Þjóðviljinn - 30.01.1981, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 30.01.1981, Blaðsíða 3
Föstudagur 30. janúar 1981 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 3 Akraborgin stöövast í þrjár vikur Mikil aukning flutninga og ferða á s.l. ári Ferðir Akraborgarinnar leggj- ast niður i uþb. þrjár vikur frá og með sunnudeginum, en skipið er nú að fara i meiriháttar klössun, á ma. að skipta urn plötur á siðum, taka upp vélar og fleira. Verður siðasta áætlunarferðin að sinni kl. 19 á laugardagskvöld frá Reykjavik til Akraness. Að sögn Helga Ibsens framkvæmdastjóra varð mikil aukning i flutningum Akra- borgarinnar á sl. ári er hún flutti samtals 60.109 bila, þe. fólksbila, flutningabila og tæki, og 222.504 farþega. Árið 1979 urðu farþegar um 153 þúsund talsins og farar- tæki um 45 þúsund. Ferðum var einnig fjölgað 1980 i fjórar á dag auk kvöldferða á sumrin. Eftir reynsluna af kvöld- ferðunum er ákveðið að fjölga þeim enn á komandi sumri og lengja timabilið, byrja strax i april með kvöldferðir á sunnu- dögum, sem standa fram i októ- ber, mánuðina mai-júni og i september verða kvöldferðir á föstudögum og sunnudögum og i júli og ágúst alla daga nema laugardaga. — vh Herstööva- andstæðingar í Reykjavík: Næstu fjórar vikurverður lögð áhersla á skipulagsstörf á skrif- stofunni að Skólavörðustig 1 A. Dreifing er að hefjast á 3. hefti Dagfara 1981, og haldið verður áfram að efla styrktarmanna- kerfið. Þeir sem vilja vinna um helgina mæti klukkan 10 f.h. á laugardag eða 14 e.h. á sunnudag. Miðnefnd Samtaka herstöðva- andstæðinga Pétur Jónsson og Bjarki Eliasson taka við gjöf Jólakonsertsmanna af Jóni ólafssyni — Ljósm.— eik — Stór áfangi hjá Vernd: Heimili fyrr- verandi Nú um komandi helgi munu fyrstu sjö fyrrverandi fangarnir flytja inn i húsnæði féiagsins Verndará Ránargötu 10, þar sem félagið hefur með aðstoð sjálf- boðaliða innréttað fyrir þá heimili til að búa á fyrsta timann eftir fangavistina. Húsvörður á Ránargötunni verður Jóhann Viglundsson. Margir hafa orðið til að aðstoða Vernd, ma. aðstandendur Jóla- konserts 1980, sem i gær afhentu félaginu allan ágóða hljómleik- anna, samtals nýkr. 40.800. Tóku þeir Bjarki Eliasson varaform. félagsins og Pétur Jónsson gjald- fanga keri við upphæðinni af Jóni Ólafs- syni forstjóra Hljómplötuút- gáfunnar. Vernd er nú með i undirbúningi annað heimili hér i borginni fyrir fyrrverandi fanga, hefur fengið leigt húsnæði hjá Sparisjóði Reykjavikur á Skólavörðustig og verður upphæðin hjá Jóla- konsertsmönnum notuð til þeirr- ar starfsemi. Þá kom fram á blaðamanna- fundi hjá Vernd i gær, að ætlunin er að koma á áfengismeðferð meðal fanga á Litla Hrauni, en könnun sýnir, að um 90% fanga á viö áfengisvandamál að striða. Sfðasta hönd lögð á verk á Ránar- götu 10. Um helgina verður flutt I húsið. — L jósm. — eik — Auk áðurnefndra eru nú i stjórn Verndar Hilmar Helgason, formaður, Jón Bjarnason ritari og Jón Guðbjörnsson meðstjórn- andi. — vh íjohns Lennon minnst !í Austurbæjarbíói n.k. þriðjudagskvöld I Minningarhljómleikar um * John Lennon verða haldnir i IAusturbæjarbiói á þriðju- daginn, 3. febrúar kl. 21.00. Þar munu þekktustu popparar • landsins þ.á.m. Gunnar og Rún- Iar i Hljómum, flytja 25 laga Lennons, allt frá I want to hold your hand og fram til laga af j Double Fantasy, siðustu plötu Lennons. Aðgöngumiðasala er hafin i Skifunni, Laugavegi 33,og Aust- urbæjarbiói (kl. 16.00). Óttar Felix Hauksson á heiðurinn af þessu framtaki og i Þjóðviljanum á morgun (Helgarblaðinu) höfum við eftir honum nánari upplýsingar um minningarhljómleikana. John Lennon. Bruninn i Kötlufelli 11 Kona hins látna handtekin Eiginkona Sigfúsar Steingrims- sonar, sem lést I eldsvoða að Kötlufelli 11 i Reykjavik um sið- ustu helgi, hefur verið handtekin, grunuð um hlutdeild að eldsupp- tökum. Hefur rannsóknarlög- reglan farið framá að hún verði úrskurðuð i gæsluvarðhald. Þórir Oddsson vararann- sóknarlögreglustjóri sagði i sam- tali við Þjóðviljann i gær að lög- reglan teldi sig hafa nægilega sterk gögn i höndunum til að fara fram á þennan gæsluvarðhalds- úrskurð. Að öðru leyti vildi hann ekki tjá sig um hver þau gögn eru. Konan sem handtekin hefur verið er 26 ára gömul. — S.dór. Rikisverksmiöju- deilan: Mjakast þótt hægt fari Sam ningaum Icitanir hafa staðið yfir i rikisverksmiðjudcil- unni svo nefndu undanfarna daga og hefur mönnum þótt hægt ganga. Guðjón Jónsson formaður Málm og skipasmiðasambands íslands, sagði i gær að undan- farna daga hefði mikið verið unnið i samningunum og að heidur mjakaðist i samkomulags- átt. Sem kunnugt er átti verkfall að skella á i rikisverksmiðjunum á fimmtudagskvöldið i siðustu viku, en þvi var frestað um óá- kveðinn tima, þar eð 12 verka- lýðsfélög sem aðild eiga að samn- ingunum höfðu náð samkomulagi aðeins eitt þeirra, Vélstjóra- félagið, gat ekki unað niðurstöðu samninganna hvað niðurröðun i launaflokka snertir. Hefur verið unnið að þvi undanfarna daga m.a. að jafna þennan ágreining. — S.dór Konur í bókmenntum — í Sokkholti Helga Kress bókmennta- fræðingur verður gestur Rauðsokka i morgunkaffi i Sokkholti á morgun, laugardag, og ræðir um efnið „Konur i bókmenntum”. Morgunkaffi i Sokkholti er fastur liður i starfsemi Rauðsokkahreyfingarinnar, og hafa margir góðir gestir komið þangað og fjallað um ýmis málefni. Sokkholt er að Skóla- vörðustig 12, efstu hæð, og morgunkaffið hefst kl. 12 á hádegi. — ih ALÞYÐUBANDALAGIÐ l ■ L Miðstj ór narfundur 6. og 7. febrúar Miðstjórn Alþýðubandalagsins kemur saman til fundar föstu- daginn 6. febrúar næstkomandi kl. 20.30 i fundarsal Sóknar að Freyjugötu 27. Fundinum verður fram haldið á laugardag samkvæmt nánari ákvörðun miðstjórnar. A dagskrá fundarins er flokksstarfið, framkvæmdaáætlun f orkumálum, stjórnmálaviðhorfið og þingmál. ■ J Seinkun í prentun orsökin Margan hefur undrað hve seint skattskýrslurnar eru bornar út að þessu sinni i gær 29. janúar var ekki búið að bera þær út. Ævar Isberg, settur rikisskatt- stjórisagði isamtali við Þjóðvilj- ann i gær að seinkun i prentun væri orsök þessa. Hann sagði að nú um helgina ættu allir að fá sina skýrslu en skilafrestur er sam- kvæmt lögum til 10. febr. nk. og taldi Ævar óliklegt að hann yrði framlengdur. — S.dór Opnirstjórnmálat'undir Alþýðubandalagsins Rætt um efna hagsáætlun stjórnarinnar, þátttökuna i ríkisstjórn og flokksstarfið Svavar Gestsson. Ólafur Ragnar Grimsson k. Skúli Alexanders- son. Akranes Alþýðubandalagið á Akranesi og nágrenni heldur opinn stjórn- málafund miðvikudaginn 4. fe- brúar kl. 20:30 Skúli Alexandersson og Olafur Ragnar Grimsson mæta á fundinum. Egilsstaðir: Alþýðubandalag Héraðs- manna heldur opinn stjórn- málafund i Egilsstaðaskóla föstudaginn 30. janúar kl. 20:30 Svavar Gestsson ráðherra mætir á fundinum. Fundir verða haldnir á næst- unni á Húsavik, Vestmanna- eyjum, Selfossi og á Isafirði. Alþýöubandalagið.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.