að tala um það, að sósial- isminn væri úreltur. En nú verðum við að viðurkenna að vegna þess hve illa við stóðum okkur i þvi að verja þá sigra sem unnist höfðu þá þá hafa óvinirnir unnið af okkur land: monetar- istar (nýfrjálshyggjumenn), hernaðarsinnar og fjölþjóðafyrir- tæki. Við vörðum ekki málstað okkar eins og okkur bar skylda til. Ekki bölsýnn Nú sjáum við endurnýjunar- hreyfingu i Verkamanna- flokknum. Hún setur traust sitt á rótækari skilgreiningu á sam- félaginu og meira lýðræði innan flokksins. Ég var vitanlega feginn þvi, sagði Antony Benn ennfremur, að Michael Foot var kosinn for- maður flokksins i fyrrahaust. En einstaklingar fá ekki miklu ráðið. Eina leiðin til að breyta sam- félaginu er að hafa meirihluta fólksinsá bak við sig. Aður en það gerist skiptir það ekki höfuðmáli hver fer með stjórnartauma — þótt að vissulega megi ýmislegar umbætur framkvæma i stjórnar- stólum. — En getur róttækari Verka- mannaflokkur sett einskonar sósialisma á dagskrá nú? — Ég tel að blanda af atvinnu- leysi sem skelfir fólk og skapar forsendur fyrir hægrisveiflu sem og tækniþjóðfélagið, sem eykur á miðstýringu, hljóti að valda okkur áhyggjum af þróun i átt til fasisma. Hitler kom til valda á miklum atvinnuleysistimum. En ég er á hinn bóginn ekki böl- sýnismaður. Þróuniner ekki öll á einn veg. Aukin menntun hefur haft djúptæk áhrif á heila kynslóð manna, sem bera skyn á það hvað um er að tefla i raun og veru. Þetta er nýtt. Verkalýðsfélögin eru sterkari en áður. Við skulum muna að hægrisveiflan opinbera fer saman við sidýpkandi sósi- aliska úttekt á samfélaginu sem á sér stað i verkalýðsfélögum og Verkamannaflokknum. 1 þessu sambandi nefndi Benn Tony Benn: fólk hafði atvinnu, bjó við nokkra veimegun og þá sögðu menn: nú höfum við ekkert lengur við sósialisma að gera.... það sér til hugarléttis að hann hefði i langan tima ekki séð aðra eins mótmælafundi gegn atvinnu- leysi og nú: 150 þúsundir mættu i Liverpool og 100 þúsundir i Lond- on. Lýðræðið Tony Benn sagði ennfremur að hann hefði verið ráðherra i stjórn Wilsons og væri þvi meðsekur i undanhaldi sósialdemókrata. En þar lærði ég, sagði hann, að ekkert getur komið i staðinn fyrir lýðræðislega skilgreiningu sam- félagsins. Þvi, sagði hann, ef að menn hafa orðið sér úti um raun- verulegt lýðræði, þá mun fólkið kjósa að skapa meiri jöfnuð. Þess vegna er orustan núna lýðræðis- barátta. Þeir sem ráðið hafa ferð- inni geta með ýmsum hætti haft sambýli við málfar sósialismans — meðan það er ekki tengt lýð- ræðislegum grundvallarvið- horfum. En lýðræðið ógnar vald- höfunum vegna þess að það er hættulegt vaídi þeirra — meðan sósialiskar ræður geta verið þeim Hér er Tony Benn bersýnilega að tala um átökin i Verkamanna- flokknum sjálfum þvi hann heldur áfram á þessa leið: Þess vegna er baráttan fyrir lýðræðislegum sósialisma orðin mikið alvörumál i Verkamanna- flokknum. Við viljum annars- konar flokk, sem meðlimirnir geta betur treyst. Og það hræðir þá innan flokksins sem lita á sig sem úrvalssveit einhverskonar. Tony Benn sagði ennfremur i viðtali þessu, að þróunin i Verka- mannaflokknum fjarlægði hann öðrum sósialdemókrataflokkum. Hann taldi að i sinum flokki væru t.d. allmiklu róttækari hug- myndir um atvinnulýðræði en i Vestur-Þýskalandi. Þó hefði Verkamannaflokkurinn brugðist á stjórnartið sinni þeim sem reyndu i alvöru að fitja upp á nýjum framleiðsluháttum, þar sem verkamennirnir sjálfir hefðu frumkvæði um skipulag starfsins. Tækni og pólitik Antony Benn var iðnaðar- og tæknimálaráðherra i stjórnum flokks sins og var spurður að þeirri örtölvubyltingu sem getur bæði aukið atvinnuleysi og dreift ákvörðunarvaldi i samfélaginu. Um pólitiskar hliðar þeirra mála sagði Tony Benn: örtölvubyltingin er spurning um pólitik. Ef að þeir menn, sem nú þegar hafa völdin i iðnaðinum, munu stjórna henni þá verður hún notuð til að hrekja verkamenn úr störfum sinum og gera gróðann sem mestan. örtölvan gerir þvi sósialiskan kost enn brýnni en áður i lýðræðislegu vali. Hún ber upp málstað sósialismans með nýjum hætti. Tæknileg vandamál eru oft mjög flókin en ef að við skoðum þau sem pólitisk mál þá eru þau næsta einföld. Hver á að ráða ákvörðunum? 1 hvers hag á að.framleiða? —áb endursagði. Fjórmenningarnir sem vöktu mikla athygli á sér á aukaþingi Verkamannaflokksins breska um helgina fyrir að lýsa yfir stofnun Sósialdemókrataráðs hafa eilefu þingmanna liðveislu og er ekki búist viö aö fleiri menn úr þingliöinu sláist i hóp þeirra i bráð. Þeir munu ekki fara úr flokknum i bráð, en þvi er likt viðkraftaverk ef þeir fást til að vera i flokknum til lengdar, og getur upphlaup þeirra haft mjög viðtækar afleiðingar. össur Skarphéðinsson, frétta- ritari blaðsins i Bretlandi hringdi þessar fregnir til okkar. Hann bætti þvi við að verkalýðs- foringjar ýmsir, sem óttast nýja flokkstofnun ætli að reyna að sefa f jórmenningana, þau Michael Foot og Margaret Thatcher: þau endurspegla þreytu meö þaö miöjudekur sem hefur viöhaldiö tveggja flokka kerfi. Er tveggja flokka kerfið að hrynja í Bretlandi? Nýr miðjuflokkur sýnist eiga mikla möguleika | Shirley Williams, William ■ Rodgers, Roy Jenkins og David ■ Owen, með þvi að fá þvi fram- \ gengt á enn einu aukaþingi Iflokksins i haust að hætt verði við þá nýju aðferð við að velja ? flokksformann sem samþykkt | var nú um helgina. En með ■ henni voru veruleg völd tekin úr I höndum þingflokksins, sem J jafnan hefur verið helsta at- ■ hvarf hægrisinna i flokknum. Thomas Ellis heitir þing- ■ maður úr þeim hópi sem kall- Iaður hefur verið „skitna tylft- in”. Hann hefur nýlega skýrt frá g þvi i blaðagrein, að úthlaups- menn úr Verkamannaflokknum gætu vel hugsab sér að stilla upp i 30—40 kjördæmum og væri þar með byrjað á þvi að brjóta niður tveggja flokka kerfið. Málamiðlunar-heföin. Það er einmitt þetta sem nú siðast var á minnst sem hefur verið mjög til umræða I Bret- landi að undanförnu: framtið tveggja flokka kerfisins. Um það fjallar m.a. Peter Jenkins i grein sem birtist I Guardian 7. desember. Hann segir á þá leið, að eitt af þvi sem viðhélt tveggja flokka kerfi i Bretlandi var ákveðin frjálslyndisleg málamiðlunar- hefð, sem setti svip sinn á báða stóru flokkana. Frjálslyndi flokkurinn þokaðist smám saman út af sviðinu, en ákveðin frjálslyndishefð kom sér þægi- lega fyrir bæði i Ihaldsflokknum og i endurskoðunarstefnu Verkamannaflokksins undir stjórn Harolds Wilsons, sem veitti þeim flokki m.a. aðgang að verulegum hluta mennta- manna. Þessi málamiölunarhefö (sem þokar báðum flokkum inn að miðju og gerir þá hvorn öðr- um likan um margt) hefur verið á undanhaldi, segir Peter Jenk- ins. Greinileg breyting varð um 1970 þegar Heath tók umtals- vert skref til hægri með flokk sinn, og ýtti þá um leið undir vissa vinstriþróun i Verka- mannaflokknum. Þessi þróun til tveggja póla heldur svo áfram I vali Margaret Thatcher sem leiðtoga Ihaldsflokksins. Það val telur Jenkins m.a. endur- spegla vinstriþróun i Verka- mannaflokknum og svo sé val Verkamannaflokksins á Michael Foot sem foringja i fyrrahaust með nokkrum hætti endurspeglun á hægriþróun ihaldsins. Þreyta. Þessi þróun, segir Peter Jenkins, sýnir að flokkarnir sjálfir eru of sundraðir inn- byrðis til að geta viðhaldið málamiðlunarhefðinni — eða þá að þeir hafa misst þolinmæðina vegna itrekaðra vonbrigða með frammistöðu flokkanna i efna- hagsmálum. Frú Thatcher og Michael Foot, segir Jenkins, eru full- trúar kjósenda sem hafal ákveðnari___hugmyndir um — flokka sina en miðjumenn — og um leið þrengja þessir kjóS" endur flokkana „niður i Thatcherisma og sósialisma”. Jenkins minnir á, að i báðum flokkum séu sterk öfl sem vilji tosa þeim inn á miðju aftur, en það sé alls ekki vist að það ger- ■ ist. Nýjustu fregnir sýnast ein- 5 mitt benda til þess, að ókyrrðin | á hægra armi Verkamanna- ■ flokksins leiði til, að til verði | nýr miðjuflokkur, sem m sósialdemókratar og Frjáls- ■ lyndi flokkurinn mættust i fóst- ■ bræðralagi. Skoðanakannanir “ sem birtar voru i gær benda til þess að slik blökk gæti náð undir sig rösklega þriðjungi atkvæða á Bretlandi ef kosið væri nú. — áb. j i i ■ i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.