Þjóðviljinn - 29.01.1981, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 29.01.1981, Blaðsíða 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Finiuntudagur 29. janúar 1981 Þegar heilsugæslustööin við Borgarspitalann hóf starfsemi sina á dögunum, varð nokkur meiningarmunur milli lækna annars vegar og bæjaryfirvalda hins vegar um það, með hvaða hætti skyldi skrá samlagsmenn að stöðinni. Þar lögðu læknar þeir, sem tjáðu sig um málið, áherslu á, að fólk ætti rétt á að hafa frjálst val um heimilis- lækna. Þetta hefur oft heyrst áður, og allir eru sammála um, að það sé æskilegt. Þetta frjálsa val hlýtur þó alltaf að eiga sin takmörk, af ýmsum ástæðum. T.d. munu fæstir utan höfuð- borgarsvæðisins eiga um marga kosti að velja i þessum efnum, og heldur mun valið hafa veriö fáskrúðugt i Reykjavik og ná- grenni undanfarin ár, þegar tugir þúsunda ibúanna hafa verið heimilislæknislausir. 1 þessum umræðu, sem reyndar voru ekki ýkja miklar að vöxtum, gleymdist að geta þess, að hér var ekki bara um að ræða val milli lækna, heldur kannske miklu fremur val milli þjónustu- kerfa. Stofnsetning heilsugæslu- stöðvanna þýðir afnám gamla heimilislæknakerfisins, hins svo- nefnda númerakerfis, sem er komið i ógöngur og er ein megin- orsök þess, að heimilislækningar á höfðuborgarsvæöinu eru komnar i niðurníðslu. Þetta kerfi hefur gert nýliðum i heimilis- lækningum óframkvæmanlega. 1 stað þessa gamla kerfis skal samkvæmt lögum koma kerfi heilsugæslustöðva, þar sem læknar og aðrar heilbrigðisstéttir annast i sameiningu heilsugæslu ibúanna,þ.e. alla heilbrigðisþjón- ustu utan sjúkrahúsa. Það, sem fólk er þvi fyrst og fremst að velja um, er þjónustu- form.þ.e. hvort það vill áfram gamla númerakerfið eða hvort það vill taka upp hið nýja form heilsugæslustöðvanna. En til þess að geta valið milli tveggja valkosta þarf viðkomandi að kunna nokkur skil á báðum valkostunum. Það mun hins vegar skorta mikið á, að almenn- ingi hafi verið kynnt nægilega, um hvað er að velja. Það er vissu- lega hægt að álasa læknum fyrir það, að hafa ekki unnið meira að þvi að kynna þessi mál. Breyting sú sem hér á sér stað var lögfest fyrir sjö árum, svo að hér hefur verið nógur timi. En læknar eiga hér ekki einir sök. Heilbrigðis- þjónustan er ekki sérmál lækna eða annarra heilbrigðisstétta. Heilbrigðismálin eru fyrst og fremst mál fólksins, hins al- menna borgara. Þarna er um að ræða þjónustu, sem þjóðfélagið kemur sér upp i þeirri von, að meö þvi sé verið að stuðla að heil- brigði og velferð þegnanna. Það ætti þvi að teljast skylda þeirra heilbrigðisyfirvalda, sem gangast fyrir breytingum af þessu tagi, að kynna þær almenn- ingi, svo að ljóst sé, i hverju breytingin er fólgin og á hvern hátt hún horfir til bóta. Ég hef grun um, að þessi skortur á kynn- Guðmundur H. Þórðarson skrifar um heilsugœslu- stöðvar: Val milli nýs A þeim heilsugæslustöðvum sem stofnaðar hafa verið hefur þaö verið nokkuð föst regla að hver læknir annist einungis 1500 manns. Myndin er úr Heilsugæslustöðinni I Borgarspitalanum. og gamals kerfis ingu sé að einhverju leyti að kenna hinni alkunnu feimni við læknastettina, sem mætti gjarnan hverfa. Umræður um heilbrigðis- mál eiga aö vera opinskáar. Undirritaður leyfir sér hér með sem einn úr hópi heilbrigöis- starfsmanna að benda þeim, sem standa frammi fyrir vali milli hins nýja og gamla kerfis, á nokkur atriði, sem vert er að ihuga. Það skal þó tekið fram, að það, sem hér er sagt, er min per- sónulega skoðun, en ekki talað fyrir munn neinna samtaka eða félaga. Það mun vera ætlunin með til- komu heilsugæslustöðva i Reykjavik og nokkrum öðrum fjölmennum þéttbýlisstöðvum að skipta byggðinni i hverfi, sem hvert um sig hafi sina heilsu- gæslustöð. Þetta er gert til að fjarlægðin milli heimilislæknisins og þeirra, sem hann á að þjóna sé Lífeyrissjóður Fél. garðyrkjumanna Akveðið hefur verið að veita lán úr sjóðn- um til sjóðsfélaga. Umsóknir berist fyrir 15. febr. 1981. Umsóknar eyðublöð eru af- henthjá Guðm. V. Ingvarssyni, Heiðmörk 1, Hveragerði, simi 99-4277, og á skrifstofu Fél. garðyrkjumanna, óðinsgötu 7, á fimmtudögum kl. 15—17. Stjórn Lifeyrissjóðs Fél. garðyrkjumanna. UTBOÐ Tilboð óskast í loftstreng fyrir Rafmagns- veitu Reykjavíkur. Otboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri Frí- kirkjuvegi 3 Reykjavík. Tilboðin verða opnuð á sama stað mánudaginn 2. mars n.k. kl. 14.00 INNKAUPASTOFNUN REYK3AVIKURBORGAR Fnkifkjuvegi 3 — Sími 25800 sem minnst eða m.a.ö. að færa þjónustuna nær fólkinu i bókstaf- j legum skilningi. Maður heyrir þá röksemd, að fjarlægðir skipti ekki miklu máli á þessu svæði, þar séu allar götur svo greiðar. Þetta er rangt. Það skiptir vissulega máli, hvort fólk þarf að taka leigubií eða fara langar leiðir i strætis- vagni, jafnvel fleiri en einum, þegar það þarf að fara til læknis. Ég tala nú ekki um, ef það þarf að fara gegn um 3—4 hreppa, eins og sums staðar viðgengst á höfuð- borgarsvæðinu. Nálægð heimilis- læknis auðveldar fólki að leita til hans. Númerakerfið hefur hingaö til gert ráð fyrir að sami læknir geti annast fólk hvar sem er á svæðinu. Það er m.a. þessi dreifða búseta skjólstæðinga hvers læknis, sem hefur leitt til þess, að vitjunum i heimahús hefur fækkað. Vegna fjarlægð- anna hafa þær reynst of tima- frekar. A þeim heilsugæslustöðvum, sem stofnaðar hafa verið til þessa á höfuðborgarsvæöinu, hefur það verið nokkuð föst regla, að hver læknir annaðist einungis 1500 manns. Samkvæmt gamla kerf- inu hefur það hins vegar verið ai- gengt, að hver læknir annist amk. helmingi fleiri og jafnvel á fjórða þúsund manns. Það segir sig sjálft, að þvi fleira fólk, sem heimilislæknirinn tekur að sér, þvi minni verður þjónustan við hvern og einn að öðru jöfnu, og þetta er viðurkennt I raun I hinu nýja kerfi með þvi að takmarka fjöldann við það, sem talið er við- ráðanlegt fyrr einn mann. Margir þekkja, hve það getur verið erfitt, erilsamt og kostn- aðarsamt aö eltast við hinar ýmsu stofnanir og sérgreinar heilbrigðiskerfisins. Þar þarf að panta tima, sem ekki eru til fyrr en eftir margar vikur eða mánuði, sitja á biðstofum, fara hingað og þangað. Fyrir utan kostnaðinn, sem i þetta fer, er þetta stffasta erfiði og ekki nema fyrir hraustasta fólk. Það liggur hins vegar i eðli málsins, að þeir, sem ganga þessi svipugöng, eru ekki þeir hraustustu. Til að bæta úr þessu er stefnt að þvi, að sem mest af heilbrigðisþjónustu utan sjúkrahúsa verði afgreitt inni á heilsugæslustöðvunum ýmist af heilsugæslulæknunum sjálfum eða hugsanlega sérfræðingum, sem ráðnir væru til stöðvanna, og ynnu þar i nánum tengslum við heilsugæslulækna. Þannig ætti að vera hægt að fá á einum stað þá þjónustu, sem sjúklingurinn yrði annars að eltast við á mörgum stöðum með ærinni aukafyrirhöfn og kostnaði. Ég hygg, að þetta sé það atriði, sem fólk muni finna hvað gleggst fyrir, þegar heilsu- gæslustöðvarnar verða komnar i það horf, sem þeim er ætlað. 1 þvi sambandi er rétt að gera sér grein fyrir þvi, að almennir læknar geta annast mun fleiri atriði læknisþjónustunnar en þeir gera nú, ef þeir hafa til þess tima og aðstöðu. Þar sem heilsugæslustöðvar hafa verið stofnaöar i Reykjavik og nágrenni, hefur fólk getað náð simasambandi við stööina allan daginn eða til kl. 5 siðdegis. Ef um alvarleg bráöatilfelli er að ræða, hefur reynst unnt að ná tali af viðkomandi lækni eða öðrum lækni, sem gegnir fyrir hann, á meðan simi er opinn. Þá er það markmið heilsugæslulækna að hafa vakt á kvöldin fyrir skjól- stæðinga stöðvarinnar, svo að þeir þurfi ekki að leita til bæjar- vaktarinnar, sem hefur satt að segja verið illa i stakk búin til að gegna hlutverki sínu. Þegar þessi tiltölulega sam- fellda viðvera er borin saman við hina stuttu og oft stopulu viðtals- tima, sem hingað til hafa tiðkast i heimilislækningum, er augljóst að þar er um að ræða jákvæða breytingu. Loks má benda á, að með til- komu heilsugæslustöðva skapast möguleikar á, að samhæfa vinnu heimilislækna og annarra heil- brigðisstétta s.s. hjúkrunarstétt- anna bæði á stöðinni og i heima- hjúkrun, félagsráðgjöf og fleiru, en slikt samstarf er óhugsandi á meðan númerakerfið er við lýði. Slikt samstarf er höfuðnauðsyn og vantar mjög tilfinnanlega við núverandi aðstæður. Hér hefur verið stiklað á stóru og fátt eitt nefnt af þvi, sem vert er aö hugleiða i sambandi við breytingu þá á heimilislækning- um, sem hér hefur verið gerð að umræðuefni. Þessi mál þurfa mikla umræðu og umfjöllun á al- mennum vettvangi. Þessum punktum er hér varpað til að reyna að vekja umræðu, fyrst og fremst meðal neytendanna. Neyt- andi heilbrigðisþjónustunnar hefur verið allt of þögull, allt of nægjusamur og ógagnrýninn á kerfið. FÉLAGSMÁLASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Félagsstarf eldrí borgara Reykjavik Þátttakendur i félagsstarfinu að Norður- brún 1, Furðugerði 1 og Lönguhlið 3 at- hugið: Félagsstarfið hefir aukist og þess vegna eru breytingar á dagskrám. Vinsamlegast kynnið ykkur nýjar dag - skrár sem fást á fyrrnefndum stöðum og hjá Félagsmálastofnuninni að Vonar- stræti 4. Félagsmálastofnun Reykjavikurborgar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.