Þjóðviljinn - 30.01.1981, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 30.01.1981, Blaðsíða 16
MOÐVIUINN Föstudagur 30. janúar 1981 Aðalsími Þjóðviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudaga. Utan þess tíma er hægt að ná i blaðamenn og aðra starfsmenn blaðsins i þessum simum : Ritstjórn 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, ljósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 og 17-19 er hægt að ná i afgreiðslu blaðsins i sima 81663. Blaðaprent hefur slma 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. Aðalsími 81333 Kvöldsími 81348 Helgarsími afgreiðslu 81663 Fóstrur i Hafnarfirði, Kópavogi og Seltjarnarnesi: Segja Fóstrur i Hafnarfirði, Garðabæ og Seltjarnarnesi hafa ákveðið að leggja inn uppsagnarbréf fyrir 1. febrúar vegna óánægju með sér- kjarasamninga. Um 500 börn eru á dagvistarheimilum i þessum sveitarfélögum en sem kunnugt er hafa fóstrur i Reykjavik og Kópavogi einnig sagt upp frá sama tima og fóstrur á Akureyri hætta störfum 11. febrúar n.k. Ekki hefur enn verið gengið frá sérkjarasamningum við fóstrur á Seltjarnarnesi en þær hafa fregn- að að þeim verði úthlutað sömu kjörum og sérkjarasamningar i upp Reykjavfk, Hafnarfirði og Garða- bæ kveða á um. Þann 27. þessa mánaðar héldu fóstrur úr þessum þremur bæjar- félögum sameiginlegan fund i Hafnarfirði og kom þar fram mikil óánægja með niðurstöðu þessara mála. Benda fóstrur á að i lögum um byggingu og rekstur dagvistarheimila eru ákvæði um að forstöðumenn og starfslið sem annast fósturstörf skuli hafa hlot- ið fósturmenntun og munu upp- sagnir þeirra þvi þýða að dag- vistarstofnanir i þessum sveitar- félögum munu ekki geta starfað eftir 1. mai — ef ekkert verður að gert. ai. Eftírlit með öllu vöruverði Um þessi mánaðamót mun Verðlagsstofnun að venju undir- búa útreikning visitölu framfærslukostnaðar með þvi að safna saman verðlistum yfir allar þær tegundir vöru og þjónustu sem i visitölunni eru. 1 þetta sinn verður verkefnið þó viðameira þar sem einnig verður tekið upp verðá vörum sem ekkihafa verið undir verðlagseftirliti vegna hertrar verðstöðvunar. Georg ólafsson, verðlagsstjóri, sagði i gær aö Verðlagsstofnun hefði einnig safnað vörulistum um áramótin, þegar verðstöðv- unin skv. bráðabirgðalögum rikisstjórnarinnar tók gildi, go fæst nú samanburður og upplýs- ingar um allar breytingar sem orðið hafa frá þeim tima. Sagði Georg að ef þær þættu óeðlilegar að einhverju leyti yrði leitað eftir skýringum á þvi en þessi auka- lega verðúttekt 1. janúar er liður i átaki stofnunarinnar til þess að fylgja eftir lögum um herta verö- stöðvun. Georg lagði áherslu á að það væru ekki aðeins þær vörur sem eru inni i visitölunni sem væru undir sjásjánni þessa dagana, — einnig yrði fylgst með öðrum vörutegundum þannig að jafnt gengi yfir alla. Sin stefna væri að halda þessum verðúttektum áfram mánaðarlega svo lengi sem verðstöðvunarlögin giltu. — AI. r nýjun á Vestur- Nú stendur yfir gagn- ger endurnýjun á húsinu númer 29 við Vesturgötu, eign Þorsteins Jónssonar, forstöðumanns Listá- safns AS(. Hús Ottós N. Þorlákssonar að Vesturgötu 29. Þorkell Valdimarsson gaf IVIFA húsið til minningar um Ottó, en þaö hefur nú verið selt og veröur endurbyggt sem ibúðarhús. Siðast versiuðu hjónin Svava og Ingólfur Guðmundsson i húsinu, eða til síðustu áramóta. — ljósm:Eik Hendrik Ottósson hefur i skrifum sinum sagt frá mörgum merkum atburði tengdum Vesturgötunni, eins og húsið var jafnan kallað, meðal annars telur hann i bók sinni Hvita striðið að fyrsta stjórnmála- félag sósialista á Islandi hafi verið stofnað þar i janúar 1917. Húsið er mjög illa farið, enda hefur það verið forskalað beint á tréð. En i ráði er að endur- reisa það i upphaflegri mynd sem ibúðarhús. — Bó götu Gagn- ger endur- ■ ✓ I byggingu á höfuðborgarsvæðinu: Húsnæði fyrir nær 400 sjúkrarúm fyrir aldraða Nú eru i byggingu á höf uðborgarsvæðinu sjúkrahús og stofnanir fyrir nær 400 aldraða sjúk- linga og hafa ríkið, sveitarfélög og einstak- lingar lagt til þeirra á annan miljarð gamalla króna í ár. Byggingarnar eru misvel á veg komnar og þrátt fyrir gífurlega aukningu á framkvæmd- um á þessu sviði er nauð- synlegt að tryggja 50-100 rúm til viðbótar á allra næstu misserum. Þetta kom m.a. fram hjá Svav- ari Gestssyni, heilbrigðisráð- herra, i Morgunpósti i gær- morgun en á þeim vettvangi hefur að undanförnu verið fjallað nokkuð um aðbúnað aldraðra á höfuðborgarsvæðinu. Þjóðviljinn ræddi við Svavar I gær og lagði hann áherslu á að I þessum efnum dygðu ekki fögur orö og upphróp- anir heldur athafnir og fjármögn- un. Þetta er spurning um að hve miklu leyti þeir einstaklingar I þjóöfélaginu sem hafa fulla heilsu og atvinnu, eru tilbúnir til þess aö taka á sig aukna skattbyrði til að Tryggja þarf 50- 100 rúm til viðbótar, segir Svavar Gestsson, heilbrigðisráð- herra bæta þjónustumöguleikana við þessa kynslóð. Þetta er spurning um pólitik og pólitiska afstöðu manna, sagði Svavar. — Hver er ástæðan fyrir þvi að menn eins og vakna til vitundar um þennan vanda á allra siðustu árum? Ein skýringin er sú að fyrir um 10 árum siöan litu menn svo á að bættur aðbúnaöur aldraðra væri verkefni einstaklinga og áhuga- manna, sagði Svavar. Vaxandi fjöldi ellillfeyrisþega á höfuð- borgarsvæöinu umfram fdlks- fjölgun á einnig þátt i þvi. Það eru ekki nema nokkur ár siöan opin- berir aðilar tóku við sér og áttuðu sig á þvi að stefnumótun i þessum efnum er verkefni þeirra. T. d. hefur Reykjavikurborg á undan- förnum árum gert verulegt átak i húsnæðismálum aldraðra með byggingu dvalarheimila sem fjármagnaðar hafa verið með ákveðnum hluta af útsvarstekj- um. Nú er vart deilt um það lengur að þetta er i verkahring rikis og sveitarfélaga og á fjárlögum þessa árs er variö um 840 mill- jónum gamalla króna til fram- kvæmda við byggingar sjúkra- og hjúkrunarheimila fyrir aldraða sjúklinga. Auk þess vinnur heil- brigöisráðuneytið nú að smiði frumvarps um heilbrigðis- og vistunarþjónustu fyrir aldraða og miðar það m.a. að bættri nýtingu þeirra bygginga sem þegar eru til og nýju skipulagi á allri öldrunar- þjónustu. 291 rúm í augsýn — Hvernig er ástandið i dag? A landinu öllu eru 1918 rúm á dvalarheimilum og hjúkrunar- og endurhæfingardeildum fyrir aldraða sjúklinga,en auk þess er I byggingu hér á höfuðborgarsvæð- inu húsnæði fyrir 291 rúm fyrir utan Hjúkrunarheimili Reykja- vikurborgar við Snorrabraut, sem rúma mun tæplega 110 manns. B-álma Borgarspitalans, sem ljúka á uppsteypu við i haust mun rúma 174 sjúkiinga. Verklok þar eru áætluð i árslok 1984 en bygg- ingin verður tekin i notkun i áföngum fyrir þann tima. Á dvalarheimili aldraðra, DAS i Hafnarfirði er i byggingu húsnæði fyrir 79 rúm og á Hjúkrunarheimili Kópavogs verða 39 rúm. Hjúkrunarheimilið i Kópavogi verður tilbúið I árs- byrjun 1982 og DAS I Hafnarfirði I árslok 1983. — Hvernig skiptast fjárveit- ingar rikisins til þessara fram- kvæmda i ár? 1 B-álmuna er veitt 635 miljón- um gamalla króna til viðbótar við framlag frá Reykjavikurborg. 1 DAS i Hafnarfirði er veiit 130 miljónum og 78 miljónum til hjúkrunarheimilisins i Kópavogi. Til samanburðar má geta þess að á fjárlögum er til samans veitt riflega 5 þúsund miljónum gamalla króna til bygginga allra sjúkrahúsa og heilsugæsiustöðva i landinu og er það hæsta hlutfall af fjárlögum miðað við fram- kvæmdamátt siðan lög um heil- brigðisþjónustu tóku gildi. Tæp- lega 18% eða 840 miljónir fara til framkvæmda fyrir aldraða sjúklinga en allar þessar tölur hafa hækkað verulega umfram verðlag á milli ára. Svavar Gestsson — Nú segirðu að á dvalarheim- ilum sé pláss fyrir 1918 manns, — er ekki mikið af öldruðum sjúklingum á venjulegum sjúkrahúsum? Menn giska á að á sjúkrahúsun- um séu um 800 aldraðir langlegu- sjúklingar. Þetta þýðir aö sam- tals erum við með 2700 sjúkrarúm fyrir aldraða og er það hærra hlutfall en á hinum Norðurlönd- unum. Þeir erfiðleikar sem við nú stöndum frammi fyrir benda þvi til þess að það sé fyrst og fremst skipulag þessara mála, m.a. nýting þessara rúma sem ekki sé i nógu góðu lagi. Vaxandi viðfangsefni — Ennúmásamt betur ef duga skal? Já, — nú eru 19.800 Islendingar 67 ára og eldri og miðað við spár Þjóðhagsstofnunar um mann- fjölda fram til aldamóta má gera ráð fyrir þvi að i þessum aldurs- hóp fjölgi um tæplega 8000 á næstu 20 árum. Það er þvi augljóst að þó framkvæmdir við þær byggingar sem ég nefndi gangi vel, þá er hér um vaxandi viöfangsefni aö ræða og menn verða að gera það upp við sig að hve miklu leyti þeir vilja leysa það með nýjum byggingum eða aukinni heimilisþjónustu. Framhald á bls. 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.