Þjóðviljinn - 29.01.1981, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 29.01.1981, Blaðsíða 1
V-Þjóöverjar fá að veiða við Grœnland — segir Sigfús Schopka Fokker-vél Landhelgisgæslunnar (Ljósm. — gel —) Eftir að önnur Fokker- vél Landhelgisgæslunn- ar var seld i haust er leið, standa mál þannig hjá gæslunni að hún hef- ur yfir að ráða tveimur flugvélum, þyrlu og Fokker. Sem stendur eru báðar þessar vélar i skoðun og Landhelgis- gæslan þvi flugvélalaus. Þyrlan er i svo nefndri 100 tima skoðun, en Fokkerinn í 4ra ára skoðun sem tekur minnsta kosti hálfan I skoöun, sem mun taka um hálfan mánuö. Myndin var tekin 1 gær. framhaldi af þvi, aö hin Fokker- vélin var seld i haust. Og hann benti á að vissulega gæti þetta ástand skapast aftur. Þá benti Siguröur á aö ef leigja þyrfti Fokker-vél meöan þetta ástand varir, myndi það kosta um það bil eina milljón gkr. á klukkustund. — Og fyrst við höfum ekki auraráð til að halda gömlu Fokker-vélinni og fengum ekki einu sinni söluandviröi hennar, heldur rikissjóður, þá fæ ég ekki séð að við höfum efni á að leigja vél, sagði Sigurður. Hér er um mjög alvarlegt mál að ræða, þar sem að flugvélarnar hafa tekið við hlutverki skipanna hvað landhelgisgæslu varðar eftir að landhelgin var færð út i 200 sjómílur. — S.dór V-Þjóöverjar fengu þvi fram- gengt á fundi sjá varútvegs- ráöherra EBE aö togarafloti þeirra fái aö veiöa þorsk aö vild innan landhelgi Græniands. Uröu miklar deiiur á milli þýska og danska sjávarútvegsráöherrans út af þessu máli; gaf. sá danski eftir , en áður haföi þýski ráðherrann látiö orö um þaö falla hvort bandalagið hagnaöist á þvi aö hafa I)ani innan þess. Þjóöviljinn snéri sér i gær til Sigfúsar Schopka og spurði hann hvort þessar veiðar V-Þjóðverja myndu hafa einhver áhrif á islenska þorskstofninn, hvort samband væri á milli islenska og grænlenska þorskstofnsins. Sigfús sagði svo vera og sagðist hann telja að veiðar Þjóðverja gætu haft áhrif á vertiöarafla hér viö land. Sagði hann að þorskur af Grænlandsmiðum kæmi uppað Islandsströndum til að hrygna og stundum hefði mjög mikið magn komið hingað. Það er eins hald sumra manna, að þessi Græn- lands-þorskur, eins og hann er oftast nefndur af sjómönnum, þar sem hann er styttri en Sigfús Schopka: (Jttekt á ástandi Grænlandsstofnsins i mars. Islandsþorskurinn, heföi klakist út við tslandsstrendur, en hrakist fyrir straumum til Grænlands og vaxið þar upp. Kæmi hann siðan hingað til lands þegar hann væri orðinn kynþroska, rétt eins og laxinn. Astæðan fyrir þvi að hann er styttri en tslandsþorskurinn er sú að hann elst upp i mun kaldari sjó og vex þvi ekki eins hratt. Þá sagði Sigfús að i mars nk. yrði haldinn fundur i Alþjóðlegu hafrannsóknarnefndinni, þar sem hann er nú formaður, þar sem fram á að fara úttekt á ástandi þorskstofnsins við Grænland. Verður sú úttekt m.a. eftir merk- ingum, sem framkvæmdar voru við Grænland árin 1971 til 1976 og svo aftur 1980. _ S.dór. Stefnubreyting samþykkt í verðlagsráði í gær Mun harðari afstaða Nokkrar hækkunarbeiðnir frá því fyrir áramót afgreiddar í gær tíðaraflann UÚÐVIUINN Fimmtudagur 29. jan. 1981 —23. tbl. 46. árg. Getur haft áhrif á ver- mánuð. — Þetta er vissulega mjög bagalegt, sagði Guömundur Kjærnested, skipherra hjá Land- helgisgæslunni er Þjóöviljinn ræddi við hann I gær. Guðmundur sagði að ef brýna nauðsyn bæri til, gæti gæslan fengið vél á leigu, en ekki til gæslustarfa, þar sem engin vél hér á landi hefur útbúnaö sem þarf til sliks flugs nema Fokker gæslunnar. Siguröur Arnason yfirmaður flugdeildar Landhelgisgæslunnar sagði að þetta væri ljótt til afspurnar, en væri þó i beinu Verðlagsráð samþykkti á fundi sínum i gær með sjö atkvæðum gegn tveim- ur að //fresta um sinn umfjöllun hækkunar- beiðna, annarra en þeirra sem byggja á verulegri hækkun helstu kostnaðar- liða". Samþykkt þessi er gerð að tilmælum viðskiptaráðherra og felur i sér stefnubreytingu að sögn Georgs ólafssonar verðlagsst jóra og mun harðari afstöðu verðlags- ráðs og Verðlagsstofnunar á næstunni varðandi verðhækkanir. Fulltrúar Vinnuveitendasambands- ins og Verslunarráðs greiddu atkvæði gegn sam- þykktinni i verðlagsráði. Viðskiptaráðherra sendi verölagsráði bréf i gær, þar sem visað er til ákvörðunar i bráða- birgðalögunum frá áramótum um veröstöðvun frá 1. janúar til 1. mai. Er þeim tilmælum beint til verölagsráðs og Verðlagsstofn- unar i bréfinu að fylgt verði „mjög strangri stefnu i þessum málum og mun strangari en að undanförnu. Almennri verðstöðvun verði fylgt sem meginreglu og hækkanir aðeins. leyfðar i undantekningartilfellum fram til 1. mai.” Verðlagsráð samþykkti fyrir sitt leyti og visaði til rikis- stjórnarinnar eftirtaldar hækkanir: Hækkun á brauði um 4.6% til 8.7% frá þvi verði sem er i dag, smjörliki um 6.7% og jurta- smjörliki um 12.8%, hækkun á kóla-gosdrykkjum um 8%, aðgöngumiðum kvikmyndahúsa um 1.50 kr. miðinn og fargjald sérleyfishafa og Landleiða um 11%. Þá samþykkti verðlagsráð hækkun um 5% vegna innan- landsflugs Ft, en þar var farið fram á 8% hækkun. Þessar hækkunarbeiönir bárust verðlagsráöi allar fyrir áramót og i öllum tilfellum mælti ráðið meö minni hækkun en farið var fram á. Þau mál sem verölagsráð afgreiddi i gær verða nú send rikisstjórninni til umfjöllunar- ekh Finn Lynge um afstöðu Efnahagsbandalagsins Grænland er ekkí tíl í augum þess Vestur-Þjóðverjar tóku einhliða ákvörðun um veiðar við Austur- Grænland og Efnahagsbandalagið telur hana ekki stangast á við reglur þess. „Grænland er ekki til i augum framkvæmdanefndar Efnahags- bandalags Evrópu. Danmörk er það hinsvegar og Grænland er aðeins hluti af Danmörku.” Þannig lýsir Finn Lynge, sem er m.a. fulltrúi Grænlands á þingi Efnahagsbandalagsins, afstööu þess til Grænlendinga. Sú krafa Vestur-Þjóðverja sem nú hefur veriö samþykkt af fisk- veiðiráðherrum Efnahagsbanda- lagsins að 11 togarar þeirra fái heimild til þorskveiða viö Austur- Grænland er hnefahögg i andlit Grænlendinga. Landsstjórnar- mennirnir Lars Emil Johansen og Jonathan Mozfeldt voru viöstadd- ir viöræðurnar um fiskveiðistefnu Efnahagsbandalagsins i BrDssel, en sjónarmiö Grænlendinga máttusin litils i dönsku nefndinni. Krafa Vestur-Þjóðverja bygg- ist á þvi að þeir hefðu ekki hag- nýtt sér fiskveiðiréttindi sin viö Vestur-Grænland til fullnustu og vildu þvi flytja þau yfir til Austur- Grænlands. Grænlendingar óttast hinsvegar að komist Vestur- Þjóðverjar upp með þetta sé skapaö hættulegt fordæmi, auk þess sem Efnahagsbandalagið fari meö þessu út fyrir sitt verk- svið. Finn Lynge segir i viðtali við Information aö ákvöröun Efna- hagsbandalagsins sé enn eitt dæmið um að lönd sem byggi afkomu sina eingöngu á fisk- veiðum séu illa sett i Efnahags- bandalaginu. Einhliða ákvörðun- arréttur bandalagsins um aðgang að farvötnunum við Grænland geti aðeins gert Grænlendinga andsnúna aðild að Efnahags- bandalaginu. „Viðverðum aö hafa þaö I huga að fiskveiðar Vestur-Þjóöverja nema aðeins um einu prósenti af þeirra þjóöarframleiðslu. Og viö skulum einnig hafa þaö i huga að þær fiskveiðiþjóöir sem ná mest- um árangri i fiskveiðisamningum við Efnahagsbandalagiö eru Norömenn og Kanadamenn, sem hafa umráöarétt yfir sinu eigin lands- og hafsvæði.” Þá getur Finn Lynge þess einnig að mörgum Grænlending- um hefði fundist þaö sem högg I andlitið þegar Eystri-landsyfir- réttur I Danmörku ákvað að milda dóma yfir tveimur vestur- þýskum togurum, sem staðnir voru að ólöglegum veiðum viö Grænland I haust. Fiskveiöihagsmunum Græn- lendinga og Dana lýstur sam- an innan Efnahagsbandalags- ins vegna þess að litiö er á fisk- veiðar Grænlendinga og Dana sem eina heild. „Þegar Efna- hagsbandalagið hækkar græn- lensku veiðikvótana er gerður til- svarandi niðurskurður á veiðiheimildum Dana i Noröursjó. Viðbrögöin eru þau að talsmenn danskra útgeröar- manna gera harðar árásir á grænlenska sjómenn — en af hverjueigum viðþá aðlifa ef ekki Framhald á bls. 12

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.