Þjóðviljinn - 30.01.1981, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 30.01.1981, Blaðsíða 1
Magnesiumframleiðsla hér? þJOBVIUINN Föstudagur 30. jan. 1981 —24. tbl. 46. árg. Höfum allt sem til þarf segir Iðntœknistofnun Stjórnarandstaöa Alþýðuflokksins: Nýturfylgis 5,7% kjósenda Alþýðuflokksmenn eru mjög klofnir i afstöðu sinni til rikis- stjórnarinnar á sama hátt og Sjálfstæðismenn að þvi er fram kemur i könnun Dagblaðsins. Um 40% Alþýðuflokksmanna eru fyigjandi stjórninni, en um 49% Sjálfstæðismanna, og tala óákveðinna i stuðningsliði þess- ara flokka er næstum hin sama, eða 14.3% og 14.8%. Með þvi að gera ráð fyrir að óákveðnir Al- þýðufiokksmenn gætu að fjórum tiundu hlutum haliast frekar á sveif með stjórninni en stjórnar- andstöðu flokksins má finna út að stjórnarandstöðu Alþýðuflokks- ins fylgja nú aðeins 5.7% kjós- enda, ef taka ætti könnun Dag- blaðsins bókstaflega. Endanlegir útreikningar á flokkakönnun Dagblaðsins sýna þessa afstöðu til rikisstjórnarinn- ar meðal fylgjenda flokkanna: Alþýðuflokksmenn: Fylgjandi stjórninni 14 eða 40%, andvigir 16 eða 45.7% og óákveðnir 5 eða 14.3%. Sjáifstæðismenn: Fylgjandi stjórninni 73 eða 49%, andvigir 54 eða 36.2% og óákveðnir 22 eða 14.8%. Framsóknarmenn: Fylgjandi stjórninni 71 eða 91%, andvigir 4 eða 5,1% og óákveðnir 3 eða 3.8%. Aiþýðubandalagsmenn: Fylgjandi stjórninni 55 eða 91.7%, andvigir 1 eða 1.7% og óákveðnir 4 eða 6.7%. Verulegur hluti aðspuröra I könnun Dagblaðsins, eða um 30%, töldu sig ekki standa næst neinum stjórnmálaflokki. Þeir skiptust þannig eftir afstöðu til stjórnar- innar. Óákveðnir: Fylgjandi stjórninni 151 eða 55.3%, andvígir 50 eða 18.3% og óákveðnir 72 eða 26.4%. Fimm sem bókfærðir voru undir „aðrir” i flokkakönnun Dagblaðsins studdu allir rikis- stjórnina. — ekh í nýjasta fréttabréfi lön- tæknistof nunar Islands segir m.a. að framleiðsla á magnesíum sé álitlegur kostur fyrir okkur islend- inga i iönvæðingu. Segir í bréfinu að enda þótt „for- senduathugun" sé ekki al- veg lokið sé ástæða til bjartsýni. Þessi könnun er gerð fyrir iðnaðarráðuneytið. Segir i bréfinu að það sem geri magnesiumframleiðslu svo áhugaverða fyrir tslendinga sé fyrst og fremst það að til hennar þurfi mikla hita-og raforku og öll efni til hennar sé hægt aö fá hér innanlands. Magnesium er léttasti smiöamálmur sem til er, 65% af eðlisþyngd áls og þvi er spáð að notkun hans muni aukast mjög mikiö á komandi árum. Siðan segir: „Virðistnú örla á tækifæri fyrir tslendinga að gerast iönaðarþjóð með stóriðnað byggðan á sérstök- um innlendum aðstæðum og land- kostum”. — S.dór. Isbjörninn 1 Reykjavík hefur út- flutning á fiski í neytendaumbúðum Frystihúsið tsbjörninn i Reykjavik hefur nú um liðlega tveggja mánaða skeið tekið upp nýjar verkunar. og pökkunar- aðferðir á frystum fiski, sem seldur er til Bretiands i neytenda- umbúðum. Að sögn Vilhjálms Ingvars- sonar framkvæmdasjóra og Bjarna Kjartanssonar verk- stjóra, er hér um að ræða heilfrystan þorsk, sem er siðan sagaður niður i þunnar sneiðar, einskonar kótilettur sem pakkað er i 800 gramma poka. I annan stað eru ufsablokkir sagaðar niöur i hæfileg stykki, sem eru tilbúin á pönnuna eða i pottinn og pakkað i um 500 gramma poka. 1 þriöja lagi er hér um að ræða lausfryst eða sérfryst sporðstykki af þorski. Þessi framleiösla er flutt beint til Bejam-verslunarkeðjunnar i Bretlandi, sem ýmist selur fisk- inn i búðum sinum eða ber fram i eigin veitingahúsum. Hér er um nýjung að ræða hjá Isbirninum. Þessar verkunar- aðferðir eru þó þekktar erlendis. Að sögn Vilhjálms Ingvarssonar hafa frystihúsin fiutt út frystan roðfisk i stórum stil, en nú er Is- björninn að reyna að færa þessa atvinnustarfsemi inn i landið, og selja fiskinn sem fullunna vöru i neytendaumbúðum. Nú er flutt út milli 70—90 tonn á mánuði og 10—16 manns vinna reglulega viö sögun og pakkningu. Við teljum að verðið á þessari framleiðslu sé mjög gott, þannig að hér fer saman meira verðmæti fyrir fisk- inn og ný atvinnutækifæri fyrir fólkið, sagði Vilhjálmur að lok- um. — Bó. ! Ráðhús og fleiri hús á I I Seyðisfirði ISeyöfirðingar hafa nú eignast ráðhús, sem i fegurð getur keppt viö Höföann i Reykjavik. Gamla Wathnes- húsið (simstöðin) var gert upp á sl. ári fyrir 45 miljónir Gkr. Og fleiri hafa tekið til hendinni á Seyðisfirði þar sem fullt er af gömlum húsum, sem bara biða eftir að verða lagfærð. Sjá OPNU Hærra bensín- verð,minni notkun? Hefur hækkun bensinverös undanfarin ár dregiö úr notkun- inni? Þessari spurningu er velt upp i nýjasta Fréttabréfi Verk- fræöingafélags íslands og viö könnun sem framkvæmd var af hreinni forvitni, eins og segir i bréfinu gefur þaö til kynna. Viö þessa könnun kom i ljós að meöal-bensineyðsla á bil hér á landi árið 1971 var 1756 litrar, 1745 árið 1972, 1623 áriö 1975 og 1520 árið 1979. I bréfinu er birt tafla yfir öll árin og sýnir hún jafna minnkun frá 1971 með tveimur undantekningum árin 1973 og 1977, en þær eru smávægilegar. Ekki er óskynsamlegt að álykta sem svo að hin griöarlega hækkun, sem oröiö hefur á bens- ini undanfarin ár eigi hér stóran hlut aö máli. En án efa á fjölgun spameytinna smábila sinn þátt I minni bensineyöslu pr. bifreiö að meðaltali, ásamt hækkandi bensinveröi. —S.dór. Jonathan Motsfeldt form. grœnlenska landsráösins: Grænland skal úr Efna- hagsbandalaginu „Grænland skal úr Efnahags- bandalaginu”, sagöi Jonathan Motsfeldt formaður grænlenská landsráösins I samtali viö Þjóðviljann i gær. „Eftir það sem nú hefur gerst, þaö aö Vestur- Þjóöverjum hefur verið heimilaö aö veiöa 3000 tonn af þorski fram til 10. febrúar, til viöbótar viö þaö sem þeir höföu áöur veitt og eftir aö dómur féll i Eystri Landsrétti þar sem ólöglegar veiöar Þjóöverja eru nánast réttlættar, þá iiggur máliö Ijóst fyrir. Ég fer heim til Grænlands á morgun og þá veröur tekiö til viö aö skipu- leggja baráttuna fyrir þjóöarat- kvæöagreiösluna 1983 gegn aöild aö EBE. Eg mun leggja fram tillögu i landsráöinu um úrsögn.” Þannig mæltist Motsfeidt og þaö Miklar umræður um Grœnlands- máiin í dönskum blöðum var greinilega þungt i honum hljóöiö. Dönsk blöð hafa i gær fjallað um útreið þá sem Danir fengu á þingi EBE nú fyrir skömmu, og er álit blaða eins og Information og Politiken aö Danir hafi fórnaö hagsmunum Grænlendinga fyrir stundarhagsmuni danskra fiski- manna og fyrir frið I EBE, og þar með lagst flatir undir þýska auðvaldið eins og kratanna var von og visa (Information). Afleiöingin hljóti að veröa sú aö Grænlendingar segi sig úr EBE, en það kalli á ný vandamál fyrir Grænlendinga og fyrir rikis- skipan þá sem rikir milli Dan- merkur og Grænlands. Dönsku blööin ræða við fulltrúa Grænlendinga og er t.d. haft eftir Kaj Kleist ritara stjórnarflokks- ins Siumut, að þeir sem séu and- stæðingar EBE i Grænlandi þurfi ekki að vera óánægöir, herferðin gegn EBE sé að hefjast i Græn- landi, en svo viröist sem EBE muni sjálft leggja þeim vopn I hendur. Preben Lange þingmaöur Siumut ádanska þinginu segir aö hann sé sérstaklega óánægöur meö þann framgangsmáta sem Jonathan Motsfeldt: Grænland skal Ur Efnahagsbandalaginu. viðhafður var hjá EBE, það hafi komiö berlega i ljós aö Grænlend- ingar réöu ekki 1 eigin land- hegli. Formaöur grænlenska Framhald á bls. 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.