Þjóðviljinn - 30.01.1981, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 30.01.1981, Blaðsíða 7
Föstudagur 30. janúar 1981 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 tillögugerð tilað koma i veg fyrir slys, sem er algeng orsök fötlunar og örorku. Þetta verkefni snertir bæði slys á vinnustöðum i um- ferðinni, og i heimahúsum. Samkvæmt tölfræðilegum rannsöknum er tiðni umferðar- slysa hærri hér á landi en á hinum Norðurlöndunum. Sömu sögu er að segja varðandi slys i heima- húsum, einkum slys á ungum börnum. Orsakir slysa Hvernig má þetta vera? Hverj- ar eru orsakirnar og hverjar eru afleiðingarnar? Fjöldi fólks lifir við ævilöng örkuml, sem afleið- ingu slysa. Lif og heilsa verður aldrei metið til fjár, þar gilda aðrir mælikvarðar. Þessvegna má einskis láta ófreistað i baráttunni gegn slysum. A vegum ALFA ’81 nefndarinnar er nú unnið að söfn- un upplýsinga um orsakir slysa i samvinnu við fjölda aðila, sem hafa með þessi málefni að gera. . Má þar t.d. nefna umferðarráð, öryggiseftirlit rikisins, Trygg- ingastofnun rikisins o.fl. Þjóð okkar á þvi láni að fagna fram yfir flestar aðrar þjóðir aö enginn þarf að þjást né bera örkuml vegna styrjaldarátaka og hernaðar. En þrátt fyrir það, verða fjölda margir svipuðum örlögum háðir, og i hverju einasta tilviki þegar einstaklingurinn verður fyrir slysi með varanlegri sköddun sem afleiðingu er slikt óbætanlegt, hversu vel sem að viðkomanda er búið bæði efna- hagslega og félagslega. ALFA ’81 nefndin mun stuðla eftir megni að fyrirbyggjandi að- gerðum með tilliti til orsaka slysa og er stefnt að þvi að leggja fram tillögur um varnaðaraðgerðir og koma á stað almennri umræðu i þeim efnum á ári fatlaðra. 1 þessum málum dugar þó ekkert minna en að landsmenn allir leggist á eitt og reyni að leggja fram sinn skerf til að af- stýra slysum. Það yrði ómetan- legur árangur, sem næðist á þessu ári, ef okkur tækist að fækka slysunum frá þvi sem nú er. Þá er komið að þeim þætti i starfi ALFA ’81 nefndarinnar, sem trúlega á eftir að verða mest áberandi, en það er upplýsinga- og fræðslustarf, sem hefur verið skipulagt i samvinnu við alla helstu fjölmiðla landsins. Stefnt er að þvi að hleypa af stokkunum greinaskrifum og við- tölum I fjölmiðlum og verður lögð sérstök áhersla á að hvetja fatl- aða til að láta I sér heyra. Hér er um ákaflega umfangs- mikið svið að ræða. Og tilgangur- inn er m.a. sá að leitast við að rjúfa þá félagslegu einangrun, sem alltof margir fatlaðir búa við og liða fyrir. En það er nauðsyn- legt að koma viðar við en I fjöl- miðlunum. ALFA ’81 nefndin mun einnig beita sér fyrir fræðslu i grunn- skólum landsins með bæklingum og öðru fræðsluefni um fatlaöa. Þá hefur veriö leitað til bókaút- gefenda varöandi útgáfu á þýdd- um bókum um þessi mál. Undirtónninn I öllu starfi fram- kvæmdanefndarinnar er sá, að allt fólk i þessu landi, sem haldið er fötlun af einu eða öðru tagi, verði i framtiðinni metið út frá öðrum sjónarmiðum en þerm, sem gilda nú. Að manneskjan, þrátt fyrir fötlun hver sem hún er og hvernig sem hún er, öðlist 1 reynd sama rétt og fái sömu tæki- færi til þátttöku I þvi, sem fer fram I þjóðfélaginu hverju sinni. Að hinn fatlaði fái tækifæri til að nýta hæfileika sina og geti val- ið sér lifsform samkvæmt óskum sinum eins og hver annar með til- liti til menntunar, búsetu, at- vinnu, félagsstarfa o.s.frv.. Islanska þjóðin hefur reist myndarlegar stofnanir og viða búið vel að töluðum og öryrkjum. Stofnanastefnan er þó á undan- haldi, en önnur hefur rutt sér til rúms, stefna sem felur I sér að hjálpa einstaklingnum til að lifa sjálfstæðu llfi utan stofnana, með öðrum ófötluðum i samfélaginu. ALFA ’81 nefndin heitir á landsmenn alla að leggja sitt af mörkum til að ár fatlaðra beri rikulegan árangur og að eink- unnarorð þess verði ekki aðeins I orði heldur einnig og miklu frem- ur I verki, fullkomin þátttaka og jafnrétti. ALÞÝÐULEIKHÚSIÐ: L'. Edda Htílm leikur miðstéttarfrú I þættinum „Ein”. nauða i Dario að skrifa leikrit um konur og stöðu þeirra. Ég hótaði meira að segja að skilja við hann. Hvers vegna um konur? Vegna þess að ég er kona. Ég hef svo margt að segja. Gallinn var bara sá, að ég gat ekki skrifað sjálf. Ég keypti allar bækur, sem mér fundust koma að gagni, las og fékk þær svo Dario. Eftir tvo mánuði spurði ég: „Jæja, er þetta ekki að koma?” En hann svaraði af- undinn, „Láttu mig i friði, mér finnst ég utanveltu I þessari um- ræðu”. En, verkið komst á skrið. Dario Fo bætir við: „Ég skrifaði og skrifaði og alltaf reif hún niður allt mitt verk og sagði mér að gera betur, þar til það loksins fæddist”. Kona var frumsýnd I Milano 1977. Ohætt er aö fullyrða að Dario Fo fer ekki hefðbundnar leiðir I umf jöllun sinni um stöðu konunnar og er i fullu gildi kenninghans sjálfs, að „leikhús eigi alltaf að vera skemmtilegt og að I leikhúsi eigir þú að koma auga á sjálfan þig.” Einþáttungarnir, sem venju- lega eru leiknir af sömu leik- konunni eru I sýningu Alþýðu- leikhússins leiknir af þeim Sól- veigu Hauksdóttur, Eddu Hólm og Guðrúnu Gisladóttur. Leik- stjórier Guðrún Asmundsdóttir, búningar og tjöld eru eftir Ivan Török, Gunnar Reynir Sveins- son hefur samið áhrifahljóð, lýsing er hönnuð af David Wal- ters. Sýningarstjóri er Guöný Helgadóttir. Olga Guðrún Arna- dóttir þýddi Fótaferðog Ein.en Ólafur Haukur Simonarson og Lárus Ýmir óskarsson þýddu Við höfum allar sömu sögu að segja. ,,Konu” í kvöld Guðrún Gisladóttir i hlutverki slnu i einþáttungnum „VIB höf- um allar sömu sögu að segja”. t kvöld verður fyrsta frum- sýning Alþýðuleikhússins i nýj- um husakynnum þess I Hafnar- bitíi. Frumsýnt verður verkið „Kona” eftir Dario Fo og konu hans Franca Rame. Verkið samanstendur af þremur ein- þáttungum: „Fötaferð”, „Ein” og „Við höfum allar sömu sögu að segja”. Franca Rame hefur leikið öll þrjú hlutverkin I „Konu” viða i Evrópu og hlotið mikiðlof fyrir. Um tilurð þáttanna þriggja segir Franca: „Arum saman var ég að Frumsýnir Nauösyn á bættri fjarskiptaþjónustu út af Breiðafirði: Mikilvægt ör; fyrir sjómenn Skúli Alexandersson mælti í gær fyrir þings- ályktunartillögu sem hann flytur ásamt Pétri Sig- urðssyni um starfsrækslu strandstöðvar til fjar- skiptaþjónustu á Gufu- skálum á SnæfelIsnesi. Tillaga þeirra er svo- hljóðandi: „Alþingi ályktar að fela rikis- þingsjá stjórninni að beita sér fyrir þvi, að Landssimi tslands komi upp og starfræki strandstöð á Gufu- skálum eða á öðrum stað á Snæ- fellsnesi, sem tryggi alhliða fjar- skiptaþjónustu fyrir hafsvæðið frá sunnanverðum Vestfjörðum um djúpmið Breiðafjarðar suður fyrir Snæfellsnes.” Skúli sagði að á ofangreindu hafsvæði væru móttökuskilyrði það vond að hin lögbundna til- kynningarskylda fiskiskipa hefði að meira og minna leyti fallið niður. Þá hefur loðnunefnd einnig gengið illa að hafa sambamd við sin viðskipta- og veiðiskip á þessu svæði. Uppsetning og rekstur strandstöðvar Landsimans fyrir þetta svæði væri þvi mikilvægt Ríkisútvarpið: Þingmenn óska eftir skýrslum Þingmenn úr Alþýðuflokki, Al- þýðubandaiagi og Sjálfstæðis- flokki hafa lagt fram á Alþingi beiðni til menntamálaráðherra þess efnis að hann flytji Alþingi skýrslu um Rikisútvarpið. Óskað er eftir þvi, að I skýrsl- unni verði veittar upplýsingar um hag, stöðu og framtiðaráform Rikisútvarpsins, bæði sjónvarps og útvarps. Sérstaklega er óskað eftir upplýsingum um hvernig jafnaður muni hallarekstur stofnun- arinnar undanfarin ár, hvernig fjármagna eigi byggingu nýrrar langbylgjustöðvar og hins nýja útvarpshúss, svo og hvernig leysa skuli brýnan húsnæðisvanda út- varpsins uns hið nýja útvarpshús kemst I gagnið. Þá er einnig óskað upplýsinga um hvaða ráðstafanir séu á döf- inni til að treysta dreifikerfi út- varps og sjónvarps. Þannig að tryggt sé að allir landsmenn eigi þess ævinlega kost að hlýða á dagskrá, Svo og hvernig stofnun- inni verði gert fjárhagslega kleift að notfæra sér möguleikana á beinu myndsambandi við önnur lönd, sem skapast hafa með jarð- stöðinni Skyggni. Loks er óskað eftir þvi, að i skýrslunni verði að finna upplýs- ingar um það, hvenær stereóút- sendingar muni ná til landsins alls og hvort i undirbúningi sé að hefja útvarp á annarri rás og/eða sérstakt landshlutaútvarp. Þeir þingmenn er óska eftir þessari skýrslu eru Eiður Guðna- son, Friðrik Sophusson, Arni Gunnarsson, Vilmundur Gylfa- son, Stefán Jónsson, Halldór Blöndal, Sverrir Hermannsson, Benedikt Gröndal og Albert Guð- mundsson. — Þ Skúli Alexandersson. öryggismál. Skúli sagði að á Gufuskálum hefði Landssiminn nú yfir að ráða aðstöðu sem gerði honum auðvelt að koma upp strandstöð nú þegar. Magnús H. Magnússon tók næstur til máls og sagðist telja nauðsynlegt að bæta fjarskipti á þessu svæði, en taldi þó að gera mætti það á ódýrari hátt en þann að koma þarna upp strandstöð. Taldi Magnús eðlilegra að bæta þjónustuna með fjarstýringu frá öðrum strandstöðvum. Svipaðrar skoðunar var Eiður Guðnason.en hann sagðist jafnframt furða sig á þvi að Alþýðubandalagsmaður eins og Skúli skyldi vera að flytja tillögu um bætta fjarskipta- þjónustu frá Gufuskálum i ljósi þess að á Gufuskálum ræki Landssiminn þjónustu i umboði NATO. Davið Aðalsteinsson og Alex- ander Stefánsson lýstu fullum stuðningi við tillöguna og sama gerði Garðar Sigurðsson sem benti jafnframt á að sama vandræðaástand væri fyrir hendi úti fyrir Húnaflóa. Sagði Garðar að nauðsynlegt væri að tryggja sjómönnum á þessum tveimur hafsvæðum öruggt samband við land fyrir þinglok. — Þ-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.