Þjóðviljinn - 30.01.1981, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 30.01.1981, Blaðsíða 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 30. janúar 1981 ..Einkunnarorö alþjóöaárs fatlaöra veröi ekki aöeins i oröi heldur rniklu fremur i verki fullkomin þátt- taka og jafnrétti”. Margrét Margelrsdóttir formaður ALFA ’81 Við upphaf alþj óða- árs fatlaðra Eins og kunnugt er hafa Sameinuðu þjóð- irnar ákveðið að árið 1981, sem nú er að hefja göngu sina, skuli helgað baráttunni fyrir bættum kjörum fátlaðs fólks hvar sem er i heiminum. í tilefni alþjóðaárs fatlaðra hafa Sam- einuðu þjóðirnar gert starfsáætlun fyrir al- þjóðaárið þar sem aðal- markmiðið er að vinna að fullkominni þátttöku fatlaðra i þjóðlífinu og jafnrétti þeirra og annarra þjóðfélags- þegna. Starfsáætlun S.Þ. er samin af ráðgjafanefnd, sem i eiga sæti fulltrilar frá 23 aöildarrikjum og hefur nefndin einnig umsjón með undirbUningsstarfinu. Sérstök skrifstofa vegna alþjóðaárs fatl- aðra hefur veriö sett upp i Vinar- borg. Starfsáætlun S.Þ. hefur að geyma ýmis tilmæli til aðildar- rikjanna varðandi atriði sem leggja skal sérstaka áherslu á, innan hvers rikis svo og á alþjóð- legum grundvelli. Hvað varöar hið siðamefnda veröa m.a. haldn- ar svonefndar svæðaráðstefnur i fjórum heimsálfum að tilhlutan S. Þ. um aðstoö við fatlaða i þró- unarlöndunum. Mikið djUp er milli raunverulegra lifskjara fatlaðs fólks og ákvæðanna i yfirlýsingu S.Þ. um réttindi þvi til handa. 400 miljónir Talið er að i heiminum séu um 400milljónir manna, sem búa við skerðingu eða fötlun af einhverju tagi. Tiltölulega er meira um fatl- að fólk I vanþróuðum löndum en annarsstaðar, vegna bágborinna lifskjara almennt. Orbirgð og fátækt veldur þvf að frumþörfum fólks til fæöis og klæðis er ekki fullnægt, hvað þá öörum, eins og t.d. heilsugæslu, menntun, at- vinnu o.s.frv.. En einnig i velferðarikjunum svonefndu, „allsnægtaþjóðfélag- inu”, sitja fatlaðir ekkivið sama borö og aðrir. Þeim er bægt frá fjölmörgum þáttum þjóðlifsins sumpart af þvi að við almenn skipulagsstörf er ekki tekiö tillit til þess að menn eru misjafnlega gerðir, sumpart af þvi að aðbtln- aði fatlaðra er svo áfátt aö þeim er ógerlegtað lifa eðlilegu lifi eins og aðrir. Jafnvel i velferðarrikjum verða fatlaðir oft að sæta lélegri mennt- un, fábreyttu starfsvali eða engu, slæmu húsnæði, þröngum efna- hag og félagslifi. Afleiðingin er oft félagsleg einangrun og ein- semd. Markmið Sameinuðu þjóðanna Sameinuðu þjóðirnar hafa sett fram fjölmörg atriði, sem eins- konar leiöarvisi fyrir aðildarrikin aö vinna eftir og samræma athafnir á árinu. Þar kemur m.a. fram að kappkosta beri að auka fræðslu og skilning almennt á fötlun af mismunandi tagi, hvort heldur hún er likamleg, andleg eða hvort tveggja. Varðandi hug- takið fötlun hafa S.Þ. sérstaklega tekið fram i samþykkt sinni um málefni fatlaðra að fötlun sé af- stætt hugtak sem er háð sam- skiptum einstaklingsins og um- hverfis hans. Þannig getur um- hverfið bæði dregið úr fötlun þeg- ar tekið er tillit til eiginleika og sérþarfa, en einnig getur það aukið verulega á fötlunina og hamlað því að hinn fatlaði geti notið þegnréttar sins og hæfileika sinna. I samræmi við þetta sjónarmið beina S.Þ. þvi til allra aðildar- rikja sinna að vinna markvist aö þvi að fatlað fólk eigi greiðan að- gang að öllum þáttum þjóðlifsins og að hagsmuna þess sé gætt við skipulagsstörf á öllum sviðum samfélagsins. Slikar aðgerðir i þágu fatlaðra ættu að falla sjálf- krafa inn i umbóta- og þróunar- æaætlanir i hverju landi fyrir sig svo og starf alþjóðastofnanna. Fleiriatriði má nefna, sem S.Þ. leggja áherslu á, svo sem rann- sóknir á lifsháttum og kjörum fatlaöra almennt. Ennfremur rannsóknir, sem beinast að or- sökum fötlunar t.d. slysa og hvaða ráðstafanir séu hugsanleg- ar til að koma i veg fyrir fötlun. Meginverkefni ALFA ’81 Hér að framan hefur veriö dregið saman i mjög stuttu máli hvert er megin inntak samþykkt- ar S.Þ. sem hefur veriö beint til aðildarrikjanna. Um allan heim eru starfandi stjórnskipaðar framkvæmdanefndir i tilefni al- þjóðaárs fatlaöra. Hér á landi er framkvæmdanefnd alþjóðaárs fatlaöra skipuð áfta manns og eiga þar sæti fulltrúar stjórn- valda og fulltrúar samtaka fatl- aðra i landinu. Nefndinni er m.a. ætlað aö tengja saman og samræma að- gerðir rikisvaldsins, sveitar- stjórna, samtaka fatlaðra og annarra aðila. Mikil áhersla verður lögð á úrbætur i ferlimáluin fatlaðra á alþjóða- árinu. 1 þessu skyni hefur fram- kvæmdanefndin ALFA ’81 sent bæjar- og sveitarstjórnum tilmæli um að setja á fót nefndir til að vinna að málefnum fatlaðra á ár- inu. Eru nú starfandi 15 slikar nefndir i stærstu sveitarfélögun- um sem vinna að ýmsum verk- efnum, i samvinnu við samtök fatlaðra á svæðinu. 1 þessu skyni hefur fram- kvæmdanefndin ALFA ’81 sent bæjar- og sveitarstjórnum tilmæli um að 1 þessu skyni hefur fram- kvæmdanefndin ALFA ’81 sent bæjar- og sveitarstjórnum tilmæli um að setja á fót nefndir til að vinna aö málefnum fatlaðra á ár- inu. Eru nú starfandi 15 slikar nefndir, i stærstu sveitarfélögun- um sem vinna aö ýmsum verk- efnum, i samvinnu við samtök fatlaðra á svæðinu. Meginverkefni framkvæmda- nefndarinnar á árinu eru I stórum dráttum sem hér segir: Að móta heildarstefnu i málefn- um fatlaðra, þar sem lagður er grundvöllur að langtima þróun. Að samræma og endurbæta gild- andi lög og reglugerðir um málefni fatlaðra. Að hlutast til um að úrbætur fáist i atvinnu- og ferilmálum fatlaðra. Að láta fara fram alhliða og ýtar- lega könnun á málefnum fatlaðra. Að afla upplýsinga um orsakir slysa sem leiða til fötlunar og gera tillögur um varnarað- gerðir. Margrét Margeirsdóttir: Alfa ’81 nefndin heitir á landsmenn alla að leggja sitt af> mörkum til að ár fatlaðra beri rikulegan ávöxt. Að beita sér fyrir öflugu upplýs- inga- og fræðslustarfi varðandi málefni fatlaðra og vekja um- ræður um þessi mál. Uppbygging í þágu heildarinnar Enda þótt hér verði ekki fleira tint til af verkefnum, sem nú er unnið aö, er um mjög umfangs- mikið svið að ræöa. Rétt er að vikja nánar að hverju einu fyrir sig, enda þótt þau tengist meira og minna innbyröis. Stefnumótun i málefnum fatlaöra má segja, að felist að nokkru i einkunnarorð- um alþjóðaárs fatlaöra sem eru fullkomin þátttaka og jafnrétti. Þetta er markmiö, sem vitanlega ætti að vera svo sjálfsagt, að ekki þyrfti sérstakt baráttuár til að segja heiminum það. 1 reynd er þó langur vegur þangað til að þessu marki verður náð. Til þess þarf þjóðfélagið aö breytast i þá veru að viðurkenna fatlaða ein- staklinga, fyrst og fremst sem manneskjur, sem hafi jafnmikla þörf og jafnmikinn rétt til að lifa lifinu eins og aðrir, hvort heldur þaö er i almennum skólum á vinnustöðum, ellegar eiga heima i venjulegum ibúðarhverfum eða taka þátt i menningar- og félags- lifi o.s.frv. Þetta þýðir að umhverfið, sam- félagið og stofnanimar veröa að byggjast upp, með tilliti til heildarinnar allrar, en ekki bara fyrir hluta þegnanna, eins og nú er. Til þess aö unnt verði að þoka framkvæmdum i rétta átt til hagsbóta fyrir fatlaða, er nú langt komin endurskoðun á lögum og reglugerðum, sem snerta málefni þeirra, þar sem leitast er við að samræma og endurbæta laga- bálka, sem i gildi eru. I þessari endurskoðun er sérstök áhersla lögð á atvinnuþáttinn, og verður leitast við að tryggja rétt hins fatlaða, einkum er varðar þann þátt, eins og kostur er, og sam- ræma stjórnun og uppbyggingu á þjónustu i öllum landshlutum. Ferilmál fatlaðra Ferlimál fatlaðra eru jafn- réttismál, sem timabært er að gera bragabót á. ALFA ’81 nefndinvill leggja sitt af mörkum til aö svo geti oröið og að þessu verkefni vinnur starfs- hópur sem mun taka þessi mál til athugunar og meðferðar i sam- vinnu við ferlinefnd fatlaðra, sem skipuð er samkvæmt lögum frá 1979. Akveöiö hefur verið aö halda ráðstefnu fyrri hluta þessa árs um ferlimál fatlaðra. Hér er um mikið réttindamál að ræða eins og fyrr er drepið á i þessari grein. ALFA’ 81 nefndin mun gera sitt ýtrasta til að knýja á um fram- kvæmdir i þessum efnum. Krafan um breytingar á opinberu hús- næöi og lagfæringar á umferðar- götum fyrir fólk 1 hjólastólum er svo sjálfsögð að naumast þarfn- ast slikt langrar umræðu, þaö er orðið timabært fyrir löngu að hefjast handa i þessum efnum. Sama gildir um breytingar á umferðarmerkjum fyrir blinda varöandi hljóðmerki, svo og sér- staklega merktalyftuhnappa o.fl. það eru m.a. svona hlutir sem gefa til kynna að samfélagið sé fyrir alla þjóðarheildina. Það er litilsvirðing viö fólk, sem þarf að nota hjólastóla til aö komast leiðar sinnar þegar opin- berar byggingar eru þannig úr garði geröar aö þvi er fyrirmun- aður aðgangur aö þeim. ALFA ’81 nefndin hefur farið fram á viö fjárveitingavaldiö að fé verði veitt til að breyta opin- beru húsnæöi þannig að það veröi aðgengilegt fólki i hjólastólum. Nefna mætti ótal önnur dæmi, sem leiða i ljós mismunun milli fatlaöra og ófatlaöra, þó að það verði ekki gert hér. Kannanir á högum fatlaðra Eitt af viðfangsefnum ALFA 81 nefndarinnar er að láta fara fram alhliöa kannanir á högum fatl- aðra i landinu. 1 þvi skyni hefur verið leitað eftir samvinnu við Félagsvis- indadeild Háskólans, og mun Þórolfur Þórlindsson prófessor i félagsfræöi stjórna þeirri könnun I samráöi við ALFA ’81 nefndina. Markmiðiö með slikri könnun er að varpa ljósi á hvernig að- stæðum fatlaöra er háttað svo sem varöandi atvinnu, húsnæði, endurhæfingu, aðstöðu til mennt- unar heilsugæslu, þátttöku i menningar- og félagslifi, svo nokkuð sé nefnt. Slíkar kannanir eru nauösynlegar og gerir nefnd- in sér vonir um að á grundvelli þeirra upplýsinga, sem slikar kannanir leiða I ljós, muni verða unnt að byggja upp markvissari og viötækari þjónustu. A vegum ALFA ’81 nefndarinn- ar er starfandi hópur undir forsæti landlæknis sem vinnur að

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.